Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 12
12 MORGVISBL 4 ÐIÐ Sunnudagur 13. nóv. 1960 JKroðPitstMá&ifr Utg.r H.f. Arvakur Revkjavlk. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstreeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftarg]ald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. I OFRIKI BEITT? ING Alþýðusambands Is- lands er nú í þann veg- inn að hefjast. Meðal fyrstu mála, sem það fjallar um, er inntökubeiðni Landssam- bands íslenzkra verzlunar- manna, sem hefur óskað að gerast aðili að ASÍ. LÍV uppfyllir öll skilyrði til þess að verða aðili að Al- þýðusambandinu. Og engin lögleg ráð eru til að hindra að. samtökin verði tekin í ASÍ. Samt sem áður hafa tveir forystumenn kommún- ista í verkalýðsmálum látið í það skína í blaðaviðtali í Þjóðviljanum, að tilraun verði gerð til þess að meina LÍV inngöngu í Alþýðusam- bandið. Rök kommúnista, ef rök skyldi kalla, hafa verið rak- in af forystumönnum lýð- ræðissinnaðra verkamanna hér í blaðinu og skal því ekki eytt að þeim mörgum orðum. Aðeins skal þó á það bent, að slík landssamtök hafa áð- ur verið tekin inn í Alþýðu- samband íslands, eins og Sjó- mannasamband íslands og Landssamband vörubifreiða- stjóra. Þá má einnig geta þess að nokkur félög verzl- unarmanna eru aðilar að Al- þýðusambandi íslands nú þegar. Þó að kommúnistar hafi þannig lýst því yfjr, að þeir hyggist reyna að beita ofríki á Alþýðusambandsþingi til að hindra löglega afgreiðslu mála, þá verður því ekki trú- að að óreyndu, að þeir fái fylgismenn sína til slíkra verka. Sérstaklega verður þó fróðlegt að sjá, hvort Fram- sóknarmenn, sem að öðru leyti munu sjálfsagt styðja kommúnista á Alþýðusam- bandsþingi, láta hafa sig til að beita verzlunarmenn of- ríki. í röðum verzlunarfólks er allmargt Framsóknar- manna, sem starfar hjá kaup félögunum og SÍS og væru það kaldar kveðjur, sem þeim yrðu sendar, ef þeim yrði meinað um inngöngu í heildarsamtök launþega. Þessar boðuðu ofbeldisað- gerðir kommúnista minna á| orð Adolfs Petersens, sem ný I lega birtust hér í blaðinu, en Adolf er nákunnugur starfs- háttum kommúnista, Hann sagði þá beita Ku Klux Klan aðgerðum til þess að ná fram fyrirætlunum sínum og benti á, að kommúnistar teldu verkalýðinn aðeins til þess nýtan að koma leiðtogunum í æðstu stöður, en að öðru leyti skipti hagur verkalýðs engu máli. Ef raunin verður sú að kommúnistar láta verða af hótunum sínum, þá undir- strika þeir rækilega þessi orð Adlofs Petersens og furðu- legs má það heita, ef laun- þegar og verkalýður sýnir þeim traust, eftir að þeir hafa beitt slíkum bolabrögð- um. LISTMUNA UPPBOÐ ¥ TNDANFARIN ár hefur Sigurður Benediktsson við og við haldið hér í höf- uðstaðnum listmuna- og bóka uppboð. Uppboð þessi hafa orðið mjög vinsæl, enda skemmtileg nýbreytni í bæj- arbragnum. En fyrst og fremst hafa þau þó hagnýta þýðingu. Mikill fjöldi íslendinga safnar bæði listaverkum og bókum. Flestum þykir að vísu vænt um þau listaverk og þær bækur, sem þeir hafa eignazt og vilja helzt ekki þurfa að farga þeim. En oft á tíðum getur fjárhag manna þó verið þannig háttað, að þeir þurfi að koma slíkum verðmætum í peninga. Þann- ig munu þess fjölmörg dæmi, að þeir sem staðið hafa í húsbyggingum hafa leitað til Sigurðar Benediktssonar og beðið hann að selja fyrir sig listmuni eða bækur, svo að þeir gætu losað fé til að ljúka við íbúðir sínar. Og á tímum verðlítilla peninga hafa sumir jafnvel keypt listaverk beinlínis í þeim til- gangi að ávaxta þannig fé sitt. Vegna listmunauppboðanna hefur skapazt nokkurn veg- inn ákveðið gangverð bóka og jafnvel listaverka, þannig að menn vita hér um bil hversu verðmætar þessar eignir þeirra eru. Þetta leiðir aftur til þess, að menn eru fúsari á að kaupa listaverk og þannig styðja uppboðin beinlínis listina í landinu. Þess vegna ber að meta þessa starfsemi. Fohrner dregur vélina út úr fiugskýlinu. Þrír stundarfjórðungar eru þegar liðnir. Tíminn hefur tvðfaidazt ÞAÐ tók Robert Svendsen 31 mínútu að fljúga yfir sundið frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar. Síðan er liðin hálf öld og framfarirnar í flugmálum hafa breytt ferðatíma ein- hreyfla véla. í dag tekur ferðin fimm stundarfjórðunga, eða rúm- lega helmingi lengri tíma. Og nú eru það einungis flugmenn sem þekkja til að- stæðna, sem geta komizt frá Kaupmannahöfn til Málm- eyjar á 75 mínútum. Fyrir ókunnuga tekur þetta enn lengri tíma. Flugtíminn sjálfur hefur au^ vitað stytzt mikið frá því árið 1910. En þróunin kemur fram á öðrum sviðum. 1 dag fer einkaflugvél fra Kastrupflugvelli í Kaup- mannahöfn til Bulltofta flug- vallar í Málmey á 15 mínút- um. En það tekur klukkutíma baráttu að fá að hefja sig tii flugs. Þetta er sérstaklega erfitt fyrir útlendinga, sem kjósa að koma til Kaupmannahafnar með einka vélum, en þeim mun fara sí- fjölgandi á komandi árum. GÖNGUFERÐIR Kaupmannabafnarblaðið B. T. sneri sér nýlega til kaupmanns nokkurs, Fahrners að nafni, og bað hann að fá að senda frétta- mann sinn með í ferð til Málm- eyjar. Fréttamanninum segist svo frá: Kl. 9,25 komum við til flug- vallarins og snerum okkur til skrifstofunnar. Kl. 9,30: Á flugvallarskrifstof- unni er okkur sagt að fylla út flugáætlun með upplýsingum um tilgang flugsins. Kl. 9,40: Við erum komnir á tolleftirlitið. Viðdvölin þar er að eins tvær mínútur, en þangað er 400 metra gönguferð. Kl. 9,50: Eftir 5—600 metra gönguferð til viðbótar, erum við komnir í flugáætlunardeildina, þar sem upjdýsingar eru gefnar um veðurfar o. fl. Þar er lokið við flugáætlunina, sem er send flugturninum. ÞURFTU ÞÓ EKKI VEGABRÉF Ef um hefði verið að ræða flug til landa utan Norðurlanda, eöa ef útlendingar hefðu verið á ferð, væri næsti áfangi vegabréfa- skoðunin. En svo vel vill til að þangað eru aðeins 100 metrar. Við sleppum við þetta og förum þess í stað til bifreiðar okkar og ökum til flugvélageymslunnar, sem liggur við suðurenda flug- vallarins. Þangað eru tíu kíió- metrar, og ekki fyrir ókunnuga að rata. LOKS Á LOFT Kl. 10,10: Við erum komnir til flugskýlisins. Cessna vélin er dregin fram og hreyfillinn ræst ur. Við tilkynnum flugturninum gegnum talstöðina að við séum tilbúnir til flugtaks. Við fáum leyfi til að aka út að flugbrautinni. Kl. 10,25: Við fáum leyfi til flugtaks. Kl. 10,40: Komnir til Málm- eyjar, stundarfjórðungi eftir flugtak, en fimm stundarfjórð- ungum eftir að við komum ferð- búnir til flugvallarinar. Framfarirnar segja til sín. Robert Svendsen ferðbúinn. 31 mínútu síðar var hann í Málmey. Nýr sigur fy London, 10. nóv. (Reuler) GEORGE Brown var í dag kjör- in varaleiðtogi brezka Verka- mannaflokksins. Brown er sterkur fylgismaður leiðtoga flokksins, Hugh Gaitskells, og er kosning hans mikill sigur fyrir Gaitskell. Kosning til varaleiðtoga fór fram í neðri deildinni. Af 254 þingmönnum verkamannaflokks ins kusu 146 Brown. Andstæðing ur hans, Fred Lee, fulltrúi vinstra arms flokksins hlaut 83 atkvæði, 25 þingmenn sátu hja. Brown hefur unnið mikið að því að sætta hina tvo andstæðu arma Verkamannaflokksins, en hefur aldrei dregið dul á stuðn- rir Gaitskell ing sinn við Hugh Gaitskell í varnarmálunum. Brown er tals- maður flokksins í varnarmálum. Frímerki til heiðurs Dulles WASHINGTON, 10. nóv. — Nýtt frímerki verður gefið út í Banda ríkjunum 6. desemiber n.k. til heiðurs við minningu John Fost- er Dulles, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Á frí- merkinu verður mynd af Dulles. Orðsending frá Lumumba Beirut, Libanon, 10. nóv. (Reuter) PATRICE Lumumba, fyrrver- andi forsætisráðherra í Kongó, hefur sent ráðstefnu 27 Asíu og Afríkuríkja, sem hér stendur yf- ir, áskorun um að styðja þjóð- ernishreyfinguna í Kongó. Fulltrúi Arabalýðveldisins af— henti orðsendingu Lumumba á fyrsta fundi ráðstefnunnar, en hún mun standa í nokkra daga, í orðsendingu Lumumba segir m. a.: Barátta okkar við nýlendu. stefnuna varðar ekki Kongólýð- veldið eitt, heldur allar þjóðir sem óska friðar. Heimsvaldasinn. ar og fulltrúar þeirra berjast nú gegn löglegri stjórn og löglegu þjóðþingi Kongó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.