Morgunblaðið - 10.11.1960, Síða 18

Morgunblaðið - 10.11.1960, Síða 18
18 MORG U NBLAÐ1Ð Fimmfu'dagur 10. nov. 1960 Helmsókn Tékkanna: Reykjavíkurmeistarar KR stóðu Tékkunum á sporði Jafntefli oð Hálogalandi 20:20 Reykjavíkurmeistarar KR mættu tékknesku meisturun- um í þriðja leik þeirra hér. Sá leikur varð sögulegastur leika Tékkanna til þessa og KR-ingarnir náðu beztum árangri sem náðst hefur gegn gestunum. Jafntefli varð í leiknum, 20:20. Tókst Tékk- unum að jafna á síðustu sek- úndum leiksins. ★ FORSKOT TÉKKA Byrjun leiksins varð Tékk- Hroðkeppni nð Hólogalandi í KVÖLD fer fram að Háloga- landi hraðkeppni í handknatt- leik með þátttöku beztu hand- knattleiksliða landsins. Meðal keppenda eru og Tékkarmr frá Gottvaldov. Má hiklaust telja að þetta verði skemmtilegt kvöld að Hálogalandi, því hraðkeppn- isformið — með útslætti fyrir tapaðan leik — gefur keppninni tvísýnan: og skemmtilegan blæ. unum í vil, eins og i leiknum gegn Reykjavíkurúrvalinu. Þeir ekkert gefið. skoruðu fjögur fyrstu mörkin og það var eins og auðveldur sigur blasti við Tékkunum. En forskotið tókst þeim lítið að auka til hálfleiksins. Þá skildu 5 mörk liðin að, 12 mörk gegn 7, Tékkunum í vil. í síðari hálfleik hristu Reykja víkurmeistaramir af sér slenið. Það smá saxaðist á forskot Tékkanna og þar kom að staðan var 14:14. Var allmikil harka í leiknum um þær mundir og dómarinn varð að vísa mönnum af leik- velli um stundarsakir vegna ítrekaðra brota. * FORYSTA KR Spenningurinn var gífur- Iegur og KR-ingum tókst bet ur í hinni tvísýnu viðureign. Tókst þeim að ná forskoti rétt fyrir leikslokin og það voru um 10 sekúndur eftir af Ieiknum er Tékkunum tókst að jafna. 20:20. ★ LIÐIN Leikur þessi var af KR hálfu mjög góður. Ólíkt áttu þeir betri leik nú Karl og Reyn- ir, Stefán og Heinz heldur en er þeir léku í Reykjavíkurúrval- inu. Sérstaklega var leikni Karís mikil í leiknum. Áttu Tékkarn- KR-ingurinn hefur brotizt í gegn og er kominn i öruggt færi. En Tékkarnir fara inn fyrir bannlínuna og hindra hann. — Samt sér dómarinn ekki brot þeirra og dæmir aðeins auka- kasi. — (Ljósm.: Sv. Þormóðsson) ir í hvað mestum erfiðleikum með hann og vann hann oft sig- ur í viðureign við þá. Karl skor aði 9 mörk í þessum leik og var. bezt leikandi maður KR- liðsins. Reynir Ólafsson skoraði jafnmörg mörk eða 9 talsins. — Þáttur þeirra í mörkunum er glæsilegur. Það var og ánægju- legt að sjá frammistöðu Guð- jóns í markinu, en hann hefur lítið æft. Miklu jafnari eru Tékkarnir en íslendingarnir. Þar sker eng- inn sig úr sem Karl gerði í þess um leik í liði KR. Enn hefur maður það á tilfinningunni að meistarar Tékkóslóvakíu geti meira en fram hefur komið í leikjum þeirra að Hálogalandi. Úr því fæst skorið á sunnudag- inn á Keflavíkurvelli. Dómari var Magnús Péturs- son, dæmdi yfirleitt vel en veil- urnar komu í ljós, eins »g stærri myndin sýnir. F.í. byrjar kvöld- vöku sína kl. 8 FERÐAFÉLAG íslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og verður sú nýbreytni tekin upp að hefja skemmtunina kl. 8 og hætta á miðnætti. Nú þegar fréttatími útvarpsins hefur verið færður frám, telur félagið óhætt að byja kvöldskemmtanir fyrr. Á kvöldvökunni mun Þórhall. ur Vilmundarson sýna myndir frá Grænlandi og segja frá för þangað. Þá verður myndagetraun og dansað til kl. 12. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Undrabarn Öðru hvoru heyrist sagt frá undra- börnum, sem koma öllu í uppnám með því að geta reiknað eða lesið, spilað á hljóðfæri o.s.frv., löngu áður en eðli- legt má telja, að þau 'hafi þroska til þess. Flest þessi „undrabörn“ verða þó, þegar þau stækka eins og venjulegt fólk, — en nokkur halda áfram að vera „ofvitar" alla ævi. Eitt fraégasta undraibarn, sem sögur fara af, fæddist í Lúbeok 1721. Það ýar drengur, Hinrik Heineken að nafni. Tíu mánaða gamall var Hinrik altal- andi, tæplega ársgamall kunni hann mikið af helztu sögunum úr Mósebók- unum fimm. Þremur mánuðum síðar kunni hann allt gamla testamentið ut- anbókar. Þegar drengurinn var hálfs þriðja árs gamall var hann vel að sér í landa- fræði og mannkynssögu, þá hóf hann latínunám og talaði frönsiku reiprenn- andL • M t« Sögumar af Hinrik bárust um alla Evrópu. Foreldrar hans ferðuðust með hann milli fursta og konunga, meðal annars kom hann fram við hirð Frið- riks fjórða Danakonungs. Því miður dó Hinrik, þegar hann var fimm ára gamall, svo að aldrei fékkst úr því skorið, hvað úr honum hefði orðið, ef hann hefði náð fullorð- insaldri. ---- ★ ---------- Smiðurínn og vaggan Það er ekki aðeins á okkar dögum, að erfitt hefur reynzt, að £á iðnaðar- mennina til að vinna það, sem þeir hafa lofað, í tæka tíð. Um það vitnar þessi ævagamla arabiska saga: Einu sinni var maður, sem fór tn smiðs, til að biðja hann að smíða vöggu handa nýfæddum syni sínum. Hann greiddi smiðnum gullpening upp í vinnuna og smiðurinn sagði: „Komdu eftir viku og sæktu vögguna". En þeg- ar vikan var liðin, var vaggan samt ekki tilbúin. Tíminn leið og smiður- inn dró smíðina alltaf á langinn, en á meðan stækkaði drengurinn og fór að ganga — og loks varð hann fullorðinn og gifti sig. Þegar hann síðan eignað- ist sjálfur son, sagði faðir hans við hann: „Nú getur þú farið og sótt vögg una, sem ég bað smiðinn um að smíða. þegar þú varst nýfæddur". Framh. á 3. síðu. ÆSIR og ASATRU 27. Þegar Þór heyrði, hvernig hann hafði ver- ið blekktur, varð hann afar reiður. Hann greip til hamarsins og ætlaði að kasta honum, en sá þá, að hann stóð á stórri sléttu og var einn með 28. Þór langaði alltaf til að ná sér niðri á Mið- garðsorminum, sem var hin versta illvættur. — Hann breytti sér í gervi ungs manns og fór á fund ferðafélögum sínum. Út- gerða-Loki og borg hans höfðu gersamlega horfið og Þór varð að snúa heim til Ásgarðs aftur, án þess að geta komið fram hefndum. jötuns, sem hét Hymir. „Má ég róa með þér til fiskjar?“, spurði Þór. Jötuninn svaraði, að það yrði erfiður róður fyrir lítt harðnaðan ung- ling, en samt skyldi hann lofa honum með sér, ef hann gæti útvegað beitu. Þór fór þá og sleit haus- inn af stærsta nauti Hym irs og beitti því á öngul. Því næst lögðu þeir upp í róðurinn. — ★ — — Smiðurinn Framh. af 2. síðu. Sonurinn fór að ráðum föður síns, en þegar hann kom til smiðsins og bað um vögguna, var smiðnum nóg boðið: „Það er bezt að þú hirðir þennan gullpening aft- ur“, sagði hann, „ég get ekki unnið fyrir þá, sem heimta, að ég hroði verk um mínum af“. ★ Jenny Ólafsdóttir, Syðstu-Grund, Vestur- Eyjafjöllum, Rang. (pilt eða stúlku 16—17 ára); Sturla Jónsson, Fljóts- hólum, Flóa, Árn. (við pilt eða stúlku 12—14 ára). ★ Ráðningar úr síðasta blaði Krossgáta: Lárétt: 1. Þór; 5. úr; 8. bæ; 8. Týr. Lóðrétt: 2. ós,; 3. dúr; 4. sær; 7. bý.,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.