Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1960 Keppnisreynsla fœrði KR sigur Vann Hafnfirðinga 3:0 HAFNFIRÐINGARNIR hafa lit- ið sézt hér í sumar og þó þeir hafi borið sigur úr býtum í 2. deildarkeppninni, voru fáir, sem bjuggust við að þeir gætu orðið skeinuhættir keppinautar KR- inga. En þegar leikurinn hófst kom í ljós að KR átti fullt í fangi tneð að sigra, og má segja með sanni að keppnisreynslan ein hafi bjargað þeim að þessu sinni. Hafnfirðingarnir voru mun virkari í fyrri hálfleiknum og fyrsta stundarfjórðunginn af þeim síðari, en þá náði KR tök- um á leiknum, svo að sjá mátti hvað liðið hefir upp á að bjóða, þegar þeir ná sínu bezta. — KR skoraði þrjú mörk i leiknum en Hafnfirðingunum tókst ekki að skora. KR vann fyrri hálfleik- inn 1:0, en síðari hálfleikinn 2:0, svo heildarmarkatalan varð 3:0. Fyrri hálfleikurinn Hafnfirðingar áttu frumkvæð- ið í leiknum í fyrri hálfleik. Þeir voru mun fljótari á knöttinn og léku einnig betur saman. Allur leikur liðsins bar þess merki, að mikils má af þeim vænta á næstu arum, þýí leikmenn eru flestir mjög ungir og 6 leikmepn, sem algerlega éru byrjendur í knattspýrnu, en.hver öðrum efni legri. : Áðeins voru 4 mín. liðnar af leiknum er góð sending frá Ragn- ari Jónssyni gaf Henning gott tækifæri, en hann varð of seinn og Heimir tók knöttinn. Á 10. mín, kömst Ellert í sæmilega að- stöðu til að skora, en varnar- leikmaður gætti hans vel, og skotið, sem markmaðurinn fær á sig, verður laust og vel viðráð- anlégt.: Mínútu siðar einleikur Þórólfur og gefur síðan til Ell- erts, sejn sendir fast skot í aðra hliðarstöngina. Knötturinn hrekk ur út aftur og fer milli nokk- urra nianna, en síðan sendir Elfert hann hátt yfir. Hafnfirðingarnir sækja nú og tveimur mínútúm síðar bjargar Bjarni Felixson á línu og stuttu siðar Ver Heimir fast skot. KR- ingar gera upphlaup úr útspyrn- unhi og Sveinn Jónsson fær gott tækifæri, er mistök eiga sér stað í ivörh Hafnfirðinganna, sem Sveinrt notar vel og skorar. Eftir markið sækja Hafnfirð- ingárrrir enn í sig veðrið og á 17j mín. bjargar Heimir naum- lega skoti frá Gunnari Valdimars syni. KR-ingar gera nú upphlaup og Þórölfur skallar yfir og stuttu síðar séndir Sveinn Jónsson skot að 'markinu, sem lendir í hliðar- stönginni. Næstu mín. eru það Háfnfirðingarnir, sem sækja og^ 24. mín. eru af leik, er Heimir er sérlega heppinn og mínútu síðar bjargar Hreiðar skoti frá Ragnari og sendir knöttinn fram völlinn. KR sækir og dæmd er vítaspyrna á Hafnfirðinga. Þór- ólfur tekur spyrnuna en sendir beint á markmanninn. Liðin sækja og verjast á víxl næstu mínútur og á síðustu mínútu hálf leiksins einleikur Ragnar Jóns- son upp miðjuna og má teija slembilukku fyrir KR að hann skoraði ekki mark. Síðari hálfleikurinn. Fjórir mín. eru af síðari hálf- leik, er Bergþór sendir framhjá KR markinu. Hafnfirðingarnir eru fyrstu mínúturnar í látlausri sókn og meginhluti KR-inganna í vörn. Er 20. mín. eru af hálf- leiknum er dæmd aukaspyrna á Hafnarfjörð og sent er til Gunn- ars Guðmannssonar, sem miðj- ar þegar og Ellert grípur vel inn í og skorar með góðu skoti. Upp úr þessu fer KR að ná frumkvæðinu í lei-knum, en Hafn firðingarnir verjast vel og sýna engan bilbug. Á 35. mín. leikur Þórólfur á hvern varnarleik- mann Hafnfirðinganna af öðrum og sendir síðan til Gunnars Guð- mannssonar, sem er frír fyrir opnu marki og sendir knöttinn í autt markið. Síðustu mínúturnar eiga Hafn- firðingarnir aftur góðan leik- kafla og KR markið er nokkrum sinnum í hættu, en þeim tókst ekki að skora og endaði leikur inn 3:0 fyrir KR. — Bezti leikmaður Hafnfirðing' anna var Einar Sigurðsson. — Sigurjón Gíslason átti og góðan leik og Ragnar Jónsson er drif- fjöður framlínunnar. Af KR-ingum var Hörður Felixson beztur og einnig átti Ellert drjúgan leik. 1 heild var liðið mun slapp- ara en það hefir verið í sumar, og eins og allur vilji sé kom- inn úr því. Á. Á. Fram jafnar óverjandi From og Valur skildu jöfn eftir 120 mínútna leik Mark skorað ur hornspyrnu í SÓLSKINI og fegursta haustveðri mættust Valur og Fram í bikarkeppninni á sunnudaginn. En langt var frá því að ’eikur Iiðanna væri jafn fagur veðráttunni. Fátt eitt fallegt gat að líta og það var lengstum svo sem hvorugt liðanna hefði vilja eða löngun til að vinna leikinn. Baráttan varð og löng. Eftir venjulegan leiktíma stóð 2:2. Eftir framlengingu 2x15 mín. stóð enn jafnt 3:3 og verður að „endurtaka“ leikinn. Mun það verða gert á laugardaginn Það tók Skagamenn 55 mín. að skora mark en mörkin urðu 6 að lokum Á SUNNUDAGINN mættust Ak- ari hálfleiknum. Þá hristu lands- urnesingar og KefLvíkingar í bik arkeppninni. Þeir, sem ekki þekktu gamla frægð hinna gul- klæddu Akurnesinga og hin bitru örlög hinna svartklæddu Keflvík inga sem nýfallnir eru í 2. deild, hefðu átt erfitt með að segja til um hvort liðið á vellinum var Islandsmeistari. Og reyndar hefðu sennilega flestir átt bágt með að trúa, að annað þessara liða væru meistarar landsins. Svo bágur var leikurinn, svo tilþrifa- laus, einkum þó í fyrri hálfleik. Af Sex mörk í síðari hálfleik Það birti aðeins upp af svart- nætti getuleysis og deyfðar í síð- liðsmenn Skagamanna þeir Þórð- ur Jónsson og Ingvar Elísson af sér slenið, átbu nokkrar lagleg- ar sikiptingar fyrst, en léku síðar saman á miðjunni, og þetta skap aði Akranesi 6 mörk sem þeir skoruðu, (Ingvar 4 og Þórður 2). Þar með tryggðu þeir áframhald- andi göngu liðs síns til bikarsins. En þeirra titþrif voru það eina sem jákvætt sást í þessum leik. —★— Það gáfust 4 tækifæri til marka í fyrri hálfleik. Þrívegis komst Ingvar í færi, átti skot í þver- slá, skot framhjá og hið þriðja er varið fallega. Hið fjórða tæki- færi átti Þórhallur útherji Kefl- og sennilega tefur það bikar- keppnina um eina viku A: Valur skorar Fram átti tvö fyrstu tsekifær- in en þau fóru eins og flest þau önnur er Fram skapaði — oft með alllaglegum leik — út í sandinn er að markinu dró. Og það voru Valsmenn sem fysrt skoruðu. Þá voru 6 mínút- ur af leik. Björgvin Daníelsson lék upp vinstri kant, gaf yfir til hægri og þaðan gaf Steingrímur h. úth. fyrir markið og Bergur Guðnason fékk skorað Fram- vörnin veitti ekkert viðnám í þessari sóknarlotu. SÞrir Hafnfirðingar liggja á vellinum eftir að Þórólfur hafðí leikið á þá og sent til Gunnars, Sc... „noraði. (Ljósm.: Sv. Þorm.) víkinga. Stóð einn fyrir opnu marki, en varð svo mikið um að skotið kom aldrei. —★— Á 10. mín síðari hálfleiks kom fyrsta markið. Klaufalegt og mis heppnað útspark frá Keflavíkur- markinu orsakaði að Ingvari tókst að leika sig í gott færi og það notaði hann sér, skoraði af stuttu færi. Sjö mínútum síðar bætti Þórð- ur Jónsson öðru marki við. Skaut hann af vítateig og var hinn ungi og óreyndi markvörður Keflví'k- inga of seinn að kasta sér — missti knöttinn undir sig. Á. 30. mín. leikur Þórður upp hægri væng gefur fallega í eyðu til Ingvars sem skorar auðveld- lega. Mínútu síðar eru Skagamenn enn í sóikn og Þórður Jónsson skorar af um 12 m færi eftir lag- legt upphlaup á vinstri væng. Á tveim síðustu mínútunum skora Skagamenn tvö mörk til viðbótar. Áttu Jóhannes útherji og Ingvar það fyrra. Jóihannes lók upp hægri kant, miðjaði vel og Ingvar skoraði viðstöðulaust. Á síðustu mínútunni þjarma Ak- urnesingar að Keflvíkingum og Ingvar fær skorað af stuttu færi. —★— í held daufur leikur, en mörk- in sex gáfu honum svolitinn svip. Deyfð og drungi var yfir leik' Keflvíkinga og máttleysi mikið meðal framherjanna. _ A.St. r - Arsþing H. S. í. ÁRSÞING Handknattleikssam- bands íslands verður haldið nk. laugardag 8. október kl. 2 i skrif stofu í. S. í., Grundarstíg 2A. Þannig lauk hálfleik 1—0. Áttu þó Framarar tvo stangarskot og gerðu oft harða hríð að Vals- markinu, þótt ekki tækist að skora. ★ Fram tekur forystuna. Er 5 mín. voru af síðari hálf- leik jafnar Fram. Guðmundur Óskarsson kemst einn upp gegn- um vörn Vals og skoraði af stuttu færi örugglega. Á 32. mín. skorar Guðmundur aftur, nú af þröngu færi frá hægri, framhjá Gunnlaugi mark- verki er hljóp móti honum. Lag- lega gert. ★ Mark úr hornspyrnu Leit nú út fyrir sigur Fram og mátti hann heita réttlátur eftrr gangi leiksins. En rétt áður en flautað var af, fá Valsmenn hornspyrnu á Fram. Matthías Hjartarson tekur hana og öllum til furðu hafnar knötturinn í neti Fram án þess að nokkur snerti knött inn. Verður að skrifa þetta mark á Geir markvörð Fram, sem átti auðveldlega að geta slegið frá. Mörk úr hornspyrnu án annara hjálpar eru næsta fátíð — en Valur jafnaði og framlengja þurfti. ★ Hætta við Frammarkið Nú breyttist gangur leiksins. Valsmenn sóttu fast og munaði oft mjóu við Frammarkið, enda var eins og allur máttur værj úr Fram við hornspyrnumarkið. 1 einu upphlaupanna var Fram- vörnin algerlega sundurleikin og Rúnar hljóp í markið og varði skot með höndum. Úr vítaspyrnu skoraði Matthías Hjartarson auð- veldlega. ★ Fallega skorað Sigur Vals blasti við. Það eru mörkin sem telja en ekki sam- leikur og knattmeðferð. í því var Fram betra. En er 3 mín. voru eftir af fram- lengingunni fær Fram auka- spyrnu á Val á vítateigi. Guðjón Jónsson framkvæmir spyrnuna, sendir fallegt og hnitmiðað boga- skot sem hafnar í bláhorni Vals- marksins. Valsmenn' sem mynd- uðu þéttan varnarvegg framan við Guðjón horfðu slegnir á. Fallega gert — og jafnteflið tryggt. Aukaleikur verður fram að fara. ★ Enginn leikmanna átti góðan leik frá upphafi til loka, flestir áttu einhverja spretti en á milli siík mistök, að því góða ber vart að halda á lofti. Af þeim sem bezt sýndu má nefna Guðjón, Rúnar og Ragnar í Fram og Matt. hías í Val. Viljaleysið og lítil löngun til sigurs settu svip sinrv á leikinn og gerðu hann daufari en nokkur ástæða var til. Öll skii yrði voru góð en bað nægði ekki í þetta sinn. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.