Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 20
T
Að haustnóttum
Sjá bls. 11.
íþróttir
eru á bls. 18.
257. tbl. — Miðvikudagur 9. nóvember 196C
Liðskönnun hjá
kommunistum ?
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að kommúnistar
hyggi nú á allsherjarliðskönnun. Eins og kunnugt er
langar þá mikið til að reyna að koma af stað almenn
um pólitískum verkföllum, en óttast þó um leið að sú
tilraun gæti farið út um þúfur. Munu þeir því telja
nauðsynlegt að kanna lið sitt, til að geta betur gert
sér grein fyrir styrk sínum og eins hinu, hvers hlut-
Ieysis þeir megi vænta af nytsömum sakleysingjum.
Líklegast er talið að liðskönnunin verði í formi
einhvers konar undirskriftasöfnunar og þá einna helzt
um brottrekstur varnarliðsins. — Má þá búast við
að „Samtökum hernámsandstæðinga“ verði beitt fyrir
vagninn. Ef að þessum nýju kúnstum kommúnista
verður, má gera ráð fyrir að undirskriftasöfnunin
verði afhent opinberlega og verður þá fróðlegt að sjá,
hverjir hafi Iátið ánetjazt.
Bátinn rak alelda
á hafnargarðinn
VESTMANNAEYJUM 8. nóv. —
Mikinn reyk lagði yfir höfnina
hér síðdegis í gær. Það var verið
að brenna bát, átti að draga
hann út úr höfninni og láta hann
reka npp í Urðir, en þetta fór
á annan veg.
★
Báturinn er gamall, Sjöfn,
tuttugu tonna, síðast gerður út
af Einari Sieurðssyni. Tveimur
tunnum af oliu var heilt niður
í vélarrúmið Siðan var kveikt
í og mb. Ágústa tók Sjöfn í tog.
Á undanförnum árum hefur ó-
nýtum bátum alloít verið komið
fyrir kattarnef á þennan hátt —
og i Urðum brotnar það í spón,
sem eldurinn skilur eftir
Hann var orðinn allhvass, 6—7
vindstig, þegar Ágústa kom út í
hafnarmynnið. Vildi þá svo iiia
til, að Sjöfn slitnaði aftan úr.
★
Ágústa renndi upp að hlið
Sjafnar og Bogi Ólafsson stökk
um borð. Báturinn var þá al-
elda að aftan, en Bogi bátt samt
taugina á ný enda bótt hitinn
væri orðinn svo mikill að menn
á Ágústu héldust vart við á þil-
fari meðan legið var voi Sjöfn.
Happ-
drættið
DREGIÐ var í happdrætti
Sjáífstæðisflokksins í gær-
Var nú aftur haldið af stað —
og voru bátarnir rétt ko.nr.ir út
úr hafnarmynninu þegar taugin
slitnaði öðru sinni. Var pa kom-
ið myrkur, töluverður sjór og
allhvasst. Rak Sjöfn aisida á
nyrðri hafnarsyarðinn utanverð-
an og þótti ekki árennilegt að
reyna að festa taugin.a aftur í
bátinn. Hurfu menn frá við svo
búið. Verst er, að braK úr bátn-
um kemur senniiega tii með að
reka inn í höfnina og má segja,
að þetta hafi verið misheppnuð
hreinsun. — Sigurgeir.
— Kennedy
Frh. af bls. 1.
ina og Connecticut. Nixon hafði
sigrað í Kansas, Oklahoma, Kent
ucky, Indiana og Vermont. I>á
hafði Kennedy tryggt sér for-
ustuna í Pennsylvania, sem hefur
32 kjörmenn.
Klukkan 3 hafði Kennedy unn
ið stórsigur: New York-ríki með
45 kjörmenn. Staðan var nú
þannig að Kennedy hafði hlotið
148 kjörmenn, og hafði forustuna
í ríkjum með 205 kjörmenn til
viðbótar.
Nixon hafði hlotið 75 kjör-
menn og hafði forustuna í rikj-
um með 98 kjörmenn. Atkvæði
stóðu þannig: Kennedy 13.680.000
— Nixon 12.150.000.
Klukkan hálf fjögur spáðu raf-
heilarnir Kennedy glæsilegum
sigri og töldu líkurnar fyrir því
að hann yrði kosinn vera 333 á
móti einum. Texas kaus Kennedy
og hlaut hann þar 24 kjörmenn.
Atkvæði stóðu nú þannig:
Kennedy 14.967.000, Nixon 13.
300.000.
Talið var sennilegt að Kenn-
edy hlyti yfir 400 kjörmenn af
537.
Republikanar voru þó ekki af
baki dottnir, og sagði Thruston
Morton, taismaður þeirra í Wash
ington: „Bíðið bara þar til úr-
slitin fara að berast frá Vestur-
ströndinni og miðríkjunum."
Augljóst var að Demókratar
héldu meirihluta sínum bæði í
fulltrúa og öldungadeild þings-
ins.
Klukkan fjögur lýsti stórblað-
ið New York Daily News, sem
studdi Nixon í kosningabarátt-
unni, því yfir, að Kennedy hefði
sigrað.
Kommúhistar
innlima Þjóðvörn
EFTIR fregnum að dæma úr
herbúð'um JÞjóðvarnarflokks ts-
lands, er nú svo komið málum
þar, að kommúnistum hefur tek-
izt að ná til sín algjörum yfir-
ráðum. Nú síðast hefur það gerzt
að fimm af sjö þeirra manna, er
skipuðu fyrstu miðstjórn Þjóð-
varnarflokksins hafa dregið sig
í hlé.
Ástæðan til þessarar sundrung
ar innan flokksins, er sú — eftir
því sem Mbl. veit bezt — að í
herbúðunum hefur verið sýndur
algjör undirlægjuháttur gagn-
vart kommúnistum, einkum nú á
yfirstandandi ári. Hafa hinir
gömlu miðstjórnarmenn ekki
getað sætt sig við svo niðurlægj-
andi hlutskipti flokks síns.
Hafa miðstjórnarmennirnir 5
neitað að taka kjöri í nefndir og
trúnaðarstöður innan flokksins
og óskað að draga sig í hlé frá
öllum störfum á hans vegum.
Þessir menn voru allir í fremstu
víglínu flokksins er hann var og
hét. — Ber þar fyrstan að nefna
sjálfan miðstjórnarformanninn
Valdimar Jóhannsson, bókaút-
gefanda, þá Bárð Daníelsson,
verkfr., fyrrv. bæjarfulltr. fiokks
ins, Þórhall Vilmundarson,
menntaskólakennara, sem svo
mjög tók þátt í útvarpsumræð-
um og skrifum fyrir flokkinn,
Þórhall Halldórsson fulltrúa og
Magnús Baldvinsson múrara, ent
báðir voru þeir mjög virkir í
starfi innan miðstjórnarinnar og
báðir munu hafa verið í fram-
boði.
Úrum og perlu-
festum stolið
í FYRRINÓTT var rúða brotin í
sýningarglugga skartgripaverzl-
unar Kornelíusar Jónssonar við
Skólavörðustíg. Nokkrum arm-
bandsúrum hafði verið stolið og
tveim perlufestum.
Gullþórir seldi í Svíþjóð
Farmurinn metinn til jafns
við refafóður
kvöldi, og höfðu þá allir mið inn a 16~™ k/ftónur> en 1
. ’ ® anum eru 40—50 kg,
arnir selzt.
Upp komu nr.
5541
og
7212
-□
Sumarblíða
SIGLUFIRÐI, 8. nóv. — Hér er
hálfgerð sumarblíða, hlýtt og
milt. Allan snjó hefur tekið upp
í byggð, en föl er þó enn á fjalla
tindum. Siglufjarðar.skarð var
mokað i gær og var allmikill
snjór í því á köflum. — Guðjón.
Gautaborg, 8. nóvember.
Einkaskeyti til Mbl.
GULLÞÓRIR frá Vest-
mannaeyjum seldi afla sinn
á mánudagsmorguninn fyrir
mjög lágt verð, eða samsvar-
andi því, sem fæst fyrir úr-
gangsfisk í refafóður. Virtust
það samantekin ráð kaup-
manna að bjóða ekki hærra
í aflann.
Lúða seldist öll á laugardag-
inn fyrir kr. 1.90—3.90 og er það
lakara en verðið, sem hefur ver-
ið hér á lúðunni. í gær fór kass-
kass-
Fullt leyfi
Þessi söluferð Gullþóris er
því mjög misheppnuð og sagði
skipstjórinn við mig í gærkvöldi
að hingað mundu þeir ekki koma
aftur. Hann staðhæfði ennfrem-
ur, að hann hefði aldrei sagt
blaðamönnum, að hann hefði
leitað sænskrar hafnar vegna
veðurs. Kvaðst hann hafa plögg
frá tollyfirvöldum í Reykjavík,
sem veitt hefðu fullt leyfi til
þessarar söluferðar.
Bendir allt til þess, að Svíarnir
hafi óttazt, að ef söluferðin hefði
heppnazt, mundu íslenzkir bátar
flykkjast til Svíþjóðar með afla
sinn og að sjálfsögðu hefði það
mikil áhrif á markaðinn, því
Gullþórir var með miklu meira
afiamagn en sænsku bátarnir
koma yfirleitt með að landi.
Útsala
f morgun hringdi ég til fisk-
hafnarinnar og leitaðiupplýsinga
um sölu bátsins. Var mér sagt, að
hann hefði selt 327 kassa (40—50
kg. hver), en ég fékk ekki upp-
gefið heildarverðmæti farmsins.
Þegar beðið var um þær upplýs-
ingar var svarið blátt áfram:
„Nei“.
Reiknast mér til, að báturinn
hafi fengið u. þ. b. sex þúsund
sænskar krónur, en síðdegisblað
ið „Göteborgs Tidningen“ segir
fslendingana hafa orðið að halda
„útsölu“ til að losna við fiskinn
— og ekki borið nema fjögur
þúsund kr. úr býtum.
Léleg vara
Skrifstofa fiskihafnarinnar gaf
þær upplýsingar, að hér hafi
ekki verið um samantekin ráð
kaupmanna að ræða. Hins vegar
hafi fiskurinn verið þvældur eft-
ir langa ferð, fyrst til Englands
og síðan til Svíþjóðar. Ennfrem
ur, að hér væri aðeins kassafisk-
ur talinn boðlegur. Sænsku sjó-
mennirnir settu fiskinn beint í
kassana, um leið og hann kæmi
upp úr sjónum, en það gerðu ís-
lendingarnir ekki. Hann væri is-
aður í lestina.
Síðan lögðu þeir áherzlu á það
að sænski fiskurinn væri sá bezti
í heimi. fslenzki fiskurinn hefði
verið með afbrigðum léleg vara.
Þar að auki hefðu íslenzkir bát-
ar ekkert leyfi til að landa í
sænskri höfn.
Skipstjórinn á Gullþóri harð-
neitaði því, að fiskurinn hafi
verið lélegur, síður en svo. Áætl
að var, að báturinn héldi heim-
leiðis síðdegis í dag eftir að farið
hefði fram smáviðgerð á áttavita.
— Fréttaritari.
Ekki upp-
lýst að
fullu
LEITINNI í Lagarfossl var lokið
í gær og kom ekkert frekar í
Ijós en það, sem áður hefur ver.
ið greint frá. Tollþjónar voru
farnir að hyggja að öðrum skip-
um, sem komin voru í höfnina,
en þaw voru Tröllafoss, Tungu-
foss og Askja.
Ekki hafa tollverðir komizt til
botns í rannsókn þess varnings,
sem tekinn var í Lagarfossi. Þar
er um tvo vafakassa að ræða og
ætla þeir enn að fara yfir farm-
skrána til þess að fullvissa sig
um að allt sé með felldu.
Mjög margir af áhöfn Lagar-
foss hafa verið yfirheyrðir. All.
ir, sem áttu smyglvarning í vist.
arverunum, hafa játað. Munu
þeir verá sex talsins. — Hins veg
ar gat rannsóknarlögreglan ekki
gefið neinar upplýsingar um þá,
sem viðriðnir voru smyglkassana
í lestum skipsins. Rannsókn
málsins stendur enn yfir.
Einn skipverji á Tröllafossi
var staðinn að smygli. Var hann
kominn með varninginn á land
— í tösku.
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI. — Félags-
vist Sjálfstæðisfélaganna er í
Sjálfstæðishúsinu í kvöld og
hefst kl. 8,30. — Eins og áður
verða verðlaun veitt og siöar
heildarverðlaun.
„Týrw í Kópavogi
TÝR, félag ungra Sjálfhtæðis.
manna í Kópavogi, heldur að-
alfund sinn í kvöld að Melgerði
1. Fundurinn hefst kl. 8,30. Fé-
lagsmenn og nýir meðlimir
ættu að fjölmenna á fundinn.
Heilbrigðisnefnd hófar
um 20 fyrirtœkjum lokun
Á FUNDI bæjarstjórnar s.l.
fimmtudag voru lagðar fram og
staðfestar fundargerðir heil-
brigðisnefndar frá 21. og 25. okt.
sl., þar sem um 20 fyrirtækjum
var hótað lokun. Voru það m.a.
veitingastaðir, frystihús, kjöt- og
fiskverzlanir.
Vegna þessa snéri Mbl. sér til
borgarlæknisembættisins og
spurðist frétta um málið. Var
blaðinu tjáð, að það væri tilvilj-
un, að svo mörg mál þessa eðlis
væru tekin fyrir svo til samtím-
is. Á flestum fundum nefndar-
innar er einu eða fleiri fyrirtækj
um hótað lokun. Er það þó
sjaldnast gert nema eftir langan
aðdraganda.
Starfsm«nn við heilbrigðiseft-
irlitið reyna með viðtölum og
skriflegum fyrirmælum að fá
bætt úr því, sem ábótavant er
hverju sinni, og er þá ýmist um
að ræða þrifnað og umgengni eða
endurbætur á húsakynnum. Fá
fyrirtækin ætíð hæfilegan frest
til úrbóta, áður en málið er lagt
fyrir heilbrigðisnefnd. Komi
málið til afgreiðslu nefndarinnar,
veitir hún eftir atvikum enn nýj
an frest, oftastnær að viðlagðri
Framh. á bls. 19.