Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 16
16 M O nc T' v p r a » j f> Miðvikudagur 9. nóv. 1960 bTrja í nýrri kvikmynd, heyrir maður. Eg get varla hugsað til þess, hvernig farið er með hann í þessari óskapa verksmiðju — hvað verður af svona snillingi í Hollywood? Eg skildi aldrei, hvað hún átti við með „þessari verksmiðju“, og reyndar heldur ekki, hvað Holly- wood þýddi. Og eitt atvik, sem kom fyrir í París, gerði gátuna enn dularfyllri. Hávaxin, velbúin kona kinkaði einu sinni kolli til ungfrú Gerdes, þegar við vorum að fara inn í húsið, þar sem við áttum heima. Hún staðnæmdist snöggvast og starði á mig. — Ah! sagði hún, eins og hissa. — Þetta er dóttir hr. Barrymore, leikar- ans mikla? Fóstra var snögg upp á lagið. — Já, svaraði hún stuttaralega og flýtti sér að koma mér inn um dyrnar. Eg þóttist viss um, að hún kæmi mér undan, af því að hún skammaðist sín fyrir mig. Og orð konunnar voru mér ó- skiljanleg. Að ég skyldi heita Barrymore, en bræður minir Rob in og Leonard Thomas. Og ég sjálf var Diana Blythe. Þetta var svei mér óskiljanlegt. Eg fór að eiga ýmsa vöku- drauma í sambandi við föður minn. Hann varð að einhverri skuggaveru, hálfur guð, hálfur maður. Einn dag rakst ég á bók, sem fóstra hafði falið. Hún hét „Játningar leikara", eftir John Barrymore. Eg opnaði hana og sá fremst mynd af fallegum manni, sem hélt á litlu barni í skírnar- kjól í fangi sér. Mér datt í hug, að þetta væri rétt eins og Jesús með lambið. Undir því stóð — og ég gat aðeins stafað mig fram úr því: John Barrymore með dótt ur sína. Eg hljóp til fóstru með bókina. — Heyrðu, fóstra, er þetta pabbi og ég? Hún leit á bókina, tók hana af mér og kyssti mig, og ég varð hissa þegar ég sá, að henni vökn aði um augu. — Já, elskan, það er það. Og svo notabi hún þessa ófullnægjandi setningu, sem mamma hafði verið með: — Þú hittir hann fyrr eða síðar. Ekki gat ég vitað þá, að pabbi var ástfanginn af nýrri kvik- myndastjörnu, Dolores Costello, sem hafði leikið í síðustu mynd- inni hans, Sjóskrímsiinu. Heldur ekki það, að mamma var nýbúin að sækja um lögskilnað við hann, rétt áður en hún kom, til þess að fara með :nig heim. Ein hlýja endurminningin, sem ég á frá bernsku minni er í sam- bandi við heimsóknir mínar til afa og ömmu í Newport. Tibi amma, Charles afi bjuggu alltaf í sama fornlega húsinu, þar sem mamma fæddist. Þau elskuðu mig út af lífinu og í þeirra vit- und gat ég ekki gert neitt rangt. Á hverjum morgni vaknaði ég glöð og ánægð í heljarstórri him insæng, og flýtti mér þá inn til ömmu, til þess að lesa bænirnar mínar og borða morgunverð með henni. Hún var gildvaxin, móður- leg kona með grátt hár, sem var sett hátt upp á höfuðið, og með yndislegt blíðlegt bros. Hún sat upprétt, í ljósrauðum greiðslu- slopp og umgirt fjöldanum öllum af koddum, en rúmgaflinn var skreyttur fallegu rósaverki. í rödd hennar mátti aðeins merkja aðkenningu af Vínar-uppsldinu. Eg kraup við rúmstokkinn hjá ’henni og hafði upp eftir henni: — Faðir vor . . . Svo kom morgun maturinn á silfurbakka. Eg horfði eins og bergnumin á þegar amma tók við bakkanum og hélt honum að gilda brjóstinu. Og þar hvíldi hann, eins og hann ætlaði að detta, en samt vissi ég, að honum var alveg óhætt, og á honum voru allskonar ijúffengar krásir. Eg var alveg á glóðum um bakkann, en aldrei datt hann. Svo, undir kvöld, kom afi heim, eftir að hafa dokað dálítið við í klúbbnum sínum, þar sem flest ir meðlimirnir virtust vera frænd ur hans; nöfn eins og Uelrich, Havemeyer, May eða Tiffany. Afi var hávaxinn, rjóður, bláeygur, velbúinn, með hornflibba, perlu nál í gráa hálsbindir.u, grátein- óttum fötum og gullkeðju yfir þvert vestið. Hann var áberandi maður og viljasterkur mjög. Hann hafði alveg aftekið að vera viðstaddur þegar mamma giftist pabba, og talaði ekki við hana í marga mánuði á eftir. Hvert kvöld, þegar máltíðinni var lok ið, var hann vanur að leiða mig fram hjá vínskápnum með fal- legu glösunum með fangamark- inu á og safninu hennar ömmu af Meissen-postulíni, og inn í lestrarherbergið sitt. Þar sat ég svo í kjöltu hans, fyrir framan arininn, og hlustaði hálfdreym- andi á söguna um músina með einglyrnið, sem hét McPherson ofursti. Þegar svo háttatími kom, heyrðist braka í skónum hennar ömmu, og hún kom inn og fór með mig upp. Eg kraup á kné og las bænirnar mínar, bað guð að blessa þau öll — mömmu í París, pabba í þessari dularfullu Holly- wood, og Rob.'n og Leonard í St. Pálsskólanum. þar sem afi hafði líka verið, foiv.um daga. Loks bað ég guð að láta mig vera góða stúlku og svo sofnaði ég. Hjá Tibi ömmu hitti ég fleiri af Oelrichættinni — svo sem bræður ömmu, Harry Oelrichs, sem lofaði mér að leika mér að konjakspelanum sínum, sem gutl aði svo skemmtilega í, og Charles frænda, en dóttir hans, Marjorie frænka mín giftist seinna hljóm- sveitarstjóra og dó af barnsför um á sorglegan hátt. Hjá ömmu hafði ég það á vitundinni, að ég ætti skyldfólk — en hvergi ann arsstaðar. Hefði ekki verið meðvitundin um ást afa og ömmu á mér, hefði ég aldrei gerzt svo djörf að gera það, sem ég gerði einu sinni í jólavikunni. Allan þann dag sat ég frammi við dyr og horfði á fallegu stúlkurnar ganga fram hjá, rétt eins og lifandi jólakort í hárauðum flaueliskápum sínum og með handstúkur úr loðskinni, og falleg bönd í hárinu. Eg gat ekki um annað hugsað en Ijóta ennistoppinn minn. Tibi amma sat í stólnum sínum í sólbyrginu, en afi var í klúbbnum. Eg lædd- ist upp á loft, náði í skærin I saumapoka ömmu, flýtti mér nið ur aftur, stóð fyrir framan stóra spegilinn og skellti af mér ennis toppinn, þvert yfir ennið. Eg hélt á toppnum í hendinni. Hvar átti ég að fela hann? Eg kom auga á jólatréð, sem þegar var búið að skreyta með marg- litum bjöllum og flaksandi engla hári. Eg var rétt að lauma toppn um undir englahárið þegar ég heyrði brakið í skónum hennar ömmu. Eg faldi mig bak við tréð. — Ertu þarna, Gúgí? sagði amma. Þetta var uppáhalds gælu nafnið hennar á mér. Eg þorði ekki að svara. Kann- ski færi hún út aftur. En það varð nú ekki og ég varð að koma fram úr fylgsninu mínu. Hún leit á mig með skelfingar svip. — Hvað í ósköpunum hef urðu gert af ennistoppnum þín- um, barn? Eg fór að orga og gekk til hennar. — Ó, amma, ég klippti hann af. Mér fannst hann svo andstyggilegur. Hún beygði sig niður og greip mig í fang sér. — Aumingja Gúgí litla, það hefð- irðu ekki átt að gera. Og svo, þeg ar ég var að reyna að stöðva grátinn: — Jaeja, jæja, mamma kemur ekki frá Eyrópu fyrr en eftir mánuð, og hann vex aftur á meðan. Eg leit hana, dauðskelfd. — , Þú segir henni ekki frá þessu, amma? Amma hristi höfuðið. Nei, við skulum hafa þetta fyrir leyndar mál, við tvær og svo afi. Eg rétti fram hnefafylli af hári. Hvað átti ég að gera við það? Hún spurði, hvar hitt væri, og ég sagði, að það væri unáir engla hárinu. Hún leit á mig. — Hversvegna gerðirðu það? Eg svaraði feimnislega: — Af því að ég vissi, að ég hafði verið vond og hárið á mér myndi vera djöflahár. Amma sagði ekki neitt strax, en þegar hún svaraði var röddin mild. — Við skulum koma í leik, væna mín, og sjá hvor okkar get ur orðið fyrri til að ná því af trénu. Og svo þegar við vorum búnar, fór hún með mig fram í eldhús og gaf mér bolla af heitri mjólk, með teskeið af kaffi út í, og þeyttan rjóma ofan á. Þetta kvöld sagði afi mér kvöldsöguna mína eins og venju lega, við arineldinn, en þegar amma kom til að sækja mig, stóð hann líka upp, og svo komu þau bæði upp í svefnherbergið með mér. Tibi amma hjálpaði mér að hátta, lét mig lesa bæn- irnar minar og breiddi ofan á mig. Eg hjúfraði mig í koddann. Svo leit ég upp, mínútu seinna. Afi og amma stóðu þarna bæði og horfðu niður á mig. Allt í einu beygði amma sig niður að mér. — Þú ert svo falleg, Gúgí, sagði hún og kyssti mig. — Sofðu vel, elskan. Eg fann til hlýju um allan lík- amann, og ég held ég hafi verið sofnuð, fullkomlega ánægð, áður en þau fóru út frá mér. Mér þótti svo gott að vera þarna, að ég gat varla beðið eftir því að mér væri komið þar fyrir. — Er mamma að fara að heiman? spurði ég fóstru mína, ef eitthvað mikið var um að vera heima. Því að ef mamrna væri að fara, gat það orðið til þess, að ég fengi að fara til Newport. — Hún er að fara í fyrirlestrarferð, en hún verður ekki lengi burtu, svaraði fóstra venjulega. En einu sinni brá þó út aí þessu, og þá sagði hún: — Mamma er að æfa nýtt leikrit. Kannski get ég farið með þig að horfa á hana. Einn dag síðdegis, í snjókomu, rættist þessi von mín. Fóstra dúð aði mig upp og við fórum í leik- húsið. Hún sagði mér, að mamma væri í leikriti, sem héti Arnar- unginn og væri um einhvern mik inn franskan kóng, sem hét Napó leon. Eg sat svo í stúku og var agndofa yfir öllu skrautinu kring um mig. Þá sá ég, að mamma kom inn á sviðið, og var alls ekki eins og mamma — sem var venju lega í síðum kjól eða kvöldkjól t ú á T'M GOING OUT IN THE MIDDLE OF THE LAKE, MR. TRAIL, AND IF YOU DON'T MIND, I'LL GOALONE/ , r CERTAINLY MI6S BLAKELY.. j ONLY ONE SUGGESTION... DON'T 4 GET TOO NEAR CURTAIN FALLS ...THAT'S WHERE BEAVER LAKE SPILLS INTO WOLF LAKE, AND THERE'S a lot of pull there / I'M PERFECTLY ^ CAPABLE OF TAKING CARE OF MYSELF, MR. TRAIL... AND r DON'T NEED SUGGESTIONS ABOUT MY SAFETY... PLEASE / Ég er að fara út á mitt /atn, Markús, og ef yður er sama æt.'a ég ein! — Sjálfsagt, ungfrú Blakely. Ég vil aðeins ráðleggja yður að fara ekki of nálægt tjaldfossum. Þar rennur Bifurvatn út í Úlfs- vatn og straumurinn er mjög harður! — Ég er alveg fær um að hugsa um sjálfa mig, herra Trail, og þarf enga tilsögn varð- andi öryggi mitt, ef þér vilduð gjöra svo vel! — því að hún var þarna ungur strákur! — Þetta er mamma, glopraðist út úr mér, tn fóstra sussaði jafn hraðan á mig, en andlit sneru sér við og horfðu á mig. Eg glápti á mömmu eins og eitthvert undur veraldar. Hún var í strákafötum, hvítum jakka með rauðum kraga, hvitum buxum og hnéháum gljá leðurstigvélum. Eg þekkti ekki annað en röddina, og það, hvern ig hún hnykkti til höfðinu, og ég var vonsvikin og leið. í einu atriðinu varð hún allt i einu bálvond. Hún greip kerta- stjaka og fleygð ihonum í spegil, svo að hann brotnaði með miklu glamri, Eg varð ógur'ega skelfd. Þetta var áreiðanlega mamma. En svo, rétt áður en tjaldið féll, hneig hún niður á gólfið, og lá þar hreyfingarlaus. Eg varð dauð hrædd og æpti út í dauðaþögnina í salnum. — 0, mamma er dauð! ailltvarpiö Miðvikudagur 9. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT og tilkynnlngar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,A flótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhannes- son; VI. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Anna Karen>« ína“, skáldsaga eftir Leo Tolstoj; Oldfield Box færði í leikritsform fyrir útvarp: II. kafli. Þýðandi: Aslaug Arnadóttir. — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Ævar Kvaran, Valdimar Lárusson, Her dís Þorvaldsdóttir, Jónas Jónas- son, Jón Sigurbjörnsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Arndís Björnsdóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Rúrik Haraldsson, Harald ur Björnsson, Rósa Sigurðardótt ir o. fl. 20.30 Tónleikar: Drengjakórinn í Reg- ensburg syngur þýzk þjóðlög. 20.55 Vettvangur raunvísindanna: Bar áttan við gerlana. — (Örnólfur Thorlacius fil. kand. ræðir við dr. Sigurð Pétursson gerlafræð- ing). 21.10 Tónleikar; Fyrsti píanókvartett- inn leikur: a) Menúett eftir Boccherini. b) ,,Brasilieiras“ eftir Milhaud. c) Dans úr ,,Hnotubrjótnum“ eft- ir Tjaíkovskí. d) Polki eftir Smetana. e) ,,La Campanella“ eftir Liszt. 21.30 Utvarpssagan: ..Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; VII. (Ragnheiður Hafstein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævi- sögu Jónasar Jónssonar bónda Hrauni í Oxnadal .eftir Guðm, L. Friðfinnsson; III. (Höf. les)r 22.30 Djassþáttur 1 umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 10. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttuf (Guðrún Erlendsdóttir). 14.40 „Við sem heima sitjum“ (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um timann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Við orgelið** — Dr .Páll ísólfs- son leikur verk gamalla meist- ara og skýrir þau; I. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; III. (André* Björnsson). b) Upplestur úr verkum Theó* dóru Thoroddsen: Sveitaveizl- ur o. fl. (Ölöf Nordal). c) M.A.-kvartettinn syngur. d) Hallgrímur Jónasson kennarl flytur ferðaþátt: — Þoka á Sprengisandi. 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Frú McWilliams og eldingin", gamansaga «ftir Mark Twain, þýdd af Páli Skúlasyni (Rúrik Haraldsson leikari). 22.30 Kammertónleikar: Sónata fyrir knéfiðlu og píanó eftir Rakh- maninoff (Shafran ©g Flier leika). 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.