Morgunblaðið - 10.11.1960, Page 13
Fimmtudagur 10. nóv. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
13
£( minkurinn réttdrœpur
- eða „friðaður
//
í TlMANUM 22.—23. september
eru tvær langar greinar ritaðar
af Theodór Gunnlaugssyni frá
Bjarmalandi. Bera þær íyr.'r-
sögnina: Var það allt af illgirni
mælt? Ræðir greinarhöfunclur
mest um refi og minka í grein-
um þessum, og drepur á nokkur
ummæli er fallið hafa um þau
mál. Er ég einn af þeim, sem
T. G. varpar ljósi sínu á í þessu
sambandi. Tilefnið er víst það,
að ég hafi í greinum í Morgun-
blaðinu bent á þá staðreynd að
„við búum við útgjöldin ein“
að því er til minkanna kemur.
Bannað er ala minka til tekna,
en samtímis er varið miklu fé
til þess að reyna að eyða villi-
minkum, en með fremur lélegum
árangri. Á það hef ég einnig bent
að grannþjóðir vorar hafa mik’-
ar tekjur af minkaeldi og una
ekki við útgjöldin ein. Það sem
T. G. telur mér hafa orðið á í
skrifum mínum, auk þess að
mæla af illgirni — spurnarmerki
þó sett við það — er ég hafi
gleypt tvær flugur í senn, og
hvoruga góða, að hans dómi. —
Gnnur flugan er sú, að ég gat
þess að fjármálaráðherra hefði
látið orð falla um það — i spurn
arformi þó — hvort ekki væri
lagt fyrir ríkissjoð, að spara eitt
hvað af útgjöldum við eyðingu
refa og minka. Nú er það stað
reynd sem ekki verður um deilt
að fjármálarááðherra hafði þessi
ummæli. Misgjörð mín er því
sú, að ég segi í Morgunblaðinu
11. marz að það „sé nokkuð að
vonum“ er ráðherrann varpar
fram þessari spurningu. Ég ræði
alls ekki við T. G. þá „illgirni"
sem kemur fram í þessu hjá mér.
Má hann vera sæll í sinni trú
á þá áhluti, og þeir sem vilja
trúa með honum.
Um hina fluguna vil ég ræða.
Hún er sú, með rökum T. G.
mælt, að ég bendi á, að gildandi
lögum sé svo áfátt, „að mink-
urinn er friðaður að því markj,
að þótt röskur maður rekist á
minkagreni, er honum að við-
lagðri sekt banna að vinna það,
sökum þess að s*íkt á að vera sér
grein vissra manna“. Þessi um-
mæli min telur T. G. bera vott
um (andlega) sjóndepru. Ef svo
er, gerast fleiri sjóndaprir, og
þar á meðal þmgmenn þeir, er
settu og samþyktu lög um eyð-
ingu refa og minka á Alþingi
28. maí 1957. í 5. gr. laganna
segir svo:
„Stjórnir sveita, bæja eða upp
rekstrarfélaga skulu ráða veiði-
menn, ein eða fleiri til þess að
leita að og vinna greni og minka
bæli á þeim svæðum, sem þeim
ber skylda til“.
1 6. grein laganna segir enn-
fremur:
„Óheimilt er öðrum en skot-
mönnum, sem til þess eru ráðmr
samkvæmt 5. gr., að vinna greni
eða taka yrðlinga, nema svo hafi
staðið á, að ekki hafi náðst til
s-.otmanns í tæka tíð“.
Loks eru í 7. gr fyrirmæli urá
hvernig sá er finnur greni skuli
haga sér til þess að verða ekki
brotlegur við lögin. Þótt I 6. og
7. grein séu aðeins nefnd greni og
yrðlingar verður að ætla að álíta
að löggjafinn ætiist til að ákvæð
in nái einnig til þess sem í öðru
orðinu er nefnd minkabæli og
til minka-yrðlinga. Allur annar
skilningur á ákvæð.um laganna
virðist mér vera fjarstæða, þeg-
ar þess er gætt að engin sér-
ákvæði finnast í lögunum um
hversu skuli með fara ef maður
finnur minkabæli — sem yfrr-
leitt eru jöfnum höndum nefnd
minkagreni — enda eðlilegt í alia
staði að sú málvenja sé viðhöfð.
Verður því að álíta að samkvæmt
lögunum sé þeim er finnur óheim
ilt að reyna án tafar að vinna
minkagreni, nema hann reyni
44
fyrst og án árangurs að ná í hinn
lögráðna skotmann sveitarinnar.
Þannig skil ég bókstaf laganna
og meiningu, sé ekki að annars
sé kostur, ef beitt er sæmilegri
rökfestu.
Þessi vandræða vitleysa er til
komin af því, sem ég benti á í
grein minni 11. marz, að „ákvæð
um um veiðar minka hefur verið
bætt við (réttara: bætt inn í)
forna og reynda löggjöf um refa
veiðar og að verulegu leyti byggt
á misskilningi um hvað hentaði
í því máli“.
Nú má vel vera að T. G. freisti
þess að afsanna þennan skilning
minn á hinum nefndu lögum, en
ef svo er, vil ég benda honum
á. að hann hefur með feitletr-
-
uðum ummælum í Tímanum 23.
sept. fullyrt að eitt og sama gildi
um minka og refi, þar segir hann:
„Minkar og refir eru réttdræpir
hvar og hvenær sem þeir verða
á vegi manns“. Eg undraðist stór
lega er ég las þessi feitletruðu
ummæli T. G. þau eru alger
mótsögn við ákvæði og gild-
andi lög um grenjavinnslu, svo
sem ég hefi rakið hér að framan.
Dæmi þau er hann kemur með
í Tímagrein sinni sanna ekkert,
þarf ekki að reaja það. Og vita
má T. G. það, þótt hann bregði
mér um sjóndepru og að ég grípi
flugur, að ég ei enn sæmilega
læs og auk þess alinn upp í sveit
þar sem grenjavmnsla var stund
uð samkvæmt gudandi dögum og
gamalli reyndri nefð. Maður sem
finnur greni — refirnir smáir og
stórir verða — þannig — á vegi
hans — má ekki ganga að því
án tafar að drepa refina og vinna
Karítas Bjarnadóttir
Igrenið, þeir eru honum ekki
réttdræpir, nema ekki náist „til
skotmanns í tæka tíð“. Þetta er
gamalt og vafalaust gott ákvæði
að því er kemur til refanna en
ég tel hiklaust að slík ákvæði
nái engri átt þegar um minka-
greni er að ræða, og að minka-
vinnslunni hafi verið illu heilli
blanciað ógreinlega saman við
lög um eyðingu refa. Ræði það
ekki frekar.
Loks afsannar T. G. með öllu
hina feitletruðu fullyrðingu sína
með því að vitna í 3. grein reglu
gerðar frá 28. nóv. 1958, þar
segir svo ekki verður um villzt
að minkar og refir séu ekki rétt
dræpir hvar og hvenær sem ec.
Ekki þarf ég að svara því
þótt T. G. spyrji, ekki án yfir-
lætis hvort ég haldi að það
þurfi ekki nema „röskan mann“
til að vinna minkagreni. Ekki
voru það mín orð og ekki veit
ég. hvaða skilning T. G. leggur
í orðið röskur, má hann því halda
um þetta það er hann vill, en
margan mann nef ég fyrirhitt,
sem vel kann að fara með skot-
vopn, bæði refaskyttur og aðra,
sem ég kalla hiklaust röska
menn, og allir hygg ég að menn
þessir séu það sanngjarnir að
þeir telji sér það engan vansa
að vera nefndir svo. Satt að segía
j er ég vantrúaður á að það þurfi
einhverja yfirnáttúrlegg eigin-
leika til þess að vinna á mink-
um, ef þeim fáránlegu ákvæð-
um er rutt úr vegi, að það skuli
varða við lög að drepa varginn
í greni eða við að, nema fyrst
hafi verið fullnægt lítt fram-
kvæmanlegum iagakrókaákvæð-
um. Þannig er það nú bæði sam
kvæmt lögum og reglugerð, hvað
sem T. G. feitletrar í Tímanum,
og þótt hann bregði mér og öðr-
um um „illigirni" og „sjón-
depru“.
Fjarlægð og aðrar aðstæður
meina mér sennilega frekari vörn
í þessu máli, ef T. G. vegur aft-
ur í sama knérunn, og er ég því
væntanlega úr sögunm í um-
ræðum um þetta minkamál.
Jaðri, 26. október 1960.
Á. G. E.
Minningarorð
KARITAS Bjarnadóttir var fædd
9. apríl 1875 á Skarðshömrum í
Norðurárdal. Foreldrar hennar
voru Bjarni Einarsson óðals-
bóndi á Skarðshömrum og kona
hans Kristín Guðmundsdóttir.
Þau hjón Bjarni og Kristín áttu
fjögur börn, sem öll komust upp
og er nú eitt þeirra á lífi, Brynj
ólfur bóndi í Króki í Norðurár-
dal.
Karitas ólst upp í föðurhúsum.
Hún fluttist til Reykjavíkur upp
úr aldamótum og giftist þann
17. nóvember 1904 Ólafi Hró-
bjartssyni frá Húsum í Holtum.
Þau hjónin hófu búskap hér í
Reykjavík og bjuggu hér alla
tíð. Þau eignuðust fimm börn, en
mistu tvær dætur í æsku, en
þrjú eru á lífi, Ingibjörg Dóró-
thea, Ingvar m/álarameistari og
Bjarni Kristinn rafvirki. Auk
þess ólu þau upp fósturdóttur,
Sigríði Láru, sem einnig er bú-
sett hér í bæ.
Karitas Bjarnadóttir var með-
alkona á hæð en þrekin, svip-
urinn einbeittur og fór sarnan
sterkur vilji og dugnaður. Hún
var fríð kona á sínum beztu ár-
um, hárið mikið og fallegt og
hélt hún því fallegu til hinstu
stundar þó að hvítt væri það
orðið.
Ólafur Hróbjartsson maður
Losna þarf við
skemmd arverkamenn
í TlMANUM 3. nóv. birtist
grein undir fyrirsögninni „Hvað
gerist á Keflavíkurflugvelli? “
1 grein þessari skýrir „Kefl-
víkingur“ frá ýmsum atvikum
sem hann segir að hafi gerzt í
sambandi við varnarliðsmenn.
Ekki hefur þessi höfðingi séð
sér fært að láta afkvæmi sitt
birtast undir nafni, enda láir
honum það vist enginn sem les-
ið hefur greinina.
Þannig er með öll mál að þau
hafa tvær hliðar, og svo er emn
ig með mál Keflavíkurflugvall-
ar, en því miður hefur alloít
einungis verið skýrt frá ann-
ari hlið málsanna. Oft hefur
verið hallað réttu máli og þeir
aðilar sem á hefur verið ráðizt
ekki verið í aðstöðu til að svara
slíkum árásum í íslenzkum blöð
um. —
Leigubifreiðastjórar hafa um
arabil verið samfellt árekstrar-
efni, og hafa þar vafalaust báð-
ir aðilar átt nokkra sök á. Ekki
er að efa að flestir leigubif-
reiðastjórar á Keflavíkurflug-
velli eru heiðarlegir menn, en
því er ekki að neita að í hópi
peirra eru nokkrir menn sem
virðast nota hvert tækifæri sem
gefst til að skapa árekstra, enda
yfirlýst stefna sumra þeirra að
vinna að því með öllum ráðum
að flæma varnarliðið af landi
i brott.
Margar ásakanir hafa verið
bornar á þessa stétt manna og
hafa þær ekki verið hraktar og
skal hér minnzt á nokkrar
þeirra.
Óbreyttir hermenn á flugvell-
inum hafa engan aðgang að
vínföngum á löglegan hátt og
eru þeir því góðir viðskiptavm-
ir leynivínsala í hópi leigubif-
reiðastjóra og eru margar sög-
ur ófagrar sagðar af þeim við-
skiptum og afleiðingum þeirra.
en ekki minnist sá er þetta rit-
ar að hafa heyrt um neina dóma
fyrir þau lögbrot enda þótt þessi
viðskipti séu engin launungar-
mál.
A fáum stöðum á landinu
munu fleiri menn hafa atvinnu
af leigubifreiðaakstri en á þess-
um bletti á Suðurnesjum, enda
ekki fullvíst að verð það er
þeir krefjast fyrir þjónustu sína
yrði samþykkt af verðlagsstjóra
ef undir hann væri borið. Mun
forráðamönnum ýmissa skemmti
staða á flugvellinum hafa blöskr
að hve viðskiptavinir voru fé-
flettir og varað þá við mönn-
um innan þessarar stéttar. Einn
mun hafa gert tilraun til að
bæta þjónustu við meðlimi sína
með því að sjá þeim fyrir fari
heim að skemmtun lokinni en
mætti ofbeldisverkum og jafn-
vel skemmdarverkum á bifreið
þeirri sem notuð var til flutn-
inganna.
Er undarlegt að leigúbifreiða-
stjórar skuli ekki reyna að hafa
gott samstarf við viðskiptavini
sína, sem þeir þó virðast hafa
auðgazt vel á því flestir, aka
þeir nýjum bifreiðum, þótt stétt
arbræður þeirra annars staðar
á landinu hafi átt erfitt með að
fá gjaldeyris- og innflutnings-
leyfi fyrir nýjum bifreiðum.
En fróðlegt væri að vita hve
miklum gjaldeyri leigubifreiða-
stjórar á Keflavíkurflugvelli
hafi skilað til Landsbanka Is-
lands á undanförnum árum.
Það atriði sem mestum á-
resktrum hefur valdið er ógæti-
legur akstur þessara manna á
Keflavíkurflugvelli. Varnarliðs-
mönnum er eins og öðrum fjól-
skyldufeðrum annt um öryggi
barna sinna, og hafa því í sam-
ráði við íslenzk yfirvöld sett
strangar reglur um ökuhraða á
þeim svæðum sem helzt er að
vænta barna eða önnur slysa-
hætta mikil. Hefur varnarliðs-
mönnum er brotið hafa af sér
verið þunglega refsað en ekki
hefur gengið jafn vel að koma
lögum yfir íslenzka aðila sem
brotið hafa lögin og oft hafa
þessar reglur að engu.
Er fullyrt að þessar kærur
skipti hundruðum en þeim mun
flestum hafa verið stungið und-
ir stól af íslenzkum yfirvöxd-
um. Ekki hefur það bætandi á-
Framh. á bls. 19.
hennar var orðlagður þrekmað*
ur og dugnaðarmaður, sem ára-
tuguin saman stundaði sjó á skút
um og togurum hjá þjóðkunnum
skipstjórum. Á þessum árum
hvíldi heimilishald og barnaupp-
eldið á konu hans, sem varð að
vera allt í senn fyrir heimili sitt
og börn sín. Karitas átti það sam
eiginlegt með mörgum góðum og
merkum sjómannskonum, að
þetta fór henni vel úr höndum.
Hún hafði alla tíð sterka og
góða stjórn á heimili sínu og
börnum sínum, enda lét hún
hlýða sér skilyrðislaust, þó hún
um leið væri hjartagóð, skilnings
rík og full ástúðar og nærgætni
við börn sín og fósturdóttur.
Hún var kona regluföst í öll-
um búsháttum, þrifin og vel-
virk. Gott vinnulag, nýtni og góð
meðferð allra hluta mótaði allt
búskaparlag hennar, en á bú-
skaparárum hennar framan af
ævinni var almenn fátækt hér á
landi meðal almennings, fólkið
þekkti bæði skort og strit og þess
vegna var lífsnauðsyn að halda
vel og viturlega á því sem aflað
var.
Karitas Bjarnadóttir gaf börn-
um sínum gott fordæmi um heil-
brigða lífshætti og síðast en ekki
síst um dugnað og vinnusemi við
allt, sem aS höndum bar. Þó hún
væri að eðlisfari mjög hlédræg,
þá gekk enginn þess dulinn, að
hún var húsmóðir á sínu heimili,
þegar um venjur og heimilissiði
var að ræða .Hún var ágæt eig-
inkona og móðir. Hún ól börn
sín upp í Guðstrú og góðum sið-
um.
Þau hjónin voru bæði gestris-
in og margir komu, bæði skyldir
og óskyldir á heimili þeirra og
veittu þau oft frekar og betur en
efni stóðu raunverulega til. En
allt blessaðist vel í búskap
þeirra, enda voru allar velgjörð-
ir þeirra veittar af heilum og
góðum hug.
Karitas hafði gaman af þjóð-
legum fróðleik, sjálf var hún
dóttir íslenzkrar sveitar og hafði
þess næmara minni og skilning
á því sem snerti íslenzkt sveita-
líf, kveðskapur, sagnaþættir um
íslenzka menn og málefni, ævi-
sögur, þjóðsögur og fornritin
voru henni hugstæð aLa tíð.
Fósturdóttur sinni var hún
eins og börnum sínum hin bezt
móðir og skulu henni hér flutt-
ar hjartkærar þakkir frá Guð-
rúnu Guðnadóttur, móður fóstur
dótturinnar.
Mann sinn Ólaf misti hún 2.
des. 1951 eftir 53 ára farsælt
hjónaband og mátti segja að upp
frá því, breyttist heilsa hennar
algjörlega. Hún misti skyndilega
allt þrek og lá þungt haldin
lengst af þar til hún andaðist
að Hrafnistu að morgni þess 31.
okt. síðastliðinn.
Hún skilur eftir sig bjartar og
blíðar minningar, sem móðir, og
fósturmóðir, sem tengdamóðir og
amma.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Thorarensen.
KVEÐJA FRÁ FÓSTUR-
DÓTTUR
Þú varst ástrík móðir mér,
fagurt ljós að leiðum minum
lagðir þú með kærleik þínum
Guð min endurgjaldi þér.
Blessuð sé hver bænin þín,
í æskunni þú lézt mig læra
lof og þakkir Guði að færa,
það var indælt mamma mín
Ávöxt báru orðin þín.
Veganestið verður bezta
von og trú á Guði að festa,
það ég reynt hef, mamma mln.
Hverf nú ssel, frá heimi heim,
leidd af englum Ijóss á brautum,
langt frá jarðlífs skugga
og þrautum
njót hins fagra í fylgd með þeim.
Guðrún Guðmundsdóttir
frá Melgerði.