Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. nóv. 1960 MORGVWBLAÐ1Ð 13 — Gunnar Sigur&sson Framh. af bls. 6. læknar reyna að láta meðul til að flýta fyrir bata gripanna, en mjög virðist mér að menn séu á einu máli um bað, að lítt hafi það stoðað hér að þessu sinni. Veikin læðist enn hér um. en fer eitthvað hægara yfir síðan ikýr voru bundnar inn. Ekki er hún heldur allsstaðar jafn heift. ug, en þó alls staðar hinn versti vágestur og til fjártjóns fyrir gripaeigendur. Ekki er það ein- göngu vegna tilvistar þessarar veiki, sem menn komast ekki hjá því að hugleiða það hversu stutt dýralæknavíst idin ru komin, því árlega fjölgur alla vega kvillum, sem herja bústofn bænda og undir algerri slembi- lukku er komið hvort nokkuð er hægt að lækna þennan eða hinn kvillann. Það er því sann- arlega íhugunarefni allra þeirra, er skepnur hafa undir sinni um sjá, ' í fyrsta lagi, hvers venga aukast svo sjúkdómar graspen- ings. og í öðru lagi, hver er tækn in til að fyrirbyggja sjúkdóm- ana eða lækna þá? Auðvitað varð ar hér mestu svo sem í mögru öðru, að farsælast er að íinna orsök vandans og þá fremur von um að úr yrði bætt, ef menn kæmust lengra í að vita um upp hafið en nú er. Væri ekki hægt í þessum efnum að beita meir er. gert er starfi Atvinnu- cVildar Háskólans í því að tá henni það verkefni að grafast fyrir um orsakir um aukna veiiu f búpeningnum? Spyr sá, sem ekki veit. Hitt ber jafnframt að hafa í huga að slíkt starf þyrfti að vera þannig raunhæft að séð væri örugglega um að rannsókn- ir þær, er fram færu, yrðu skýrð ar fyrir viðkomandi og þ’au ráð gefin er teldust til bóta, en ekki yrði látið það eitt nægja að taka við rannsóknarefni en síðan væri þögnin og aðgerðaleysið látið geyma niðurstöður. • Geitfé í Flóann. Það bar til tíðinda hér fvrir stuttu síðan að fluttar voru hing að norðan frá Húsavík þrjár geit ur og einn hafur Eigandi þess- ara sjaldséðu gripa hér, er Mark úr Þorkelsson bóndi í Gerðum. Hann keypti fyrir milligöngu Gisla Kristjánssonar, ritstjóra, geitumar á Husavík, en þær voru fluttar ásamt fleiri geitum. er fóru hingað á Suðurland. Kaup verð þeirra var 300 kr. st. Ekki þekki ég arðsemi geitanna, en vafalaust er að fólk, sem yndi ★ í síðustu grein var að þvi vikið, hve fróðlegt gæti ver- ið að gera sér einhverja grem fyrir vináttu hinna raunveru- legu haglenda eða beitarlanda sauðfjárins. En jafnframt er fróðlegt að gera sér emhverja grein fyrir, hve mikla beit gróður þeirra mundi þola án þess, að um misnotkun eða BJarni HeBgason Haglendi sauöfjárins eyðileggingu yrði að ræða. En þetta er ekki aðeins fróðlegt, heldur og mjög nauðsynlegt, því að' þannig myndum við fá. hugmynd um, hve mikið, hvenær og hvernig nota skuli beitarlöndin, svo að þau gefi eftirtekju í hlutfalli við raun- verulegt beitarþol og frjó- semi. Við mundum fá hug- mynd um hvort hægt væri að fjölga sauðfé með viðunandi holdafari, hvort hægt væri að afla meiri tekna án þess, að til tjóns yrði fyrir pá. sem á eftir koma. Haglendi, eða einhver til- tekinn afréttur getur verið víðáttuniikill eða lítill eftir atvikum, en ekki er þar með sagt, að allt sé það gagnlegt sem beitiland. Því fer víðs- fjarri. Það er vitað mál og raunar augljóst, hverjum sem á leið um, að sauðféð dreifir sér alls ekki jafnt um landið, jafnvel ekki þótt á tiltölulega samfelldu gróðursvæði sé og kallað væri „sæmilegt“ eða „gott“ haglendi. Það er najóg ótrúlegt, að áauðfé vilji éta, hvað sem er, nema um algeran sult sé að ræða. Að vísu eru engar innlendar athuganir til á því sviði frekar en á svo mörgu öðru, svo að við verðum að treysta á athyglisgáfu fróð- leiksmanna, er fengizt hafa við fjármennsku. Theódór Gunn laugsson skrifaði mjög fróð- lega og athyglisverða grein um þetta efm í „Frey“ á sið- astliðnu sumri þar sem naun greinir frá því, sem honum hefur helzt virzt, að féð sæk- ist eftir. Virðist honum auð. sætt, að fé yfirleitt líti ekki við mörgum juftum, t. d. forð ist þær þursaskeggið, sem stundum er samt aðaljurtin á óræktarmóum og harðbala- flesjum. En i Flóru Islands er þó talið, að þursaskegg sé „góð beitijurt bæði sumar og vetur fyrir sauðfé og hesta“. En fleira fróðlegt er að finna í þessari ágætu greúi, svo sem að kindur líti ekki við fjalldrapa fremur en skógviði (birki), á hvaða tíma árs sem er. Hins vegar geta þær verið svo sólgnar í einirunna, að í hart lendir milli þeirra. Loks er tekið fram, að þessar athug- anir eigi við fé, sem er í sæmilegum holdum en ekki soltið. Nokkrar athugann- á Mos- fellsheiði 4 síðastliðnu sumri sýndu, að gróðurhulan þar er tiltölulega samfelld, ef allur mosi er talinn með, þótt stór- grýtt sé hún víða. einkum að sunnan og vestan, en moldar börð og uppblástursflög á- berandi austan til. Þarna eru sem sé hin greinilegustu merki árauga og aldalangrar misnotkunar, svo að ekki verð ur um villzt. Það kom í ljós, að aðeins á þremur stöðum á heiðinni allri fyrirfannst sæmilegur grasgróður, að vísu geysilega blandaður grámosa. Þesúr staðir eru fyrst og fremst skammt frá Kolviðarhóli, rétt utan við Sandskeiðið og loks inni á miðri heiðinni í nánd við sæluhúsið. sem einu sinni var. Þá kom í ljós, að næst- Þótt víðáttan sé mikil, getur haglendið verið takmarkað. Margir melarnir og holtin voru áður góð beitiönd, þótt nú sé þar minna að hafa, en þetta er haegt að bæta á ný með tækni nútímans. Myndin er úr Landssveit. um allt sauðfé, sem á heið- inni var, hélt sig á þessum þremur grasflákum, en í lyng brekkunum vestan til á heið- inni og á sjálfri mosþemb- unni, sem er iangvíðáttumest, var áðeins sárafátt fé. — En þegar haustar og allur þurr- lendisgróður er löngu söln- aður, leitar eitthvert slangur af fé af heiðinnj að votlend- inu, sem er víða meðfram veginum frá Reykiavík til Þingvalla. Hvers vegna var nú féð ekki dreifðara en raun var á’ Því ér erfitt að svara með vissu, enn sem komið er. Óneitanlega bendir þetta þó til, að stór hluti heiðarinnar, jafnvel stærsti hlutinn, sé lítils virði að mati sauðfjár- ins sem haglendi, að öðrum kosti mundi féð varla ein- skorða sig við þrjá takmark- aða bletti. En svona er þetta, þótt víðáttan sé mikil, geta hin raunverulegu haglendi verið lítil. Þess vegna má ekki einblína á víðáttuna, heldur verður líka að líta á gæði þess lands sem nota skal. Hið fyrra er hjarðmenska, en hitt má kalla fyrsta stigið í nú- tímaræktun, — framfaraspor. hefur af skepnum, hefur gaman hafa spilakeppni í samstarfi við af að umgangast þær. Félagsmál. Barnaskóli Gaulverja var settur 3. okt. sl. I skólanum eru í vetur alls 32 börn og er þeim skipt í eldri og yngri deild. Eru 18 börn í yngri deild en 14 í eldri. Kennt er sinn hvorn dag í deildunum og er börnunum ekið fram og til baka. Skóla- stjóri er Þórður Gíslason. , ... , , , | mennafelaganna og hafa það Ungmennafélagið heldur uppi ætíð verið hinar beztu samkom- nokkurri starfsemi, þó sífellt' Ur. Almenna félagsfundi heldur virðist erfiðara fyrir það að ungmennafélagið alltaf öðru vinna að málum sínum sökum hvoru og þó að þeir séu að sjálf fólksfæðar yfir veturinn. Það sögðu misjafnlega vel sóttir, eru hefur þó efnt til á nýbyrjuðum þeir þó undirstaða þess að fé- vetri, samkomu, þar sem fólkið lagarnir komizt í snertingu við i sveitinni og næsta nágrenni það, sem á prjónunum er haft hreppi hefur komið saman og hverju sinni. Ef maður svo skemmt sér við spil. Er í ráði að skyggnjpt út fyrir eigin sveit um Uhngmennafél. í Villingaholts- hreppi og verður að þeirri keppni lokinni veitt verðlaun þeim sem bezt standa sig í þeim leik. Síðar á vetrinum er svo ráð- gert tómstundakvöld, en þann þátt í starfi sínu tók félagið upp á sl. vetri og mæltist vel fyrxr. Oft hefur félagið á liðnum vetr- um eflt kynni milli ungmenna- félaga með því að bjóða til sín eina kveldstund einhverju ung- Magnea V. ^uðjónsdóttir Kvebja trá börnum Fædd 6. okt. 1903, dáin 2. nóv í hjarta mínu hljómar heilagt Ijób, sem helgast þér um eilífö móöir gób. Er blítt mig svœfðir við þitt vöggulaa og vafðir kærleiksörmum nótt og dag. Ó, móöurást, ó, móöurgleði og hryggö, ég mœlt ei get né vegiö þtna tryggð. Þú gafst mér lífið, gafst mér sjálfa þig og geymdir allt það besta fyrir mig. Ó, móðurhjarta tryggt í bæn og trú, svo tállaust Guðs um eilífö bœrist þú. Við góða móður mæla Drottinn skalt. Ó, mamma mín, ég þakka — þákka állt. K. Ó. félagslíf í sýslunni, ber mest á fundahöldum Framsóknarmanna sem varla verður sagt að linni á fundahöldum og sínu trúboða starfi. -Það er beldur ekki að undra, því varla reka þeir óheið arlega stjórnarandstöðui!! En látum það vera; framund- an er vetur konungur, sem eng- inn okkar veit á þessari stundu hvort verða muni mildur og var færinn gagnvart okkur eða að hann beiti þrælatökum. sem við stynjum undan. Hvort heldur verður, er hitt vist, að við höf- um við þessi árstíðaskipti óvenju margt að þakka fyrir það góða, sem liðið er. Vafalaust er það gott nasti í fei'ðina móti því ókomna. Seljatungu 4. nóv. 1960. — Sjómannaheimili Framh'. af bls. 11. um um stuðning við rekstur sem þennan, minnsta kosti meðan ver ið væri að yfirstíga byrjunar- örðugleikana. Þessi samtök eru öll auðug af því sem mest er um vert í þessu sambandi, en það er fórnfýsi og dugnaður. Að síðustu þetta. Það skiptir ekki mestu máli hve fljótt svona máli er hrundið í framkvæmd. Aðalatriðið er að hornsteinn sé traustur og eigi á sandi byggt. Þá mun Sjómannaheimili Reykja víkur verða byggendum sínum veglegur bautasteinn. — Skógarnir Framh. af bls. 8 manns og við flugfélag mitt vinna þar að auki 100 manns. Þetta verkstæði er nú hið full- komnasta í Noregi. Það sést bezt á því, að norski flugherinn hefur farið fram á tæknileg ráð hjá okkur vegna þess, að hann er að endurbæta sína aðstöðu á þessu sviði. — Annars hefur mitt verk- stæði annazt viðhald fjölda flug- véla norska hersins svo og Loft leiðavéla og fjölda annarra. Við munum sjá um Loftleiðavélarn- ar framvegis — um óákveðinn tíma. — Ég hef á undanförnum árum kappkostað að efla flugvélaflota minn, á nú allmargar vélar, DC- 3, DC-4 ,Flying Boxcar og Fokk er Friendship og nú er ég að fá eina DC-6 frá Bandaríkjun- um. Flugfélag mitt flýgur á sex flugleiðum í Noregi, en auk þess förum við leiguferðir um allan heim. DC-6 vélina ætla ég að nota í ferðir til Austurlanda. — Ég fer. rólega í sakirnar miðað við stóru flugfélögin. Sam keppnin er orðin svo hörð, að það er ekki nóg að kaupa flug- vélarnar. Vandamál flugfélag- anna eru nú miklu fremur stjórn málalegs eðlis en tæknileg. Fyrst er að tryggja flutningana, þá finna menn alltaf einhver ráð til að ná sér í flugvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.