Morgunblaðið - 10.11.1960, Síða 10
10
MORGVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 10. nóv. 1960
JMmMpstttMitMfe
Utg.: H.f. Arvakur ReykjavQc.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?A80
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
LANDHELGI
OG SKYNSEMI
pUÐMUNDUR í. Guð-
mundsson, utanríkis-
ráðherra, gaf hinar athyglis-
verðustu yfirlýsingar á Al-
þingi í fyrradag um þróun
landhelgismálsins á tímum
vinstri stjórnarinnar. Ráð-
herrann upplýsti, að allt frá
því í maímápuði 1958 og
fram til ágústloka hefði
vinstri stjórnin staðið í samn
ingatilraunum við þjóðir
þær, sem hagsmuna hafa að
gæta af fiskveiðum við ís-
landsstrendur. Voru umræð-
ur þessar og samningatil-
raunir á vegum Atlantshafs-
bandalagsins.
Samningatilraunir þessar
fóru fram í fullu samráði
milli Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins og með
vitorði kommúnista, sem
þannig báru einnig stjórn-
skipulega ábyrgð á þeim. —
Meginefni tillagna þeirra,
sem Islendingar þá gerðu,
var á þá leið að leyfa út-
lendingum veiðar milli 6 og
12 mílna, að því áskildu að
fiskveiðiríkin viðurkenndu
12 mílna fiskveiðilandhelg-
ina. Athygilsvert er, að þessi
tilhögun var margsinnis boð-
in af vinstri stjórninni eftir
að reglugerðin um 12 mílur
hafði verið gefin út.
Sízt ber að áfellast flokka
þá, sem að vinstri stjórninni
stóðu fyrir það að gera þess-
ar tilraunir til friðsamlegrar
lausnar á fiskveiðideilunni.
Þvert á móti ber þeim heið-
ur fyrir það að hafa reynt
samkomulag. Því miður varð
ekki árangur af þessum
samningatilraunum, enda
fóru þær fram við óheppi-
lega spennu og taugaskjálfta
af beggja hálfu og Bretar
munu þá líka hafa verið ó-
skynsamlega harðir í horn að
taka.
Utanríkisráðherra upplýsti
þó, að NATO-þjóðirnar hefðu
boðið friðun alls landgrunns
ins út af Reykjanesi og Vest-
fjörðum gegn því að beðið
hef ði verið með útfærsiu
annars staðar þar til séð væri
fyrir um árangur Genfarrað-
stefnunnar síðar.
Þá upplýsti utanríkisráð-
herra mjög athyglisverðan
þátt Lúðvíks Jósefssonar í
landhelgismálinu. Hann lagði
til sumarið 1957, að ákveða
þá þegar, hvernig að skyldi
fara í landhelgismálinu, en
taldi þó að framkvæmdir
mættu bíða, jafnvel fram
yfir Genfarráðstefnuna. —
Og, úbb! Yfir í annan þátt!
Nýstárlegar
Lýsir það í sjálfu sér
mikilli einfeldni að vilja
ákveða fyrir Genfarráðstefn-
unna hvað gera skyldi eftir
hana, en að öðru leyti virð-
ist Lúðvík sumarið 1957 haía
viljað láta skynsemina ráða
en ekki húsbændur sína í
Kreml. Hann lagði þá til að
fara varlega í málin, halda
4ra- mílna fiskveiðilandhelg-
inni óbreyttri, en friða ákveð
in svæði utan fiskveiðitak-
mrkanna á þrem stöðum.
Allar sýna upplýsingar
þessar, að flókkar vinstri
stjórnarinnar vildu framan
af gæta hagsmuna íslands og
sýna skynsemi og stillingu í
landhelgismálinu. En athygl-
isverðast er, að Framsóknar-
flokkurinn lagði á það meg-
ináherzlu að leysa málið á
þann veg, sem nú er um
rætt, þ. e. a. s. með því að
semja við þá erlenda aðila,
sem hagsmuna eiga að gæta
á íslandsmiðum um einhvers
konar ívilnanir milli 6 og 12
mílnanna, þó að þá væri að
vísu ekki rætt um önnur
réttindi í staðinn. Eftir að
þessar upplýsingar liggja
fyrir, á sá flokkur því ekki j
um nema tvennt að velja, |
annað hvort að standa ber-
skjaldaður uppi eða taka
upp heiðarlega samvinnu við
hina lýðræðisflokkana um
lausn vandamálsins á grund-
velli samninga.
Allur fjöldi manna talar
nú orðið skynsamlega um
landhelgismálið og yfirgnæf-
andi meirihluti leggur á-
herzlu á, að því verði ráðið
til lykta með samkomulagi.
Eins og fram kemur af upp- j
lýsingum utanríkisráðherra, J
hafa stjórnmálamennirnir j
gert sér grein fyrir því, að
hagsmunum Islands væri bezt'
borgið með því að ná samn- J
ingum í þessu máli. Er þeir j
breyttu öðruvísi en samvizka j
þeirra bauð, munu þeir hafa |
reynt að friða hana með því
að fólkið væri svo vitlaust,
að það féllist ekki á slíka til-
högun. Stjórnmálamennirnir
hafa ímyndað sér að fólKið
væri ekki jafnfært um að
meta málin og þeir. Það hef-
ur nú hins vegar sannazt á-
þreifanlega að almenningur í
landinu vill leysa landhelgis-
málið friðsamlega. Von allra
góðra manna er því sú, að
Bretar sýni sanngirni og.
skilning í viðræðunum, sem
hefjast að nýju í næstu viku, (
og þá mun vissulega vel fara
Áhorfendur sitja rólegir og horfa á fyrsta þátt.
leikhúsbyggingar
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ okkar hér er | um snúið. Meðan þeir sitja í sæt-
byggt í hinum gamla hefð- um sínum og horfa á eitt atriði
bundna stíl, enda áratugir síðan I leiksins, er verið að skipta um
það var teiknað. Nú eru ýmsar I leiktjöld bak við þá. Svo þegar
nýjar hugmyndir uppi í leikhús-
byggingum, og sumar æði nýstár-
legar.
Hreyfanleg áhorfendaskál
Tökum t. d. finnska útileikhús
ið, sem hér birtast myndir af.
Leikhús þetta er í Tempere í
Finnlandi. Þar er það ekki leik
sviðið, sem hreyfist, þegar skipt
er um leiktjöld, eins og þegar
hringsviðið er notað hér í Þjóð
leikhúsinu, heldur er áhorfend-
Módel af hring-
leikahúsinu í
Washington.
Þakinu er lyft
svo sæstaskipun
sjáist.
þáttaskil eru, fer áhorfenda-
svæðið af stað og snýst. Þannig
er hægt að byrja á næsta þætti.
án þess að töf verði á.
Einn galli er þó á gjöf Njarð-
ar. Það verður að leigja sætin
næst börmunum á áhorfendaskál
inni ódýrar vegna hættu á sjó-
veiki.
Hring-leikhús
Þá er sá háttur að breiðast út
að hafa leiksviðið á miðju gólfi
og áhorfendabekki í hálfhrlng
eða heilhring í kring, í stað þess
að leiksviðið sé 1 enda salarins
og horfendur sitji í röðum
þvert yfir salinn. Þannig hring.
leikhús hafa risið upp víða í
Evrópu og í Norður-Ameríku.
Myndin, sem hér fylgir, sýnir
líkan af slíku hringleikhúsi i
Washington, og er þakinu lyft
upp, svo hægt sé að sjá sæta
skipun. Hornsteinninn að þessu
leikhúsi var lagður um það leyti
sem Þjóðleikhúsið okkar tók til
starfa og á næsta ári verður það
tilbúið. Arkitektinn, sem teikn-
aði þetta leikhús, heitir Harry
Weese og er frá Chicago. Gerir
hann ráð fyrir að koma þarna
fyrir 700 áhorfendasætum.
Áhugi einstaklinga og ýmissa
sjóða í Bandaríkjunum, m. a.
Ford-sjóðsins, hefur verið svo
mikill, að meira fé hefur verið
Iagt fram í bygginguna en þeir
425 þús. dollarar, sem gert var
ráð fyrir að þyrfti með. Þess
vegna er til umframsjóður, sem
nota á til að standa straum a£
aukakostnaði við bygginguna.
RÓM, 8. nóv. (Reuter): — Mat-
vælastofnun SÞ í Róm tilkynnti
í dag að tveir skipaverkfræðing.
ar frá Norðurlöndum væru nú á
leið til Chile og Vestur-Indía.
Þar munu þeir aðstoða við að
skipuleggja smíði 1.000 fiskibáta.
MONDANE, Frakklandi, 8. nóv.
(Reuter): — Járnbrautarsam-
göngur féllu niður í tvo tíma 1
dag á leiðinni París—Róm vegna
þess að kýr réðist á eimreið í
jarðgöngum í ölpunum með
þeim afleiðingum að eimreiðin
valt.
IITAN UR HEIMI