Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð MiðviJcudagur 12. okt. 1960 Phyllis leit upp og þrýsti handarbakinu að vörum sér. — Við skulum svo líta á það frá annarri hlið, hélt Sonja róleg áfram. Paige læknir er aðstoðar læknir hans. Hann er mjög hand gengjnn Endicott . . . Uppskurð urinn misheppnaðist . . . — Og Paige læknir fer úr sjúkrahúsinu og felur sig, hélt Phyllis áfram með erfiðismunum. — Það hefði hann aldrei gert, ef sökin hefði ekki verið hans. — Eg er nú bara að hugsa um, hvor þessara tveggja hefði verið færari til að gera uppskurðinn, svaraði Sonja. — Já, en hversvegna þurfti hann að taka sökina á sig? Sonja tók bréfið og las nokkr ar línur upphátt: „Mér finnst þessi vinátta þessara tveggja hæfileikamanna svo stórkostleg — næstum hrærandi. Það þarf ekki annað en nefna nafn Endi- cotts, þá er Paige læknir strax reiðubúinn með einhver lofsyrði. Hann elskar og dáist að yfirlækn inum, eins og sonur elskar föður“ . . . Og svo þetta, Phyllis: „Eg held að hann hafi áhyggjur af því í seinni tíð, að Endicott yfir iæknir leggi of hart að sér“ . . . Phyliis hristi höfuðið. — Eg hef líka verið að reyna að finna skýringu í bréfi mömmu, sagði hún hrygg, — en hef ekki orðið neins visari. Þegar Paige var eins ofurseldur starfi sínu og raun var á, heldurðu þá, að hann fari að fleygja því .frá sér, aðeins til að bjarga öðrum manni? Mér finnst það ekki ná neinni átt. — Eg veit vel, að þú talaðir ekki mikið við hann í gær, sagði Sonja, dræmt — en kom hann þér þá þannig fyrir sjónir, að þú getir ekki trúað honum til að hafa fórnað sér fyrir aðra? — Nei, ég á ekki við það . . . og kannski hefði hann vel getað fundið upp á því . . . Phyllis hugsaði sig um, andartak. — Já, ég gæti einmitt trúað honum til þess. — Og ég veit, að hann gerði það, svaraði Sonja einbeitt. — Það eru til menn, sem eru nógu miklir til slíks og þvíiíks, og hann virðist vera einn úr þeim hópi. — Sennilega fáum við aldrei að vita sannleikann um það. Phyll- is stóð upp, þreytuleg og dró Sonju með sér. — Komdu nú, það er orðið framorðið. Við getum ekkert við þessu gert . . . og ég hef sagt þér alla söguna. Nú skul um við gleyma þessu. — Er þér alvara, að þú viljir helzt alls ekki tala um það — nú eða framvegis? Sonja lagði arm- inn um háls Phyllis og horfði í augu hennar. — Eg ætla að reyna að gleyma honum. Eg sé hann sennilega aldrei framar — og hversu mjög sem ég syrgi hann, yrði það hon um aldrei til neins gagns eða góðs. — Gott, sagði Sonja. — Það er allt annað ef þú snýst svona við því. Þær fóru síðan í rúmið og slökktu ljósið. Hvorug sagði orð næsta hálftímann. Þá reis Phyll is upp við olnboga og hlustaði. — Sefurðu, Sonja? spurði hún. — Nei, hvernig gæti þér dottið það í hug? — Var það ekki kjánalegt . . . þetta sem hún sagði um hund- inn? XIV. Newell hafði orðið svo sleginn af þessu snögglega hvarfi Phyll- is, að hann stóð eins og lamaður við bílhurðina, og horfði á eftir henni, án þess að gefa því nokk urn gaum, að hann stöðvaði um- ferðiná. Það var ekki fyrr en hún var horfinn sjónum, að hann heyrði ökumanninn nöldra eitthvað um, að hann annaðhvort borgaði eða gæfi honum frekari fyrirskipanir. Hann seildist eftir veskinu sínu og gaf nöldurskrjóðnum miklu meira en honum bar. Þetta hafði orðið í svo skjótri svipan, að hann hafði ekki einu sinni getað kvatt hana. Síðustu orð hennar. „Mér þykir það svo leitt“, hljóm uðu enn í eyrum hans. Hún hafði hvíslað það — rétt eins og henni fyndist þau bæði hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hann ætlaðist ekkert sérstakt fyrir — ekkert annað en komast burt frá þessum stað og á annan rólegri, þar sem eirðarleysi hans og sálarkvalir væri ekki til sýnis, og því gekk hann austur fyrir breiðgötuna og var að vörmu spori kominn að listasafninu. Það gæti verið tilvalinn griðarstaður. Hann gekk upp breiðu dyraþrep in og inn í ganginn. Þegar hann var kominn inn í safnið, greip hann snögglega ó- stjórnleg löngun til að vita, hversu margir hefðu, fyrr og síð ar, leitað hingað til þess að jafna sig eftir þung áföll, eða til þess að ráða það við sig, hverju hægt væri að bjarga eftir að þeir hefðu orðið fyrir stórkostlegu efnahags tjóni. Vafalaust höfðu býsna mörg velbúin „reköld" látið skol ast hingað — vonsvikið fólk af skárra taginu, sem leitaði hingað inn til þess að létta af sér byrð um, en lézt hafa áhuga á lista- verkunum, sem þarna voru geymd. í rauninni þurfti það ekki að vera neinn loddararleikur að ganga hér um. Það var alls ekk ert óeðlilegt, hugsaði Newell, þeg ar hann gekk eftir göngunum, þar sem stóðu margar ágætar högg- myndir og brjóstmyndir, að fólk, sem var niðursokkið í hugsanir sínar, kynni vel við þennan stað, ekki sízt þegar það minntist þess, að næstum allir miklir listamenn höfðu verið fátækir og skapað listaverk sín í sorg og neyð. Newell sneri sér frá smærri höggmyndunum og gekk inn í stóra salinn, og gekk þar um gólf stundarkorn. „Mér þykir það svo leitt“, hljómaði stöðugt í eyr um hans, sagt með þessari veiku rödd, sem hafði verið líkust því, sem hún væri að gera játningu. Hann fann enn nálægð hennar eins og þegar þau sátu saman í vagninum. Auðvitað hyrfi þessi tilfinning með tímanum og mynd hennar myndi fölna, en núna fannst honum hún vera svo nærri að hann gæti meira að segja séð litlu dílana í rafgulum augum hennar. Mikið vildi hann gefa til að tala við hana, þó ekki væri nema einu sinni og heyra hana segja eitthvað annað í staðinn fyrir þetta „Mér þykir það svo leitt“. Þessi löngun hans varð svo áköf að hann var meira en farinn að láta sér detta í hug að senda henni bréf, en þegar hann ætlaði að fara að semja fyrstu setning una gafst hann upp á þeirr hug- mynd. Það yrði ekki nema til aukinnar mæðu fyrir þau bæði að reyna slíkt. Safnvörður einn, sem gekk framhjá honum, horfði hissa á hann. Newell kom auga á spyrj andi augnatillit hans og gekk upp mjóa stigann upp á aðra hæð, þar sem málverkin voru. Þar ráfaði hann um eins og i leiðslu og myndirnar runnu saman í eina klessu fyrir augum hans. í þriðja salnum settist hann niður og reyndi að ráða það við sig, hvað nú skyldi til bragðs taka . . . Eiísa hafði hringt og sagt, að hún væri önnum kafin bæði í dag og á morgun. Hvað gat hann gert af sér? Gat hann farið aftur til Leeds- Hann hafði að vísu einhvemtíma lofað Graham lækni og Brock-fjölskyldunni að koma einhverntíma aftur, en hvað var það? Slík loforð voru ekki bindandi. Og ef hann gerði það, mundi hann ekki geta stillt sig um að fara til borgarinnar og reyna að hitta Phyllis aftur. Nei, bezt að koma sér sem lengst burt. Því ekki að fara út að strönd- inni? Og það tafarlaust? Hann leit á úrið sitt. Klukkan var hálf þrjú. Það var alveg nægur timi til að taka saman föggur sínar og komast með kvöldlestinni. Hann stóð upp og hálfskammað ist sín fyrir að hafa veitt mál- verkunum svona litla eftirtekt, og gekk gegn um salinn. Hann gekk hægum skrefum út gang- inn, sem lá að útidyrunum. Við opnar dyrnar staðnæmdist hann snöggvast og óskaði þess, að hann hefði getað losnað við vonda skapið og sýnt málverkunum verðugan sóma. Þaðan sem hann stóð, gat hann grillt í dansmeyna í græna kjólnum, og með skakka háðsbrosið og skellirauðu varim ar. Hann hugsaði sig um andar- tak, hvort hann ætti að fara inn aftur og skoða hana betur — en hætti svo við það og fór út. Þegar út á strætið kom, gaf hann leiguvagni bendingu, og ók síðan þvert gegn um borgina og til brautarstöðvarinnar, þar sem hann fékk sér farmiða með lest inni kl. 5,45. Sneri síðan til gisti hússins og tók að taka saman dót sitt. Skáldið og mamma litla 1) Ég veit, að ég spyr heimsku- 2) .... en getur það verið, að þú 3) .... snert uppþvottaburstann? lega .... hafir .... Ég finn hann nefnilega ekki. r k u á WELL, I AM, AND I'M NOT GOINS TO STANP ALON6 TO GREET PEOPLE / — Georg Blakely, hvað ertu að gera? __ Ég aetla í veiðiferð Vivian . . Og ég var hálft í hverju að vona að þú kæmir með mér í þetta smn. — Vertu ekki með svona vit- leysu! Hvað verður þú lengi fjar- verandi? — Hugsanlega tvær vikur . . . Ef vel veiðist. — Ertu búinn að tapa vitinu Georg? . . . Veizt þú ekki að ég á að vera gestgjafinn á vordans- leiknum i KJúbbnum í næstu viku? — Nei Vivian, ég vissi það ekki! — Nú, svona er það nú, og ég ætla mér ekki að standa þarna alein og t«ka á móti geslunum! bréf, hafði enn einu sinni komið og farið. Þá mundi hann eftir séra Harcourt. Það væri vanþakk læti að fara án þess að þakka þessum vitra og vingjarnlega manni það sem hann hafði fyrir hann gert. Bréfið, sem honum tókst að semja, var stutt, en dóm prófasturinn mundi skilja það. Sú hugmynd að skrifa Phyllis — Eg fer vestur í dag síðdegis, skrifaði hann. — Þér hafið verið mjög góður . . . Hér strandaði hann og barði pennaskaftinu ét framtennurnar, eins og hann vildí finna út einhverja skýringu á þessari snögglegu brottför sinni en gafst að lokum upp við að finna hana. Nokkrum mínútum seinna keypti hann blómstrandi rósatré í næstu blómabúð og lét senda það til dómprófastsins, á- samt bréfinu. n Sylvía leit hann ávítunaraug- um þegar hann fór með hana eft ir brautarpallinum yfir að far- angursvagninum. Húin v£|r að vísu orðin þeirri vistarveru vön, en aldrei var hún samt hrifin af svona ferðalagi. i Lestin dróst nú af stað og herti brátt á ferðinni. Þjónn með hvíta svuntu og hvíta húfu á höfði gekk um og hringdi til há- degisverðar. Gömul kona hinu- megin í ganginum var að telja myndablöðin, sem fólkið hennar hafði gefið henni til að hafa af fyrir sér með á leiðinni. Þungu hjólin smullu á teinunum með se meira krafti. Newell starði út um gluggann með raunarsvip. „Mér þykir það svo leitt“, heyrði hann Phyllis segja lágt. „Því miður“ . . —O— - i Hávaxru, sólbrenndi ungi mað urinn með jarpa hárið og í sport fötunum, hafði hvað eftir annað reynt árangurslaust til að fá gjUtvarpið Miðvikudagur 12. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). * 12.55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. / Fréttir kL 15.00 og 16.00). X 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Operettulög. 19.40 Tilkynningar. N 20.00 Fréttir. - • 20.30 ,,I Svartaskóla hjá Indriða miðli** greinarflokkur eftir *Guðmund Hannesson prófessor; II. kafli (Anna Guðmundsdóttir flytur). 21.00 Einsöngur: Marion Anderson syngur negrasálma. 21.15 ,,Að deyja frá betri heimi", dag- skrá um Jónas Kristjánsson lækni. — Dr. Broddi Jóhannesson og Pétur Gunnarsson tilrauna- stjóri taka saman að tilhlutan Náttúrulækningafélags Islands. , 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður fl Havana" eftir Graham Greene; XXIX. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 ,,Um sumarkvöld": Karlakórinn Fóstbræður, Evert Taube, Eartha Kitt, Walter Lundwig, Doris Day, John Raitt, The Weavers, Nilla Pizzi, Emilio Dario og hljóm* sveit Leroys Andersons skemmta. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. október 9 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. -r- (12,25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sigrandi kirkja (Séra Arelíus Níelsson). 21.00 Frægir söngvarar: Bernard Lad- ysz bassasöngvari syngur óperu- lög. 21.15 Upplestur: Hulda Runólfsdóttir leikkona les kvæði eítir Guðmund Böðvarsson. 21.40 Itölsk píanómúsík: Giovanni delT Agnola leikur: a) Sónata op. 26. nr. 3 eftir Muzio Clementi. b) Fjórar sónötur eftir Domenico Scarlatti. É k 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana‘‘ eftir Graham Greene; XXX. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 Frá tónleikum Sinfóniuhljómsv, Islands í Þjóðleikhúsinu 11. þ.m.: HJjómsvstj.: Bohdan Wodiczko, Siniónia nr. 4 eftir Tiaikovsky#t 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.