Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 6
6 MORVUiyBLAÐIÐ Miðvilíudagur 12. okt. 1960 ★ Moli lere // // S.L föstudag var byrjað að æfa leikritið „Georg Dandin“ eftir Moliére í Þjóðleikhúsinu Leikstjóri er Hans Dahlin frá Svíþjóð. Þjóðleikhússtjóri bauð leikstjórann velkominn til starfa hjá Þjóðleikhúsinu og sagði, að það væri gleðiefni að fá jafn færan mann og hann er ti] að sviðsetja Moliére-leikrit hér. Hans Dahlin er einn þekkt- asti af yngri leikstjórum Svía um þessar mundir. Hann hefur að undanförnu verið aðal leik- stjóri við Sænska sjónvarpið, en sagði upp starfi þar í haust vegna þess, að hann taldi að sjónvarpið gæfi listamönnum ekki nægan tíma til að vinna við leiksýningamar og yrðu Dilkar þyngri en Ifyrra ÞÚFUM, 7. október: — Slátrun sauðfjár lýkur í dag í sláturhús- inu í Vatnsfirði. Slátrað var um 1600 fjár. Meðalþungi dilka er heldur meiri en i fyrra. Slátrun er nú að verða lokið hvarvetna í héraðinu og allir fjárflutningar frá. Hrú^asýning stendur nú yfir. A sýningu í Vatnsfirði fengu 27 hrútar af 62 fyrstu verðlaun. Sýningar eru haldnar í hverjum hreppi og stjórnar Hjalti Gestsson, ráðu- nautur, þeim. Þótti Hjalta fé vænt hér og nokkur fjárrækt og kynbætur auðsæar víða. I fylgd með ráðu- nautnum voru tveir fjárræktar bændur úr Hrunamannahreppi, Helgi á Hrafnkelsstöðum og Guð- mundur í Núpstúni. Þóttu þeir einnig góðir gestir. Höfðu þeir Helgi og Guðmundur við orð, að hér vestra væru góð skilyrði til sauðfjárbúskapar. Hér er sama góða veðrið og verið hefur. — P. P. Umferðarskaðar í Vestmannaeyjum VESTMANNAEYJUM, 10. okt. — Óvenjumikið hefur verið um um ferðarskaða hér í Vestmanna- eyjum að undanförnu, svo sem á- rekstra. T.d. fór fólksbíll á hvolf hér úti við flugvöll um næstsíð ustu helgi og skemmdist talsvert. Engin siys urðu á mönnum, þótt fiurðuiegt megi heita. Á laugar- daginn var rákust fólksbíll og vörubíll á. Báðir skemmdust, einkum sá fyrrnefndi. —S.J. Frá æfingu á sjónleiknum „Georg Dandin“ eftir Moliere. Þjóðleikhúsinu þær þar af leiðandi miklu lak- ari en þörf væri á. Sænsku dagblöðin skrifuðu mikið um þetta mál og sögðu að Hans Dahlin væri sá leikstjóri, sem hefði sett upp beztu sýningar fyrir sænska sjónvarpið og væri illt til afspurnar að skapa honum ekki nægilega góð skil- yrði til listrænna vinnubragða. Guðlaugur Rósinkranz var staddur í Svíþjóð, þegar þess- ar blaðadeilur fóru fram og tókst honum að ráða Hans Dahlin hingað sem leikstjóra. Dahlin hefur sett mörg af leik ritum Moliérs á svið í Svíþjóð og er þaulkunnugur verkum þessa meistara. Uppsetning hans á „George Dandin“ verð- ur örugglega mjög nýstárleg og frábrugðin öðru, sem hér hefur sézt. T. d. má geta þess, að léttum skemmtilegum döns- um verður fléttað inn í sýn- inguna og eru það nemendur úr Listdansskó'la Þjóðleikhúss- ins, sem dansa undir stjórn Bryndísar Sohram, danskenn- ara. Aðalhlutverkið í leiknum, Georg Dandin er leikið af Lárusi Pálssyni, en auk hans leika Haraldur Björnsson, Her dís Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Rúrik Haraldsson, Arndís Björnsdóttir, Erlingur Gíslason og Rósa Sigurðar- dóttir. Þetta er annað leikritið eftir Moliére, sem Þjóðleik- húsið tekur til sýningar. „ímyndunarveikin“ var sýnd hér á öðru starfsári stofnun- arinnar og lék þá Anna Borg aðalhlutverkið sem gestur. Sá leikur var sýndur 33 sinnum og ávalt við ágæta aðsókn og sýnir það bezt, að gamanleik- ir Moliéres eru ennþá mjög vinsælir meðal leikhúsgesta. Emil Eyjólfsson hefur þýtt leikrit Moliéres „George Dand in“, en leiktjöld eru gerð af Lárusi Ingólfssyni. Leikurinn verður frumsýndur í byrjun nóvember. * Allir vilja borða hana Það er bágt með okkar ágætu kartöflu. Allir vilja borða hana, en að öðru leyti virðist hún vera öllum til ama. Það er erfitt að rækta hana, hvergi hægt að geyma hana, enginn vill pakka henni og nú loks er varla hægt að fá hana keypta. Þó flestir lýsi því yfir, að þeir geti ekki hugsað sé- að borða fisk með bræddu smjöri án þess að hafa kartöflur með og að kartöflur séu allra matartegunda oftast á borðum þeirra, vilja sárafáir við- urkenna að það borgi sig að rækta kartöflur. f því sam- bandi er gjarnan talað um geymsluleysi. Og í haust stóðu þeir Reykvíkingar, sem ræktuðu kartöflur í sumar, raunverulega andspænis því vandamáli, að ekki var hægt að fá leigt geymslurými í kart öflugeymslum Grænmetis- verzlunarinnar við Elliðaár, eins og undanfarin ár. Þarna stóðu þeir uppi með sinar kartöflur, og eins og oft vill verða, þá byrjuðu menn að hringja til starfsmanna bæj- arins og fara fram á að bær- inn sæi um að geyma kartöfl- urnar. Þar var brugðið snar- lega við, og útbúin kartöflu- geymsla í einum af nýju barnaskólunum, kælikerfi komið þar fyrir og tekið við kartöflum til geymslu. • Vandræði að fá hana Þannig leystist vandamál þeirra bæjarbúa, er ræktuðu sínar kartöflur, og nættan á að þeir verði að borða sinn fisk kartöflulausan er liðin hjá. En hvað um hina, sem kaupa sínar kartöflur? Nú eru þeirra vandræði hafin. Enginn vill pakka fyrir þá inn kartöflunum og þar af leiðandi ekki hafa þær til sölu. Umbúðirnar ku vera of dýrar. Þá er ekki nema um tvennt að velja, annað hvort að fólk borgi fyrir umbúðirnar eða fái kartöflurnar umbúða- lausar. f ýmsum löndum, d. Frakklandi, hafa konurnar alltaf með sér í búðirnar tösku eða net, sem kartöílum og ýmsu öðru grænmeti er helt beint í af vogarskálinni, til að spara pökkunina. Mér hefur alltaf þótt hitt mik’u hreinlegra, ekki sízt þar sem ryk fylgir oft kartöflum. ef þeim er hellt á milli íláta. En ef enginn treystir sér til að borga pökkunarkostnað þá er þetta þó alltaf leið til að bjarga bæjaibúum frá að borða fiskinn sinn kartöfiu- lausan. • Kuldapollar^og kartöflugarða^ En fyrst við erum farin að tala um kartöflur, minnist ég fróðlegs greinarkorns um kuldapolla og kartöflugarða, sem Ingólfur Davíðsson hefur skrifað í tímaritið Veðrið. — Hann skrifar: „í veðursælustu héruðum, t. d. lágsveitum Suðurlands, fæst oft góð uppskera úr görð um á bersvæði. Menn setja þar kartöflur niður í nýrækt- arflög eða sá í þau rófnafræi eða höfrum. En alkunnugt er, að betri og jafnari uppskera FERDIIMAIMD Magnús Magnússon skipaður próiessor Á FUNDI ríkisráðs í Reykjavik í gær var Magnús Magnússon, eðlisfræðingur, skipaður prófes- sor í eðlisfræði í verkfræðideild háskólans frá 15. f. m. og jafn- framt leystur frá kennaraem- bætti við Menntaskólann í Reykjavík. Þá var Ófeigur Eiríksson, full- trúi, skipaður bæjarfógeti í Nes- kaupstað frá 1. nóvember nk. og Eiríkur Haraldsson, Hörður Lár- usson og Valdimar örnólfsson skipaðir kennarar við Mennta- skólann í Reykjavík frá 1. f. m- að telja. Skemmtiferð þökkuð FYRIR nokkru, sunnudaginn 25. september, bauð Félag íslenzkra bifreiðaeigenda vistmönnum á Grund í skemmtiferð að vanda. f þetta sinn var förinni heitið til Keflavíkurflugvallar en þar voru skoðuð maonvirki og ágæt- ar veitingar þegnar af varnar- liðsmönnum. Ferðin tókst ágætlega og var vistmönnum til gleði og ánægiu. Vegna fjarveru hefur dregizt a3 þakka fyrir þessa ferð, sem sýn- ir velvild og hugujsemi í garð vistfólksins. Reykjavik 10.10. 1960. Gísli Sigurbjörnsson. fæst að öðru jöfnu þar, sem skjóls nýtur, og á norðan- verðu landinu ræður lega garðanna oft úrslitum um upp skeruna. Flestir „gæðagarðar“ hallast móti sól og njóta skjó1^ af landslagi eða girðingum. Jarðvegshitinn er vitanlega mestur í skjóli móti sól. Þar sem matjurtir eru aðeins rækt aðar til heimilisnota, er víða hægt að velja sæmílégt garð- stæði. — Næturfrost gera oft mikinn skaða. einkum norðan lands og inn til dala. Talsvert er hægt að draga úr frost- hættunni með hagkvæmu vali garðstæðis. Görðum, sem snúa móti austri ,er nokkuð frostskemmdahætt, vegna þess að morgunsólin þíðir stundum jarðveginn of ört. Svo er annað atriði. Kalt loft er þyngra en heitt og rennur undan halla líkt og vatn, t. d. á svölum nóttum, og heldur sig niður við jörðina í lautum og lægðum. Þess vegna er miklu hættara við nætur- frosti niðri i lægðum og á sléttlendi heldur en upp I brekkum og neðanverðum hlíðum. Getur lítill hæðar- munur ráðið úrslitum. Sann- ast þetta iðulega í kartöflu- görðum. Verstar eru mýra- lægðir; þær geta verið reglu legir „kuldapollar“, t. d. Laug ardalurinn í Reykjavík. Garð ar uppi í brekkum og giljum verjast oft furðuvel nætur- frostum. Kalda loftið þarf að eiga greiða framrás frá og nið ur úr görðunum og lægðun- um. Þéttur veggur ofan við garð í brekku getur veitt köldu lofti, sem ofan hallann. kemur, frá honum. Séu þétt- ir veggir ofan við garð í halla, þarf að hafa rauf á veggnum að neðan, til þess að kalda loftið get runnið niður úr hon- um líkt og vatn. — f nýlegri enskri bók, sem fjallar um veðurfar og garðyrkju (S. A. Searle og L. P. Smith: Weatherwise Gardering) er þetta mál rætt og birtar' teikningar til skýringa '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.