Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 2
2 MORCTHVPT ifílÐ Fimmfudagw I. des. 1960 Mikíl bók tekin saman um œvi listamannsins Muggs BÓKAÚTGÁFA Helgafells hefur nú gefið út mikla og merkilega bók um listmálar- ann Guðmund Thorsteinsson, sem tók sér nafnið Muggur. í gærdag hlýddu blaðamenn á Björn Th. Björnsson listfræðing, sem tekið hefur saman bókina, segja stuttlega frá ýmsu úr ævi þessa sérstæð. manns. Bókin er að uppistöðu til ævisaga Muggs, en hann var sonur Péturs Thorst einssonar, sem á sínum tíma rak eina umfangsmestu útgeró hér á landi, vestur í Bíldudal. Það kom strax í ljós mikil listhneigð í fari hans og leið hans liggur inn í hina konunglegu lista akademíu í Kaupmannahöfn. Líf skáldsins Um Mugg komst Björn m. a. svo að orði, að honum hafi verið áskapað hið áhyggjulausa lífs- viðhorf bóhemsins og honum ekki brugðið um neina tegund stöðuglyndis, meðan hann lifði. Hann hafði verið á sífelldum ferðalögum um allan heim, og þótt þá geisaði heimsstyrjöldin hin fyrri, með öllum þeim hætt- um á heimshöfunum, sem af henni stafaði, þá fór hann allra Túnfiskveiðar Frakka Á TÍMABILINU frá nóvem- ber 1959 til maí 1960 fékk franski túnfiskveiðiflotinn við Vestur-Afríku metafla: 17.500 tonn, en á veiðitímanum ári áður var aflinn 16.000 tonn. með könn- unarflugið Kaupmannahöfn, 30. nóv. Einkaskeyti til Mbl. MIKIÐ er rætt tun ískönnunar- flugið, við Grænland. Segir Grænlandspósturinn, að þessi þjónusta hafi verið mjög slæleg og útbúnaðurinn, sem notaður hafi verið, gamall og úreltur. Viðvaranir hafi oft á tíðum borizt mjög seint frá ískönnunar þjónustunni og þvi verið vill- andi. — Danski verzlunarmála- ráðherrann tilkynnti í gær, að Danir hefðu sjálfir enga flugvél haft til að leysa þetta verkefni af hendi, þegar vélskipið Hanne fórst í vor. önnur flugvélin hefði ekki getað farið á loft í Syðri Straumfirði vegna lélegra veður skilyrða, en hin flugvélin hefði verið í vistaflutningum. — Þessi ummæli voru tilefnið til skrifa Grænlandspóstsins. — Informa- tion segir, að ískönnunarflugvél ar séu oft ekki við hendina, þegar þeirra sé þörf. Vart sé hægt að vísa frá kröfu um rannsókn máls- ins, hún sé nú sett fram á þingi. — Það fer því vart milli mála, að ýmsir eru óánægðir með framkvæmd könnunarflugsins, eins og hún hefur verið. J/AM/ÍA* 1 / SVSOhnutor H Snjótoma 7 Skúrir 9 06/ fC Þrumur XutíuM H, Hml I 4///,um*tHiUM lélagl | 1 ■■ " * TTööö 7o/o , /o/o j IO/& Muggur og Kristín Jónsdóttir listmálari, er þau höfðu opnað málverkasýningu í Reykjavík. ferða sinna: til Þýzkalands, Nor- egs og Ameríku. Fyrsta sýningin Árið 1915 kom hann hingað heim og hélt hann þá hina einu sýningu á myndum sínum. Sýndi þá með honum Kristín Jónsdótt- ir listmálari. Gat Björn Th. Björnsson þess, að þessi stór- brotna listakona hefði verið helzti heimildarmaður sinn, þá t er hann vann að bókinni. Myndi enginn íslendingur hafa þekkt Mugg eins vc' og Kristín. Afkastamikill Björn kvað óhemju ósköp liggja eftir Mugg af myndum. Myndlistarferill hans stóð aðeins 10—11 ár, enda var hann aðeins 32 ára gamall, er hann lézt á leið hingað heim sunnan frá Miðjarðarhafsströnd Frakklands, heltekinn af berklum. Þar syðra málaði hann síðustu myndir sín- ar, og voru þær einkum trúar- Hámerar til Íta'íu Patreksfirði, 30. okt. JÖKULFELL kom til Patreks- fjarðar í gær til að lesta hámerar og fiskflök, en komst ekki upp að bryggju vegma veðurs. í dag j lægði og er nú unnið að því að skipa út fiskflökum og um 200 hámerum, en á þriðja hundrað hámerar hafa veiðzt sér að þessu sinni. Hámerunum verður sennilega umskipað í Hollandi eða Belgíu, en áfangastaður þeirra er ítaliu. Aflabrögð hafa annars verið lé- leg, þó róðrar hafi yfirleitt verið stundaðir. Sama er að segja um togarana. B/v. Ólafur Jóhann- esson hóf aftur veiðar í gær, en hann er nýkominn frá Þýzka- landi, þar sem hann seldi 80 smálestir fyrir 61,200 mörk. B/v. Gylfi er í veiðiferð. — Trausti. legs efnis. En meðan hann var upp á sitt bezta, málaði hann meðal annars margar af sínum beztu þjóðsagnamyndum, teikn- ingarnar í Þulur móðursystur sinnar Theódóru Thoroddsen og myndakverið Negrastrákarn- ir. Altaristöíluna, sem er í Bessa staðakirkju, málaði hann suður á ítalíu. Muggur var meðal leikenda í kvikmyndinni Borgarættin. Síðar er hann kom hingað heim, vegna fjárhagsörðugleika, stofn- aði hann myndlistarskóla. Hann tók mikinn þátt í skemmtanalífi bæjarbúa, og margir fulltíða Reykvíkingar minnast barna- skemmtanna sem hann hélt. Veikindi Ekki mun Muggur hafa gengið heill til skógar á þessum árum, því þá gera berklarnir fyrst vart við sig. Á Vífilsstaðarhæli saum- aði hann rúmliggjandi eitt mesta listaverk sitt, myndina Synda- fallið, sem Listasafn ríkisins á. Hann komst á fætur og suður um lönd, og var á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands, er hann varð að fara heim helsjúkur af berklum, sem fyrr segir. Lík hans var flutt hingað heim með Gullfossi og var sá flutningur nokkuð sögulegur, vegna þess að enginn farþeganna á skipinu mátti vit- að lík væri með skipinu. Mikill aðdáandi hans úti í Dan mörku, próf. Rysberg, gaf hing- að heim fyrir allmörgum árum merkilegt safn mynda eftir Mugg, en það var einnig þessi danski menntamaður, sem lét gera legsteininn á gröf hans hér í kirkjugarðinum í Suðurgötu, og var það listakonan Júlíana Sveinsdóttir sem hann gerði. 200 blaðsíðna bók Björn gat þess, að er hann var að vinna að bókinni, hafi hann m. a. unnið úr um 400 póstkort- um, sém Muggur sendi ýmsum vinum og kunningjum. Af póst- stimplum má nærri því rekja slóð Muggs á hverjum tíma. Hann skrifaði mjög sjaldan sendibréf. Bókin um Mugg er í allstóru broti, nærri 200 blaðsíður. í henni eru prentaðar 32 litmyndir og að auki 60 myndir í svörtu og hvítu. Þar er og að finna myndir af tréskurði hans, stein- prenti, tréþrykki, bókaskreyting ar, myndir af hvers konar út- skurði o. fl. Þá eru í bókinni 35 myndir er snerta ævi listamans- ins. í GÆR var snjókoma norður af Vestfjörðum og búizt við að hún mundi ná suður Vest- firði og Norðurland í dag. Um Bretlandseyjar og Norð ursjó er hlýtt, og þokuloft víða með úða og rigningu. — 1 Osló hlóð niður snjó um hádegið en gert ráð fyrir að hlýnaði með kvöldinu. Ný lægð var yfir Lawrence flóa og snjóaði í Labrador. í dag mun hún verða komin út yfir hafið suður af Græn- landi á leið austur á bóginn. Veðurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land til Breiðafjarðar og miðin: NA kaldi og létt- skýjað í nótt, allhvass norð- an og skýjað á morgun. Vestfirðir og Vestfjarðamið: Allhvass og síðan hvass, snjó- koma norðan til. Norðurland, NA-land og miðin: Vaxandi NA átt og slydda í nótt, hvassviðri eða stormur og snjókoma á morg- un. Austfirðir og miðin: NA hvassviðri og rigning í nótt en norðan stormur og snjó- koma norðan til á morgun. SA-land og miðin: NA stinningskaldi, síðan allhvass norðan, bjart veður. Hrakningará Fjarðarheiði SÍÐASTL. þriðjudagskvöld lentu fimm menn í áætlun- arbíl í hrakningum á Fjarð- ar heiði. Var um tíma óttazt um þá og leitarflokkar gerðir út bæði frá Egilsstöðum og Seyðisfirði. — Mbl. hafði í gær samband við bifreiða- stjórann, Þorbjörn Arnodds- son á Egilsstöðum, og sagðist honum svo frá: — Við lögðum af stað frá Seyðisfirði til Egilsstaða kl. tæp lega tvö á þriðjudag. Þá var ágætis veður á Seyðisfirði. Við vorum komin norður fyrir Mið- heiði rétt eftir kl. 3, en þar brotnaði öxull bifreiðarinnar. — Skömmu áður höfðum við lent í djúpum skafli, sem okkur tókst þó að komast í gegnum, eftir nokkurt þóf. Þá var komin iðu- laus hrið og 13 vindstig, svobíll- inn nötraði allur. Það var ekk- eert annað að gera, eftir að öxullinn brotnaði, en að reyna Hver ert þú sjálfur" rr KOMIN ER ÚT bókin „Hver ert þú sjálfur? eftir P iuI Brunton. Er þetta rit framlag til skýring- Peronistar í orrustu BUENOS AIRES, 30. nóv. — Stuðningsmenn Perons hafa látið töluvert á sér bera að undan- förnu. í dag áttu þeir í fimm stunda orrustu við stjórnarher- inn um Rosario-virkið og a. m. k. 10 sprengjur voru sprengdar í höfuðborginni. Peronistar urðu að láta undan síga fjórir féllu, þrír voru haridtekmr. Eldui herbergi í geyiosHi- KL. 16,35 í gærdag var Slökkvi- liðið kvatt að húsi Blindrafélags ins á Grundarstíg 11. Hafði kvikn að þar út frá röri í geymsluher- bergi í kjallara hússins. Slökkvi liðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn, og er geymsluherbergið nær óskemmt eftir íkviknunina. Hins vegar brann talsvert af kúst um og annarri fram’e'ðslu, sem geymd var í herbeiginu. Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði HAFNARFIRÐI. — Næstkom- andi laugardag efna Sjálfstæðis- félögin hér til árshátíðar í Góð- templarahúsinu, og hefst hún með sameiginlegri kaffidrykkju kl. 8,30. Á árshátiðinni syngur Erlingur jVigi'ússon og Guðvarður Sigurðs son flytur skemmtiþátt. Einnig ; verður hið vinsæla Bingó spilað. 1 Loks verður stiginn dans fram ' eftir nóttu. j Aðgöngumiðar verða seldir í Gnt*ó á laugardaginn og við inn * gangiun ef eitthvað verður eftir. ar á þeim duldu lögmálum, sem gilda í andans heimi. „Tilgang- ur þessarar bókar“, segir höf- undur hennar m. a., „er sá að benda á yoga-aðferðir við hæf-i vestrænna manna, en ávextir þessara aðferða eru rósemi hjart ans, stjórn á hugsunum og ti’.- hneigingum og möguleikar á sambandi við æðri máttarvöld sér til þroska. Þessi bók hjálpar mönnum til sjálfsþekkingar." Bókin skiptist í tvo megin- hluta, Greiningarnar og Æfing- amar. Kaflafyrirsagnir eru m. a.: Maðurinn er ráðgáta, Grein- ing efnislíkamans, Greining til- finningalífsins, Greining hugs- analífsins, Eilífðin að baki tím- ans, Uppspretta allrar snilli, Fágun tilfinningalífsins, Hug- stjórn, Sjálfsrannsókn, Dular- magn andardráttarins, Dular- magn augans, Launhelgar hjart- ans, Yfirsjálfið og Leitin. Bókin er 330 bls. að stærð. Út- gefandi er ísafoldarprentsmiðja ihf. að ná sæluhúsinu, en þangað voru um það bil fjórir km. — Eg og einn farþeganna lögðum gangandi af stað, en hinir far- þegarnir þrír biðu í bílnum á meðan. Þegar við komum í kof- ann, hringdi ég til Egilsstaða eftir hjálp, en fékk þá að vita að björgunarleiðangur væri þegar lagður af stað frá Egils- stöðum og annar frá Seyðisfirði. Við biðum í kofanum þangað til björgunarleiðangurinn frá Seyðisfirði kom. Þá var kl. um 6. Þeir komust ekki lengra en up að Efristað á bílum, en gengu svo afganginn. Þeir komu bæði með mat og föt. Það var bók- staflega ekkert af slíku í sælu- húsinu. Því hafði öllu verið ruplað. Það var ekki einu sinni hægt að finna eldspýtu. Við tókum svo olíuofn, sem var í kofa Rafmagnsveitunnar þarna skammt frá, til þess að hita upp bílinn. Eg vissi að hann mundi vera orðinn benzínlaus, því eg skildi hann eftir í gangi til þess að það yrði hlýtt á far- þegunum. Við biðum þangað til björg- unarleiðangurinn frá Egilsstöð- um kom. Þá var kl. um 3. Þeir voru 5 tíma á leiðinni á snjóbíl og jeppa, sem fylgdi í kjölfar ýtu. Fólkinu leið sæmilega vel í bílnum á meðan. Það gerði olíuofninn. Við komum svo til Egilsstaða kl. hálf-fimm eða sex. Færðin var mjög þung, blind- hríð og snjóbíllinn átti erfitt með að halda veginum. Hann var svo andskoti dimmur. En þetta fór samt allt vel og strák. arnir x flugbjörgunarsveitinni voru röskir og eins hjálparsveit- in, sem kom frá Seyðisfirði. ____ Þetta með sæluhúsið er til skammar og getur auk þess ver- ið alvarlegt, ef verr stendur á en hjá okkur í þessari ferð. Keflavík SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIS SÓKN í Keflavík held- ur bazar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 9. — Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi fyrir jótin. t.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.