Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. nðv. 1960 8 Yfirboð á kvikmyndum Athugasemd um athugasemdir frá Félagi kvikmyndahúseigenda 1 TILEFNI viðtals við fram- kvæmdarstjóra nokkurra kvik- myndahúsa í Reykjavík, og at- hugasemda stjórnarformanns Laugarássbíós, Henry Hálfdánar sonar, sem birtist í Morgunblað- inu 4. þ. m., óskar fél. kvik- myndahúseig. að fá birt í heiðruðu blaði yðar eftirfarandi: 1. Það er staðreynd, að það var Laugarássbíó eða framkv. stj. þess, Valdimar Jónsson, sem gerði tilboð í kvikmyndina „Um- hverfis jörðina á 80 dögum“, fyr- ir mun hærra verð, en Tripoli- bíó hefði getað keypt þá mynd fyrir, ef Laugarássbíó hefði þar hvergi komið nærr. Tripólibíó var því tilneytt, ef það vildi kaupa myndina, að ganga inn í það til- fcoð. —- Það var því ekki um yfirboð, eða „sprengingu á verði“ að ræða af hálfú Tripólibíós, heldur var það þvert á móti Laugarássbíó sem „sprenging- unni“ olli. Vitaskuld er ástæðan til þessa tilboðs Laugarássbíós einvörð- ungu sú, að þeir væntu þess að Tripólibíó mundi ekki sinna myndinni fyrir þetta verð — kappið því meira en forsjálnin!! 2. Ástæðan til þess að Laugar- ássbíó sýnir kvikmyndir lengur en önnur kvikmyndahús hér, sbr. athugasemd stjórnarfor- mannsins: „okkar myndir ganga í mánuði o. s. frv.“ byggist á tvennu, bæði almennt því, að kvikmyndahúsin sýna kvikmynd- ir svo lengi sem sæmileg aðsókn er, og svo hinu, sem einungis á við Laugarássbíó, að samningar um þær myndir sem þeir þegar hefa sýnt, eru þannig, að þeir skuldbinda sig til að sýna mynd imar í ákveðinn lágmarkstíma, hvort heldur aðsókn er sæmileg að myndinni eða ekki. 3. Stjórnarformaður Laugar- ássbíó kveður þá kaupa myndirn ar aðeins á „markaðsverði“. Fróð legt væri að héyra hvað hann á við með markaðsverði á kvik- myndum. Að okkar áliti er vart hægt að nefna neitt almennt markaðsverð á kvikmyndum. Ein faldlega vegna þess að kvikmynd ir eru metnar og seldar einstak- lega, og því matsatriði hverju sinni hvað gefandi er fyrir mynd ina. ^inn almenni skilningur á orðinu markaðsverð, á því ekki við um kvikmyndir. Ef nota ætti þetta orð „markaðsverð" eins og stjórnarformaðurinn gerir, þá er raunar, svo dæmi sé tekið, boð Laugarássbíós í kvikmyndina „Umhverfis jörðina á 80 dögum", þegar orðið markaðsverð mynd- arinnar hingað til lands, er Laug arássbíó setur tilboð sitt fram, og má þá með sanni segja að Tripólibíó hafi keypt myndina a „markaðsverði", því verði sem Laugarássbíó bauð í myndina. í því tilfelli sem hér um ræðir, kaupin á myndinni „Umhverfis jörðina á 80 dögum“ liggur það ljóst fyrir að möguleikar Tripóli bíós til að fá myndina keypta á viðunandi verði voru þeir að bíða rólegir, þar til seljandi lækkaði verðið, „þreyta“ hann, eins og framkvæmdarstj. fyrir- tækisins benti á. Laugarássbíó á hinn bóginn, sem þá hafði ekki enn tekið til starfa í hinum nýju húsakynnum, hófst upp til handa og fóta, án þess að reyna fyrir sér áður hvort ekki væri unnt að fá myndina með samkomulagi við Tripólibíó, og gerir. þetta háa tilboð í myndina. Ekkert er verið að hugsa um gjaldeyris- eyðsluna og sennilega ekki rekst- ursgrundvöllinn. En Laugaráss- bíó nýtur svo sem kunnugt er undanþágu frá greiðslu skemmt- anaskatts, og kann það að hafa haft sin áhrif á tilboð þeirra. 4. „Okkur dettur ekki í hug að kaupa mynd, sem kostar ekki nema þúsund dollara", segir stjórnarformaðurinn orðrétt. „Ég baða mig alltaf einu sinni á dag“, sagði maðurinn, og settist í sparifötunum í forarpollinn. — Ekki vantar nú fínheitin! Það yrði sjálfsagt forráðamönnum Laugarássbíós óbærilegt að greiða minna verð, en er þó mesta furða að þeim líði ekki verr, þar sem staðreyndin er sú að þeir hafa þegar keypt nokkrar kvikmyndir á lægra verði en þúsund dollara, en þó greitt 3—5 sinnum hærra verð fyrir þær myndir en öðrum kvikmyndahús um hafði áður verið boðnar þær myndirá. Þeir verða að vera í sér- flokki þessir herrar, í einu og öllu.! 5. Það er eins og hér hefur verið rakið ekki einasta boðið hátt verð í Todd-AO myndir, heldur einnig í aðrar myndir. Skýrasta dæmið er boð þeirra í kvikmyndina „BOÐORÐIN 10“, sem ekki er framleidd í Todd- AO, en þeir létu sig ekki muna um að bjóða í hana $ 7,500,00, eins og fram kom hjá framkv.stj. Tjarnarbíós, sem ekki kvaðst undir neinum kringumstæðum hafa greitt meira en $ 1,500,00 fyrir myndina. — Þá vantar ekki gjaldeyrinn, og er ekki von þótt spurt sé hver borgi brús- ann? Að síðustu viljum við taka þetta fram: Laugarássbíó hafði (þegar eldra húsið var rekið) og getur enn haft sín föstu viðskipta sambönd, bæði í Bandaríkjun- um og Evrópu. Kvikmyndainnf ly t j endur hér hafa ekki enn sem komið er boð- ið neitt á móti Laugarássbíói, þeir hafa eingöngu í einu tilfelli gengið inn í tilboð þeirra (Um- hverfis jörðina á 80 dögum), en í öðrum tilfellum látið þá bægsl- ast óáreitta, enda þótt þeir hafi haft tækifæri til að ganga inn í tilboð þeirra s.s. „Boðorðin 10“, „Á hverfanda hveli“. Galdra karlinn í Oz‘ o. fl. . Þegar reynt var að ná samkomulagi var þeim boðið að fá allar Todd-AO mynd- ir, sem ekki hafði þegar verið samið um, en vitaskuld var ekki hægt að gangast inri á slíkt um alla framtíð m. a. vegna þess að hér eru að rísa eitt eða tvö kvik- myndahús, sem möguleika hafa að sýna þannig myndir. Samkomulagsumleitanir strönd uðu ekki á okkur heldur á Laug- arássbíói — þeir voru víst of fínir þúsund dollara mennirnir til að ræða við okkur. Sýning Sigurðar Sigurðssonar SÝNING Sigurðar Sigurðssonar hefur nú staðið í nokkra daga í Listamannaskálanum. Hann sýnir um 50 málverk og pastel- myndir að þessu sinni, og hef- ur hann unnið þessi verk á und- anförnum árum. Nokkuð er síð- an Sigurður hefur haldið sýningu en verk hans hafa sézt að jafri- aði á samsýningum undanfarin ár. Þeir, sem fylgzt hafa með list þróun Sigurðar hafa tekið eftir því, að um miklar breytingar hefur verið að ræða, en það er fyrst nú með þessari sýningu, sem mögulegt er að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig hann hefur jafnt og þétt byggt upp persónulega list. Sigurður hefur vaxið mikið sem málari hin síð- ari ár, og verk hans eru nú miklu betur byggð í formi og lit en áð- ur var.Hann er öruggari og hef- ur meiri tök á fyrirmyndum sin- um sem hann oft stilfærir n*kk uð eftir eigin höfði. Litirnir hafa öðlazt meiri kraft og dýpt en áð- ur, og vinnubrögð eru nú öll í fastari skorðum. Annað er það einnig, sem S’g- uj ður#hefur tilemkað sér í síð- ustu verkum sínum. Hann mál- ar nú á frjálsmannlegri hátt en fyrr og mætti ef til vill segja, að pensillinn væri mi'klu mýkri í höndum hans en áður. Einnig er það áberandi hvað hann byggir verk sín örugglega og læt ur smáatriði eigi sig, en leggur áherzlu á samræmingu myndflat arins. Það er að vísu ekki allt jafn gott á þessari sýningu Sigurðar, en heildarsvipur sýningarinnaj er persónulegur og sterkur. A stundum. verður maður var við nokkuð drungalega tóna, og yf- irleitt eru litir Sigurðar nokk- uð þungir í sumum olíumálverk- anna. Pastellitir eiga sérlega vel við Sigurð og þar-nær hann lit- brigðum, sem bæði eru erfið við fangs og krefjast sérstakrar til- finningar. Sem dæmi um þetta má nefna litla mynd No. 45 „Lít- ið víðikjarr" og No. 49 „Lands- lag á Heiðmörk". Hér er á ferðinni hógvær lista- maður, sem er í miklum vexti eins og áður er sagt. Hann vivm- ur með alvöru og festu að verk- um sínum, og óþarfa skraut og krúsidúll er ekki notað til að gylla fyrirmyndir eða málverk- ið siálft í augum almennings Sigurður Sigurðsson á það sannarlega skilið að þessari sýn ingu hans verði veitt verðskuld- uð eftirtekt. Það mundi ekki furða mig, þótt margir hefðu gaman að þessum verkum, en það mundi undra mig mikið, ef það sannaðist, að fólk vildi ekki eignast eitthvað af verkum Sigurðar. Það er sannarlega á- stæða til að samfagna Sigurði Sigurðssyni yfir þeim árangri, er hann hefur náð með þessum áfanga. Valtýr Pétursson. Leikrit Moliérs, „Georg Dandin“, er sýnt um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu í ágætis uppsetningu sænska leikstjórans Hans Dahlins. Gamanleikir Moliérs er fastur liður í leikrita- vali allra helztu leikhúsa í Evrópu og vekja þar jafnan mikla atnygli. Leikritið „Georg Dandin“ er sett upp í hinum gamla franska hefðbundna Moliére-stíl og er það örugglega mjög lærdómsríkt fyrir leikhúsunnendur að kynnast því. — Næsta sýning verður í kvöld. Myndin er af Rúrik Haraldssyni og Lárusi Pálssyni í hlutverkum sínum í leiknum. GuSný Höskulasdótfir Melum á Kjalarnesi Minningarorb GUÐNÝ Höskuldsdóttir andaðist 1. nóv. að heimili sonar síns og tengdadóttur eftir þunga legu. Guðný var fædd 28. marz 1881. Foreldrar hennar voru hjónin Arndís Magnúsdóttir og Hösk- uldur Jónsson, er bjuggu að eru Jón Helgi í Reykjavík, Indriði á Melum á Kjalarnesi, Haraldur í Reykjavík, Arndís húsfreyja á Ingunnarstöðum í Kjós og Finnbogi í Reykjavík. Þetta stutta æviágrip segir ekki mikið. En það þarf hjarta- hlýju og góðvRd til þess að ganga mörgum börnum í móður. stað. Það hefir ekki verið vanda- laust verk þá frekar en nú og • Stóra-Klofa á Landi. Árið 1912 stjúpmóðurnafnið var ekki í há- lá leið Guðnýjar upp á Kjalar- vegum haft áður fyrr. nes og hvernig sem því hefir verið varið, þá ílentist hún þar og giftist bóndanum í Hjarðar- nesi, Einari Gottsveinssyni, sem þá var ekkjumaður með bavna- hóp. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Hjarðarnesi og eignuðust 8 börn en urðu að sjá á bak 3 þeirra ungum. Þau sem eftir lifa -y- SVEINBJORN dagfinsson hæstaréttarlögmaðux EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Simi 19406 Sextug í dag: Marólína G Erlendsdóttir Frú Marólína Guðrún Erlends- dóttir, Mávahlíð 17. Malla, eins og hún er kölluð af vinum og vandamönnum, er fædd að Hópi í Grindavík 13/11, 1900. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum, er henni hafa kynnzt. Er hún um margt sérstæð og merkileg kona, stórvel gefin og glæsileg og svo orðvör að af ber. Því miður hef- ur hún átt við langvarandi veik- indi að stríða. Slíkt er mikið þeim ágætis hjónum, Lísibet Guð áfall fyrir konu á bezta aldri, sem verður af þeim sökum að draga sig að mestu í hlé frá störfum heimilisins, sem verið hefur henni kærast og hún fórn- að starfskröftum sínum fyrir. — Hefur hennar lífsstarf verið unnið að mestu innan veggja þess, og er heimili hennar róm- að fyrir myndarskap og gestrisni. Malla mín, um leið og ég óska þér hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn, vil ég þakka þér elskulega viðkynningu og allt það er þú hefur gott gert mér og mínu heimili. Bið ég guð að gefa þér góða heilsu og bjarta framtíð. M. B. mundsdóttur og Erlendi Odds syni kennara, en föður sinn missti hún sex ára gömul og var síðan hjá móður sinni og seinni manni hennar, Jóni Jóns- syni bifreiðarstjóra. Reyndist hann henni sem beztá faðir. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1919 er hún þá giftist Sigurði Hall- dórssyni verkstjóra. Hafa þau eignazt sex börn. Átti ég því láni að fagna að kynnast Möllu og hennar góða heimili fyrir nokk- uð mörgum árum. Hafa þau kynni verið mér til óblandinnar ánægju og því meir sem kynn- in hafa verið meiri. Malla er mikil mannkostakona, sem nýt- ur virðingar og vináttu þeirra, Guðný var hlédræg kona og fáskiptin en vinur vina sinna og með afbrigðum barngóð. Að sjálfsögðu hefur hún oft mátt vinna hörðum höndum með stóra barnahópnum sínum. Heyrt hefi ég að sængurlegurnar hafi ekki verið of langar, eftir vikuna var hún komin út í mýri 'að raka. Ég kynntist Guðnýju ekki fyrr en hún var komin á efri ár, búin að missa manninn og stóð fyrir búi hjá syni sínum Indriða á Melum. En það var sami dugn- aðurinn og hafði einkennt hana á meðan hún var upp á sitt bezta; Hún var komin út með hrífuna sína hvenær sem stund gafst. Guðný hafði ánægju af lestri góðra bóka og það var gaman að ræða við hana. Hún reyndi ævinlega að finna bjarta hlið á hverju máli. Guðný elsk- aði sólina og hún trúði því að það væri allra meina bót að komast út. Það var draumurinn hennar í sumar, þó hann ekki gæti ræzt á þann hátt. Þá er hún núna komin út í sumarið mikia sem okkar allra bíður. Hún þráði að þurfa ekki að vera öðrum til byrði, en nú síðustu mánuðina var hún hjálparvana og naut þá aðhlynningar barna sinna en þó sérstaklega Indríða sonar síns og Valborgar Kristms- dóttur konu hans. Mér er ljúft að minnast þessar- ar góðu konu og þakka henni allt, sem hún var mér og minni fjölskyldu. Blessuð sé minning hennar. H. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.