Morgunblaðið - 13.11.1960, Side 16

Morgunblaðið - 13.11.1960, Side 16
16 M flB r rnv n r 4 f) 1 f) Sunnudagur 13. nóv. 1960 x GLUGGATJALDASTEIM£UR gormar —- krókar — lykkjur — bendlar. Verzlunin BRYNJA Laugavegi 29. Nútímakona kona vill nýtízku saumavél Ef JÓLAGJÖFIN til konunnar eða unnust- unnar á að vera HUSQVARNA Automatic er öruggat a að panta hana í tíma. Hagkvæmir greiðsluskilmálar Komið og skoðið eða biðjið um myndalista Husqvarna Automatic léttir heimilisstörfin. GLMMAR ÁSGEIRSSOIM H.F. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200 Þorsteinn Loftsson vélaverkfræðingur ÞORSTEINN LOFTSSON er fæddur 14. nóvember 1890. Hann er því sjötíu ára á morgun. Þorsteinn er ættaður úr Ár- nessýslu, lærði járnsmíði í Reykjavík og stundaði jafn- framt iðnskólanám, er hann lauk með prófi árið 1915, hann hlaut tvisvar verðlaun frá iðn- skólanum fyrir námsafrek. Að járnsmíðanámi loknu hóf hann svo nám í Vélstjóraskól- anum, en svo hét skólinn þá, en heitir nú, eins og kunnugt er Vélskólinn. Árið 1916 var Vélstjóraskólinn í Reykjavík stofnaður. Sama ár settist Þorsteinn í 1. bekk, ásamt 8 öðrum nemendum, en í 2. bekk settust þeir Gísli Jónsson alþm., Hallgrímur Jónsson fyrrv. yfirvélstjóri og Bjarni Þorsteins- son, einn af stofnendum Héðins h.f. Þessir þrír heiðursmenn voru hinir fyrstu sem útskrif- uðust úr Vélstjóraskólanum, en Þorsteinn og félagar hans eru því annar hópurinn sem útskrif- ast úr skólanum, en það var árið 1917. Þorsteini sóttist nám- ið vel og lauk því með góðri einkunn. Að loknu vélstjóranámi sigldi Þorsteinn sem vélstjóri á ýms- um verzlunar- og varðskipum. Þetta voru auðvitað allt eim- skip, þau voru næstum ein- göngu notuð um þessar mundir. Árið 1929 kemur varðskipið Ægir, nýsmíðað til landsins, og markar sá viðburður tímamót í vélskipasögu íslendinga. Þegar lögð voru á ráðin um smíði þessa varðskips, vandaðist málið, þegar átti að fara að manna skipið, til voru vel mennt aðir og æfðir skipstjórnarmenn, en fáir íslendingar voru fyrir hendi er kunnu að fara með dieselvélar. Var þá í ráði að fá danskan yfirvélstjóra á þetta varðskip, en það þótti neyðarúrræði. Þeg- ar þetta mál var í athugun í Danmörku, þar sem var verið að smíða skipið hjá Burmeister & Wain véla- og skipsmíða- stöðinni, var ísl. ráðamönnum bent á, að á ísl. skipi, sem hefði verið í viðgerð hjá þeim ný- lega, væri ungur vélstjóri, er þeir hefðu sérstaklega veitt at- hygli, og að þeirra dómi kæmi þessi ungi maður til greina sem LOÐ ÓSKAST 500—1000 ferm. lóð óskast til kaups. — Kaup á húseign kemur til greina. — Þarf að vera í eða við miðbæinn. — Tilboð er greini stað og stærð, sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m., merkt: „Miðbær — 1210“, S Æ N S K Baðherbergis- sett hvít — gul — græn grá — blá — svört Hagstætt verð Vinsamlegast vitjið pant- anna strax. HELGI MAGIMLSSOIM & CO. Hafnarstræti 10 — Símar: 1-3184 og 1-7227 yfirvélstjóri á þetta nýja skip, ef þeir fengju hann til Dan- merkur í tæka tíð til þjálfunar, og var það úr. Þessi ungi mað- ur var Þorsteinn Loftsson. í ársriti Vélstjórafélagsins 1929 er m. a.: Með komu varðskipsins „Æg- ir“ má telja að nýtt spor sé stígið í ísl. vélskipaútgerð. Ægir er fysrta ísl. skipið með diesel- vél af nýjustu og fullkomnustu gerð. Vélstjórar eru: Þorsteinn Loftsson 1. vélstjóri, Magnús Jónsson 2. vélstjóri og Kristján Sigurjónsson 3. véltjóri. Það er ánægjulegt að ísl. vél- stjórar fái hér tækifæri til þess að sýna að þeir standi ekki að baki erlendum stéttarbræðrum um störf og stjórnsemi. Reynsl- an sem hér fæst af Ægi gefur bendingu um hversu útgerðar- menn geti vænzt af skipum af þessari tegund. Það veltur því á æði miklu hvernig vélstjórunum tekst að leysa starf sitt af hendi. Nú i dag er hægt að svara spurningunni sem varpað var fram í áður nefndri grein. Svar- ið er á þann veg að þetta hafi tekizt með ágætum. Ægir reynd ist hin ágætasta þjálfunarstöð fyrir ísl. vélstjóra í meðferð dieselvéa, þar hafa margir okk- ar eldri vélstjóra starfað, en því miður urðu þeir að bíða í allmörg ár eftir dieselvélskip- um, en nú er svo komið að all- ur okkar skipafloti er búinn dieselvélum, ef frá eru taldir eimtogararnir. Árið 1914 hóf Fiskifélag ís- lands að halda námskeið í með- ferð og hirðingu véla. I þá tíð voru vélarnar frekar litlar og ófullkomnar. Meðal þeirra sem kenndu og veittu þessum nám- skeiðum forstöðu voru þeir Ólaf ur Th. Sveinsson, vélstjóri, er síðar varð skipaskoðunarstjóri og Þórður Runólfsson, núver- andi öryggismálastjóri. Þessir tveir menn lögðu grundvöllinn undir þessi námskeið. Árið 1931 er Þorsteinn ráðin til Fiskifélagsins, sem vélfræði- ráðunautur og kennari við mót- ornámskeiðin. Um þetta leyti er hið nýja hús Fiskifélagsins tekið í notkun og gerbreyttist þá að- staðan við mótornámskeiðin. í húsinu var gerður allmyndarleg- ur salur, ætlaður fyrir verklega mótorkennslu. Mótornámskeiðin vorú nú orðin fastur þáttur í starfsemi félagsins. Þorsteinn hefur aukið veg námskeiðanna mjög, og um leið þeirra manna sem þaðan hafa útskrifazt, með það miklum ágætum að undrun sætir ef tek- ið er tillit til allra aðstæðna, enda er hann að flestra dómi, af burða kennari og leiðbeinandi. Stór er hópurinn orðinn sem notið hafa fræðslu mótornám- skeiða Fiskifélagsins. Jafnframt leiðbeiningar- og kennslustarfi hefur hann þýtt og samið fjölda af vélfræðigrein um, einnig hefur han samið bók um mótorfræði, þá einu sem til er nú á ísl. tungu, en sú þriðja í röðinni, því báðir þeir Ólafur T. Sveinsson og Þórður Runólfs- son sömdu bækur um mótora, er þeir störfuðu hjá Fiskifélag- inu. Þorsteinn hefur séð um þann þátt bréfaskóla SÍS sem fjallar um mótorfræði og margir, sér- staklega úti á landsbyggðinni, hafa notið góðs af. Hann var ritstjóri Vélstjóra- ritsins meðan það kom út, en það rit var eitt af þeim ritum sem Sjómannablaðið Víkingur var stofnað af. Þorsteinn hefur um árabil kennt vélfræði við Stýrimannaskólann. Hann hefur tekið þátt í margs konar félagsstörfum um dagana, m. a. setið oft í stjórn Vélstjóra félagsins og starfað í Oddfellow- reglunni. Af leiðbeiningarstarfsemi hans hafa margir notið góðs af og hefur hann oft verið hafður með í ráðum um smíði báta og val á vélum í þá. Það má t. d. nefna að hann átti drjúgan þátt í því að Strætisvagnar Reykja- víkur breyttu vögnum sínum í dieselvagna. Þorsteinn hefur oft setið i dómstólum er fjöiluðu um mál er varða skip, vélar og verk- smiðjur. Hann hefur oft verið erlendis á vegum Fiskifélagsins, á ráð- stefnum eða að kynna sér ný- ungar á mótorvélasmíði. Þorsteinn er ókveðinn í skoð- un og heldur fast að sínum mál stað, er óhræddur að tjá mein- ingu sína hverjum sem í hlut á, Allir sem kynnzt hafa Þorsteini bera mikið traust og virðingu fyrir honum og er hann að flestra dómi stálheiðarlegur og nákvæmur í sínu starfi. Sér. staklega hefur hanri verið styrk ur og stoð sínum eldri nemend- um og þeir alltaf mátt leita til hans með sín vandamál og jafn- an farið léttari á brún af hans fundi. Það er hægt að segja um Þorstein að hann hafi með sínu starfi klætt landið, ekki skógi, heldur vélum og tækjum, til að þjóna landsmönnum. Þorsteinn er ekki ríkur af veraldarauði, hefur aldrei misnotað sína að- stöðu til að auðga sjálfan sig og sennilega ekki talinn „business"- maður, eins og það er kallað í dag. Hann hefur helgað alla sína starfskrafta þeirri stofnun sem hann starfar við svo og sínu indæla heimili, konu og þrem börnum, sem öll eru uppkom- inn og hafa hlotið góða skóla. menntun og gott veganesti úr föðurgarði. Eg óska svo vini mínum Þorsteini hjartanlega til hamingju á þessum merkisdegi og tel það mikla gæfu að hafa kynnzt honum fyrir um það bil tuttugu árum og eignazt fyrir vin. Þorsteinn verður á ferðalagi um æskuslóðir sinar á afmæiis- deginum. Andrés Guðjónsson. PILTAR, EFÞlÐ EIGIP UNNU5TUNA ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA / te/fft/rtófcéonA W [f /fjjfefróvf/& \ ■ K'-ii -T3, \<=

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.