Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 22
Fimmfudagur 17. nov. 1960
/
MORCTfNVLAÐIh
Betur má et...
Sicasti leikurinn vib Tékka
líktist fjölhragðaglímu
TÉKKARNIR voru kvadd-
ir í fyrrakvöld. Kveðju-
leikurinn var eins konar
aukaleikur og mætti þeim
tilraunalandslið. Lítið var
á þessum aukaleik að
græða, helztu einkenni
hans voru slagsmál og
ringulreið, leikur sem
dómarinn m i s s t i alla
sjjórn á.
★ Yfirfullt hús
Húsið var þéttskipað áhorf-
endum — svo þéttskipað að án
efa hafa þar margir verið sem
lítið eða ekkert sáu. En fólkið
sem sá, fékk að sjá mikinn „has-
arleik“.
★ Forysta Tékka
Tékkarnir skoruðu fyrst og
höfðu alltaf forystu í mörkum
utan einu sinni að íslenzka liðinu
tókst að jafna. Það var í fyrri
hálfleik og varð staðan 4:4. f
hálfleik höfðu Tékkarnir 4 mörk
yfir, 10 mörk gegn 6.
Síðari hálflelkurinn var
öllu líkari fjölbragðaglimu en
góðum handknattleik. Dómar-
inn missti tökin á leiknum og
Framh. á bls. 19
TKKKNESKU handknattleiksheimsókninni er lok-
ið. Við höfum fengið góða „tilsögn“ og heimsókn-
in hefur mjög eflt handknattleiksíþróttina og ver-
ið henni góð auglýsing tneðal almennings.
Tékkarnir fara héðan tncð 4 sigra, jafntefli og
eitt tap í „fullgilduu leikjunum, en auk þess biðu
þeir lœgri hlut fyrir Val í hraðkeppninni.
Tékkncska liðið frá Gottwáldov hreppti meist-
aratitil Tékka í handknattleik í vor. En í haust,
vegnaði liðinu ekki eins vel. Hafa verið leiknar
lí umferðir í þéssari képpni sem lýkur 1961 og
stendur Gottwaldov í 4 sœli méð 8 stigum minna
en þeir er forystu hafa, en það er Dukla frá Prag
— liðið sem verið hefur að sigra Dönsk lið (sum
með yfirburðum). Þáð er því Ijóst að Gottwaldov
er ekki það sterkasta sem Tékkar eiga í greininni,
enda hafa veikleikar liðsins vel komið í Ijós hér.
Isl. handknattleiksmenn mega því ekki ofmetn-
ast eða slá af í œfingum á þeirri forsendu að þeir
hafi staðið þessu liði á sporði.
Hins vegar hefur liðið kennt okkur margt.
Mest áberandi mismunur í leik okkar manna og
Gottwaldov-manna er lwe Iítið og lélegt „línu-
spil“ okkar manna er. Tékkarnir kenndu okkur
einnig örugga knattmeðferð og þeír höfðu betri
og jákvœðari leiktakmörk í spili sínu, þó auðveld-
lega megi gera betur en þeir í þeim efnum.
Heimsóknin sýnir okkur áð. við verðum að
leggja hart áð okkur við œfingar ef vonir eiga að
rœtast um gott gengi og góðan hlut í úrslita-
_ keppni fieimsmeistarakeppninnar. __A St
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
þraeði til þess að búa til
einn þráð, sem er jafn
gildur og mannshár.
Köngulóin notar þraeð-
ina, sem hún spinnur, til
margs annars en að búa
til vefinn. Hún gerir úr
þeim poka fyrir eggin sín
og fylgsni fyrir litlu ung-
ana. Ef hún fer á veiðar,
þegar hún er ekki svöng,
vefur hún bráðina inn i
þráðanet og geymir sér
hana þar til síðar. í>á læt-
ur köngulóin næstum allt
af þráð vera að baki sér,
þar sem hún er á ferð.
>að er eins konar örygg-
islína ,sem stöðvar hana
í fallinu, ef hún skyldi
hrapa, þegar hún ferðast
um í háum gróðri.
í Frakklandi var einu
sinni komið á fót verk-
smiðju til að vinna úr
köngulóarþráðum. >eir
voru notaðir til að gera
úr þeim sokka og hanzka.
Til að fá nóg hráefni,
varð að koma upp gríðar-
stóru köngulóabúi. En
það var erfitt að fást við
köngulærnar og verk-
smiðjan varð að hætta.
>ær eta hver aðra, þegar
færi gefst. >ess vegna
urðu þær að hafa einka-
herbergi, og þangað varð
að færa þeim matinn.
Auk þess þurftu þær tals-
vert svæði til að hreyfa
sig á og spinna vefi sína.
Á okkar dögum er þó
notað töluvert af köngu-
lóarþráðum í sumum iðn-
greinum, eins og t.d. við
gerð ýmissa sjóntækja.
En þótt margt sé merki
legt um köngulóna að
segja, tekur þó listfengi
KÓPUR var lítill og lág-
fættur hvolpur. Helzta
skemmtun hans var að
fara í gönguferðir um
bæinn. En hann gat ekki
farið einn og honum
fannst hann of sjaldan
fá að fara út með fólkinu
á heimilinu. >ess vegna
tók Kópur það til bragðs
að slást í fylgd með póst-
inum, þegar hann kom
með bréfin einn daginn.
>etta var langt og
skemmtilegt ferðalag, og
Kópur var í sjöunda
himni. Loks hafði póst-
urinn lokið við að skila
öllum bréfunum, og þá
fór hann inn í pósthús-
ið til að borða þar há-
degisverð. Kópur tók allt
í einu eftir, að hann var
einn og kominn langt í
burtu frá húsinu sínu.
hennar við að vefa netið
sitt öllu öðru fram.
Hefur þú nokkru sinni
séð fallegri og fíngerðari
„handavinnu", en köngu
lóarvef, sem er heill og
óskemmdur?
Hann var líka orðinn
svangur.
En Kópur var samt
ekki ráðalaus .Hann sá,
hvar stóð leigubíll og
hurðin hafði verið opnuð,
af því að bílstjórinn var
að viðra bílinn. Kópur
hoppaði inn og settist í
aftursætið. >egar bílstjór
inn ætlaði að láta hann
út, mótmælti hann há-
stöfum og fitjaði upp á
trýnið. Bílstjórinn sá
nafn og heimilisfang
Kóps. >að var grafið á
plötu, og fest við ólina,
sem hann hafði um háls-
inn.
Bílstjórinn ákvað þá að
aka hvolpnum heim.
Konan, sem átti Kóp,
var farin að undrast um
hann, og það glaðnaði
heldur yfir henni, þegar
hún sá hann hoppa út úr
bílnum. Hún bauðst til
að greiða bílstjóranum
akstursgjaldið, en hann
neitaði að taka við því.
Hann sagði, að Kópur
væri svo óvenjulegur
farþegi, að sig langaði til
að gefa honum fría ferð
ÆSIR og ÁSATRÚ
30. >etta var hræðileg
ijón. >ór horfði ævareið
ur á orminn, sem braust
um og spúði eitri á hann.
Jötuninn var nær dauða
en lífi af hræðslu. 'Ura
leið og >ór lyfti hamr-
inum til að drepa Mið-
garðsorminn, skar Hym-
ir færið sundur, svo að
ormurinn sökk aftur í
djúpið. >ór kastaði hamr
inum eftir honum, en
ormurinn slapp samt lif-
andi. >ór snerist þá á
dæli og löðrungaði jöt-
uninn svo, að hann enda
sentist út úr bátnum.
29. Hymir jötunn vildi
ekki róa mjög langt út.
Hann var hræddur við
Miðgarðsorminn. En >ór
réri og réri og kastaði
ekki út færinu, fyrr en
þeir voru komnir langt
frá landi.
Miðgarðsormurinn beit
á. >ór dró inn, en svo
fast kippti ormurinn i,
að hendur >órs skullu
niður á borðstokkinn og
fæturnir gengu gegn um
bátinn, svo hann stóð á
hafsbotninum, á meðan
hann dró illyrmið inn.
Skrítlur
—Hvernig líkar þér í
skólanum, Jónsi minn?
— Nokkuð vel, en ég
held að kennarinn viti
ekki mikið.
— Af hverju heldur þú
það?
— Hann spyr okkur
krakkana að öllu.
Veiðimaðurinn: „Á hvað
eruð þér að glápa? Vitið
þér kannski ekki, hvað
veiðistöng er?“
Áhorfandinn: „Já, það
er prik með maðk á öðr-
um endanum, en letingja
á hinum“.
★
Móðirin: „Baðstu mann
inn fyrirgefningar, þegar
þú steigst ofan á fótinn á
honum?“
Sigga: „Já, mamma, og
hann gaf mér 10 aura fyr-
ir að vera svona kurteis“.
Móðirin: „Hvað gerð-
irðu þá?“
Sigga: Steig ofan á
hinn fótinn á honum og
bað fyrirgefningar en
fékk ekkert?“