Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1960, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. okt. 1960 Cuðmundur Daníelsson skáld fimmtugur í dag FYRSTU kynni mín af Guð- mundi Daníelssyni eru nú orðin allgömul; ekki svo að skilja, að im persónuleg kynni væri að ræða, þar sem við erum sinn ;.f hvoru landshorni, en einhvern- tíma á unglingsárum mínum rakst ég á grein eftir hann I skólablaði hjá skólabróður hans fyrir norðan, og efni greinarinn- ar man ég; það var undirbúning- ur sunnlenzks sveitapilts undir réttaferð og svo frásögn af sjálfu ævintýrinu. Mér fannst til um rit- smíðina og dró þegar þá ályktun, að þessi ungi maður mundi djarf- ur og ófeilinn og stæðj víst föst- um fótum á hinu jarðneska plani tilverunnar. í dag á Guðmundur Daníelsson fimmtugsafmæli og mikinn rit- höfundarferil að baki. Liggja nú eftir Guðmund, er hann stendur á fimmtugu, tuttugu bækur á tuttugu og sjö árum, og sýnir það glöggt, hvílíkur elju- og af- kastamaður hann hefur verið í skáldskapnum. Guðmundur hóf skáldferil sinn með ljóðabók árið 1933, en fyrsta skáldsaga hans, Bræðurnir í Grashaga, kom út árið 1935 og vakti þegar athygli. Hefur Guðmundur síðan helgað sig skáldsagnagerð að langmestu leyti, þó að fleiri skáldskapar- greinum hafi hann sinnt, og er hann nú tvímælalaust í röð fremstu sagnaskálda hérlendra. Framan af þóttu sögur Guð- mundar bera nokkur merki um áhrif eldri samtímahöfunda, en þó mátti þá þegar glöggt greina þau einkenni, sem síðan hafa orðið æ skýrari með auknum þroska og sjálfstæði skáldsins. Guðmundur Daníelsson er frjór og hugkvæmur höfundur; hann á, eins og skáldið sagði, „skóga hugmynda". Söguefnis virðist honum aldrei vant, og oftast er sögusvið hans stórbrotið og hrika legt; eldfjöll, jöklar og stórvötn æskustöðvanna eru honum jafnan í hug. Skáldsögur Guðmundar hafa orðið æ meiri örlagasögur eftir því sem tímar liðu, eða það, sem kallað er sálfræðilegar, og hann hefur fjarlægzt raunsæi, en teflir persónum sínum fram í lítt mörkuðum tíma og umhverfi. sem oft er tröllslegt og á vel við hamfarírnar í einföldu, en nöktu sálarlífi persónanna. Þetta á eink- um við um skáldsögurnar: í fjali- skugganum og Musteri óttans, að nokkru leyti í Blindingsleik, sem flestir telja bezt unna af sögum hans, og jafnvel Hrafnhettu, síð- ustu skáldsögu hans, sem hefur þó sannsögulega uppistöðu. Sögur Guðmundar minna oft á þjóðsöguna, dulmagnaða, en hálf- jarðneska, og um baksvið sagna Keramikrismynd á garðsvölum byggingarinnar. Þar mun vígsl- an fara fram. Á myndinni er sendiherra Dana í Bandaríkjun- um Kield Knuth- Wintherfeldt, grcifi. Danakonungur vígir nýja sendiráðsbyggingu í Washington ÞRIÐJUDAGINN 4. október fara dönsku konungshjónin í opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. Eitt af mörgum viðfangs- efnum Danakonungs meðan á heimsóknni stendur verður í augum kostnaður við bygg- inguná, enda hefur ekkert ver ið til sparað að gera hana sem glæsilegast úr garði. Hins vegar eru menn sammála um, að byggingin sjálf, öll innrétt ‘ ing og húsbúnaður, beri eink- ar vel merki þess sem bezt hans líða fyrir sjónir persónur líkastar huldufólki, eða þvx fólki, sem maður sér í draumi, laus- lega tengdb tíma og rúmi. Hún er því líklega að nokkru leyti röng, ályktunin, sem ég dró í gamla daga, að Guðmundur standi föstum fótum á jarðneska planinu, því að skáldið á líka í seli á öðrum sviðum tilverunnar. Því skal hér við bætt, að stíll Guðmundar er persónulegur, sterkur, tilbrigðaríkur og hressi- legur eins og maðurinn sjálfur. Um þróunina í sagnagerð Guð- mundar Daníelssonar mætti rita langt mál, en hér er ekki staður til þess, en það er þó óhætt að segja, að hann hefur verið í stöð- ugri framför í skáldsagnagerð- inni ekki sízt á síðari árum. Afköst Guðmundar Daníelsson- ar í skáldskapnum eru slík, að ætla mætti, að honum hefði ekki gefizt mikið tóm til að sinna öðr- um störfum, en þessu er ekki svo farið. Hann hefur um langt skeið verið skólastjóri, fyrst á Vest- fjörðum og" síðan á Eyrarbakka. Hlýtur að vera mikið gaman fyr- ir unglinga að njóta handleiðsiu og tilsagnar kennara, sem hefur til að bera svo auðugt hugmynda- flug og slíkan skilning á sálar- lífi fólks. Guðmundi hefur einnig gef- izt tími til að ritstýra ágætu blaði, Suðurlandi, um allmörg undanfarin ár og hefur skrifað mikið í það blað, meðal annars fjörug viðtöl. I>á hefur Guðmund- ur ferðast mikið erlendis og skrif- að tvær bækur um ferðir sínar. Ljóst má vera af framansögðu, að Guðmundur Daníelsson er mesta hamhleypa að hverju verki, sem hann gengur, hraust- ur maður og hjartaprúður. Hann virðist aldrei þurfa að flýta sér og alltaf hafa nægan tíma eins og oft er um mikla athafnamenn, sem þó eru störfum hlaðnir. Guð- mundur er gæddur þeirri dyggð að eiga mjög auðvelt með að meta og viðurkenna verk sinna stéttarbræðra, og ekki nagar ormur öfundsýkinnar sál hans. „Heima glaður og við gesti reif- ur“ á við um Guðmund, sem er manna skemmtilegastur heim að sækja og viðræðubeztur. Hann getur nú á bezta mann- dómsskeiði litið yfir mikil og fjölbreytt störf og ágæt afrek, meiri en margur leysti af hendi á langri ævi. Vinir hans árna hon- um allra heilla á þessum tíma- mótum og vænta enn frá hans hendi margra snjallra skáld- verka. Andrés Björnsson ★ ÞEGAR ég nú sezt niður til að óska vini mínum, Guðmundi Daníelssyni, skáldi, til hamingju á þessum merku tímamótum í lífi hans, verður mér fyrst fyrir að hugsa til norsku víkingaskip-' anna, sem ég sá í Oslo í sumar. Það er undursamleg tilfinning að virða fyrir sér jafn áþreifan- lega fortíð og þessi gömlu skip gefa manni hlutdeild í, starida þarna í helgri þögn innan um amríska túrista og heyra ekki skvaldrið, en láta hugann reika þúsund ár aftur í forneskju og svo eins og í leiftri af eldingu sjá menn og konur löngu liðins tíma ganga á þessum slitnu fjöl- um, tigið fólk. ambáttir og þræla, heyra gömul orð sem hafa verið fest á bækur, brot úr Ijóði sem við getum enn vitn- að í, ef á liggur, allt kemur þetta á móti okkur í einni svip- an, og við heyrum ekkert annað þá stundina, sjáum ekkert ann- að, svo sterk verða þau áhrif. Síðan hefur mér fundizt að Guðmundur Daníelsson hefði sómt sér vel á slíku skipi með tignum mönnum og vígreifum, sem létu sér ekki fyrir brjósti brenna smáskeinur í orustum eða köpuryrði úr ýmsum áttum. Úr stafni slíkra knarra hefði rödd Guðmundar Daníelssonar hljómað gegnum brak og vopna- glamm og í sögum hefði hann fengið einkunnina: skáld gott. í þessum fáu línum verð- ur ekki farið víða yfir, enda gerist þess ekki þörf; les- endur Morgunblaðsins þekkja bækur Guðmundar Danielsson- ar. Hann hefur verið afkasta- mikill rithöfundur og sjáifum sér trúr, þó á ýmsu hafi gengið og staðið við þau fyrirheit sem Árni Hallgrímsson, ágætur bók- menntamaður, þóttist skynja, þegar hann ritaði um fyrstu verk skáldsins í Iðunni og hældi þeim á hvert reipi, min:itist jafnvel á stóra höfunda í sam- anburði sinum. Ef ég man rétt, lifði Árni Hallgrímsson þá stund að fá í hendur Blindingsleik frá skáldi sínu. Fáum mönnum hef ég kynnzt sem er skáldskapurinn eins í blóð borinn og Guðmundi Daní- elssyni. Ég held hann hafi verið fæddur til þess eins að segia sögur eins og gert var á fs'andi frá alda öðli. Hann hefur eín- hvern tíma komizt svo að orði, að hann skrifi sér til.heilsubót- ar. Af nánum kynnum við hann veit ég að þau orð mælir hann af heilum hug. Ég gæti bókstaf- lega ekki hugsað mér Guðmund Daníelsson öðruvísi en sískrif- andi. Þó hefur hann ætíð þuvft að sinna öðrum skyldustörfum og verið skólastjóri um margra ára skeið. „Maður verður að hafa eitthvað af peningum líka“, segir hann, „til að verða ekki bitur og leiðinlegur og for- pokast ekki í aumingjahætti!" Hann veit'að góð skáld geta ver- ið praktísk. ef á þarf að ha'.da og borgaraleg þeim að sk.xð- lausu, ef mergurinn er góður: „Vandræðin stafa af því, Mr. Goldwyn, að þér hafið aðeins á- huga á list en ég á peningum", sagði Bernhard Shaw eitt sinn og enginn hefur dirfzt þann dag í dag að efa afrek hans í bók- Hin nýja sendiráðsbygging. Til vinstri er íbúðarhús sendiherrans, menntum. Auðvitað brosti hann út í annað munnvikið, þegar hann sagði þessi orð og pað mundi Guðmundur Daníelsson líka gera. en góð áminning gæti þetta nú samt verið til sumra þeirra hávaðamanna sem eru skáld alls staðar nema í verkum sínum. Fáir rithöfundar hafa af kastað meiru hér á landi en Guð mundur Daníelsson, enn íærri skrifað betri skáldsögur og eng- inn í jafnnaumum frítíma. Mað- urinn er hamhleypa til verka og ekki við eina fjöl felldur, ef hví er að skipta, kannski má sjá þess stað í sumum fyrri boka hans að hann skrifaði í kaop- hlaupi við nauman og óvinveiít- an tíma, ungur og að ýmsu leyti óreyndur, en vígfimur og trúr sinni köllun: án heilinda hefði honum ekki tekizt að afhenda okkur jafngóð verk og Mustari óttans, Blindingsleik og Hrafr.- hettu, svo nefnd séu þrjú síð- ustu skáldverk hans. Guðmund- ur Daníelsson fæddist inn í um- gerð Njáls sögu og óx inn í svið hennar og sagnaheim. Fornbók- menntirnar urðu honum ungum í senn hvöt og stæling og vart man hann svo eftir sér að hann hafi ekki haft visu á takteinum. Ungur orti hann sveitarbragi og kerknisvísur og þótti beita brandi sínum af nokkurri djörf- ung og var ekki vænlegur til ailsherjarvinsælda í þröngbýlinu af þeim sökum. Samt var þetta farið að lagast. þegar lngólfur Jónsson nú landbúnaðarráðhetra skrifaði fyrstu ljóð hans á rit- véi austur á Hellu! Guðmundur Daníelsson var afarhændur að Valgerði ömmu sinni, sem hafði unun af að segja drengnum sögur af forn- um köppum íslendinga sagna og lifði sjálf örlög þeirra svo sterkt, að henni þótti sem þeir væru allir sveitungar hennar: „Það var eins og amma hefði sjálf umgengizt þessar persónur og væri að segja manni frá fólki, sem hefði búið á næsta bæ við hana, þegar hún var ung stúlka og var að alast upp í Langa- gerði í Hvol’hreppi", sagði Guð- mundur í samtali við Morgun- blaðið fyrir tveimur árum. Við kné Valgerðar ömmu sat skáld- Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.