Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNitLAÐIÐ Miðvikudagur 9. nóv. 1960 Mikil afvinna í Hornafirði inn vera að aukast í SkaftafeTis- fjöllum. Þar sáust meðai annars nokkuð á annað hundrað dýr í einum hóp. Kartöfluuppskera. Ekki er fyllilega hægt að segja hvað kartöfluppskeran er mikil, en trúlega er hún í kringum 16 þúsund tunnur og þó líklega meiri. Sumsstaðar var uppsker- an allt upp í tuttugföld. Róðrar hefjast. Að úthallandi sláturtíð hófil 5 heimabátarnir hér róðra og hafa gæftir verið góðar í þessari góðu tíð, en ekki hafa útgerð- armenn verið ánægðir með afl- ann, telja hann lítinn ,en hann hefur verið frá 4—7 tonnum í róðri. Óhætt er að segja að al- gengast hafi hann verið 5—6 tonn. Brúarsmíði. Lokið er nú að smíða brú á hina illfæru Fjarðará í Lóni. Ver það Þorvaldur Guðjónsson brú- arsmiður, sem sá um byggingu. Síðan var hann við viðgerð á svo svokallaðri Melabryggju, en við hana eru afgreiddir allir flug vélafutningar eg eins mikill vöruflutningur um Mýrar og Suðursveit meðan brúin á Hornafj arðarf 1 j ót kemst ekki í not, sem væníanlega verður snemma á næsta sumri. Framkvæmdir. Ætlunin var að Þorvaldur steypti hér aðalgötuna á Höfn, en þar sem svo áliðið var, vildi hann ekki eiga neitt á hættu með slíkt, þar sem alltaf mátti vænta að frost kæmu, en gata þessi er oft afarslæm, holótt og blaut. Eins og að líkum lætur he^- ur atvinna verið mjög mikil hér í kauptúninu til þessa. Ennfremur eru Rafmagnsveit- ur ríkisins að leggja jarðkapal í þann hluta kauptúnsins, sem áður hafði loftlínu, en það er um það bil helmingur kauptúnsins, þ. e. innri hluti þess. Snjór hefur ekki sézt ennþá, ekki einu sinni í hæstu tinóum og hefur það valdið mönnum nokrum erfiðleikum með smala- mennsku, einkanlega í Skaftft- fellsfjöllum og víðar. —Gunnar. CHAMPION Elskendur í París. (Austurbæjarbíó). skrifar um: KVIKMYNDIR HAFNARBÍÓ: EKKJA HETJUNNAR ÞETTA er ný amerísk mynd tek in í litum og Cinemascope. Segir þar frá ungri konu, sem aðeins hafði verið gift í fáar vikur er maður hennar var sendur til Kóreu. Þremur árum síðar berst henni tilkynning um dauða bans. Síðan hefur hún búið hjá tengda- foreldrum sínum, sem eru vel efn um búin. Tengdafaðirinn Harley er ágætur maður en Virgily kona hans drambsöm úr hófi. Hún dáir mjög minningu sonar sins, en hatar tengdadóttur sína þó að hún láti ekki á því bera á yfirborðinu. Virgily fær þá hug- mynd að reisa sjúkrahús til minn ingar um Donald son sinn og faðir Harleys, ríkur og ófyrir- leitinn stjórnmálamaður styður eindregið þessa hugmynd, því að hann og Virgily reyndar líka, eygja þann möguleika að þau geti náð í æðstu hetjuverðlaun landsins Donald til handa. En til þess vantar meðmæli Pike Yarv elss, flugstjóra, sem var með Donald er hann lét lífið. Christ- ine, ekkja Donalas býður Pike að koma til hátíðarhaldanna þegar hjúkrahúsið verður vígt. Harm kemur, en verður þess brátt áskynja að honum er ætlað að gefa vottorð um hetjuskap Donalds, enda er honum jafnvei boðið mikið fé til þess. En Pike er heiðarlegur maður og einarð- ur. Hann neitar af vissum ástæð- um að votta hetjuskap Donalds og fer á brott. En sá er hængur á að ástir hafa tekizt með hon- um og Christine. Verða nú mikil átök milli hans og Christine annars vegar og Virgily hins veg ar, er lýkur með því, að Virgily verður harmi lostinn, er hún heyrir allan sannleikann um son sinn — og fellur grátandi í faðm eiginmanns síns. Þetta er mjög efnismikil mynd og áhrifarík, enda ágætlega leik- in. Fara þau June Allyson og Jeff Chandler með hlutverk Christine óg Pikes, en hin heill- andi unga leikkona Sandra Dee leikur systur Donalds. AUSTURBÆJARBÍÓ: ELSKENDUR í PARÍS ÞESSI þýzka mynd, sem tekin er í litum, er gerð eftir skáld- sögunni „Mon p’ti“ eftir Gabor von Vaszani. Myndin gerist i París og segir frá ástum ungrar fallegrar stúlku Anne-Claire og Mon p’ti, sem er ungverskur teiknari, en þetta skrítna nafn gaf Anne-Claire honum þegar þau hittust fyrst. Anne-Claire, sem haldin er sterkri óskhyggju, á erfitt með að halda sig að sann leikanum um einkalíf sitt og hef- ur því talið Mon p’ti trú um ótal margt, sem ekki á sér stoð í veruleikanum. Þetta veldur þeim báðum meiri óhamingju en hana grunar og verður að lokum til þess að samvistum þeirra lýk- ur með hörmulegum hætti. Mynd þessi er ekki margbrot- in að efni til, að mestu leyti heillandi lýsing á ástarlífi sak- lausra og góðra unglinga. Því er þessi mynd einkar aðlaðandi og skemmtileg þrátt fyrir allt, enda aðalhlutverkin ágætlega leikin af Romy Schneider og Horst Buch- holz. JKristmann Guðmundsson skrifar unr TRÚNAÐARMÁL eftir Friðjón Stefánsson. Útgefandi: ísafoldarprent. smiðja. FRIÐJÓN 'Stefánsson hefur get- ið sér allgott orð fyrir smásögur sínar og hafa sumar þeirra ver- ið þýddar á önnur mál. Að þessu sinni birtir hann þrettán sögur í snoturri útgáfu. „Trúnaðarmál" heitir fyrsta sagan. Hún er vel sögð og skemmtileg aflestrar, en lítið skáldverk, boðun hennar hvorki frumleg né merkileg og endirinn reyfaralegur. Þess háttar hlutir geta svo sem gerzt í lífinu sjálfu, en alls ekki í skáldskap — ntma því aðeins að þeir séu miklu betur undirbunir en hér er. Alvarlegri og betur heppnuð tilraun til heimspekilegrar sögu gerðar er „í ljósaskiptunum‘, sem fjallar um mann, er íramið hefur sjálfsmorð, — „í morgun loksins, undir Ijósaskiptin, kom ég því í verk að skjóta mig“. Þó eru einnig hér hálfgerð velt- lingatök á efninu, sem vissulega er forvitnilegt. Smellin og læsileg er „Astar- saga eftir pöntun“. Þar er frum- lega farið með ófrumlegt efni, sem sé ást og giftingar. Gamalt ævintýri um klókindi Konu er fléttað inn í kaldranalega ástar sögu: efnið er tekið föstum og listrænum tökum. „Klara“ er verulega snjöil smásaga, þar sem óskhyggjan er tekin til meðferðar á sálfræði- legan hátt. Þetta er ein af beztu sögum Friðjóns, vel unnin og hófsamlega. „Við hvítu þilin‘“ er sorgar- saga, sem hefði mátt vera bet- ur gerð, því að efnið er ágætt. Hemingway hefur tekið það til meistaralegrar meðferðar í „Sólin rennur upp“. En það verður að segjast, að sagan er snotur; höf. tekur létt á efninu, Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Sími: 14934. gizkað á, að pilturinn ungi, sem mætti grannvöxnu stúlkunni við fossinn sé heldur ekki leng. ur áá sami. Snotur saga. „Svarað í sima“ er tilraun til a£( skýra sálarlíf okrara, og þótt mig gruni, að efnið sé ekki ’æmt, þá er þetta laglega gert og all- trúverðugi. — Næsta saga heit- ir „Á leið í næturklúbb" og fjallar um liðhlaupa, en ég firin ekki í henni púðrið. Efnið er gott, en meðferðin laus í reip- um. — Heldur losaraleg er einn. ig sagan „Kveðjur" og efnismeð- ferðin lítið sannfærandi. Athyglisverð er sagan „Öræfa- búi snýr við“. þótt hún heíði mátt vera betur smíðuð. En boðun hennar á erindi til manna, er gera sér leik að því að murka lífið úr saklausum frændum okkar meðal ferfætl- inga. „Jólasnjór" er dapurleg saga úr daglega lífinu. Hún fjallar um drykkjusjúkling og sýnir, hvernig hann fellur fyrir freist- ingunni á aðfangadag jóla. Hún er vel gerð og efnismeðferðin hófsöm, en nær vel tilgangi sín- um. „Samlíking við saltfisk'* er snoturt riss án mikilla tilþrifa. En síðasta sagan, „Feimni" er ágæt, vel skrifuð og skemmtileg stúdía í þessum leiðinlega kvilla, sem margan mannian hrjáir. Þar tekst höf. verulega upp, og enda þótt bók þessi bæti litlu við vöxt hans sem rithöfundar, lokar maður henni vel sáttur við skáldið. Friðjón Stefánsson og honum tekst að skapa angur- væra stemningu. Hvernig væri núna, ef allt hefði farið öðruvísi en það för? Þess hefur vatalaust margur spurt sjálfan sig. í sögunni „Gegnum úða fossins" svarar höf. einni slíkri spurningu á skemmtilegan hátt. Þetta byrjar á björtum sumardegi við hvítan foss: „grannvaxin stúlka með rjóðar varir og spékoppa í kinn- um“, klædd í ljósan kjól og gull. in á hár. hittir ungan mann, og ævintýrið hefst. Sumar og ást, kossar við hvítan fossir.n, trú- lofun og ákvörðun um að fara að búa I höfuðborginni. Mörg- um árum seinna er maðurinn aftur kominn að þessum fossi og sér í anda endi sögunnar: stúlk- an hans með annan mann í her- berginu hjá sér, þegar hann kom suður að vitja hennar. Sársauki í sálinni, einmanaleiki og frið- laust flakk um jörðina á eftir. — En var þetta rétti endirinn? — Maðurinn vaknar upp af dag- draumum sínum við það, að flámælt, skrækróma kvenmanns rödd kallar á hann. Og þar er reyndar komin grannvaxna gull hærða stúlkan og þó talsvert breytt. Þau hafa þá gifzt, þegar allt kemur til alls, og það hefur enginn annar komið í spilið, og hann hefur ekki misst hana. Höf. getur þess, að hún hafi breyízt — en sjálfur getur lesandinn Höfn í Hornafirði, 4. nóv.: -— Slátrun sauðfjár er fyrir nokkru að mestu lokið hjá Kaupfélagi Austur-'Skaftfellinga í Horna- firði.Alls var slátrað 11694 kind- um eða um 500 færra en í fyrra. Af þessu voru 11260 dilkar, með- alvigt þeirra var 13.5 kg. en vár i fyrra 12,84. Þessi fjártala er það sem lagt er inn en auk þess er slátrað um 700 kindum sem teknar voru heim, í sláturhúsinú, og hjá Einari Eiríkssyni, kaup- manni, er slátrað um 1000 kind- um, svo heildarslátrun á Hófn er 13.400 kindur. I Mesta meðalvigt hafði E’ijjs Jónsson Rauðabergi. Lagði hann inn 91 dilk þar af voru 70 tví- lembingar meðalv. 15.5 kgr., én hann hafði alið lömbin á fóður- káli um mánaðartíma. Þyngstah dilk í sláturhúsi átti Benedikt Egilsson. Þórisdal 28,5 kg. Sérstaka athygli vakti meðal vigt Guðmundar Jónssonar, Borg arhöfn, en hans dilkar voru 14,5 að meðalvigt, en í Borgarhöfn hagar þannig til að þar eru sum- arhagar mjög litlir eða nær ekk- ert afréttarland, en 6 bændur. Talsvert hefur orðið vart við útigöngufé. Er það að sjálfsögðu mest í Skaftafellsfjöllum, en þar sem ennþá er ekki nærri smalað þar til fullnustu, er ekki ennþa vitað, hversu margt kann að koma fram. Vitað er um tvær veturgamlar ær, sem sést hafa báðar með mjög fallegum lömb- um o. fl. Hreindýr. Mikið virðist hreindýrasiofn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.