Morgunblaðið - 13.11.1960, Page 22

Morgunblaðið - 13.11.1960, Page 22
22 MORCVmtr. AT>1Ð Sunnudagur 13. nóv. 1966 Islandsmeistararnir reyndust þeim tékknesku sterkari EKKI fer hjá því að sigur ís- landsmeistaranna yfir hand- knattleiksmeisturum Tékkó- slóvakíu veki mikla athygli. Sigur þeirra var heldur eng- inn tilviljun þrátt fyrir mjög jafnan leik. Lengst af höfðu Islandsmeistararnir yfir í mörkum. Höfðu 3 mörk yfir í hálfleik og höfðu forystu allan tímann nema í 3 stutt tímabil er Tékkar komust yfir. Ýmislegt ber að athuga þegar leikur þessarar meistara tvegyja ianda er borinn saman. 1) Tékkarnir eru óvanir að leika í litlum sal. 2) Tékkarnir hafa þó fengið æf ingu í 4 kvöld fyrir þennan leik og samleikur þeirra er orðinn góður við þær erfiðu aðstæður sem í Hálogalandi eru. 3) Þetta er fyrsti kappleikur FH á keppnistímabilinu. 4) Hafnfirðingar hafa sízt reynzt betri á litlum velli en stór um velli erlendis, enda leika þeir svo hratt og ákveðið að stenzt samanburð við hvaða erlent lið sem er. Að þessum atriðum athuguð- um ber að álykta að lítill völlur sé Hafnfirðingum nokkurt hags- munaatriði. Og það er kannski ánægjulegast af öllu, því það sannar staðreyndina að við eig- um handknattleikslið sem er gjaldgengt hvar sem er. ★ Leikurinn Yfirburði höfðu Hafnfirðingar í skotum sínum, einkum hvað snerpu í þeim snerti, svo og skot hörkuna . Tékkarnir voru mun betri í því að finna leiðina fyrir knöttinn inn á markteiginn og tókst það æði oft þrátt fyrir þétta vörn Fram. Knattöryggi er jafnara og meira hjá þeim en FH. Það voru langskot FH sem úr- slitum réðu og var Pétur Antons son drýgstur við að skora slík mörk, skoraði alls 6. ★ Liðin I hraða og skjótri hugsun gáfu FHmenn tékknesku meisturunum ekkert eftir. Lykillinn að þeirri hæfni Tékkanna að ryðja knett- inum leið inn á markteiginn er að finna í öruggum leik, skipting- um og leikni tveggja manna fyrst og fremst. Það eru Gregoro- vic og Vanecek. Þeir eru höfuð- stoðir þessarar leikaðferðar Tékk- anna. Að öllum FH-mönnum ólöst- uðum átti Hjalti Einarsson drýgstan þátt í sigri FH. Leik- ur hans í markinu var frábær. Staðsetningar hans eru góðar og ákveðni hans í úthlaupum betri en hjá flestum öðrum er hérlendis hafa sézt leika. Með þessum kostum fékk hann var- ið tvö vítaköst og þrisvar eða fjórum sinnum varði hann þegar tékknesku framherjarn ir flugu inn í teiginn til hans. Hann lokaði markinu með út- hlaupum og fékk varið það sem flestum markmönnum er ofraun. Einar Sigurðsson átti og mjög góðan leik. Sama má ségja um Kristján Stefánsson óvenjulega skotfastan mann. Pétur var Körfuknattleikur Reykjavíkurmótið í körfuknatt leik heldur áfram á mánudag kl. 8,15 að Halogalandi. Þá keppa Ármann og ÍR í meistaraflokki karla og í II. flokki karla ÍR og Ármann b. Bergþór skoraði úrslitamarkið. drjúgur en skaut um of. Ragn- ars var gætt meir en góðu hófi gengdi — hafa Tékkarnir senni- lega haft spurnir af .leikni hans og fórnuðu mönnum til að elta hann hvert sem hann fór á vell- inum. Örn er liðinu drjúgur en kunni sízt FH-manna aðferðina ,,maður á mann“. Karl Jóhannsson dæmdi leik- inn og skilaði því verki mjög vel, — betur en þeir dómarar aðrir er dæmt hafa leiki Tékkana. Var hann öruggur, ákveðinn og fatað ist aldrei. — A. St. Firmakeppni lokið HAFNARFIRÐI — Tvímennings keppni Bridgefélagsins er ný- lokið, en spilaðar voru 5 um- ferðir. Efstu menn urðu þessir: Árni og Kári 449% stig, Reynir og Kristján 447, Sigmár og Jón P. 411%, Einar Guðn og Gunn- laugur 407%, Ólafur I. og Hörð- ur Þ. 394, Halldór og Hörður G. 394, Viggó og Kjartan 393 og Hilmar og Sveinn 390. Á miðvikudaginn hefst firma- keppni félagsins og er öllum heimil þátttaka. — G.E. jr I dag t DAG kl. 3 fer fram í þróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli leikur tékknesku handknattleiksmeistaranna og ísl. landsliðsins eins og landsliðsnefnd HSÍ velur það í dag. Völlurinn þar syðra fullnægir kröfum um stærð handknattleiksvalla. Nú fæst því góður saman- burður á getu ísl. hand- knattleiksmanna og félaga þeirra erlendra sem framar Iega standa í íþróttagrein inni. Er ekki að efa að fjöl- menni verður þar syðra. Mið ar fást enn og gilda sem vega bréf inn á völlinn. Á þeim er og merkt leiðin að íþróttahúsinu frá hliðinu. Orðsending til Eiðamaniu. AF sérstökum ástæðum eru nemendur Eiðaskóla frá 1930 og síðar beðnir að koma til viðtal* í Breiðfirðingabúð, uppi, næstk. sunnudag, á Umabilinu frá kl. 2—7 e. h. Hjalti markvörður hefur varið vítakastið. Provazniak liggur á gólfinu eftir. Hjalti stóð sig frábærlega vel. Myndirnar tók Sv, Þormóðsson. áðcuc esz'Á? /w/ /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.