Morgunblaðið - 10.11.1960, Page 19
Fimmtudagur 10. nóv. 1960
MORGUNBLAÐ1Ð
19
— Kennedy
1
Framh. af bls. 3
„Það er nú það“ — og síðan
snúið sér að fyrirliggjandi
verkefnum.
* PÓLITÍSKT HUGREKKI
John Kennedy er all-
kunnur sem rithöfundur. Ár-
ið 1940 ritaði hann bókina
„Why England Slept", bar
sem hann rekur ástæðurnar
til þess, að Bretar voru svo
óviðbúnir heimsstyrjöldinni
sem raun bar vitni. — Fyrir
sex árum gaf hann svo út
bókina „Profiles in Courage"
(eða Svipmyndir hugrakkra
manna), þar sem hann rekur
feril átta bandarískra öld-
ungadeildarþingmanna, sem
ýmist höfðu nær komizt á
kaldan klaka, eða beinlínis
beðið pólitískt skipbrot,
vegna þess að þeir vildu
heldur fylgja sannfæringu
sinni en bjarga eigin skinni
eða afla flokki sínum fylgis
með sýndarmennsku. Þykir
Kennedy sjálfur við ýmis
tækifæri hafa sýnt slíkt póli-
tískt hugrekki, sem hann
skrifaði um í fyrmefndri bók
sinni. Hann hlaut hin eftir-
sóttu Pulizter-verðlaun fyrir
hana sem framúrskarandi,
sögulegt verk.
★ SIGURGANGA
Stjórnmálaferill Johns
Kennedys hefir verið sam-
felld sigurganga — hann hef-
ir aldtrei tapað í neinum kosn
ingum. — Hann gagnrýndi
mjög stjórn Eisenhowers og
repúblikana í kosningabarátt-
unni, hamraði á því, að álit
Bandaríkjanna út á við hefði
beðið hnekki á undanförnum
árum og að þau stæðu nokk-
uð höllum fæti í samkeppn-
inni og baráttunni við Sovét-
ríkin og heimskommúnis-
mann. Úrslit kosninganna
virðast befa þess vott, að
bandarískir kjósendur hafi, að
meirihluta til, fallizt á þessa
skoðun Kennedys — og
treysti honum betur en arf-
taka Eisenhowers, Richard
Nixon, til að leiða Bandaríkin
fram til sigurs í þessari bar-
áttu og veita þeim, og öllum
hinum frjálsa heimi þá
traustu forystu, sem nauðsyn
leg er á viðsjálum tímum .
* „ÆSKAN" I HVÍTA
HÚSIÐ
Segja má, að „æskan“ sé nú
í fyrsta sinn leidd til sætis í
Hvíta húsinu. Kennedy er,
sem fyrr segir, yngstur kjör-
inna forseta í Bandaríkjun-
um — og eiginkona hans, hin
fagra Jacqueline (fædd Bouv
ier), er aðeins 31 árs gömul,
næstyngsta húsfreyjan í Hvíta
húsinu. Yngst var Francis
Folsom, kona Grover Cleve-
lands, en hún var aðeins 21
árs gömul, er hún giftist for-
setanum árið 1886. — Frú
Kennedy þykir mjög góðum
gáfum gædd og hefir hlotið
ágæta og fjölþætta menntun.
Þannig er hún t.d. mjög fær í
tungumálum, víðlesin í sögu
og þykir fær teiknari og mál-
ari, svo nokkuð sé nefnt.
— ★ —
Þrátt fyrir auð sinn, hafa
þa/i ungu hjónin lifað fremur
hljóðlátu lífi, þar til kosninga
baráttan komst í algleyming.
Þau eiga eina dóttur, sem
verður þriggja ára í þessum
mánuði, og von er fjölgunar í
fjölskyldunni næstu vikurnar.
— Frú Kennedy kveðst ekki
hafa haft áhuga á stjórnmál-
um áður en hún giftist, en „nú
er ég orðin áhugasöm", segir
hún. Og þótt hún sé fremur
lítið gefin fyrir að koraa fram
opinberlega, hefir hún tekið
þátt í baráttu manns síns með
ýmsum hætti. Ekki mun hana
beinlínis hafa fýst að taka
sæti húsfreyjunnar í Hvíta
húsinu, — en segir hún, „kon-
an er ávallt hamingjusömust,
þegar maður hennar starfar
að því, sem hann telur köllun
sína“.
— Nixon
— Timinn og við
Framh. af bls. 6.
son frú Conway, glaðværan og
nokkuð léttúðugan pilt með
margskonar bollaleggingar um
framtíðina og ástfanginn af Jean
Helford, sem er meðal gesta frú
Conway. Birgir leikur þetta hlut
verk fjörlega og einnig honum
tekst að sýna þær veilur í skap-
gerð Robins er kunna að verða
honum til ófarnaðar er tímar
líða. — Carol, yngsta barn frú
Conway, glaðværa og ærslafulla
telpu, leikur Guðrún Ásmunds-
ðóttir. Þessi unga leikkona er
full af hressilegri leikgleði, er
hrífur áhorfendur, og hún segir
margt vel og með skemmtilegum
svipbrigðum. En hún k; nn ekki
enn sem komið er þá vandasömu
list að tala hratt en þó greini-
lega, en svo er reyndar um
marga leikara þó að •góð'u séu.
Joan Helford, heitmey Robins,
sem Sigriður Hagalín leikur, er
sem áður segir meðal gesta frú
Conway, einföld en snotur ung
stúlka. Sigríður fer prýðilega
með hlutverk þetta, en hún er
illa förðuð í 1. og 3. þætti —
ekki nægilega ung að sjá. Hins
vegar er gervi hennar í 2. þætt;
afbragðsgott, — umkomuteysið
uppmálað og leikur hennar þar
í samræmi við það. — Aðrir
gestir á Conway-heimilinu eru
Gerald Thornton, ungur heimil-
isvinur þar, sem Guðmundur
Pálsson leikur og Ernest Beav-
ens, leikinn af Gísla Halldórs-
syni. Hlutverk Guðmundar er
ekki mikið en hann fer vel með
það. Ernest Beevens er ekki
heldur mikið hlutverk að vöxt-
um, en persónan verður í túlkun
Gisla mjög athyglisverð. Ernest
er lægri stéttar en Conway-
fjölskyldan og því enginn au-
fúsugestur á heimilinu. En hann
er sæmilega efnum búinn, frek-
ur og veit hvað hann vill, sem
Gisli sýnir svo ágsðtlega meðal
annars með því litla atviki
hversu Ernest nálgast Hazel
Conway, enda þótt hún visi hon-
um á bug með ótvíræðri fyrir-
litningu.
Leikstjórn og sviðsetning
Gisla Halldórssonar hefur að
mestu vel tekizt. Þó finnst mér
hraði leiksins og ys á sviðir.u í
1. þætti um of, enda þess vegna
oft erfitt að greina orðaskil í
framsögn leikendanna. Hins
vegar er heildarsvipur leiksins
góður, einkum þegar á líður leik
inn.
Steinþór Sigurðsson hefur gert
leiktjöldin. Eru þau vel gerð og
fara vel við leikinn.
Ásgeir Hjartarson hefur þýtt
leikinn með mikilli prýði. Leik-
sýning þessi var mjög ánægju-
leg, enda var henni ágætlega
tekið.
Sigurður Grímsson
Félag austfirzkra
kvenna
Mtunið fundinn í kvöld í fél-
agsheimili prentara við Hverf
isgötu 21.
Stjórnin.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Afgreiddir samdægurs
H A L L D Ó R
Skólavörðustig 2, 2. hæð.
Frh. af bls. 1
aðalkosningastöð republikana.
Ávarpinu var útvarpað og
sjónvarpað um öll Bandarík-
in.
Nixon kvaðst vilja færa
þakkir öllum þeim, er hefðu
stutt hann og unnið fyrir
hann í kosningabaráttunni,
svo og þeim er hefðu dvalizt
með þeim hjónum á kjördag.
Hann sagði að hann hefði
hvergi getað fundið betri hóp
manna til að dvelja með þenn
an dag.
Nixon sagði meðal annars:
Einn af mikilvægustu þáttun-
um í þjóðfélagsskipulagi okk
ar er sá, að kosningabaráttur
skuli vera háðar. Þær eru oft
heitar og svo var um þessa,
en þegar úrslitin eru endan-
lega kunn, stöndum við öll
einhuga að baki þess manns,
sem kjörinn er.
— Eflaust eru margir stuðn
ingsmenn hr. Kennedys með-
al þeirra er heyra orð mán í
útvarpi og sjónvarpi og ef til
vill er hann sjálfur meðal
hlustenda. Ég vil að þið vitið
öll — einnig Kennedy — að
fari svo fram sem nú horfir
með úrslit í þessum kosning
um og hann verði næsti for-
seti Bandaríkjanna, mun ég
heilshugar veita honum allan
þann stuðning er ég má og
óska honum til hamingju.
Vinir mínir — ég vil enn
einu sinni færa ykkur dýpsta
þakklæti okkar — ég endur-
tek hamingjuóskir mínar til
Kennedys og þakka honum
drengilega viðureign í þessari
kosningabaráttu.
Nixon sagði einnig, að eft-
ir för sína milli hinna fimmr
tíu ríkja Bandaríkjanna væri
hann sannfærður um, að jafnt
repúblikanar sem demokratar
stæðu einhuga að baki þess
manns, er yrði forseti lands-
ins. Hann kvaðst hafa trú á,
að þjóðin væri fær um að
leysa hlutverk sitt af hendi —
það hlutverk að verða for-
ystuþjóð allra þjóða heims,
vinna að því að allir mættu
lifa við það frelsi, sjálfstæði
og mannréttindi sem Banda-
ríkjamenn lifðu við og vinna
að friði með öllum þjóðum.
Loks kvaðst Nixon vera
mjög orðinn svefnþurfi, því
að hann hefði ekki sofið
meira en tvær klst. tvær síð-
ustu nætur. — Nú fer ég að
sofa, sagði hann að lokum —
og ég vona að þið gerið bað
líka.
— Losna þarf v/ð
Framh. af bls. 13.
hrif á sambúðina ef hægt er
með rökum að benda á að ekki
séu allir jafnir fyrir lögunum.
Sambúð manna af ólíkum
þjóðernum er oft ýmsum erfið-
leikum bundin en með skiln-
ingi af beggja hálfu er oftast
hægt að forðast árekstra, en
því miður eru til menn sem
vinna markvisst að því að
spilla fyrir eins og hægt er.
Leigubifreiðastjórar á Kefla-
víkurflugvelli eru flestir heið-
arlegir menn sem vilja halda
góðri samvinnu við viðskipta-
menn sína og væri vonandi að
þeim takist að losna við þá
fáu skemmdarverkamenn, sem
gera sér leik að því að eyði-
leggja atvinnu þeirra, því eðli-
lega mun það bitna mest á þeim
sjálfum ef ekki tekst að koma
í veg fyrir áframhaldandi á-
rekstra.
Þorgrímur Halldórsson.
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur
vinarhug á sextugsafmælum okkar.
Rósa Ingimundardóttir og Guðni Árnason.
Hofteigi 26.
Útför konunnar minnar, móður og ömmu
SIGKÍOAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Gelti, Grímsnesi,
sem lézt 4. þ. m. fer fram frá Stóruborgarkirkju laugar-
daginn 12. þ. m. kl. 14. Athöfnin hefst með húskveðju að
heimili hinnar látnu kl. 11.
Brynjólfur Þórðarson,
börn og barnabörn.
Eiginmaður mirm
PÉTUR V. SNÆLAND
Haðarstíg 2,
andaðist aðfaranótt 9. þessa mánaðar.
Fyrir hönd barna, fósturbarna, tengdabarna og barna-
barna.
Sigríður Snæland.
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir
SIGURBORG HALLDÓRSDÓTTIR
sem lézt 6. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 11. nóvember kl. 2 e.h. Blóm vin-
samlegast afþökkuð, en bent á minningar og líknarsjóði.
Jón Brynjólfsson ,
Óiafur Magnús Jónsson, Gyða Jónsdóttir,
Brynjólfur Jónsson, Svanhildur Stefánsdóttir.
Útför eiginkonu minnar
UNNAR KRISTlNU EGGERTSDÓTTUR
verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. þ.m. kl. 3
e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Magnús Sigurjónsson
Móðir mín
GUÐNÝ HÖSKULDARDÖTTIR
Meium, Kjalarneshreppi,
verður jarðsungin frá Saurbæjarkirkju föstudaginn
11. þ.m. kl. 2 e.h.
Bílferð verður frá B.S.Í. kl. 1 e.h.
F. h. ættingja.
Indriði Einarsson.
Útför
KJARTANS EYJÓLFSSONAR
trésmiður, Lindargötu 41
sem lézt 2. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkju, föstu-
daginn 11. þ. rn. kl. 1,30.
Aðstandendur.
Jarðarför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa
ÞOKBJÖRNS KLEMENSSONAR
húsameistara,
fer fram frá Fríkirkjunni laugardaginn 12. þ.m. Hefst
með húskveðju að heimili hans Lækjargötu 10 Hafnar-
firði kl. 2 e.h.
Ágústa Jónsdóttir,
Olga Þorbjömsdóttir, Hulda Þorbjömsdóttir,
Eiríkur Kristjánsson, Hilmar Þorbjörnsson,
Margrét Sigurjónsdóttir, Jón Þorbjörnsson,
Elín Friðjónsdóttir, Marinó Þorbjörnsson,
, Una Jóusdóttir og barnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð vegna andláts og
útfarar móður okkar
GUÐBJARGAR ÓLADÓTTUR
Húsavík.
Börnin.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og
jarðarför
JÓNS HÁKONAR BJÖRNSSONAR
Börn og systur hins látna.
Þökkum innilega öllum nær og fjær, auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar
ELlNAR Þ. SVEINBJARNARDÓTTUR
frá Eyri, Arnarstapa.
Fyrir hönd vandamanna.
Karólína Kolbeinsdóttir, Jón Kolbeinsson.