Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIb Miðvikudagur 12. okt. 1960 KÆLISKÁPAR RYKSUGUR BÓNVÉLAR HRÆRIVÉLAR RAFMAGNS-PÖNNUR Dönsku V E G G - VOGIRNAR með hitastilli STRAUJÁRN SN r RU H ALDAIÍA R STRAU-UÐARAR STRAUBRETTI ERMABRETTI RAFM AGNS-KAFFIK V ARNIR BRAUÐ- & ÁLEGGSHNlFAR ELDHCS-VIFTUR komnar aftur! HVÍTAR með rauðri, grænni, ljósblárri, hvítri eða gulri skál. Kr. 242/—. Póstsendum. NILFISK-BACHO-FLAMINGO-SUNBEAM-ATLAS ----f Z.__- FONIX O. KORNERUP-HANSEN Suðurgötu 10 — Sími 12606 Aðalfundur Verzlunarráðs íslands hefst kl. 2 síðdegis á morgun í húsakynnum V. í., Pósthús- stræti 7. Stjórn Verzlunarráðs íslands. Föndurnámskeið INNRITUN i dag og næstu daga kl. 5—7 e.h. að Fríkirkjuvegi 11 (Bakhúsi). Byrjenda- og framhaldsflokkar. Innritunar- og námsgjald kr. 25,—. Leiðbeint i 8 vikur. TÖMSTUNDAHEIMILI UNGTEMPLARA REYKJAVÍK. VDK FÚAVERKJANDI LÖGUR Grænn — Dökkbrúnn 1 lítra, 2 lítra, 3 lítra Brúsum. Heildsölubirgðir: Kristján Ó. Skagfjörð hf. Dömu og herra RAFMAGNS- RAKVÉLAR Númi Kristinn Jónsson Minningarorð ÞAÐ syrtir að þá sumir kveðja. Þetta finnum við aldrei betur en við brottför þeirra manna meðal samferðafóiksins, sem hafa verið hugþekktastir og gefið mest' af góðvild og starfsgleði. Það eru ein mitt slikir menn, sem veita mest af yl og birtu þeim, sem eru í nánd við þá, ósérhlífnir, fórnfúsir og ljúfir í lund. Þannig var Númi Kristinn Jónsson meðal starfs- fólks síns fyrr og síðar. Hann var góður félagi, tryggur vinur og hvers manns hugljúfi, sem kynnt- ust honum, fríður sýnum og svip- heiður. Þetta kom glöggt í ljós meðan hann vann hjá Eimskipa- félagsi íslands, en þar lágu leiðir okkar saman um eins og hálfs árs bil. Hann var og hagleiksmaður við hvað sem hann vann, var svo sem allt léki honum í höndum. Númi Kristinn Jónsson var fæddur í Borgarnesi 15. janúar 1924. Hann var yngsta barn for- eldra sinna, en þau voru 6 sem upp komust, tvö dóu ung. For- eldrar Núma voru hjónin Hall- dóra Ólafsdóttir og Jón Helga- son, úrsmiður, Borgarnesi, mestu mannkosta manneskjur og vm- sæl. Faðir hans dó þegar Númi var sextán ára að aldri, en sá harmur varð honum mjög sár, þvl að ástriki var mikið með þeim feðgum. Flutti hann þá úr for. eldrahúsum til Reykjavikur og hóf járnsmíðanám hjá vélsmiðj- unni Bjargi, sem þá var nústofn- að fyrirtæki. Að námi loknu varð hann aðal rennismiður þess fyrir tækis meðan starfskraftar hans entust til þess. Á unga aldri kenndi hann nýrnasjúkdóms og gek undir erf- iðar skurðaðgerðir og hættulegar, fjórum sinnum. Var hann þá orð- inn svo þróttlítill, að hann varð að hætta við sitt aðalstarf sem rennismiður, en þá fékk hann vinnu hjá Eimskipafélagi íslands, sem var honum auðveldari, því að atorka hans leyfði honum aldrei aðgerðarleysi er af hon- um bráði og sannarlega var hon- um umhugsað um hag heimilis síns og ástvina og vann þeim allt er hann mátti við koma, og meira en veikir kraftar þoldu. Númi kvæntist eftirlifandi konu sinni Klöru Helgadóttur og áttu þau hugþekkt heimili og einn efnilegan son, Helga að nafni, en hann er nú 14 ára að aldri. Það er sárt fyrir þau að verða að kveðja þennan umhyggjusama eiginmann og föður í blóma lifs og vona, og þó er missirinn ekxi síður sár aldraðri móður hans sem kveður hér yngsta soninn sinn með heitri eftirsjá. Vottum við öll félagar og vinir Núma þessum ástvinum hans og sömuleiðis systkinum hans og tengdamóður hjartanlega hlut- tekningu og samúð í þessum sára harmi, og biðjum þeim huggunar og styrks frá hendi hins al- máttuga kærleika. Gott er að eiga minningar um svo góðan dreng og um leið bjartar eilifðarvonir. Við, sem áttum samleið og sam- starf með honum hjá Eimskipa- félagi íslands þökkum innilega samveruna og mun minning hans geymast í vitund okkar björt og hlý, þótt hausti kait og dagar verði að árum, það syrtir að þá sumir kveðja, en allir hinir beztu skilja eftir birtu við brautina, sólskin við veginn, og meðal þeira var og verður Númi. Hans mun minnzt á meðal okkar J englaröðum glaðværðar og góðs. Vertu sæll, við söknum þín. Ólafur Theódórsson. Konur — Heimavinna Konur vanar drengjabuxnasaum óskast strax. Tilboð merkt „Strax — 1080“ sendi Mbl. Lyftari Nýr vörulyftari til sölu, rafknúinn á upp pumpuðum hjólbörðum. Hleðslutæki fylg" ir. Uppl. í síma 34333. Matsölur! HóteE! Athugið Til sölu er fyrsta flokks sjálfvirk hótelkaffikanna. Upplýsingar í sima 12783 og á Tjarnarbar, Tjarnar- götu 4. Félag Stóreignaskattsgjaldenda boðar til fundar með öllum gjaldendum hins svo- nefnda „stóreignaskatts" í samkomuhúsinu Lido mið- viikudaginn 12. þ.m. kl. 9 síðdegis. Til umræðu verður afnám laga nr. 44/1957 um skatt á stóreignir. Fulltrúum þeirra félagasamtaka, sem beittu sér gegn lögunum, og lögfræðingum þeirra, er boðið að mæta á fundinum. Stuttar íramsöguræður flytja: formaður félagsins Páll Magnússor., Gústaf A. Sveinsson, hæstaréttar- lögmaður, og Jóhann Þ. Jósefsson, fyrrv. ráðherra. FÉLAGSSTJÓRNIN. sa It 32 volta rafalar fyrir fiskibáta Útvegum hina viðurkennau 32 volta spennustilltu rafala 2600 og 4600 watta í fiskibáta frá Norsk Jungner A.S. Mjög stuttur afhendingartími. Veitum allar tæknilegar upplýsingar. Smith & IMorland hf. Pósthólf 519 — Símar 1-1320—21 Söluskattur Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestui til að skila framtali til skattstofunnar um söluskatt og iðgjaldaskatt fyrir 3. ársfjórðung 1960 renn- ur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðinginn til tollstjóraskrifstofunnar og sýna um leið afrit af framtalinu. Reykjavík, 11. okt. 1960. Skattstjórinn í Reykjavík, Tollstjórinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.