Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 16
16 moncvynr. aðib Mi?lv'Vii<7-,eiir 12. nkt. 1960 tÍTGEFANDI: SAMBAND' UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: JAKOB MÖLLER lengstu og _ströngustu fundar. höld, sem ég hef fram til þessa tekið þátt í. Ráðstefnan hafði ekki staðið nema örfáa daga, þeg ar Ijóst varð, að tíminn mundi verða mjög naumur' og tvísýnt að lokið yrði afgreiðslu jafnvel nauðsynlegustu mála — nema því betur yrði að verið. Var þá gripið til þess óyndisúrræðis að lóta fundina standa fram. eftir nóttu og jafnvel fram undir morgun, sjaldnast skem.ur en 12 til 14 tíma í sólarhring. Þrátt fyrir þetta — og framlengingu ráðstefnunnar um 2 daga, voru allmörg mál enn óafgreidd, þeg- ar slíta varð ráðstefnunni um 5-leytið að morgni 2. sept. Það leynir sér því ekki, að mörgum þátttakenda var mikið niðri fyrir. stúde I Svíss 1 SUMAR var haldið í Klost- ers í Sviss þing ISC—COSEC og sóttu það þing tveir ís- lenzkir stúdentar, þeir Ólaf- ur Egilsson, stud. jur., fyrr- verandi formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands og Þór- arinn Ólafsson, stud. med. | f tilefni af þessu átti tíðinda- maður síðunnar viðtal við Ólaf og fer það hér á eftir. — Hvað er að segja um alþjóð legt samstarf stúdenta almennt? — í heiminum eru nú tvenn alþjóðleg stúdentasamtök. Ann- arsvegar Alþjóðlega stúdentaráð- Stefnan (International Student Conference — ISC), sem kemur saman á um 18 mánaða fresti, en á vegum hennar er starfrækt skrifstofa (Coordinating Secre- tariat — COSEC) í Leiden í Hol- landi, sem vinnur að framkvæmd stefnuskrárinnar á milli þinga; hins vegar er svo Alþjóðasam- band stúdenta (International Union of Students — IUS), sem hefur aðsetur í Prag. Tvenn alþjóðasamtök stúdenta Alþjóðasamband stúdenta var stofnað upp úr heimsstyrjöldinni síðari og skyldi það vera só vett- vangur, sem stúdentar í öllum löndum kæmu saman á, til efl- ingar samstarfi sin í milli með það fyrir augum að fá framgengt sameiginlegum hagsmunamálum. Strax í upphafi tókst kommún- istum að söísa undir sig óeðlilega mikil völd í sambandinu, sem þeir síðan notuðu í æ ríkara mæli pólitískum áhugamálum sínum til framdráttar — í nær algjörri þjónkun við Sovétríkin. Var það jafnt gert, þó að hagsmunir stúd enta væru með þessu móti gjör- samlega fyrir borð bornir. Nægir í því sambandi að minna á, að þegar Tító féll í ónáð, var júgó- slavneska stúdentasambandið um svifalaust rekið úr samtökunum. Þessi misnotkun varð til þess, að stúdentasambönd ýmissa ianda sögðu skilið við samtökin, og þegar stúdentar i lýðfrjáls- um löndum voru orðnir úrkula vonar um að IUS gæti nokkurn tíma orðið sá alþjóðlegi vettvang ur stúdenta, sem upphaflega var stefnt að, tóku þeir sig saman ár- ið 1950 og stofnuðu ný samtök með breyttu skipulagi, ISC- COSEC. Þeim samtökum hefur eru en Þátttakendur Stúdentaráðs hverju árinu og starfa nú innan vébanda þeirra stúd entasambö.'id 70 landa — eða fleiri en nokkur dæmi til — og eru lítið fleiri kommúnistaríkin ein utan þeirra, en nokkur ríki eru aðilar að báðum samtökunum, SHÍ gengur í — og segir sig úr IUS — Voru ekki islenzkir stúd- entar aðilar að IUS, áður em keyrði um þverbak með pólitík-. ina? — Þegar stúdentum i flestum' löndum var orðið ljóst hið póli- tíska eðli IUS, bar það til tíðinda veturinn 1954—55, að vinstrisinn- aður meirihluti stúdentaráðs ákvað að bregða á sprett upp í: strauminn og gerðist aðili að sam tökunum. Það stóð þó ekki lengi á því, að hinir kommúnistisku ■ yfirboðarar samtakanna, sem i stöðugt héldu áfram á sömu braut, gerðu slík axarsköft, að íslenzkir stúdentar gátu ekki með neinu móti við unað. En það var þegar uppreisnin í Ungverja landi brauzt út með stúdenta og aðra menntamenn í broddi fylk- ingar. Stúdentaráð Háskóla íslands bar þá upp í framkvæmdanefnd IUS tillögu um, að lýst yrði yfir stuðningi við ungverska stúdenta í baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar og um leið fordæmd sú kúgun, sem þeir höfðu orðið að þola af erlendu herveldi. En sú meðferð, sem þessi sjálfsagða og sanngjarna til laga fékk, sýndi betur en flest annað í hvers þágu samtökin raunverulega störfuðu. Málið var i fyrstu dregið á langinn mánuð- um saman og reglulegum fund- um frestað, til þess að geta beð- ið með að taka afstöðu til máls- ins. Svo að lokum, þegar auðséð var, að stúdentaráð mundi halda fast við tillögu sína, sáu komm- únistar sér ekki annars úrkostar en að fella hana. Þar með var mælir þeirra troðinn, skekinn og fleytifullur og Stúdentaráð sagði sig úr sambandinu. Þess má geta til ofurlítils samanburðar, að IUS gerði aftur á móti viðstöðulaust mjög harðorða tillögu gegn þvi atferli Bretá og Frakka að ráð- ast inn í Egyptaland hjá Suez. Eining stúdenta í heiminum — Hvað getur þú sagt okkur um þessa nýafstöðnu utanför ykkar? — Fyrsti áfangi ferðarinnar var í Kaupmannahöfn, en þar komu saman stúdentar frá Norð- siðan vaxið fiskur um hrygg með urlöndunum til þess að ræða þau Samtal við Ólaf Egilsson stud juris — Um hvað snérust umræður á ráðstefnunni? í ráðstefnunni, Ólafur Egilsson (fjær) og Þórarinn Ólafsson. mál, sem vitað var að tekin ■ mundu verða fyrir á ráðstefn- unni. Þaðan héldum við svo til Basel, en, þar var að tilhlutan ISC-COSEC haldinn umræðu- fundur (Round Table Confer- ence); af svissneska stúdentasam bandinu, sem boðið var til stúd- entasamböndum hvaðanæva að Úr heiminum. Þar var aðeins eitt mál, til umræðu „Eining í stúd- entaheiminum". Það ástand, sem ég gat um, að í heiminum skuli vera starfandi tvenrt alþjóðleg stúdentasamtök, hefur þótt óæski legt — ög síðustu árin hafa því Orðið æ háværari þær raddir, sem hvatt hafa til þess, að gerð- ar yrðu tilraunir til að leysa það vándamál, sem klofningurinn er. Á fundinum voru samankomn- ir stúdentar frá langflestum þjóð- um, nema þeim er kommúnistar ráða, sem ekki síður en öðrum hafði verið boðin þáttlaka. Þær takenda, að þeir teldu ekki, að eining stúdenta á yfirborðinu væri svo mikils virði, að hana bæri að kaupa hvaða verð sem væri. • —- Hvaðá afstöðu hefur stúd- entaráð tekið í þessu máli? —- Það hefur viljað stuðla af fremsta megni að því að ryðja ur vegi því ósamikomulagi, sem riki hefur — én þó án þess að varpað yrði fyrir borð vissum grundvall- arskilyrðum, sem við teljum, að uppfylla þurfi, til Þess að alþjóð- légt samstarf stúdenta sé æski- legt og geti horft til heilla; þar á meðal er að sjálfsögðu ekki við það unandi, að hagsmúnir stúd- enta séu í slíkum samtökum látn ir vikja fyrir öðrum sjónarmið- um, af hvaða toga sem þau kunna að vera spunnin. Ráðstefnan í Klosters —. löng og ströng fundarhöld — I upphafi gáfu starfsmenn samtakanna skýrslur um fram- kvæmd þeirra verkefna, sem. síð- asta ráðstefna, sem haldin var i Lim,a í febrúar 1959, fól þeim að vinna að, en sú framkvæmd hafði í flestum atriðum tekizt mjög vel. Þá var einnig framan af skeggrætt mjög um fundarsköp og gerðar á þeim allmiklar breyt ingar frá því sem verið hefur, en þau hafa þótt fullflókin. Enn- fremur urðu svo strax, ög reynd- ar lengst af meðan þingið sat, drjúgar umræður um aðild stúd- entásambanda að Sam.tökunum, en strangléga er gengið eftir því, að þau séu í raun réttu fulltrúi meirihluta stúdenta í landi sínu og standi opin ölium þarlendum stúdentum. Það var annars megin verkefni ráðstefnunnar að leggja drögin að samstarfi stúdenta í aðildar- ríkjunum næstu 18 mánuðina, eða þar til komið verður saman að nýju. í fyrstu var gengið frá vissum grundvallaratriðum, sem samstarfið skyldi byggjast á, en síðan voru teknar ákvarðanir um Séð töldu sér ekki'fært að þekkjast boðið, einkum þar sem fundurinn væri haldinn á vegum ISC- COSEC og því ekki verið fullt jafnrétti með þeim samtökum og IUS í sambandi við undirbúning. Með þessari afstöðu komu um- rædd ríki að sjálfsögðu í veg fyr- ir að fundurinn næði tilgangi sín um að fullu. Engu að síður áttu sér þar stað mjög gagnlegar um- ræður um alþjóðlegt samstarf og var fundurinn tvímælalaust spor í rétta átt. Það kom hins vegar glöggt fram í máli ýmissa þátt- yfir fundarsalinn við atkvæðagreiðslu. — Hvenær hófst svo ISC í Klosters? — Við komum að kvöldi þess 20. ágúst til Klosters, sem er mjög viðkunnanlegur, lítill ferða mannabær suð-austarlega í land- inu; hann stendur um 1250 m yfir sjávarmáli en er engu að síður umlukinn háum fjöllum, skógivöxnum upp í miðjar hlíðar. Það var í leikfimishúsi barna- skólans í bænum, sem ráðstefn- an var að mestu leyti haldin. Þar var sezt á rökstóla strax næsta morgun ■— og byrjuðu þar með einstök atriði samstarfsins svo sem stúdentaskipti, námskeið og mót, útgáfgustarfserm, stuðning við þá stúdenta, sem njálparþurfi eru, ferðamál, menningarstarf. semi, íþróttir og margvísleg önn ur efni, sém stúdenta varða Misjöfn viðfangsefni Burtséð frá þessu var svo mÍK- ið rætt um þann mikilsverða þátt, sem stúdentar í ýmsum löndum, einkum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, hafa átt í baráttu þjóða sinna fyrir frelsi og sjálf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.