Morgunblaðið - 17.11.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.1960, Qupperneq 24
íþróttir eru á bls. 22. JMtrgiuifrlafcifc 264. tbl. — Fimmtudagur 17. nóvember 1960 Frá Alþingi Sjá blaðsíðu 8. Alvarlegt slys á Hafn arfjarðarvegi UM kl. átta í gærkvöldi varð J>að slys á vegamótum Hafnar fjarðarvegar og Bústaðaveg að fullorðinn maður á skelli- nöðru varð fyrir bifreið af Opelgerð, er kom akandi aust an Bústaðaveg. Maðurinn var á leið suður Hafnarfjarðar- veg, að því er næst verður komizt. Stjórnín oskar útvorpsum- ræðna um land helgismúlið Á F U N D I sameinaðs þings í gær skýrði Frið- jón Skarphéðinsson for- seti sam. þings frá því, að ríkisstjórnin hefði óskað eftir útvarpsum- ræðum um landhelgis- málið. Ekki er alveg Ijóst hvernær þær um- ræður muni fara fram, en það verður að öllum líkindum alveg á næst- unni. - Sigurður Bjarna- son kominn heim SIGURÐUR Bjamason, ritstjóri og kona hans komu heim frá New York í gærmorgun með Loft leiðaflugvél. Hefur Sigurður setið á þingi Sameinuðu þjóð- anna síðan það kom saman hinn 20. sept. sl. Maðurinn á skellinöðrinni meiddist mjög. Hann var þegar fluttir á sjúkrahús. Skil ríki fundust ekki í fórum hans og vann rannsóknarlögreglan að því í gærkvöldi að kanna hver maðurinn væri m. a. með því að leita eftir skrásetning- armerki skellinöðrunnar og hver eigandi hennar væri. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins var maðurinn lífshættulega slasaður, hafði fengið mikið höfuðhögg. Sá er bifreiðinni ók kveðst ekki hafa orðið skellinöðrunn ar var fyrr en í þann mund er slysið varð. Rannsóknarlögreglan biður alla þá er upplýsingar kunna að geta gefið um slysið að gefa sig fram. «r Stóðum í stað meðan ná- grannaþjóðir sóttu tram Tveir teknir ölvaðir LÖGREGLAN hafði í gærkvöldi hendur í hári á tveimur ölvuðum ökumönnum. Annar hafði lent í árekstri og reyndi síðan að kom- ast undan, en leigubifreið veitti honum eftirför þar til hann náð- ist. Hinn náðist er lögreglan var að umferðastörfum. Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstœðisfélaganna endurkjörin í gœrkvöldi Á AÐALFUNDI Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík í gærkvöldi flutti próf. Ólaf- ur Björnsson ræðu um horfurnar í efnahagsmálum. — Höskuldur Ólafsson sparisjóðsstjóri, var kos inn fundarstjóri. Minntist hann látinna félaga á árinu, þeirra Halldórs Skaptasonar bókara, Jóns Hallvarðssonar verkamanns, Núma Jónssonar rennismiðs og Karls O. Bjarnasonar vara- slökkviliðsstjóra. Risu fiundar- menn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Birgir Kjaran formaður Full- trúaráðsins, flutti skýrslu stjórn- ar og færði Baldvin Tryggva- syni, sem látið hefir af starfi sem framkvæmdastjóri Fulltrúaráðs- ins, þakkir fyrir mikil og vel- unnin störf. — í stjórn Fulltrúa- ráðsins voru endurkjörin þau Birgir Kjaran, Bjarni Benedikts- son og Gróa Pétursdóttir og til vara Guðm. Benediktsson, Jó- hann Hafstein og Ragnar Lárus- son. Auk þess eiga sæti í stjórn- inni formenn allra Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Ólafur Björnsson drap á það í ræðu sinni, að samkv. skýrslu ASÍ, sem birt hefði verið sem fylgiskjal með frumvarpi Einars Olgeirssonar um áætlunarráð rík isins, hefði kaupmáttur launa hérlendis ekkert vaxið frá árinu 1945, en á sama tíma hefði kaup- máttur launa t.d. í Danmörku allt að því tvöfaldazt, og sömu sögu væri að segja frá flestum nágrannalöndunum. Sýndi þetta glöggt hver nauðsyn hefði verið að breyta um stefnu í efnahags- málunum. Ræðumaður gat um það, að frá febrúarlokum til okt.loka í ár, hefði gjaldeyrisstaðan batnað um hvorki meira né minna en 211 millj. króna, en til samanburðar mætti geta þess, að frá sama tíma í fyrra hefði hún versnað um 240,6 millj. kr. Bæri þetta glöggt vitni um árangur viðreisn arinnar, sem í öllum meginatrið- um hefði reynzt nákvæmlega eins og ráð var fyrir gert. Taldi Ólafur Björnsson að bjart væri framundan ef hinar nýju efna- hagsráðstafanir fengju að standa og árangur þeirra að koma í ljós. Að lokinni ræðu frummælanda tóku til máls Ingólfur Muller, Kjartan Ólafsson og Hannes Þor- steinsson. HÉR gefur að líta Tröllafoss, þar sem hann siglir í áttina að höfninni í Vestmannaeyj- um í 9 vindstigum á austan og brimi. Hér reynir á nákvæmni lóðsins að koma þessu stóra skipi að bryggju í svo miklu roki. Tröllafoss er nú í Eyjum að lesta 1750 lestir af mjöli og er það annar stórfarmurinn af mjöli, sem fer frá Vestmanna- eyjum á skömmum tíma. Þess má geta að þessi mjöllestun- arferð er síðasta ferð skip- .stjórans, Egils Þorgilssonar. - Myndina tók Sigurg. Jónsson. -<$>- Gúmbuxurnar björguðu drengnum Hvitu börnin skrópa / mótmælaskyni NEW ORLEANS í Louisiana, 16. nóv. (NTB). — Mótmæla- aðgerðir eru hafnar í New Orleans vegna þess, að fjög- ur svertingjabörn fengu að- gang að einum barnaskóla hvítra manna í borginni. Svertingjabörnin komu fyrst til skólans á mánudaginn í fylgd með nokkrum lögreglu- þjónum. Var strax ljóst, að hvítu börnin í skólanum vildu ekki sætta sig við þetta ný- mæli, púuðu þau i einum hóp á svertingjabörnin og heyrð- ust þar margar haturs og háðs glósur. f dag mættu aðeins fjórir nemendur í skóla þessum, svertingjabörnin. Hin hvítu börn hafa ákveðið með til- styrk foreldra sinna, að mæta ekki í kennslustundum fram- ar, þar til svertingjarnir hafa verið reknir á dyr. Jafnframt þessu söfnuðust um 1000 hvít börn og ungling- ar saman í nágrenni skóla- hússins og báru kröfuspjöld þar sem fordæmd var sam- skólaganga svartra og hvítra. Lögreglulið dreifði hóp þess- um með vatnsbunum. ABalfundur L.Í.Ú. AÐALFUNDI Landssambands út vegsmanna var fram haldið í gær kvöldi. Lögð voru fram nefndar- álit frá afurðasölunefnd og mælti Sverrir Júlíusson formaður sam- bandsins fyrir þeim, en hann er jafnframt formaður nefndarinn- ar. Umræður um nefndarálitin stóðu í gærdag og var fundi haldið áfram kl. 21.00 í gær- kvöldi. AKUREYRI, 16. nóv. — Maður- ii'.n, sem bjargaði litla drengnum frá drukknun á Akureyri sl. laug ardag, eins og sagt var frá í blaðinu í gær, heitir Birkir Skarphéðinsson, og er starfsmað- ur hjá Efnagerð Akureyrar. Fréttamaður blaðsins á Akur- eyri átti stutt símtal við Birki af þessu tilefni. Kvaðst hann hafa verið að aka með sjónum og allt í einu séð hvar lítill drengur flaut í vatnsborðinu, um hálfan annan metra frá landi. Hann flaut á grúfu og gaf frá sér hljóð, þegar andlitið kom upp úr vatnsskorpunni. Þrír fé- lagar hans, á svipuðum aldri, um þriggja ara gamlir, stóðu í fjörunni. Kvöldvaka Stefnis HAFNARFIRÐI Fyrsta kvöld vaka Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna, verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. —- Spilað verð- ur Bingó og fjöldi verðlauna veitt. Sýning á björgufi- artækjum í FYRRADAG héldu Vélar og Skip hf. sýningu á björgunar- tækjum í Þj óðleikhúskj allaran- voru þar meðal annars sýnd neyðarsenditæki „Lifeline , sem eru ný á markaðnum og „Dun lop“ gúmbjörgunarbátar. þessari sýningu verður sagt í blaðinu síðar. Frá nánar ftlý þingskjol EFTIRTALIN þingskjöl hafa ver ið lögð fram á Alþingi síðustu daga: Frv. um landsútsvör, flm.: Karl Guðjónsson og Hannibal Valdimarsson. Þá hefur Unnar Stefánsson lagt fram tvær þál- till.; um eftirlit með fyrirtækja- samtökum og um flugbraut í Vestmannaeyjum. Drengurinn, sem heitir Hörður Guðmundsson, var klæddui gúm buxum, svokölluðum . „polla- buxum“, og hafði komizt nægi- legt loft í þær til að hann flaut. Birkir óð út í og náði drengn- um. Er hann kom með hann í land, stóðu hinir snáðarnir þar og voru farnir að skæla. Systir Harðar kom að og Birkir afhenti henni drenginn. Hugsaði hann ekki frekar um það, fyrr en fréttamaðurinn hringdi. —Mag. Ekki hæ<ít að slæða vegna veðurs MBL. sneri sér í gærkvöldi til forstjóra Landhelgisgæzl unnar og spurðist fyrir um hvernig gengi með öflun sannana gegn brezka tog- aranum William Wilber- force, sem grunur leikur á að höggvið hafi af sér vörp- una meira en 10 sjómílur innan fiskveiðitakmarkanna við Ingólfshöfða. Pétu Sigurðsson tjáði blað inu að beðið hefði verið eft- ir því að slæða á þessum slóðum um hálfan annan sólarhring, en tækifæri hefði ekki gefizt vegna veð- urs. Ekki er unnt að sanna landhelgisbrot á togarann með öðrum hætti, þar sem hann var ekki staðinn að veiðum þar sem hans var fyrst vart.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.