Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 23
Sunnudagur 13. nóv. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
ENSKA KNATTSPYRNAN
Tottenham tapar
17. umferö ensku deildarkeppninnar
fór fram í gær og urðu úrslit þessi:
, 1. deild ...
Arsenal — Chelsea ............. 1 A
Brimingham — Manchester U...... 3:1
Burnley — Wolwerhampton ....... 5:2
Cardiff — Everton ............. 1:1
Fullham — Leicester ........... 4:2
Manchester City — West Ham .... 1:2
Newcastle — Blackpool ......... 4:3
N. Forest — Bolton ............ 2:2
Preston — Aston Villa ......... 1:1
Sheffield W. — Tottenham ...... 2:1
W.B.A. — Blackburn ............ 1:2
2. deild
Brighton — Luton .............. 1:0
Bristol Rovers — Plymouth ..... 2:5
Derby — Sunderland ............. 1:1
Ipswich — Lincoln ............. 3:1
Leeds — Stoke ................. 0:1
Leyton Orient — Huddersfield .... p p
Liverpool — Norwich ........... 2:1
Middlesbrough — Swansea ....... 2:1
Rotherham — Charlton .......... 2:3
Schunthorpe — Portsmouth ....... 5:1
Southampton — Sheffield U...... 0:1
Að 17 umferðum loknum er staðan
þessi:
Thotteham 1. deild 17 15 1 1 54:20 31
Sheffield W. 16 11 4 1 28:12 26
Everton 17 10 4 3 39:26 24
Burnley 17 11 0 6 46:27 22
Manchester U. 16 4 3 9 27:35 11
Bolton 17 4 i 3 10 22:32 11
Hljómleikar
í Þjóðleikhúsimi
SÍÐUSTU tvennir tónleikar voru
í Þjóðleikhúsinu í þessari viku,
tónleikar þriggja Sovétlista-
manna og Sinfóníuhljómsveitar ís
lands undir stjórn Páls Pam-
picklers en einleikari var Sobol-
evski frá Sovétríkjunum.
Efnisskrá Sovétlistamannanna
eýnist hafa verið valin sérstak-
lega fyrir það fólk sem ekki saek
ir tónleika almennt, alþýðutón-
leikar. Hinsvegar voru listamenn
irnir sem hér komu fram úr
flokki þeirra, sem annars flytja
list sína fyrir vandláta og þjálf-
aða áheyrendur, og því fundu
sumir áheyrendur meira til þess
að ekki skyldi hafa verið valin
stærri verkefni. Þetta eru allt af
bragðslistamenn, valið fólk, með
yfirburða kunnáttu og túikun
frábær. Allir munu því hafa
(kvatt gesti okkar með hlýjum
þökkum og góðum endurminning
um.
Á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar kom einn Sovétlista
mannanna, fiðluleikarinn Sobol-
evski, fram sem einleikari í fiðlu
konsert eftir rússneska tónskáld
ið Khatsjaturián. Verkið er mjög
glæsilegt og var flutningur þess
með afbrigðum fallegur, einleik
arinn reyndist vera stórkostlegur
virtúós. Þá var ennfremur flutt
svíta eftir annað rússneskt tón
skáld, Strawinsky, svipmiklar
smámyndir. Að lokum var flutt
fjórða sinfónía Beethovens. Paul
Pampickler hefur enn á ný verið
í eitt ár erlendis til að fullkomna
sig sem stjórnandi. Var strax auð
fundið að stjórn hans var örugg-
ari en áður, og var Sinfónía
Beethovens vel flutt.
Vikar
— Nýtt skipulag
Frh. af bls. 24
Ur í Fossvogi. Þessi samkeppni á
að fara fram samtímis meðal arki
tekta á öllum Norðurlöndunum.
Standa vonir til að öllum undir
búningi verði það fljótt lokið, að
samkeppni þessi geti hafizt í byrj
un næsta árs svo kunnugt verði
um úrslit þessarar samkeppni
hinna norrænu arkitekta á miðju
sumri 1961.
Þá hafa þeir skipulagsstjóri
bæjarins og Bredsdorff tekizt á
hendur, í samráði við^skipulags
nefnd ríkisins, að skipuleggja
svæðin austan Elliðaáa og sunn
an Fossvogs.
Próf. Bredsdorff fór aftur til
Kaupmannahafnar í gær. Þá
daga sem hann hafði hér viðdvöl,
var hann daglega á fundum með
ýmsum embættismönnum í sam-
bandi við öll þessi skipulagsmál.
Blackpool 17 4 2 11 30:40 10
N. Forest 17 2 3 12 21:42 7
2. deild
Sheffield U. 18 14 1 3 35:16 29
Ipswich 17 10 3 4 39:22 23
Liverpool 17 9 4 4 32:22 22
Norwich 17 8 5 4 29:20 21
Bristol Kovers 16 4 4 8 29:41 12
Luton 17 4 4 9 22:35 12
Swansea 17 3 5 9 23:31 11
Lincoln 17 4 3 10 21:34 11
Ágæt síldveiði
í Eyjum
VESTMANNAEYJUM, 12. nóv.
— Ágætis síldveiði var hér í
gær. Munu hafa borizt á land
1200 til 1400 tunnur, sem mest-
megnis fór til frystingar. Hæsti
bátar voru með 360 tunnur,
Bára og Andvari, en tveir bát-
ar eru um nót.
Bátarnir eru úti í dag, þrátt
fyrir 7 vindstig, en þeir veiða í
landvari, vestan undir Eyjun-
um. —
Togaralandanir
SLÉTTBAKUR seldi afli sinn í
Cuxhaven í fyrradag, 78% lest
fyrir 56.630 mörk.
Togarinn Elliði landaði á
Siglufirði á fimmtudag 115
lestum af ísvörðum fiski, sem
veiddist á heimamiðum.
Eldur í Arnarseli
KL. 3.24 í nótt fór einn slökkvi-
liðsbíll að Arnarseli í Bláfjöll-
um, sem er skíðaskáli starfs-
manna á Reykjavíkurflugvelli.
Þarna er skáli og skúr með raf-
stöð og var eldur í rafstöðvar-
skúrnum.
Maður nokkur kom inn á
Slökkvistöðina og kvaðst hafa
séð þar eld. Skúrinn brann, en
skálann tókst að verja.
Landanir í Rvík
AKRANESTOGARINN Víkingur
landaði hér í Reykjavík, eftir
sína fyrstu veiðiför, 18 daga úti-
vist allt tæplega 180 tonnum af
karfa. í gær var verið að landa
úr Þormóði goða, sem fór sama
dag til veiða á Nýfundnalands-
miðum og var hann með 110—120
tonn, — mestmegnis karfa. í gær
var einnig verið að losa Hval-
fellið, sem verið hafði á heima-
miðum og var með um 110 tonna
afla, blandaður fiskur mun það
hafa verið.
Virkjun Jökulsár
á Fjöllum
í GffiR var lögð fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um að und
irbúin verði virkjun Jökulsár á
Fjöllum til stóriðju. Hún hljóðar
svo. „Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta hraða gerð
fullnaðaráætlunar um virkjun
Jökulsár á Fjöllum og athugun á
hagnýtingu orkunnar til fram-
leiðslu á útflutningsvöru og úr-
ræðum til fjáröflunar í því sam-
bandi“. — Flutningsmenn tillög
unnar eru þessir:
Gisli Guðmundsson, Jónas G.
Rafnar, Karl Kristjánsson, Garð
ar Halldórsson, Björn Jónsson,
Magnús Jónsson, Bjartmar Guð-
mundsson.
PATREKSFIRÐI, 11. nóv. —
Gylfi er á leið til Þýzkalands
með um 100 tonn af heimamiðum
og Ólafur Jóhannesson leggur af
stað eftir helgina. Togararnir
sigla með fullri áhöfn. Tveir bát-
ar hafa róið hér að undanförnu,
afli verið góður. í síðustu veiði-
förinni var hann sex tonn.
— Trausti
Peningaskápurinn hélt
Framh. af bls. 24.
verið einn hlekkurinn í þessari
keðju.
Erfiðleikar sjávarútvegsins.
Jónas Haralz vék að hinum sér
stöku erfiðleikum, sem sjávar-
útvegurinn ætti við að stríða.
Hann sagði að þeir ættu aðallega
þrjár rætur:
1) Verðfallið á útflutningsvör
um.
2) Aflabresturinn.
3) Að fyrirtækin í sjávarútveg
inum hefðu verið illa búin
undir þessi áföll og breyting
arnar sem af efnahagsráð-
stöfunum leiddi.
Eina leiðin til að verjast slík
um áföllum sem verðfalli og afla
bresti, sagði hann er að safna í
sjóði á góðærum. Nú er það stað
reynd, að íímabilið 1955-59 hefur
verið eitt hið mesta góðæri sem
yfir landið hefur gengið, svo mik
ið að ekki er hægt að jafna því
við neitt annað en seinhi styrj-
aldarárin og tímabilið 1925-29.
En efnahagsmálastjórnin þenn
an tíma hefur verið slík, að þjóð
in á eftir þetta góðæri engan
gjaldeyrisforða, þvert á móti er
hún stórskuldug. Og uppbóta-
kerfið hefur skammtað útvegin
um svo smátt, að hann hefur
ekki getað safnað neinum vara-
sjóðum.
Ennfremur sagði ræðumaður,
að verðbólgan hefði haft þau á-
hrif, að eigin rekstrarfé fyrir-
tækjanna hefði horfið, þar sem
aldrei hefði fengizt hækkun út á
birgðirnar, þegar útflutningsbæt
ur hefðu hækkað eða gengi ver-
ið breytt.
Leiðin út úr verðbólgunni.
Verðbólgan hafði einnig þau á
hrif, að útvegsmenn festu alltaf
jafnóðum það fé, sem þeir gátu
í nýjum framkvæmdum til að
geta klófest verðbólgugróðann
og þá var ekki alltaf hugsað um
hve skynsamlegar þessar fram-
kvæmdir voru, þar sem menn
bjuggust við að verðbólgan lyfti
skuldabyrðinni af mönnum hvort
eð væri. Vegna þessa hefur f jár-
hagsleg uppbygging fyrirtækja-
anna orðið með þeim hætti, að
þau hlutu að komast í greiðslu-
vandræði, þegar verðbólgan
hætti.
Leiðin út úr þesu, sagði Jón-
as Haralz er endurskipulagtiing
á fjárhagslegri uppbyggingu
fyrirtækjanna og þá með því að
breyta lánum sem veitt hafa
verið til skamms tíma í lán til
langs tíma og þá jafnframt um-
bætur á rekstri fyrirtækjanna.
Er þar um margar leiðir að
ræða, því að rekstur þeirra hef-
ur færzt úr lagi á verðbólgu-
áunum.
Ef þetta tvennt væri gert,
sagði ræðumaður, að hægt myndi
að ná eðlilegri rekstrarafkomu
meginhluta útflutningsatvinnu.
veganna við núverandi gengi.
Engin önnur leið fær
Hann sagði að lokum, að
hann væri sannfærður um að
ekki hefði verið um neina aðra
leið að velja en þessa sem farin
hefði verið og sama er að segja
nú, að ekki er um neina aðra
leið að velja, en þá sem hefur
verið mörkuð, að viðbættum
þessum atriðum varðandi iit-
gerðina.
Með því væri lagður grund-
völlur að traustu atvinnulífi og
vaxandi velmegun í framtíðinni.
Á eftir ræðu Jónasar Haralz
báru ýmsir fundarmenn fram
fyirspurnir til hans, svo sem Ól-
afur Jónsson, Björn Pálsson, Jón
Héðinsson, Valtýr Þorsteinsson
o. fl. Svaraði hann nokkrum fyr-
irspurnunum, en mún halda á-
fram svörum sínum á fundi með
útvegsmönnum á mánudaginn.
INNANFÉLAGSMÓT
Innanfélagsmót verður haldið
kl. 3 e.h. n. k. mánudag. Keppt í
sleggjukasti og kriglukasti. —ÍR
í FYRRINÓTT hugðust ir.n-
brotsþjófar gerast stórtækir og
ráðast á fjárhirzlur i skrifstof-
um Ræsis hf. við Skulagötu.
Þjófarnir munu hafa talið vist
að þar mundi mikið fé vera
svona rétt fyrir útborgunardag
vinnulauna starfsmanti’í.
Þeir hafa verið búnir ýmsum
verkfærum og emnig ’ótc verk-
færi í bílaviðgerðaverkstæði fyr-
irtækisins.
Síðan hafa þeir ráðizt á hurðj
á stórum innmúruðum peninga-
skáp. Þeim tókst að saga hjar-
irnar af skápnum. Þeir hafa
haldið að eftir að tekizt hefði að
ryðja hjörunum úr vegi, myndi
vera hægt að spenna skáphurð-
ina upp.
Hurðin er mjög rambyggileg
og læsing traust. Allar tilraunir
innbrotsþjófanna til að ná henni
upp mistókust og þeir urðu frá
að hverfa.
Sýningu Sigurðar
lýkur í kvöld
MYNLDISTARSÝNING Sigurðar
Sigurðssonar í Listamannaskál-
anum hefur nú staðið í eina viku
og nokkrar myndir selzt. Sýn-
ingunni lýkur á sunnudagskvöld.
Inni í skápnum var geymt
mikið af peningum þessa nótt.
r
I stolnum bíl til
stúlkunnar sinnar
í FYRRAKVÖLD var blárri bif-
reið frá varnarliðinu ekið með
miklum hraða út af flugvellin-
um, án þess að bíllinn stanzaði
við hliðið. Lögregluþjónarnir við
hliðið reyndu að ná ökuþórnum,
en hann var kominn of langt und
an.
Var þá lögreglunni í Reykja-
vík gert aðvart, og skömmu síð-
ar hafðist upp á skrásetningar-
númeri bifreiðar þessarar sem er
nokkurs konar opin sendiferða-
bíll með sæti fyrir tvo. Lögreglu-
menn í Reykjavík og Hafnarfirði
fóru á stúfana. Og náðist bifreið-
in loks á Reykjanesbrautinni.
Ökumaðurinn reyndist vera varn
arliðsmaður, sem hafði tekið bíl-
inn til að fara í heimsókn til
stúlku í Reykjavík. Var maður-
inn undir áhrifum áfengis og
hafði auk þess áður verið sviftur
ökuleyfi.
Schannong’s minnisvarðar
0ster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum,
frændum og vinum fyrir auðsýnda vináttu og gjafir á
80 ára afmæli mínu. Einnig þakka ég Sambandi breið-
firzkra kvenna, Kvenfélagi Hellissands og Kvenfélagi
Háteigssóknar.
Guð blessi ykkur öll og störf ykkar.
Ingveldur Á. Sigmundsdóttir
Hjartans þökk til allra þeirra er heiðruðu mig með
heimsóknum, gjcfum og heillaóskum á sextugsafmæli
mínu 27. okt. s.l.
Aðalsteinn Hjartarson, Grjóteyri.
I
i
Konan mín
ÞURlÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
Eskihlið 12a,
andaðist 12. þessa mánaðar.
Steingrímur Gunnarsson.
Systir okkar
HERDlS BRANDSDÓTTIR
andaðist fimmtudaginn 10. nóv. í sjúkradeild Elliheim-
ilisins Grund. Jarðarförin ákveðin síðar.
Guðrún Brandsdóttir, Tómas Brandsson.
Fóstursystir *>kkar
EYGLÓ KRISTINSDÓTTIR
sem lézt þann 5. nóvember, verður jarðsettur frá Foss-
vogskirkju, þriðjudaginn 15. nóv. kl. 10,30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Ásta Guðmundsdóttir, Unnur Öladóttir
Eiginmaður minn
PÉTUR V. SNÆLAND
Haðarstíg 2,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15.
þ. m. kl. 1,30 e. h.
F. h. barna, fósturbarna, tengdabarna og barnabarna.
Sigríður Snæland.
Þökkum innilega öllum nær og f jær auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður
okkar og tengdaföður
SVEINS SVEINSSONAR
Netagerðarmeistara.
Guð blessi ykkur öll.
Kolfinna Magnúsdóttir, börn og tengdabörn.