Morgunblaðið - 10.11.1960, Page 20

Morgunblaðið - 10.11.1960, Page 20
Leikdómur — Sjá bls. 6. — JÍtrpwWMiiði 258. tbl. — Fimmtudagur 10. nóvember 1960 íþróttir eru á bls. 18. Banaslys við nýbyggingu við Hunhaga UM nónbil í gær varð dauðaslys við nýbyggingu vestur við Dun- haga hér í Reykjavík. Lílill drengur varð íyrir trébita_ er útbúnaður við kiáf, sem notaður er til flutnings ,á efni, brotnaði. Litli drengurinn hét Hálfdán Þ. Hálfdánsson til heimilis að Fálkagötu 25. Forsaga þessa hörmulega at- burðar er sú, að litli drengurinn hafði verið við bygginguna að fylgjast með athöfnum þe.irra, sem þar voru að starfa eins og bama er háttur. Er húsið íjög- urra hæða fjölbýlishús Verið var að flytja vikurplót- ur í kláf, sem dreginn er af vindu og stendur hún á jörðu niðri. Unglingur stjórnaði vind- unni. Hann segir, að er kláfurinn hafi verið kominn nærri því upp á vinnupall annarrar hæðar, hafi burðarbiti efst uppi brotn- að, en á honum hvílir allur þungi kláfsins. Hafi bitinn kom ið í höfuð litla drengsins, er stóð skammt frá. Við höggið beið diengurinn bana samstund- is. Meðal þeirra, er bar einna fyrst iað á slysstað, voru menn frá Morgunblaðmu. Hálfdán litti bafði staðið svo sem þrjá metra frá þeim stað sem kláfurinn er. Þeir veittu því eftirtekt að vind- an hafði lyfzt upp öðru megin og hefui* burðarbitinn, sem lent hafði í höfði drengsins lent þar undir. Hálfdán litli var sonur hjón- anna Hálfdáns Helgasonar og konu hans Þórdisar Hansdóttur. Rannsóknarlögreglan tók mál- ið þegar í sínar hendur, einnig komu fulltrúar frá Öryggiseftir- litinu á staðinn. S/ór komst í Sigurð í Bremerhaven ÞEGAR togarinn Sigurður var í Bremerhaven fyrir nokkru, kom fyrir smávegis óhapp þar um borð. Sjór komst í botntanka. En vélamenn urðu þessa fljótt varir og var þegar lagfært. Sennilega hefur þetta orsak- azt þannig, að einhver hefur rekið fótinn í sjókrana í véla- rúmi. Við það, að hann opnaðist komst sjór í skipið. Fylltist svelgurinn undir vélarúminu, og flæddi sjórinn yfir botntanka. Voru samskeyti þar ekki nógu traust og komst sjórinn í olí- una. — Vélamenn dældu olíunni af þessum geymi og var olían sett í skilvindu. Starfsmenn Seebeck skipasmíðastöðvarinnar komu síðan um borð og gengu úr skugga um að allt væri þar í lagi. Nú er togarinn að veiðum á Nýfundnalandsmiðum. Mynd af slysstaðnum á homi Dunhaga og Fálkagötu. Spilið, sem drengurinn stóð við, sést á miðri myndinni. Bitinn er Uhdir öðrum enda spilsins. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson) Með beztu sölum í GÆR seldi Katrín frá Reyðar- firði, sem er 150 lesta bátur, 43 lestir af fiski í Þýzkalandi fyrir 44 þús. mörk. Mun þetta vera með beztu sölum á þessu ári I Þýzkalandi. Blaðið átti í gær tal við frétta- ritara sinn á Reyðarfirði, Arnþór Þórólfsson, sem er einn af eig- endum bátsins. Sagði hann að Katrín hefði verið með þorsk, ýsu og keilu, síðastnefndi fiskur- inn sennilega verið meira en ^4 af aflanum. Báturinn fór út beint af veiðum og sagði Arnþór að fiskurinn hefði áreiðanlega ver- ið mjög vel með farinn. Frá Reyðarfirði eru nú gerðir út 3 bátar. Þeir hafa haft mjög sæmilegan afla, 3—9 lestir í róðri og gæftir verið með eindæmum géðar. Þá er togskipið Gunnar gert út með síldartroll í Faxa- flóa og Snæfugl nýfarinn með herpinót á Faxaflóaveiðar. Engin mæðiveiki fannst í lungum EKKI hafa komið fram nein mæðiveikieinkenni í lungum, er send hafa verið á þessu hausti til rannsókna til Tilraunastöðvar- innar á Keldum, að því er Guð- mundur Gislason, læknir, tjáði blaðinu í gær. Skv. reglugerð á að gera flokk un á lungum í sláturhúsum í landinu og senda þau lungu sem eitthvað sézt á til frekari rann- sóknar á Keldum. Er þetta gert Seku skipverjarn- ir látnir íara RANNSÓKN smyglmálsins í Lagarfossi var haldið áfram í gær, og beindist rannsóknin eink um að varningnum, s«m fannst í lestinni. Sex hásetar höfðu játað að vera eigendur að þeim varningi sem fannst milli þilja í káetum skipverja. Og var þeim sagt upp starfi á skipinu í gær. Olympíuskákmófið LEIPZIG 9. nóv. (NTB-ADN). — Lokastaðan í olympíuskakmót- inu varð sem hér segir: A-riðill: Sovétríkin 34 vinn- inga, Bandaríkin 29, Júgóslavía 27, Ungverjaland 22%, Tékkó- slóvakía 21%, Búlgaría 21, Argentína 20%, Vestur Þýzka- land 19%, Austur-Þýzkaland 19, Holland 17, Rúmenía 16%, Eng- land 16%. B-riðill: Sviþjóð 27%, ísrael 26%, Austurríki 24%, Danmörk 23%, Finnland 23%, Noregur 23, Kúba 23, Spánn 22%, Pólland 22, Chile 19%, ísland 16%, Indland 12. C-riðill: Filippseyjar 23%, Indónesía 27%, Mongólía 27%, Albanía 26%, Ecuador 26, Portúgal 26, Frakkland 25, ítalía 24 Belgía 23%, Túnis 21%, Grikkland 20%, Bolivía 19%, Monaco 17%, Irland 17, Malta 14, Libanon 8%. (Freysteinn vann skák sína við Johannessen). til aðstoðar við þá sem vinna að útrýmingu á fjársjúkdómum og ekki sízt vegna þess að lungu hafa undanfarin tvö ár verið verzlunarvara. Aldrei er það þó nema örlítill hluti af lungunum, sem þannig kemur til rannsókn- ar. — Ef þetta kæmist í gott horf, þá væri það nokkuð öruggt eftir- lit, sagði Guðmundur Gíslason. En sums staðar vill verða mis- brestur á. Við reynum þó að fylgjast með þessu á þeim svæð- um, þar sem við teljum að ein- hver hætta «sé. En höfum því miður ekki tíma til að vera stöð ugt að reka á eftir annars stað- ar. fyrir nauðgun og líkamsárás Annar hlaut 15 mán. fangelsi, hinn 3ja mán. í FYRRADAG féll dómur í saka dómi Keflavíkurflugvallar í máli tveggja bandarískra flugliða, sem fyrir fjórum mánuðum voru kærðir fyrir nauðgunartilraun og líkamsárás á íslenzka stúlku. Hlaut annar 15 mánaða fangels- isdóm, en hinn þriggja mánaða fangelsisdóm. Þeir fengu % mán- aðar frest til að ákveða hvort dómunum yrði áfrýjað til hæsta- réttar. Atburðurinn, sem hér um ræð ir, gerðist aðfaranótt 5. júlí í sumar. Kom þá ung stúlka til lögreglunnar í Keflavík og sagði að tveir flugliðar hefðu ráðist á sig, í þeim tilgangi að nauðga sér. Hefði hún komizt undan öðrum, en hinn komið fram vilja sínum. Annar flugliðinn játaði að hafa barið stúlkuna, en þau greindi á um í hvaða tilgangi löðrungur- inn var veittur, og hinn játaði að hafa haft mök við stúlkuna, en kvað það haía gerst með frjáls- um vilja hennar. Málið kom fyrir íslenzkan dóm- stól. Verjandi var Björn Helga- son, héraðsdómslögmaður, en sækjandi Logi Einarsson. Dóm- urinn komst að þeirri niðurstöðu að piltarnir væru sekir og hlaut James Arthur Hurst 15 mánaða fangelsi og var auk þess sviptur ökuleyfi í 6 mánuði fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfeng is, og hinn flugliðinn hlaut 3 mánaða fangelsisdóm. Ekki er enn vitað hvort þeir áfrýja dómn um til Hæstaréttar. Fundur LÍÚ hetst í dag ADALFUNDUR ísl. útvegsmanna hefst í Reykjavík í dag. Fundur. inn verður settur af formanni samtakanna, Sverri Júlíussyni, og hefst kl. 2 í Tjarnarcafé. Full. trúar útvegsmannafélaga úr hin- um ýmsu verstöð vum landsins, sækja fundinn. Auk venjulegra aðalfundar. starfa, verður helzta verkefni fundarins að ræða viðhorf í sjáv- arútvegsmálum. Krabbameins- félagið efnir til happdrættis NÆSTKOMANDI laugardag mun Krabbameinsfélag Reykja- víkur hleypa af stokkunum happ drætti til eflingar starfsemi sinni. Þetta er I þriðja sinn, sem félagið efnir til happdrættis, og væntir þess, að velunnarar fél« agsins rétti hjálparhönd, eins og að undanförnu. Aðalvinningurinn verður Volks wagenbifreið, smíðaár 1961, og 6 aðrir góðir aukavinningar. Aðal útsala verður í skrifstofu félags ins í Blóðbankanum við Baróns- stíg. Öll menningarríki heims eru I látlausri og vaxandi sókn gegn útbreiðslu krabbameins. Ógrynni fjár og þrotlausri vinnu er fórn- að á altari þessarar baráttu, enda öllum ljóst, að því almennari og markvissari, sem hún verður, því fyrr er sigurs að vænta. íslendingar mega ekki láta sitt eftir liggja í þessum átökum. Allir, sem þess eru megnugir, þurfa að taka þátt í þeim með því að styrkja starfsemi krabba- meinsfélaganna í hvívetna, og gera þannig kleift, að beina henni inn á fleiri og stærri svið. Vandaðar greinar í FRANSKA ritinu La Revue Franeaise, sem út kom í sept. mánuði er mjög vel skrifuð grein um ísland eftir Georges Lebrec, og grein um fiskveiðar á íslandi eftir Davíð Ólafsson, fiskimála. stjóra og Má Elísson, hagfræðing. La Revue Franoaise er mjög vandað rit og prentað á góðan pappír, og myndir í því sérlega fallegar. Greinunum um Island fylgja fjölmargar myndir og kort af ís- landi, bæði nýtt og annað frá 15. öld. Þjóðhátíðar- dagur Svia Á MORGUN, 11. nóvember, er þjóðhátíðardagur Svía. I því tiL efni hafa sænski ambassadorinn Sten von Euler-Chelpin og frú hans móttöku í sænska sendiráð- inu á Fjólugötu 9 frá kl. 5—7. Frv. um veítlngu prestukullu rætt ú Kirkjuþingi KEFLAVIK SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Keflavík halda spilakvöld að Vik n.k. föstudagskvöld 11. þ.m. kl. 9. — Verðlaun veitt. Þess er fastlega vænzt að félagar fjöl- menni og taki með sér gesti. KIRKJUÞING hélt áfram störf- um í gær. Var þá til umræðu frumvarp um veitingu presta- kalla, sem var til síðari umræðu og hafði Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritari, framsögu. Var málið afgreitt með ályktun um að bera undir álit héraðsfunda tillögur um veitingu prests- embætta. Samþykkt var ályktun þess efnis, að leggja til við Alþingi, að hámark sóknargjalds verði ákveðið eigi lægra en kr. 100.00. 1 dag er m. a. á dagskrá til. laga til ályktunar um stofnun kristilegs lýðskóla í Skálholti. Fundur hefst kl. 15,30 í Nes- kirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.