Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 1
20 síðuK 4 KEIMIMEDY 8IGRAR Finkaskeyti til Mbl. frá Reuter/NTB og fréttaritara blaðsins í New York, Sigurði Bjarnasyni. — Þegar 53% atkvæða í bandarísku forsetakosningunum höfðu verið talin á sjötta tímanum í morgun, spáðu flestir sigri Johns Kennedys, forsetaefnis demókrata. ann hafði hlotið 21.217.000 atkvæði en keppinautur hans, Richard Nixon varaforseti, ram- bjóðandi repuhlikana, hafði hlotið 19.748.000 atkvæði. — Nokkur stórblöð í Bandarikjunum höfðu þegar þessar niðurstöður voru kunnar, spað Kenn- edy sigri, þeirra á meðal útbreiddasta blað Bandaríkjanna, New York Daily News og stórblaðið New York Herald Tribune. Fréttamenn bentu þó á, að komið hefði fyrir að slíkar forsiðu- fréttir í bandariskum blöðum hefðu ekki haft við rök að styðjast, þegar úrslit kosninganna lágu fyrir. M. a. flöskuðu nokkur blöð á því í kosningunum 1948 að tilkynna ósigur Trumans. ★ Það, sem mest hafði komið á óvart í kosningunum þegar þetta er skrifað, eru eftirfar- andi staðreyndir: Kennedy hafði forystu i Texas, Pennsylvaniu og Illinois sem republikanar unnu í síðustu kosn- ingum. I þessum ríkjum eru 83 kjörmenn. I New York-ríki, sem republikanar unnu í síð- ustu kosningum með 1.600.000 atkvseðamun. hafði Kennedy' forystu. Og New York Times lýsti því yfir kl. 5 í morgun, að Kennedy hefði unnið fylkið. I þessu ríki eru kosnir 45 kjör- menn. •jtr I Kaliforníu-ríki, heimakjördæmi Nixons, hafði Kennedy einnig forystu, en ekki var hægt að átta sig að neinu gagni á væntanlegum úrslitum þar, þvi ekki höfðu verið talin nema 10% atkvæða. ★ Þá hafði Kennedy einnig forystu í flestum þeim rikjum öðrum, sem kjósa marga kjör- menn, s.s. norður og suður Karolinu og Michccan, sem kjósa samanlagt 42 kjörmenn. í Karol • ínurikjunum og Georgiu hefir Kennedy verið spáð vísum sigri. Aftur á móti hafði Nixon for- ystu í ýmsum smærri ríkjanna. — í New Hampshire, sem venjulegea hefir verið öruggt vígi republikana, var kosning mjög jöfn þegar síðast fréttist. 1 miðvestur fylkjunum hafði Nixon yfirleitt betur. ■úr í ýmsum stórborgum, svo sem Philadelfíu. Baltimore og Chicago, lá straumurinn til Kenn- edys, og bentu fréttamenn á að það gæti ráðiðúrslitum í viðkomandi fylkjum. ★ Þegar þessi 53% atkvæða höfðu verið talin. hafði Kennedy forystu í ríkjum með 241 kjör mann en Nixon í rikjum með 143 kjörmenn. Þá var hörð barátta í ríkjum með 153 kjör- menn. 269 kjörmenn þarf til að hljóta kosningu ^ Þegar 60% atkvæða höfðu verið talin, nokkru síðar en fyrrnefndar tölur höfðu borizt voru hlutföll svipuð og að framan greinir. Samt lýsti talsmaður republikana yfir því, að allt væri með eðlilegum hætti í herbúðum sinna flokksmanna, og þeir byggjust við að Nixon hlyti kosningu. Hvorugur frambjóðendanna hafði þá látið til sín heyra. ★ Demokratar höfðu i morgun tryggt sér meirihluta í báðum deildum þingsins. Um klukkan eitt í nótt, þegar um 4 millj. atkvæða höfðu verið taldar, var leikurinn mjög jafn, Kennedy hafði fengið 2.100.000 atkv., Nixon 1.950.000 atkv. Þá hafði Kennedy forystu í ríkjum með 249 kjörmenn, en Nixon í ríkjum með 201 kjörmann. — Þegar hér var komið sögu ávarp- aði Eisenhower mikinn maiín- fjölda sem hafði safnazt saman við aðalstöðvar republikana í Washington, hvatti bandarísku þjóðina til dáða og bauð góða nótt. Ók forsetinn þá til Hvita hússins, en kl. 3,30 gekk hann til náða og bað blaðafulltrúa sinn að senda sigurvegaranum heilla- skeyti. Þá voru báðir rafeinda- NEW YORK í nótt .— Þegar bú- ið var að telja eina milljón at- ikvæða í bandarísku forsetakosn- ingunum, voru Kennedy og Nix- on svo til jafnir að atkvæða- magni, Kennedy hafði fengið 15 þús. atkv. fleira. Þegar hér var komið sögu spáðu tveir raf- eindaheilar Nixon sigri, en 20 mín. yfir miðnætti breytti ann- ar heilinn um skoðun, og snerist á sveif með Kennedy. Spáði hann því að Kennedy fengi 279 kjör- menn kosna, en Nixon 230. Allt var samt á huídu um það, hver yrði sigurvegari í kosningunum, og gat brugðizt til beggja vona. Aftur á móti var þá sýnilegt, að demókratar myndu halda meiri- hluta sínum í öldungadeildinni, og þá höfðu þeir einnig örugga forystu í kosningum til Fulltrúa- deildarinnar. Nú verður i stuttu máli rakið, hvernig atkvæði höfðu fallið fyrstu klukkutímana eftir að talning hófst: Kl. 11 (eftir Jsl. tíma) hafði Nixon fengið 197.400 atkv., Kennedy 154.700. 15 min. síðar var Nixon með 225.000 atkv., Kennedy 180.000. Þá tilkynntu báðir rafeindaheilarnir, að Nix- on yrði sigurvegari í kosningun- um, eins og fyrr segir ,og byggðu niðurstöður sínar á 0.3% taldra atkvæða. Sérfræðingar neituðu að taka heilana alvarlega, enda kom það á daginn að annar þeirra breytti um skoðun og síð- ar báðir. Kl. 11,40 hafði Kennedy kom- izt fram úr Nixon og fengið rúrna Vz milljón atkv,, en Nixon 490 þús. Og hálftíma síðar viður- kenndu republikanar að Kenn- edy hefði umnið kosninguna í Connecticut, en þar hafði Eisen- hower unnið sigur í tveimur sið- ustu forsetakosningum. Um þetta leyti hafði Kennedy forystuna í 12 ríkjum með 143 kjörmönnum, en Nixon í 13 ríkjum með 130 kjörmönnum. Hálftíma síðar hafði bilið enn breikkað, þá hafði Kennedy 1.860.000 atkv., en Nixon 110 þús. atkv. færra. Kennedy hélt forystunni í ríkj- um með 192 kjörmönnum, en Nixon hafði þá aðeins forystu í 9 ríkjum með 97 kjörmönnurm. Þegar 4% atkv. höfðu verið talin, hafði Kennedy fengið 52%, Nixon 48%atkv.. Þegar jafnmörg atkvæði höfðu verið talin í síðustu kosningum, hafði Eisenhower fengið 55%, Stevenson 45% atkv. KENNEDY heilarnir komnir á band með Kennedy. Þá var einnig Ijóst orðið, að Kennedy hafði unnið sigur í Masachusetts, en það kom þó engum á óvart. Til marks um það hvað kosn- ingin VEir jöfn og erfitt að átta sig á úrslitum fram eftir allri nóttu er það, að skömmu eftir kl. 1 hafði Nixon forystuna í ríkj um með 229 kjörmönnum og Kennedy í ríkjum með 228 kjör- mönnum, en 10 mín. síðar hafði Kennedy forystuna í 19 ríkjum með 266 kjörmönnum, en Nixon í 22 ríkjum með 223 kjörmönn- um. Ekki verður þetta kapphlaup rakið nánar í smáalriðum, en það sem að framan er sagt látið nægja til að sýna hversu óviss úrslitin voru í alla rótt. — Hér á eftir verður skýrt frá því hvernig atkvæði stóðu á hálf- tima fresti, þangað til úrslit ko&n inganna voru fyrirsjáanleg. Klukkan 1,30 hafði Kennedy hlotið 4.849.000 atkvæði og for- ustuna í ríkjum með 305 kjör- menn, Nixon 4.296.000 atkvæði og forustu hjá 208 kjörmönnum. Kluikkan 2 var búið að telja 18% atkvæða. Þá hafði Kennedy hlotið 7.538.000 atkvæði en Nix- on 6.464.000. Úrslit voru kunn í Norður Karólínu og Georgía og hafði Kennedy unnið í báðum ríkjunum. Kjörmenn: 333 fyrir Kennedy, 183 Nixon. Klukkan 2,30: Kennedy hafði 9.802.000 atkv., Nixon 8.665.000. Kjörmenn: Kenedy 365, Nixon 160. Kennedy hafði tryggt sér sigur í Georgia Massaehussetts, Norður Carolina, Suður Carol- Framh. á bls. 20. V-stjórnin stóð ■ samning- um um landhelgina Bauð veiðar miEli P v*- 12 milna um takmarkaðan tíma GUÐMUNDUR í Guð- mundsson, utanríkisráð- herra, gaf hinar athyglis- verðustu yfirlýsingar á Alþingi í gaer. Hann lýsti því yfir, að vinstri stjórn- in hefði staðið í stöðugum samningum við ríki Atl- antshafsbandalagsins um fiskveiðilandhelgina frá því í maí og fram í ágúst- lok 1958. Las hann m. a. tilboð, sem st ,v^ • • • sendi bandalaginu, þar ocin er- lendum togurum voru boðnar veiðar á svæðinu milli 6 og 12 mílna um takmarkað árabil, ef fall- izt yrði á 12 mílna út- færsluna. Þá rakti ráðherra afstöðu sjáv- arútvegsmálaráðherra vinstri stjórnarinnar til útfærslu fiskveiðiland- helginnar er málið var tekið á dagskrá innan stjórnarinnar haustið 1957. Lúðvík Jósefsson taldi þá óráðlegt, að færa landhelgina lengra en í fjórar mílur, en lagði til að þrjú svæði þar fyrir utan yrðu friðuð. Fara hér á eftir stuttir kaflar úr ræðu utanríkisráð- herra: Ekki eingöngu viðræður „En meðferð málsins innan Atl- antshafsbandalagsins sumarið 1958 voru okki eingöngu viðræð- ur, heldur "<iiklu meira. Það fóru tillögur s nilli ríkisstjórnar ís- lands og ótlantshafsbandalags- ins um lausn á þessu vandamáli. Ég minn«4 á það í minni fyrri ræðu, að íkisstjórn íslands hafi í maímánuði sent tilboð til Atl- antshafsÞandalagsins um lausn á ágreintngnum út af fiskveiði- lögsögunni. Að þessu tilboði stóð Framsóltnarflokkurinn og Al- Framb. á D's. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.