Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. nóv. 1960 Syngja á Röðli sem á 2 ára afmœli Gunnar Sigurðsson i Seljatungu skrifar um hagstæða veðráttu,, slátrun, kúa-kóleru, félagsmál o.fl. VEITINGAHÚSIÐ Röðull hefur fengið góða skemmtikrafta. Það eru þau Chas McDevitt og Shirl- ey Douglas, sem munu skemmta þar á kvöldin í þrjár næstu vik- ur. Chas McDevitt er skozkur, eins og nafnið ber með sér, en á fnan'ska móður, og Shirley kona hans er írsk. Blaðamönnum gafst í gær kost ur á að hitta þau hjónin. Þau komu á mánudag og byrjuðu strax sama kvöld að syngja á Röðli. Hann leikur á guitar og hún á bassa-guitar og hafa þau alls konar lög á skemmtiskrá sinni, dægurlög, þjóðlög í eigin útsetningu, rock-n-roll lög o. s. frv. og velja söngskrána eftir því hvers konar áheyrendur þau haf-a. Eftir undirtektum áheyr- enda fyrsta kvöldið, kváðust þau helzt mundu syngja hér rólega söngva og svo Ijúka skemmtiat- riði sínu með einhverju sem á- heyrendur gætu tekið þátt í, annað hvort með klappi eða söng. Einhver benti þeim á að þetta hefði verið mánudagskvöld og ekki væri að vita nema rok-n- roU yrði vinsælla á laugardags- kvöldi. Létu þau blaðamennina þá heyra að ekki'stæði á þeim, ef áheyrendur vildu eitthvað líf- legra. Þau hjónin hafa komið fram i kvikmyndum (The Tommy Steele Story), í sjónvarpi og út- varpi, sungið á hljómplötur, haft söngskemmtanir, skemmt á alls konar skemmtistöðum í Englandi og farið í hljómleikaferðir. Nú eru þau að undirbúa hljómplötu með söngvum frá ýmsum lönd- um og sögðust hafa gaman af því að geta bætt íslenzku lagi þar við, ef þau fyndu eittþvað sem hentaði. Þau eiga kaffihús í Soho í London, þar sem unglingar venja komur sínar. Einnig hefur Shirley gefið út kennslubók í guitarleik. Veitingahúsið Röðul] á tveggja ára afmæli um þessar mundir. Helga Marteinsdóttir keypti veit ingahúsið í júlímánuði árið 1959 og hefur rekið það síðan. Nýlega hafa verið gerðar ýms- ar breytingar á veitingahúsinu. Salurinn uppi er nokkuð langur og hefur borið á því að þeir sem innst sitja geti ekki séð skemmti atriðin er fram fara. Til að bæta úr því hefur innsti hluti salar- ins nú verið hækkaður upp og komið þar fyrir básum, fyrir þá sem vilja sitja í ró og næði. Einnig hefur Alaska skreytt sal- inn og anddyrið smekklega með blómum. Er salurinn hinn vist- legasti. SANNARlega er margt undar- legt á líðandi stund, eí menn renna huganum til þess eða hins sem gerist dag hvem, en fátt hygg ég að undri fólk meir hér um slóðir en hin undu'rsamiega veðrátta, er hér ríkir dag hvem. Má nú frekar en nokkru sinni vitna til þess, sem æði oft er nú gert, að eldri menn muni ekki aðra eins einmuna veðráttu, allra sízt yfir svo langan tíma, sem góða tíðin er nú búin að vera. Svo sagðist einum öldruð- um bændahöfðingja úr Rangar- vallasýslu, er ég ræddi við fvr- ir skömmu, að í þau full sext'u ár, er hann myjidi aftur í tírn- ann, min.itist hann ekki annarr- ar eins árgæsku sem nú er og frá leitt í svo langan tímá sem nú væri raun á orðin. Ekki verður sagt að við höf- um enn orðið vör við hinn ný- byrjaða vetur nema hvað alman- akið vitnar þar ótvírætt um og hitt að klukkunni hefur verið seinkað, öllum til ama meðan breytingin stendur yfir. En breytingin er að sjálfsögðu fyrst og fremst að rökkrið færist fyrr yfir á daginn og styttir að sjálf- sögðu þann tíma, sem hægt er að vinna verk úti við, sé þess kost- ur annarra hluta vegna. En þetta hringl með klukkuna er nú iík- lega eitt af því, sem á hefur kom izt í þjóðlífi voru og sennilega gengi ekki hávaðalaust að af- nema. Hér er, sökum hinnar góðu veðráttu enn hægt að vinna að öllum verkum er að kalla úti við, enda sýnist • mér að svo sé gjört hvarvetna þar sem ég þekki til. Fjölda margir bændur hafa notað hina góðu hausveðráttu m. a. til að mála bæi sína og má nú víða sjá smekklega frágengnar bygging- ar þar sem áður var grár og drungalegur steinn hið ytra. — Mörgu fleira er til aðhlynning- ar, er fasteignum manna hefur að sjálfsögðu verið sinnt á þessu langa og góða hausti, en hey- annir voru að þessu sinni fyrr úti en oftast áður hjá öilum þorra bænda. Slátrun. Lokið er slátrun sauðfjór hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi. Alls var slátrað í sláturhúsi félagsins þar á staðnum 42.588 kindum og reyndist meðalþungi dilkanna 13,3 kg. í sláturhúsi S. Ó. Ólafsson var slátrað 3600 fjár. 1 Sláturfélagi Suðurlands var einnig slátrað um 400 kúm, en sárafá hross hafa borizt tii fé- lagsins í sláturhúsið á Selfossi. Virðist sem hér í sýslu sé með minnsta móti fargað af hrossum og veit ég ekki hvort þar veldur fremur mikill heyfengur hrossa eigenda eða von um sölu á mark að er nokkur var sl sumar á allgóðu verði, ef markaðshrossin voru eitthvað tamin. Fjárheimtur mega teljast góð ar og vænleiki dilka í meðaT- lagi, nokkuð þó misjafn á bæj- um og alls ekki bezt þar sem bezt er vetrarfóður ánna. Ekki er þetta þó sagt af því að það sé mín skoðun að það nægi að fóðra ærnar laklega, heldur af því að til eru frá þessu hausti þau dæmi, er ég hér gat um þó að hin séu líka til að þar sem vel hefur verið fóðrað yfir vet- urinn, komu prýðilega væn lömb í haust. Af þessu sést þa'3, að engin leið er að kveða upp neinn ákveðinn úrskurð um það hvað helzt valdi því að dilkar eru nú ekki eins almennt vænir hjá bændum hér um slóðir og þeir voru fyrstu árin eftir að við fengum hið þingeyska fé. Kýr farast úr kóleru. Snemma í haust barst hinggð kúa-kólera, er herjaði illilega á nautgripi og hafa til þessa far- izt úr sjúkdómi þessum fimm kýr hér í sveit. Er þetta hinn íllyrm- islegasti sjúkdómur er altekur svo nautgripina að þeir ganga sér vart að mat meðan hann herjar. Mjólkurkýr missa nytma og sumar lífið svo sem raun hef- ur á orðið hér eins og að fram- an er sagt. Engin lækning virð- ist vera til, til þess að lina eða hefta útbreiðslu þessarar veiki en hún virðist mjög smitandi. Ekki ber því þó að leyna að dýra Framh. á bls. Valdimar Kristinsson skrif- ar: — Hinn 4. nóv. sl .birti ' Velvakandi bréf frá bónda í Þykkvabænum (Eyrarlandi), þar sem hann lýsir sig mjög óánægðan með, að aðalfrétta 'tími útvarpsins skuli hafa verið færður fram um 30 mín- útur. Vegna þessa missi sveita fólkið af fréttunum, þar sem mjöltum sé lokið laust fyrir kl. 20. Töluvert mun það misjafnt bæði eftir heimilum og árs- tíðum, hvenær seinni mjölt- um lýkur. óg ekki er óliklegt, að þar sem þeim hefu’- áð jafnaði verið lokið rétt fyrir kl. 20, þá hafi einmitt írétta- tími" útvarpsins verið hafður í huga, sem staðið hefur ó- breyttur í þrjátíu ár. Nú, þeg. ar honum hefur verið breytt, þurfa menn að laga sig e.ftir hinum breyttu aðstæðum. Bóndinn segir, að í sveit- inni byrji vinnudagur hjá vel flestum kl. 6 til 6,30 á hverj- um morgni. Þetta eru nú ýkj- ur, svo að ekki sé meira sagt. I héraði nokkru hefi ég haft spurnir af bæ, þar sem vinna hefst kl. 6,30 til 7 á morgn- ana, og er til þess tekið í sveit inni þar; hve fólkið á þeim bæ er árrisult. Á suma bæi í þessu héraði var í sumar, um hásláttinn, hægt að koma eftir kl. 8 án þess að nokkur væri svo mikið sem vakn- aður. Ekki er þetta sagt í þeim tilgangi að bregða bænda- stéttinni um ieti. Það er við- urkennt, að bændur vixma al- mennt mjög mikið, þó að þeir séu að sjálfsögðu misjafnir eins og annað fólk. En hitt má jafnframt b.enda á, að margur, sem í þéttbýlinu býr, yinnur engu minna en vinnu- samari hluti bænda. • Annir dagsins Bóndinn segir í bréfi sinu, að sveitafólkið fái sér kaffi sopa.um miðmorgun og aflur um miðjan dag. Á báðum þess um tímum eru lesnar frétt- ir og ættu hinir áhugasömu, að jafnaði, ekki að þurfa að missa þeirra. Um hádegisfrétt irnar, segir í bréfinu, að þær séu „oftast gieyptar eins og hálfhráar, þar sem umhugs- unin um ýmis ólokin verkefni dagsins glepji fyrir“. Skárra er það nú ástandið, — og hugsa bændur ekki stundum á kvöldin um verkefni næsta dags. Það hefur aldrei ver- ið sagt um íslenzka bændur, að þeir létu hverjum degi nægja sína þjáningu. Svo má líka benda á, að fréttirnar eru sjaldan þess eðlis, að þær gefi tilefni til að þeirra sé notið, eins og t. d. sinfóníu- tónleika eða ljóðalesturs. Enn segir i bréfinu: „Um kl. 22 (þá er síðasti frétta- tíminn) er allur þorri sveita- fólks genginn til náða, nema eitthvað sérstakt sé um að vera“. Ég læt kunnuga um að dæma um þessa fullyrð- ingu. í niðurlagi bréfs síns segir bóndinn: „Við (bændur) vilj. um ekki trúa því, að um ill- vilja einan sé að ræða“. „Það er ekki hægt að ætla, að út- varpsstjóri og útvarpsráð . , . hafi allt í einu fyllzt ein- hverri meinbægni til sveita- fólksins“. „Því síður verður því trúað...... að kokkteil- þyrstir höfuðstaðarbúar þurfi að fá fréttirnar fyrr til þess að gleðikvöld þeirra geti orð- ið lengri. Öllum þvílíkum hugmyndum hljótum við að vísa á bug“. Hér er margt gefið i skyn, en síðan hlaupið frá öllu sam- an. Um illvilja í garð sveita- fólks er það að segja, að hann mun vart finnast 1 Reykja- vík, eða öðrum bæjum hér á landi. Um hug sumra sveita- manna í garð Reykvíkinga er óvissara. Og skrif eins og þau, sem hér hefur verið vitnað til eru vissulega ekki til þess fallin að auka samhug og skilning fólks í sveit og við sjó. — Og ef vþvaðrið um „kokkteilþyrsta höðuðstaðar. búa“ á að gefa mikinn drykkjuskap i skyn, þá má benda á, að ekki hefur heyrzt að bændur drykkju minna en aðrar stéttir landsins. i^" FERDINAIMP ^^JVnægjajneðjrýja^ fréttatímann Sannleikurinn er sá, að al- mennt ríkir mikil ánægja með hinn nýja fréttatíma, kvöld- ið nýtist betur i starfi og leik og er þá gjarnan heldur fyrr gengið til náða. Ekki ætti það að vera hvað sízt mikilvægt í sveitinni, þar sem fjarlægð- ir eru miklar, að fundi’ og skemmtanir hefjist sem fyrst. Enda skemmtir sumt sveita- fólk sér dálítið, annars hefðu ekki öll félagsheimilin verið byggð. Hvað viðkemur tilliti til hinna ýmsu stétta, þá ber vissulega að taka tillit til bænda eins og annarra, en jafnframt má hafa í huga, að nú mun vart meira en 1/6 hluti þjóðarinnar lifa af land búnaði. Valdimar KrwtinMoa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.