Morgunblaðið - 12.10.1960, Page 8

Morgunblaðið - 12.10.1960, Page 8
8 MORCVyrtT 4f>1Ð Miðvik'udagur 12. okt. 196tv — Alþingi Frh. af bls. 1. áætlað að rekstrarhalli skipa- útgerðarinnar lækki úr 15 millj. í 10. S) Kostnaður við Alþingi er áætlaður einni milljón kr. lægri en verið hefur. Er það stefna ríkisstjórnarinnar, að hafa þinghald skemmra en tíðkazt hefur undanfarin ár, þegar þingið hefur staðið allt upp í átta mánuði og mikinn hluta þess tima verið aðgerð- arlítið eða aðgerðarlaust. Fjölmörg önnur lækkunar- og sparnaðaratriði er að finna í fjárlagafrumvarpinu. Breytt tekjuáætlun Tekjuáætlun breytist nokkuð frá gildandi fjárlögum, tekjur af verðtolli og söluskatti af inn- fluttum vörum lækka, en tekjur af 3% söluskattinum hækxa. Gert er ráð fyrir að 8% bráða- birgðaskatturinn af innfluttum vörum verði í gildi allt árið 1961. Hæstu tekjuliðir Hæstu tekjuliðir fjárlaga eru þessir: Tekjur at verðtolli 343.6 miilj. Söluskattur af innfluttum vörum 148 millj. Söluskattur af vörusölu og þjónustu innanlands 185 millj. Bráðabirgðasöluskatt- ur af innflutningi 168 millj. Frá þessum tveimur síðustu upp- hæðum dragast 71 millj. kr., sem rennur til jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Innflutningsgjald er á- ætlað 125 millj. og tekju- og eignarskattur 75 milljónir. Athugasemdir við frumvarpið í athugasemdum við fjárlaga- frumvarpið segir á þessa leið: Þegar gengið var frá fjárlögum ársins 1960 var Ijóst að áætlanir um tekjur og gjöld hlutu að vera meiri óvissu háðar en oftast áður. Stórfelldar breytingar voru gerð- ar á skattakerfinu, tekjuskattur lækkaður og 9% skattur af inn- lendri framleiðslu og þjónustu felldur niður en álagður 3% söiu- skattur. Mikil aukning varð á framlögum til félagsmála, niður- greiðslur fluttust frá útflutnings- sjóði til ríkissjóðs og nýjar niður greiðslur komu til skjalanna. Þá hafði og breyting gengisskrán- ingarinnar nokkur áhrif til hækk unar á útgjöldum, sem erfitt var að áætla með vissu. — Útgjöld lækkuð eins og kostur hefur verið Þegar þetta frumvarp var undir búið var aðeins takmörkuð vit- neskja fyrir hendi um afkomu yfirstandandi árs, en á þeirri reynslu, sem fengizt hefur, verð- ur þó m. a. að byggja, éinkum um tekjuhlið frumvarpsins. — Fjár- lög fyrir 1961 verða að vera halla laus og hefur verið leitazt við að ná því marki, án nýrrar skatt- | heimtu. í því skyni hefur við undirbúning þessa frumvarps ver ið reynt að lækka útgjöld eftir því sem kostur hefur verið, án þess þó að gera áætlanir óraun- hæfar. í þessu efni er þröngur stakkur skorinn, vegna þess að halda verður uppi eðlilegri þjón- ustu og starfsemi rikisins, og erfitt er að koma á aukinni hag- kvæmni í rekstri, nema með all löngum undirbúningi. Árangur af þessari viðleitni er þó sá, að 10 af 14 útgjaldagreinum fjárlaga lækka, og nema þær lækkanir samtals um 22 millj. króna. Á hinn bóginn verður eigi hjá því komizt að framlög til heilbrigðis mála, félagsmála og kennslu- mála hækki verulega. Hækkun heilbrigðismála stafar af auknum sjúkrahúsakosti, hækkun félags- mála, sem nemur 55,6 millj. kr. er fyrst og fremst af þvi að nú verða hinar auknu fjölskyldubæt- ur í gildi allt árið og að skerð- iigarákvæði á ellilífeyri falla sam kvæmt lögum niður um næstu áramót. Kennslumál hækka m. a. vegna aukins nemendafjölda i skólum. Lækkun aðflutningsgjalda í athugun Nokkrar breytingar verða á tekjuáætlun frá núgildandi fjár- lögum og er þá höfð hliðsjón af reynslu í ár, að því er bezt verð- Unglingar óskast til að bera blaðiö til kaupenda: Laugarásveg Seltjarnanes II Talið við afgreiðsluna. IHoratittlilðbift Sími 22480. Atvinnurekendur Ungur maður þaulvanur öllum skrifstofustörfum óskar eftir vinnu hálfan eða allan daginn. Þeir sem vildu sinná þessu leggi tilboð ínn á afgreiðslu blaðs- ins fyrir föstudagskvöld merkt: „Fjölvís — 1077“. Saumlausu Sokkabuxurnar eru komnar í tízkulitum. London Dömudeild. Þotuumferð um Kastrup-völl takmörkuð Kaupmannahöfn, 11. okt. (Einkaskeyti frá frétta- ritara Mbl.) v RÍKISSTJÓRNIN tók í gær- kvöldi ákvörðun um að tak- marka umferð þrýstilofts- flugvéla um Kastrupflugvöll, en ekki hefur gengið á öðru en kvörtunum undanfarið frá þeim, sem búa næst flugvell- inum, vegna hins mikla hávaða, sem þoturnar valda. — Verður þotum nú alger- lega bannað að hefja sig til flugs af einni brautinni. Á hinum tveim flugbrautunum verða þoturnar að halda sig í 800 og 1.000 metra fjarlægð frá byggð. Það gildir þó ekki um þotur af gerðunum DC-8, Boeing 707 og russneskar hverfilhreyflaþotur. • Flugstöðvarstjórinn í Kastrup, Skjoldager, hefir látið svo una mælt, að takmarkanir þessar geti kostað það, að Kastrup m.issi stöðu sína sem helzta miðstöð flugumferðar í N-Evrópu, en Kastrup-stöðin er nú fjórða stærsta flugihöfn Evrópu. Ef þjón usta vallarins minnki, séu aðrir reiðubúnir að taka við þeirri um ferð, sem Kastrup missi. Skjol- dager nefnir þánn möguleika að framlengja flugbrautir út í Eyrar sund — eða jafnvel flytja flu.g- höfnina til Eyrarsundseyjarinnar „Salthólma“. • Margir benda á það, að tak- markanirnar valdi þotuumferð- inni um Kastrup örðugleikum —. án þess að nágrannar vallarins losni við hávaðann, nema að litlu leyti. ! kvöld verður gamanleikurinn Ast og stjórnmál sýndur í 11. sinn í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn var sýndur nokkrum sinnum á síðasta leikári, en var svo tekinn upp aftur í haust. Myndin er af Ingu Þórðardóttur, Rúrik Haraldssyni og Jóhanni Páls- syni í aðalhlutverkunum. ur séð á þessu stigi. Lækka nokk- uð áætlaðar tekjur af verðtolli, söluskatti af innlendum vörum og leyfisgjöldum af bifreiðum. Aftur á móti hækka áætlaðar tekjur af ríkisstofnunum og ýms- um smærri tekjuliðum. Ennfrem- ur hækka tekjur af 3% söluskatt- inum vegna þess að hann verður nú í gildi allt árið, þá er og gert ráð fyrir, að eigi verði hjá því komizt til að tryggja hallalausan rekstur á árinu 1961, að 8% bráðabirgðasöluskatturinn af inn- fluttum vörum verði í gildi árið 1961. Á hinn bóginn hefur ríkis- stjórnin til athugunar lækkun að- flutningsgjalda á ýmsum vöru- flokkum og mun bráðlega leggja fram tillögur um þær Jækkanir. 51 millj. kr. hækkun Þær breytingar, sem hér að_ framan hafa verið raktar, leiða til þess að áætluð gjöld hækka alls um 50.8 millj. kr. frá núgild- andi fjárögum og áætlaðar tekjur um 51.0 millj. kr. Sjö nýjar endur- varpstöðvar á Austuriandi UM ÞESSAR mundir er Ríkis- útvarpið að taka í notkun sjö nýjar endurvarpsstöðvar á Aust- urlandi og rekur þá alls tíu end- urvarpsstöðvar, auk aðalstöðvar- innar á Vatnsendahæð við Reykja vík. Truflanir hafa lengi undanfar- ið verið á útvarpi víða á Austur- landi af völdum erlendra stöðva og hefur útvarpið leitað ýmsra ráða til úrbóta. Nú á að vera bót ráðin á þessu með nýju end- urvarpsstöðvunum og hefur ver- ið að þessu unnið með samvinnu Landssímans og útvarpsins. Landssíminn hefur látið útvarp- inu í té rásir til flutnings á út- varpsefninu frá Reykjavík og að Höfn.í Hornafirði og Eiðum og í sjö kauptún eystra, og þar hafa nýju endurvarpsstöðvarnar verið reistar. Það eru 50 watta stöðvar, og eru þessar: Djúpivogur 1484 krið/sek. 202 m. Breiðdalsvík 1412 krið/sek 212 m. Stöðvar- fjörður 1545 krið/sek. 194 m Fáskrúðsfjörður 1484 krið/sek. 202 m. Reyðarfjörður 1520 krið/ sek. 197,4 m. Eskifjörður 1510 krið/sek. 198 m. Neskaupstaður 1412 krið/sek 212 m. Fongelsaður fyrir óstieitni LONDON, 11. okt. Reuter:— í dag var 61 árs gamall mað- ur, Pat Creaney að nafni, dæmdur í 18 mánaða fang- elsi fyrir þær sakir, að hann hefði gerzt ástleitinn um of við Söru nokkra Maloy, sem er — 83 ára að aldri. — ★ — Þau hafa lengi verið leigj- endur í sama húsi. Reis mál ið út af því, að Pat hafði ruðzt inn í herbergi gömlu frúarinnar og hrópað upp: „Ég elska þig-Frú Maloy greip flösku og lét ríða í höfuð honum til þess að verjast ástleitni hans. — ★ — Umraæli dómarans: „Þetta er hreinasta svívirðing, að ráðast á 83 ára gamla konu . . . slíkt fæ ég ekki skilið.“ Valdastöðum, 9. okt. í DAG var barna- og unglinga- skólinn að Ásgarði í Kjós settur að aflokinni messu í Reynivalla- kirkju. AU« munu verða í skól- anum um 60 nernendur, bæði í barna- og unglingadéiLd. Er heimavist fyrir þá sem fjarst búa frá skólanum. AUmikið var kost- að til skólans í sumar, og er nú að öllu leyti hinn vistlegasti. Má telja að skólinn sé nú þegar full- settur. Nokkur handavinnu- kennsla fer fram við skólann, bæði fyrir pilta og stúlkur. — St. G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.