Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUNRLAÐ1Ð Þriðjudagur 4. okt. 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar' Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2X480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VERÐA VERKFÖLL? ¥ VOR og í sumar mátti skilja * á stjómarandstöðunni, að tilraunir yrðu gerðar til að kollvarpa hinni nýju og frjáls lyndu efnahagsstefnu með verkföllum nú í haust. Þess vegna spyrja menn spurning- arinnar: Verða verkföll? Svar flestra er, að það sé harla ólíklegt af eftirfarandi ástæð- um: 1. Byrðar viðreisnarinnar eru léttbærari en menn gerðu upphaflega ráð fyrir, enda hafa fjölskyldubætur og skattalækkanir létt undir með þeim, sem erfiðast eiga uppdráttar. 2. Menn gera sér grein fyrir því, að þegar 7% rýrn- un verður á verðmæti útflutn ingsafurðanna, má almenn- ingur þakka fyrir að halda óskertum kjörum og væntir sér ekki kjarabóta það ár- ið. — 3. Almenningi er það bg ljóst, að atvinnuvegirnir hafa ekki rétt nægilega við eftir óstjórnartímabil vinstri stefn- unnar til þess að geta nú strax staðið undir hækkuðum launum. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni vinna gegn því að atvinnu- rekendur geti velt útgjöldum af nýjum kauphækkunum aftur yfir á almenning. Af því leiðir að vinnuveitendur munu standa gegn kauphækk unum og því líklegt að verk- föll, sem nú yrði efnt til, færu út um þúfur, og yrðu öllum til tjóns. 4. Og loks er þess að gæta, að jafnvel þótt einhverjar kauphækkanir fengjust við þessar aðstæður þá gætu þær ekki leitt til annars en sam- dráttar í atvinnulífinu og þar með atvinnuleysis, ef þá ekki yrði um leið gripið til nýrrar gengisfellingar. Að öllu þessu athuguðu verður að telja harla ólíklegt, að kommúnistar treysti sér til þess að reyna nú pólitísk verkföll, sem ekki mundu njóta mikillar samúðar eða stuðnings almennings. Enginn vafi er á því, að þeir sem við verst launakjör búa, eiga nú sem fyrr erfitt með að láta endana ná saman. Er hörmulegt til þess að vita, að vinstri stefnan, serri hér hef- ur ríkt, hefur leixið lands- menn svo grátt, að kjör þeirra hafa ekkert batnað um langt skeið, meðan aðrar lýðræðis- þjóðir hafa jafnt og þétt bætt kjör sín. Hagfræðingur norska Al- þýðusambandsins, sem hér var á vegum launþegasam- takanna, lýsti því, hvernig norskir verkamenn hefðu bætt kjör sín með samstarfs- nefndum við vinnuveitendur, ákvæðisvinnufyrirkomulagi og styttingu vinnutímans. En' þar í landi hefðu menn nú orðið takmarkaða trú á hinni gömlu og úreltu verkfallsbar- áttu. Ef launþegar hér bæru gæfu til að reka af höndum sér yfirráð kommúnista í verkalýðsfélögunum, manna, sem engan áhuga hafa á því að bæta kjör launþega, held- ur eingöngu að nota samtök þeirra í pólitískum tilgangi, þá er ekki ólíklegt að hægt væri að finna leiðir til nokk- urra kjarabóta nú þegar, án þess að skerða hag atvinnu- veganna. Líklegt verður að telja, að með samstarfi launþega og vinnuveitenda og gagnkvæm- um skilningi á þörfum fyrir- tækjanna, mætti bæta vinnu- tilhögun á mörgum sviðum. Með meira ákvæðisvinnu- fyrirkomulagi mundu fjöl- margir verkamenn einnig geta fengið bætt kjör. Víða mætti taka upp viku- og mánaðarlaunafyrirkomulag. Og loks mætti gera á því rannsókn, hvort ekki væri jafn hagkvæmt að hækka nokkuð dagvinnukaupið en minnka jafnframt muninn á milli þess og eftirvinnu og næturvinnukaups, til þess að reyna á þann hátt að stytta nokkuð hinn langa vinnudag íslenzkra verkamanna. Allt eru þetta mjög þýðingarmikil atriði, sem gætu haft áhrif til kjarabóta fyrr og í ríkara mæli en ella getur orðið. Á því er enginn vafi, að vinnuveitendur væru fúsir til að ræða slík málefni, enda ekki síður þeirra hagur en verkalýðsins að gott samstarf geti ríkt innan fyrirtækjanna. Gallinn er bara sá, að hinir kommúnísku ráðamenn verka lýðsfélaganna hafa ekki áhuga á því að bæta kjörin á þennan hátt. Þeirra ær og kýr er ófriður á milli stéttanna, þar sem pólitísk sjónarmið ein ráða, en enginn áhugi er á að bæta kjör launþeganna. Vonandi verður þess skammt að bíða að veldi kommúnista í verkalýðsfélög- um verði hnekkt, svo að í einlægni verði unnið að batn- andi kjörum launþega. UTAN UR HEIMI Á R IÐ 1945 leystu Banda- menn upp hersveitir, flugher og flota Þjóðverja og sömu- leiðis hið geigvænlega her- foringjaráð, sem gegnt hafði svo áhrifamiklu hlutverki í stefnu Þjóðverja. Bandamenn hétu því að herstyrkur Þjóðverja skyldi aldrei aftur geta ógnað frið- inum í heiminum. Aldrei aft- ur skyldi herforingjaráðið skipað á ný. • Á GÚMMÍHÆLUM Árið 1949 ritaði dr. Adenauer Truman þáverandi Bandaríkja- forseta bréf varðandi varnir V.- Evrópu og bauðst til að Þjóðverj- ar leggðu þar eitthvað af mörk- um. En málið var of viðkvæmt og það var ekki fyrr en 1953 að þýzka þingið samþykkti fyrstu lögin varðandi stofnun hersins. Var að því miðað að herinn yrði algjörlega undir stjórn Atlants- hafsbandalagsins. Sá var munur á hinum nýja her að hann gekk ekki á járnhælum eins og Hitlers- herinn, heldur gúmmí. Þegar Mendes-France, þáverandi for- sætisráðherra Frakka frétti þetta varð_ honum að orði: „Ah, til rinn • HEUSINGER Þýzki flotinn er lítill, en vax- andi. Hefir hann. til umráða smærri skip eins og duflaslæðara, hraðbáta og tundurspilla. Alls eru 24.000 menn í flotanum. Her- gögn þýzka hersins koma aðal- lega frá Bandaríkjunum, þar á meðal skriðdrekar af gerðinni M48. Yfirmaður þýzka hersins er. Adolf Heusinger hershöfðingi, sem var háttsettur í herforingja- ráði Hitlers, var trúr foringjan- um og tók engan þátt í tilraun- um herforingjanna til að drepa Hitler árið 1944. • NATO STJÓRNAR Varnarmálaráðherra Þýzka- lands er Franz-Josef Strauss. Stefna hans í varnarmálum er þessi: Einihliða varnir ríkis eru ekki lengur mögulegar. Þess vegna ákváðu Þjóðverjar að her styrkur sá er þeir leggja af mörkum til sameiginlegra varna Vestur-Evrópu, verði algjörlega undir yfirstjórn NATO. Vestur-Þýzkaland er eini með- limur Atlantshafsbandalagsins, sem hefur falið bandalaginu yf- irstjórn herafla síns á friðartím- um. • SJÖ HERFYLKI Þetta gera Þjóðverjar vegna Á heræfingu þess að þeir eiga enga einka- hagsmuna að gæta á sviði hern- aðar eða stjórnmála og vegna þess að ekki er unt að aðskilja öryggi þeirra frá öryggi Vestur- Evrópu í heild. Af þessu leiðir að Vestur-Þýzkaland hefur eng- an einkaher og ekkert þýzkt her foringjaráð. Sjö þýzk herfylki eru nú þegar undir stjórn NATO. Bandalagið ákveður hvaða vopnum herinn er búinn. Á þennan hátt getum við sannfært sambandsríki okkar um áreiðanleik okkar sem banda-' þess að við heyrum ekki til þeirra næ,st þegar þ«ir koma.“ • Á FIMM ÁRUM Herstyrkur Þjóðverja í dag er samtals 269.000 menn og auk þess 100.000 manna varalið. Fyrstu ■hermennirnir komu til þjónustu á árinu 1955, og á þessum fimm árum sem liðin eru, hafa Þjóð- verjar komið upp vel búnum og vel æfðum her og vísi að flug- her, sem eftir tvö ár verður orð- inn að öflugum flugflota með nærri 1.000 flugvélar. I Vaxandi flot: manns. Öflugur her Fastar reglur um notkun snjóbarða FUNDUR Reykjavíkurdeildar Bindindisfélags ökumanna var ný lega haldinn. Þar skýrði formað- ur deildarinnar frá því, að náðst hefði samvinna við samtök bíi- stjóra og aðra aðila um að fá settar reglur um notkun snjó- barða hér á landi. Þá hefðu við- komandi yfirvöld lofað að málið yrði afgreitt mjög bráðlega. Þá var rætt um óáfeng vín, sem BFÖ á Norðurlöndum framleiða í stórum stíl. Sagði formaður deildarinnar, að kunnur bindind- ismaður væri að athuga innflutn- ingsmöguleika á þessum drykkj- um. Borin var upp á fundinum til- laga um að fá hámarkshraða nokkurra helztu samgöngu- og tengigatna milli bæjarhluta auk- inn upp í 45 km. Lagði fundur- inn áherzlu á að þeslu yrði breytt. Heilsuvernd á Akranesi AKRANESI, 1. okt.: — Á bæjar- stjórnarfundinum hér í gær var samþykkt að stofna til heilsu- verndar meðal bæjarbúa, sem rekin sé í tvennu lagi, sem mæðra deild og berklavarnardeild. Er það ekki vonum fyrr, þar sem vitað er að mánuður er liðinn síðan héraðslæknirinh fyrirskip- aði berklarannsókn meðal starfs- manna eins iðnfyrirtækis hér 1 bænum af þeim sökum að einn starfsmannanna hafði fengið snert af veikinni. Á sama fundi var bæjarráði falið að athuga hvort ekki væru tök á að steypa slitlag á Kirkju- brautina frá Silfurtorgi að Merki gerði. Þessi gata á að verða 27 m breið milli húsa og er tilvonandi Austurstræti Akraness. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.