Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 12. okt. 1960 MORCVNBLAÐIÐ 17 •tæði. Samtok stúdenta í þeim löndum, sem búa við fastmótað og lýðræðislegt stjórnarfar hafa aí skiljanlegum ástæðum öðrum verkefnum að sinrna en stúdentar í löndum, sem lúta einræði og tiarðstjórn. Þeir síðarnefndu eiga sífel'lt yfir höfði sér hverskyns yfirtroðslur á akademísku frelsi, en það er að sjálfsögðu algjört Skifyrði þess, að félagslíf stúd- enta með þeirn hætti, sem við eigum að venjast, geti þrifiat. Þessir stúdentar hafa tíðum leit- aS eftir fulltingi Alþjóða sam- taka stúdenta við að vernda hag sinn og hefur þeim tilmælum ver i« mætt af samúð og skilningi, einkum þar sem beinlínis hefur verið um að ræða skerðingu á réttindum stúdenta eða möguleik um þeirra til að afla 9ér mennt- unar; hefur á vegum ISC-COSEC verið starfandi sérstök rannsókn- arnefrtd (Reseraeh and Informa- tion Commission — RIC), sem aflað hefur upplýsinga um hagi atúdenta í þeim löndum, sem á- stæða hefur þótt til og óskað hef ur verið eftir, og síðan á grund- velli þeirra upplýsinga verið gerð ar á ráðstefnum samtakanna rök- studdar ályktanir til stuðnings baráttu stúdenta. Þar að auki voru ýmsar aðgerðir stjórnarvald anna stúdentum í óhag. Landhelgismálið fékk góðan hljómgrunn — Þið báruð fram tillögu um gtuðning við ísland í landhelgis- málinu? — Já. — Þó að innan ISC- COSEC hafi frarnan af nær ein- göngu verið fjallað um raunhæft samstarf aðildarsambandanna í þeim efnum, sem ég vék að áðan, hefur þar einnig í vaxandi mæli verið tekið tillit til þeirra mála, sem stúdentasamböndin í ein- stökum löndum hafa átt við að etja, eins og þær ályktanir, sem gerðar hafa verið til stuðnings stúdentum í kúguðum löndum eru glöggur vottur um. Með hlið- sjón af því, að íslenzkir stúdent- ar hafa alla tíð verið mjög á verði í landhelgismálinu, gert um það ál/yktanir og á annan hátt urvnið að framgangi málstaðar okkar og farsælum lyktum máls- ins, fannst okkur rétt að leita eftir ályktun ráðstefnunna'r okk- ur til stuðnings í þessu lífshags- munamáli þjóðarinnar allrar, en stúdentaráð hefur frá því fyrsta kynnt málið rækilega meðal er- lendra stúdenta. Eftir að tillaga okkar kom fram lýstu mjög marg ir fulltráar, sem við áttum tal við, yfir stuðningi sínum við hana — og má telja íullvíst, að hún hefði náð fram að ganga. Því miður dróust umræður um önnur mál hins vegar svo á lang- inn, að ekki vannst tími til að taka hana fyrir, fremur en tals- vert mörg önnur mál, sum hin merkustu. Engu að síður var landhelgis- málið fyrir bragðið mikið rætt meðal þátttakenda og varð flutn ingur tillögunnar því tvimæla- laust til þess að kynna málið enn frekar. Víðtækara samstarf en nokkru sinni fyrr — Hverjar telur þú merkustu niðurstöður þessarar ráðstefnu? — Árangurinn af störfum ráð- stefnunnar var mjög góður og voru teknar ákvarðanir um víð- tækara samstarí en nokkru sinni áður hefur átt sér s tað með stúdentum í heiminum. Svo að nokkur dæmi séu nefnd má geta ályktunar um að starfrækja í Chile um mán- aðarskeið vinnubúðir stúd- enta frá öllum þjóðum til stuðnings stúdentum þar í landi við uppbyggingarstörfin eftir jarðskjálftana þar í vor, er m. a. márgir skólar hrundu. Ýms að- stoð við stúdenta í Afriku, en þeim hefur þegar verið veittur margvíslegur stuðningur. Enn má nefna ýms námskeið og mót, áframhaldandi útgáfu blaðsins „The Student“, sem kemur út eigi sjaldnar en á sex vikna fresti, útgáfa upplýsingarits um starfsemi stúdentasambandsins á hverjum tíma og sérstaks rits um sögu þeirra, stuðning við landflótta stúdenta, fríðindi og fyrirgreiðslur í sambandi við ferðalög, starfrækslu menning- armálaskrifstofu, sem m.a. skipu leggur listahátíðir, leikferðir, myndlistarsýningar, ljósmynda- keppnir o. fl., og nýjar athugan- ir rannsóknarnefndarinnar (RIC) á högum stúdenta m. a. í Dominikanska lýðveldinu, Aust- ur-Þýzkalandi, Spáni og fleiri Iöndum. Svo mætti iengi telja. Þátttaka okkar erfiðlelknm bundin — Að hvaða leyti taka íslend-! ingar þátt í þessum málum? j — Vegna þess hve afskekktir við erum og fáir, er okkur erfið- ara um vik en stúdentum í flest- um öðrum löndum að taka mjög virkan þátt í samstarfinu. Við höfum þó, eins og kunnugt er, reynt að halda uppi stúdenta- skiptum við önnur lönd og lögð- um við á ráðstefnunni m. a. drög að skiptum við írland og ísrael, en ýmsir stúdentar hér, einkum í guðfræði, hafa haft mikinn áhuga á að fá tækifæri til að heimsækja það siðarnefnda. — Ekki má heldur telja útilokað, að íslenzkur stúdent taki þátt í starfsemi vinnubúðanna í Chile. Við höfum svo leitazt við að taka þátt í sem flestum nám- skeiðum og mótum, sem við höf- um átt kost á að sækja og þegar fjárhagur hefur ekki gert ann- að kleift hafa gjarna mætt þar af okkar hálfu íslenzkir stúd- entar, sem verið hafa við nám í viðkomandi landi eða öðru ná- lægu. Með alþjóðlegu samstarfi hefur einnig tekizt að leggja góðan grundvöll að Ferðaþjón- ustu stúdenta, sem nú býður upp á ódýrustu ferðir sem þekkj ast og stúdentar nota sér í vax- andi mæli. Ráðherra frá Kúbu — Þið hafið komizt í kynni við stúdenta víða að úr heim- inum dagana sem ráði.tefnan stóð yfir. ryksugan er dýrmæt húshjálp Ruton ryksugan er nú fyrirliggjc ndi ýmsir litir ★ 10 hjálpartæki ★ Gúmmíhjól ★ Kraftmikil ★ Stjórnað með fæti Ruton ryksuganerá gúmmíhjólum sem ekki rispa . . . Tíu mismunandi hjálpar- tæki fylgja, sem eru á auðveldan hátt tengd við vélina . . . hún hefir mikinn sogkraft . . . og er stjórnað með fæti. — VERÐ Á GERÐINNI R 100 — Kr. 2.217.—. Jfekla Austurstræti 14 — Sími 11687 — — Það gerðum við vissulega. Þarna voru saman komnir á þriðja hundrað stúdenta af hin- um ólíkustu þjóðernum og voru sums staðar saman í herbergi gulur, svartur og hvítur. Ekki bar á öðru en að samkomulag væri hið bezta þó að hóparnir virtust sundurleitir við fyrstu sýn — og sjálfir eignuðumst við íslenzku þátttakendurnir ágæta vini af öllum litarháttum. í hinum fjölskrúðuga hópi var m.a. háskólamálaráðherra Kúbu, en eftir byltinguna þar hafa stúdentarnir bæði tögl og hagld- ir í háskólanum, að því er þeir sjálfir sögðu til þess að geta tryggt, að byltingin beri tilætl- aðan árangur en renni ekki út í sandinn fýrir tilverknað aftur- haldssamra prófessora úr stjórn- artíð Batista. Það eru ekki ein- ungis stúdentarnir, sem ganga undir próf í háskólunum, heldur verða prófessorarnir að gera það líka á 5 ára fresti, og fer þá eftir útkomunni, hvort þeir halda starfi sínu áfram. Það þarf auð- vitað ekki að taka fram, að ráð- herrann, sem var læknanemi, hafði látið sér vaxa sams kon- ar skegg og sjálfur vinur hans, Fidel Castro. Flestar ræður sín- ar flutti hann af miklum ástríðu- þunga, reri sér í sæti sinu með reiddan hnefa á lofti — og gretti sig stundum óskaplega til enn frekari áherzlu, þegar mikið var í húfi. Það var því bæði fróð- legt og skemmtilegt að kynnast þarna af eigin raun beim ræðu- flutningi, sem tíðkast á sykur- eynni. Vinur Lumumba Þá beindist athyglin óhjá- kvæmilega nokkuð að stúdent- unum frá Kongó, ve-gna hinna alvarlegu atburða, sem þá vorw stöðugt að gerast í landinu. Öðrum þeirra tókst að vísu ekki að fá vegabréfsáritun til þátttöku í ráðstefnunni fyrr en nokkrum dögum eftir að hún hófst og eftir að send höfðu verið mótmæli frá ráðstefnunni til Thsjombe, hér- aðsstjóra í Katanga, en þaðan var stúdentinn. Hinn var aftur á móti kominn í tæka tíð, og var hann spurður í þaula um ástand- ið í landinu og skoðanir sínar á þróun málanna. Hann var mjög alúðlegur og einkar háttvís, ræddi málin af mestu hófsemi, og að því er virtist skynsemi, en sagðist hins vegar vera „fana- tique pour Lumumba", sem væri vinur sinn og hefði lofað sér stöðu í menntamálaráðuneytinu, þegar heim kæmi. Það blæs því ekki sem byrlegast fyrir hann þessa stundina, hvað atvinnu- horfur snertir. Reyndar gæti ég vel ímyndað mér að hann væri orðinn einn af stúdentunum í stjórnarnefnd Mobutus — eða kannski ráðherra í svo sem einni og máske fleiri ríkisstjórnum. Loks voru svo þarna stúdent- ar, sem staðið höfðu í fylkingu í stjórnarbyltingunum í Tyrk- landi og Suður-Kóreu. Var frá- sögnum þeirra af skiljanlegum ástæðum mikill gaumur gefinn. Þeir síðarnefndu lögðu þegar ráðstefnunni lauk upp í ferðalag til ýmissa annarra Evrópulanda og Ameríku — og stóð jafnvel til að þeir kæmu við hér á leiðinni yfir hafið, en úr því hefur ekki getað orðið. ★ Við þökkum Ólafi kærlega fyrir samtalið og vonum, að ein- hverjir hafi orðið fróðari eftir. I- Röskur sendisveinn óskast nú þegar. — Uppl. í skrifstofu Ludvig Storr Laugavegi 15. (ekki síma). Sagógrjón n ý k o m i n . Katla hf. Sími 19192. BOKHALD Tökum að okkur bókhald, uppgjör og skattaframtöl fyrir verzlanir, iðnfyrirtæki og útgerðarfyrirtæki. Sanngjörn þóknun. Upplýsingar í síma 16725 eftir klukkan 7 á kvöldin næstu daga. Sniðkennsla næsta síðdegisnámskeið hefst 20. okt. Kvöldnámskeið í byrjun nóv. Nokkur pláss laus. Kennd er nákvæm máltaka og sniðteikningar af nýjustu tizku frá Stokholms Tellskárar Akademi. Sígrún Á. Sigurðardóttir, Drápuhlíð 48 II. hæð — Sími 19178. Rifflað steypustyrktarstál Eigum fyrirliggjandi takmarkað magn af 16/mm 25/mm 28/mm riffluðu steypustyrktarstáli. Leifi- legt spennuþol 1600 kg á fercm. Sindri hf. Sími 19422.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.