Morgunblaðið - 17.11.1960, Side 20
/
MORGVNRL4Ð1Ð
Fimmtudagur 17. nðv. 1960
mín, hann pabbi þinn er kominn
hingað úr lerð til Indlands, og
ég hef gefið honum leyfi til að
heimsækja þig, með því skilyrði,
að þú mátt ekki fara út fyrir
skólalóðina með honum. Eg legg
áherzlu á það . . .
Eg hljóp til ungfrú Marshall.
— Má ég bjóða pabba að borða
með okkur? Jú, það var svo á-
kveðið, hann átti að drekka te
með okkur og borða svo kvöld-
verð sama dag. Og ég mátti
bjóða tveimur telpnanna með
okkur að borði skólastjóranna.
Eg bauð Pam Gardiner, sem var
sautján ára og alltaf til í glens
og gaman. Eg kunni yfirleitt bet
ur við eldri telpurnar, en svo
þekkti mamma líka frú Gardiner.
Svo bauð ég Alice Fox, af því að
pabbi hennar var hinn frægi
skopteiknari Fontain Fox, og þess
vegna myndi pabbi hafa meiri
áhuga á henni.
Mánudagurinn, þegar þetta átti
að gerast, dragnaðist áfram. Næst
um allur bekkurinn minn hópað-
ist saman við aðaldyrnar, þegar
komutími pabba nálgaðist. Við
höfðum alltaf fataskipti fyrir
kvöldverðinn, en í þetta sinn
ruddum við öllum metum á því
sviði, enda hafði svona frægur
maður aldrei heimsótt skólann.
Fáum mánuðum áður höfðum við
haft pabba Alice fyrir gest, en
enda þótt hann væri hátt settur,
þoldi hann engan samanburð við
John Barrymore. Hvern hefði
getað órað fyrir því, að þessi
fremsti elskhugi heims kæmi gest
ur í þennan skóla, í eigin per-
sónu!
— Þarna kemur hann! kallaði
einhver, og í sama bili kom helj
arstór skrautbíll inn um hliðið og
ók nú upp eftir langa malarstígn
um, krókótta. Eg varð dauð-
hrædd — Farið þið allar inn,
sagði ég, — ég vil heilsa pabba
ein.
Bíllinn stanzaði við þrepin,
sem lágu upp að fordyrnunum.
Hurðin opnaðist og pabbi steig
út. Hann leit út eins og hann
kæmi beint út úr einhverri kvik
myndinni sinni. Hann var í gul-
brúnum frakka og með gráan
hatt á höfði, sem hallaðist dálít
ið fram yfir annað augað.
— Treepee! kallaði hann.
Eg reyndi að vera sem dömu-
legust af því að hinar stelpurnar
horfðu á mig út um gluggann, en
það tókst ekki betur en vel. Eg
fann að ég hljóp niður þrepin og
beint í fangið á honum. Hann
þrýsti mér snöggvast að sér og
kyssti mig svo. — Þú ert orðin
meiri daman! sagði hann. Svo
bætti hann við: — Eg kem með
þessar líka indælu þlötur frá
Indlandi og vél til að spila þær
á. Nú kom bílstjórinn með fullt
fangið af bögglum, og elti okkur
svo, þegar við gengum upp dyra-
þrepin. Þetta var alveg eins og í
draumi; hér var ég á gangi með
mínum eigin föður . . . Eg vissi
ekkert hvað ég átti að segja, svo
að ég flýtti mér að stynja upp.
— Þú mátt ekki láta þér bregða
við, en stelpurnar eru allar svo
yfir sig spenntar að sjá þig. Þær
eru núna bak við gluggatjöldin
að kíkja á okkur. Eg veit þér
leiðist þetta svo.
— Nei, nei, sagði hann, rétt
eins og hann yrði steinhissa á þess
ari fjarstæðu. — Þetta máttu
ekki segja, Treepee. Það ert þú,
sem ég kom til að hitta, og meðan
ég er með þér, leiðist mér ekki.
Við geúgum svo inn í húsið,
arm í arm. Þrjár stelpurnar
hölluðu sér kæruleysislega upp
við arininn. Eg kynnti hann þeim
ekki. Eg ætlaði að gera hann
hrifinn, svo að ég fór með hann
beint inn í bókastofuna, þar sem
þær ungfrú Offutt og ungfrú
Marshall voru, ásamt öllu kenn
araliðinu, og biðu taugaóstyrkar
eftir að fá að heilsa gestinum.
Næstu klukkustundirnar liðu
einhvemveginn í hringiðu. Við
fengum te og kökur; hann sagði
skemmtilega frá Indlandsferð
sinni, og þegar tíminn var kom
inn að ganga til borðs, bauð hann
hvorugri skólastýrunni arminn,
heldur mér. Og þegar við leidd
umst inn, hugsaði ég með mér, að
þetta ætti þó að minnsta kosti að
afla mér vinsælda framvegis.
Seinna settist pabbi upp í
herbergið mitt, og horfði með
velþóknun á þegar ég opnaði
bögglana með gjöfum mínum,
sem voru hljómplötur, hamraður
eirketill, og skrítnir hringar og
armbönd, alsett skrítilega litum
steinum.
— Þú veizt, að hann Maurice
afí þinn, var fæddur í Indlandi,
sagði hann. Jú, ég hafði lesið um
það, að langafi minn, Herbert
Blythe hafði verið dómari í Ind
landi, þegar uppreisnin varð þar.
Maurice Blythe var fæddur í
svartholinu í brezka virkinu í
Agra, en þangað hafði mamma
hans flúið fyrir öryggis sakir.
Seinna var afi sendur til Eng-
lands, til þess að læra í Harrow
og Cambridge, en í stað þess að
leggja stund á laganám, gerðist
hann leikari, fjölskyldu sinni til
mikillar skelfingar. Til þess svo
að hneyksla hana sem minnst,
tók hann sér nafnið Barrymore,
sem hann hafði séð einhversstðar
á leikhús-auglýsingu, og árið
1875, þegar hann var 28 ára gam
all, fór hann til Bandaríkjanna.
— Eg gat aldrei komizt til þess
að fara í þetta virki, var pabbi
að segja. (Eg heyrði seinna, að
hann hefði ekki einu sinni kom-
izt til Agra, því að á leiðinni
lenti hann í hóruhúsi, og varð svo
hrifinn, að hann leigði það fyrir
sjálfan sig einan, í heila viku).
En nú fór pabbi að tala um mig.
Mamma hafði sagt honum, að
skólinn okkar hefði nýskeð leikið
leikritið Væri ég kóngur. Hafði
ég verið með í því?
— Nei, ég var ekki með í því,
pabbi, sagði ég, — en ég er með í
frönsku leikriti, sem heitir Ferð
hr. Perrichons. Þar leik ég karl-
mannshlutverk og er með kodda
á maganum fyrir ýstru. Og svo
pataði ég, eins og í leiknum.
— Nú? sagði hann og hnyklaði
brýmar, alveg eins og hann hafði
gert í Hjónaskilnaði. — Þú hef
ur þá fengið yfir þig bölvun
Barrymoranna. Hann bar errin
í Barrymore hart fram. — Kodda
og uppgert andlit eins og pabbi
þinn. Hann kveykti sér í vindl-
ingi. — Þykir þér gaman að því,
Treepee? Þykir þér gaman að
standa framan í ókunnu fólki og
segja orð, sem þú hefur lært utan
bókar?
I .
eS' Eg elskaði allan leikaraskap eini vinurinn minn í kennaralið'
ínu. Svo skrafaði ég við hana
dálitla stund, þangað til að ég
var orðin nægilega róleg til að
fara í rúmið aftur.
Eftir morgunverð, benti ung-
frú Marshall mér að koma til
sín. — Við ætlum að gera sér-
staka undantekningu,. Diana,
sagði hún. — Pabbi þinn hefur
beðið okkur um leyfi til að
bjóða þér og einni bekkjarsystur
þinni til kvöldverðar í kvöld og
við ætlum að leyfa ykkur að
fara. Þú ætlar sjálfsagt að
bjóða Pamelu með þér?
Eg var yfir mig hrifin. Já,
þetta var sannarlega undantekn-
ing, því að við fengum annars
ekki að fara til Baltimore nema
einu sinni hálfsmánaðarlega. Og
fyrirskipun mömmu lét ég eins
og vind um eyru þjóta.
og uppgerð. — Ungfrú Penrose
segir, að ég hafi fjörugt ímynd
unarafl og geti fengið sjálfa mig
til að trúa, að ég sé einhver
annar, sem mér dettur í hug, það
og það skiptið.
Hann sagði ekkert strax, en
loksins rauf hann þögnina. — Þú
varst dálítið góð að teikna, minn
ir mig, og hafðir gaman af því.
Gerirðu nokkuð að því núna?
Ég sagðist fá bezta einkunn í
teikningu. — En allt, sem ég
teikna, er einkennilegt og Ijótt,
eins og dvergar og púkar...........
Ég teikna aldrei falleg andlit.
Hann brosti. — Kannske þú
ætlir að líkjast mér, sagði hann.
— Veiztu það, Treepee, að einu
sinni vildi ég helzt verða málari,
fremur en nokkuð annað? Kann
astu nokkuð við nafnið Gustave
Doré? Ég kinkaði kolli. Við höfð
um mikið skoðað teikningamar
hans, sem voru dapurlegar og
jafnvel hræðilegar. — Já, þegar
ég var ungur maður, langaði mig
til að gera það fyrir Edgar Alan
Poe, sem Doré gerði fyrir Dante
— þú veizt, að hann mynd-
skreytti Inferno hans, og mig
langaði að gera það sama við
kvæðin eftir Poe. Þau ásóttu
mig. En einhvernveginn ............
Hann saug vindlinginn ákaft .,
Það varð aldrei neitt úr því.
Svo breytti hann um umtals-
efni. Langar þig ekki að heyra,
eitthvað af þessum plötum? Mér i 15.00-16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
i 1 , Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður-
er sagt,- að þær seu goðar — eg| fregnir).
náði í þær í Bombay. Svo lékum , 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða
Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir
sjá um tímann).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar. *
19.30 Fréttir.
20.00 Einsöngur: Rússneski bassasöngv
arinn Mark Reshetín syngur;
Jevgenfa Kalínkovitskaja leikur
undir (Hljóðr. á samsöng í Þjóð-
leikhúsinu 6. þ.m.).
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Lárentíusar
saga Kálfssonar; IV. (Andrés
Björnsson).
b) Olafur Sigurðsson á Hellu-
landi flytur vísnaþátt úr
Skagafirði.
c) Guðrún A. Símonar sygur ísl.
lög.
d) Siglingar til Englands á stríðs
árunum, — frásögn Bessa
Gíslasonar skipstjóra (Stefán
Júlíusson rithöfundur flytur).
21.45 Islenzkt mál (Asgeir Bl. Magn*
ússon cand. mag.).
sHÚtvarpiö
Fimmtudagur 17. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn.
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
. leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttuf
(Guðrún Erlendsdóttir).
14.40 „Við sem heima sitjum" (Svava
Jakobsdóttir B.A.).
við nokkrar. Þær voru sorglegar
og vælukenndar. — Ég skil víst
ekki þessa tónlist, pabbí, en
kannske geri ég það þegar ég
verð eldri, sagði ég.
Og svo lauk heimsókninni.
Hann varð að fara til gistihúss-
ins síns í Baltimore, en þangað
var klukkustundar akstur. Hann
ætlaðf að líta inn til mín daginn
eftir, ef hann gæti, áður en hann
tæki lestina vestur.
Ég gat ekki sofnað um kvöld-
ið,.svo var ég hrædd. Ég vissi
dálítið um föður minn og gengi
hans. Það komu sögur um hann
í blöðunum, sem’ komu til bóka-
safnsins okkar, og svo í kvik-
myndatímaritum. Ef ég sjálf:
missti af einhverju, var einhver
stelpnanna vís til að segja mér \ 22.00 Fréttír og veðurfregnir.
það. Þannig vissi ég, að þau 21.10 Uppiestur: Kafli úr ævisögu
Dolores voru nú skilin, og eins
hitt, að hann hafði verið *veik-
ur. Ég fór fram úr rúminu og í
slopp og hljóp svo eftir gang-
inum til herbergis ungfrú Pan-
rosé. Hún kenndi mér ensku.
Eg er ekki viss um það, sagði1 góðlynd, hvíthærð kona, sem var
Skáldið og mamma litla
1) Hæ, hæ .... við erum að fá
heimsókn .... öll fjölskyldan!
2) Fari það nú í logandi. Þetta er
sjálfsagt einhver kunningja þinna.
Aldrei fær maður að vera í friði.
3)
a
r
L
á
6
Á meðan Markús rær
berst hún út í aðal straumáðuna.
til Evu, f — Ég verð að yfirgefa barkar-1 ar á að ná til hennar á sundi. I Evu lendir hann einnig í straum
miðuna. [ bátinn .Það eru meiri möguleik-1 Þegar Markús reynir að ná til' þunganum við fossana.
Halldórs Kíljans Laxness eftir
Feter Hallberg (þýðandinn,
Björn Th. Björnsson, les).
22.30 Kammertónleikar: Tríó i E's-dúr
op. 100 eftir Schubert (Oborin
leikur á píanó, Oistrakh á fiðlu
og Knúsévitsky á knéfiðlu).
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 18. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —-
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnlr.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð-
urfregnir).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir: Guðmundur M. Þorlákssson
segir frá landi hinna gulu manna
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson,
cand. mag.).
20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham-
ar og Heimir Hannesson annast
þáttinn).
20.35 Tónleikar: Trló eftir Brahms
(Gunnar Egilsson leikur á klarí-
nettu, Pétur Þorvaldsson á kné-
fiðlu og Rögnvaldur Sigurjónsson
píanó).
21.00 Upplestur: Jóhanna Norðfjörð
leikkona les ljóð eftir Jóhann
Sigurjónsson.
21.10 „Harpa Davíðs": Guðmundur
Matthiasson söngkennart kynnir
tónlist Gyðinga; III. þáttur.
21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk-
as" eftir Taylor Caldwell; VII.
(Ragnheiður Hafstein þýðir og
les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Erindi: Vísindalegur skilningur
á eðli svefnsins og drauma (Þor
steinn Jónsson frá Ulfsstöðum),
22.35 I léttum tón: Tónlist frá finnska
útvarpinu.
23.00 'Dagskrárlok.
FILMUR, FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTOFIX, Vesturveri