Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 5
Miðvik'udagur 12. okt. 1960 MORGUNBLÁÐIÐ 5 f’ i k sem lýðskrumara, hann kemur fram opinberlega í luralegum fötum, órakaður, með óklippt hár, og á skónum eru mörg göt, sem andstæðingar hans segja, að hann hafi sjálfur búið til. Hann leikur hlutverk „litla mannsins“ sem óbug- andi tekur upp baráttuna gegn hinni pólitísku vél. Slagorð hans er „einseyringur á móti milljón" — og það bergmálar nú um gervalla Braziliu. Af þessu mætti halda að hann ærðist í ræðustólnum, eins og MtNN 06 . = MLEFNI d BRAZILÍUBÚAB gengu ný- lega til forsetakjörs og völdu Janio Quadros fyrrverandi landsstjóra I Sao Paulo, sem forseta landsins. Quadros sigr- aði með miklum meirihluta og kom það engum á óvart, því að í undangengnum prófkosn- ingum, hlaut hann 70% at- kvæða, en hættulegasti and- stæðingur hans, Henrique Lott, marskálkur, aðeins 20%. Quadros er oft nefndur „mað urinn með kústinn“, því að í kosningabaráttunni var merki hans kústur og lofaði hann, að sópa allt sleifarlag út úr Brazilíu. Brazilíubúar virðast treysta honum til að ráða bug á þeim erfiðleikum, sem landið á nú við að stríða, en það er verðbólga, aukinn órói í þjóðfélaginu og mikil spilling í innanríkismálum. Gott dæmi um það, hve íbúar landsins eru orðnir leiðir á ástandinu, má nefna kosning- ar, er áttu sér stað fyrir nokkru í Sao Paulo. Við taln- ingu atkvæða kom í ljós, að nashyrningur nokkur, sem er mjög vinsæll meðal gesta í dýragarðinum, hafði hlotið flest atkvæði. Einnig má geta þess að skömmu áður hafði geit verið valin í bæjarstjórn. Janio Quadros er oft lýst Hitler og Krúsjeff, en það er öðru nær. Hann talar eins og háskólagenginn maður, með einni undantekningu þó, en það er þegar hann minnist á kommúnista, þá á hann til að láta ýmis skammaryrði fjúka. Þessi lýðskrumari er nefni- lega ekki vinstri sinnaður, heldur nýtur hann aðallega stuðnings helzta flokksins í stjórnarandstöðunni, hins hægrisinnaða lýðræðisbanda- lags. Það er erfitt að segja ná- kvæmlega til um, hvaða stjórn málastefnu Quadros fylgir, og andstæðingar hans segja stund um, að hann hafi enga stefnu. Sjálfur segist hann laga sig eftir aðstæðunum. Þetta gæti bent til þess, að hann væri tækifærissinni, en þó er eng- inn vafi á því, að hann hefur ákveðnar hugmyndir hvað við víkur verðbólgunni og spill- ingunni og lausn þessara mála. Quadros hefur ekki til að bera þá þolinmæði, sem ein- kennir margra Suður-Ameríku búa. Honum er illa við, að sagt sé, að eitthvað eigi að gera á morgun, en það hefur til þessa verið mjög vinsælt i Suður-Ameriku að fresta öllu til morguns. Kústinn, merki sitt, ber hann ekki aðeins til skrauts; hann ætlar sér áreiðanlega að nota hann og mun eflaust brátt koma í ljóst, hvemig þeirri notkun verður háttað. Fimmtíu ára verður á morgun 13. þ.m., Agla Jacobsen. Heimilis fang hennar er: 1802-12 th Ave., Seattle 22, Washington, U.S.A. Sjötugur er í dag eini faglærði beykirinn í bænum, Bjarni Jóns- son. Hann dvelst nú að heimili sínu á Háaleitisveg 40. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Sólveig Jón^dóttir, Stóru- Ávík og Guðmundur Jónsson, Munaðarnesi. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrramálið. — Inn- anlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar ©g Vestmannaeyja. — A morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópa skers, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja ©g Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York. Fer til Amsterdam og Luxemburg kl. 8:15. — Snorri Sturluson er væntan- legur kl. 23:00 frá Stavangri. Fer til New York kl. 00:30. Eimskipafélag íslands h.f. — Detti- foss fer frá Akureyri í dag til Húsa- víkur. — Fjallfoss fer frá Hull í kvöld til Rvíkur. — Goðafoss er í Bremen. — Gullfoss er í Rvík. — Lagarfoss er á leið til New York. — Reykjafoss er á leið til Riga. — Selfoss er í Rvík. — Tröllafoss er á leið til Avonmouth. — Tungufoss er á Siglufirði. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Rvík. — Askja er á leið til Italíu og Grikklands. Hafskip h.f.: — Laxá fór frá Kaup- mannahöfn 9. þ.m. til Vestmannaeyja. H.f. Jöklar: — Langjökull er í A- Þýzkalandi. — Vatnajökull er í Len- ingrad. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á leið til Rvíkur frá Austfjörðum. —- Esja fer frá Rvík á morgun austur um land í hringferð. — Herðubreið er væntanleg til Kópaskers í dag. — Skjaldbreið kemur til Rvíkur í dag. — Þyrill er í Manchester. — Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestmanna- eyja. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er væntanlegt til Rvíkur 14. — Arnarfell er á Akureyri. — Jökulfell er á leið til HulJ. — Dísarfell er á leið til Hull. •— Litlafell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. — Helgafell er í Onega, fer það- an í dag til A.-Þýzkal. — Hamrafell er væntanlegt til Batumi 16. þ.m. ! Læknar fjarveiandi Erlingur Þorsteinsson læknlr verSur fjarverandi til áramóta. Staðgengill: GuSmundur Eyjólísson Túngötu 5. Haraldur GuSjónsson um óákv. tima. Staðg.: Karl Jónasson. Katrin Thoroddsen frá 17. sept. iram yttr miðjan okt. Staðg.: Skúli Thor- „HVERN ÁXTI AD FJÖRGA?“ Þannig spyr „Tíminn“ í fyrir- sögn i gær í sambandi við eggja- kast að þingmönnum í fyrradag. Þar sem eggin lentu á þeim Sig- urvini Einarssyni og Gísla Guð- mundssyni, virðist spurningunni auðsvarað. Gömul kona (horfir á reiptog í fyrsta skipti: — Myndi ekki vera oddsen. Olafur Jóhannsson um óákv. tíma. Staðg. Kjartan R. Guðmundsson. Á móti hverjum einum, er heggur í rætur hins illa hjakka þúsundir í greinar þess. — Thoreau. Leiðin til þess að vera ekkert, er að gera ekkert. — N. Hove. Iljarta karlmannsins er ávallt undir áhrifum höfuðsins, en höfuð konunn ar undir áhrifum hjartans. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ....... Kr. 107,00 1 Bandaríkjadollar ............ — 38.10 1 Kanadadollar ................ — 39,03 100 Danskar krónur ............ — 553,85 100 Norskár krónur ............ — 534,90 100 Sænskar krónur .............— 737,70 100 Finnsk. mörk .......... — 11,90 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Belgiskir frankar ............. — 76,35 100 Svissneskir írankar .......... — 884,95 100 Gyllinl ....................... — 1010.10 100 Tékkneskar krónur _____________ — 528.45 100 Vestur-þýzk mðrk .............. — 913.65 auðveldara fyrir þá að fá sér hníf og skera á reipið? , ----O----- I í kirkjugarði einum hangir þessi áletrun: — Mönnum er harð bannað að týna blóm af öðrum leiðum en sínum eigin. t ----O----- Rukkari: — Á ég þá að koma á morgun? Ungur lögfræðingur: — Tvis- var, ef yður væri sama. Fólk heldur nefnilega að þér séuð við- skiptavinur. Prófessor: — Hvað er það, sem hindrar Ameríkana mest í því að tala rett? Nýr stúdent: — Tyggigúmmí. — Maðurinn minn á afmæli á morgun og ég er búin að kaupa alveg fyrirtaks gjöf handa hon- um — ryksugu. — En maður gefur nú karl- mönnum yfirleitt ekki ryksugur? — Nei, kannske ekki, en mað- urinn minn verður alveg himin- lifandi, honum finnst svo leiðin- legt að banka teppin. — Því í ósköpunum ertu að kenna syni þínum box, hann er þó ekki nema 10 ára gamall. — Það getur verið gott fyrir hann, ef hann lendir í slagsmál- um. — En ef hinn er betri í boxi? — Ég hef líka hugsað fyrir því, ég er iika byrjaóur að kenna honum að hlaupa. Verzlunarhúsnæði í HálogalandshverC, 80 ferm. á góðum stað 1 Há logalandshverfi til leigu. — Tilb. sendist Mbl. fyrir 12. okt., merkt. „Háiogalands- hverfi — 1063“ Keflavilr Haustmarkaður. kjöt i heil um skrokkum. Kjötílát. — Kartöflur og hveiti í pok um. — Sendum heim. Faxaborg — Sími 1826 Ungur reglusamur mann vantar atvinnu. Hef ur gagnfræða- og bílpróf (vanur akstri) Tilb. sé skil að til Mbl. fyrir föstudag, merkt:’ „ Ábyggilegur 1078“ Til leigu 2 herb. og eldhús í nýtízku húsi nálægt mið- bæ gegn daglegri húshjálp. Uppl. í síma 12295 til kl. 7. Laghentur maður óskast í byggingarvinnu. — Má vera í Hafnarfirði. Sími 50924 frá kl. 2—6 e.h. í dag og á morgun. Oska eftir að kaupa Kyndingatæki 4 ferm. ketil og brennara. Tilb. leggist til Mbl. fyrir laugardag, — merkt. „Brennari — 1079“ Mótatimbur 1x5, 1x6 og 1x7 tommu ósk ast keypt. Uppl. í símum 14225 og 12488. Rafha-eldavél til sölu. Uppl. í síma 50860. Silver Cross barnavagn, sem nýr, til sölu á Laufásvegi 17 efstu hæð. Apótek Viljum ráða pilt (17 ára) til aðstoðar við lyfjagerð o.fl. Apótek Austurbæjar Tek kjólasaum sníð þræði og máta. Sími 32487 — Heiðargerði 40. íbúð Til leigu tvö herb. og eld- hús í risi fyrir barnlaust fólk. Uppl. í síma 16063. Herbergi óskast um óákveðinn tíma, fyrir reglusaman verzlunar mann. — Æskilegt að fæði geti fylgt. Sími 16976. Blúndur í fjölbreyttu úrvali, vöggu- sett, undirfatnaður, nátt- kjólar. — Allt á hagstæðu verði. Hullsaumastofan. GrunSarstíg 4 - Sími 15166 Keflavik Vínber, epli, appelsínur. — Allskonar grænmeti og NLF-vörur. Faxaborg — Sími 1826. Svart karlmannsveski með kr. 4000 tapaðist s.l. föstudag Há fundarlaun. Finnandi vinsamlega hringi í síma 24560. Keflavík Til sölu notað mótatimbur 25% afsláttur 5 m.m. gler skífur með gamla verðinu. Símar 1826 og 1326. Píanó til sölu Hornung & Möller til sýnis að Eiríksgötu 17 1. hæð. Keflavík Söltuð rúllupylsa. Kótilett ur. Lærissneiðar. Súpukjöt. Kjötvörur beint úr kæli- skáp. Sendum heim. Faxaborg — Sími 1826 Kona eða stúlka óskast til vaktavinnu nú þegar. Uppl, frá kl. 2—4. Stork-klúbburinn Handlaugar (3 stærðir). Handlaugafætur Allt á gamla verðinu Nokkrar handlaugar og fætur verða seld á tækifæris- verði vegna smá galla. Ludvig Storr & Co. Duglegur og ábyggilegur sendisveinn óskast frá kl. 1—5. Heildverzlun Kjristján 0. Skagfjorð Tryggvagötu 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.