Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 15

Morgunblaðið - 01.12.1960, Síða 15
Fimmtudagar 1. des. 1960 M OK r r’xnr 4 fíl Ð 15 Páll V.G. Kolka skrifar um „Dægrin blá eflir Kristmann Guðmundsson U ANNAÐ bindið af endurminn- ingum Kristmanns skálds er komið út. Það fyrsta var saga kolbíts, sem lá í öskustó, ófús að vinna venjuleg störf hús- karla og jafn illa séður af hús- bændum og þrælum. Engin þeirra kolbítssagna, sem náð hafa til vor úr forneskju, endar í öskustónni og þessi ekki held- ur. Sláninn, sem lá við langelda og starði í glæðurnar, með öll- um þeirra margbreytilegu mynd um, hristir af sér draumaslenið og heldur út yfir hafið í leit að fé og frama. Kristmann var svo heppinn að fara til Noregs en ekki til Danmerkur, eins og flestir landar, sem framan af öldinni fóru í önnur lönd í leit að skáldfrægð. í Danmörku var hinn grái realismi Brandesar- stefnunnar ekki fjaraður út og íslendingar voru þar ekki í miklum metum, en í Noregi var litskrúðug þjóðernisrómantík of- arlega á baugi. Þar var skyld- leikinn við íslendinga talinn til upphefðar, skuldin við fornöld- ina viðurkennd. Hin mikla inn- stæða Snorra Sturlusonar 'gaf vexti, sem urðu fátækum íslend ingum farareyrir og gjaldmið- ill. Við skildum við Kristmann í lok fyrsta bindisins, „Isold hin svarta", sem „maladjusted" ung- menni, hafandi allt á hornum sér og hrakið af braut í hraun af skilningslausum og kaldrifj- uðum samferðamönnum. Hungr- uðum og fleiðruðum heilsa hon- um fjöll Noregs á sólríkum sumardegi, „furet og vejrbidt“, en með græna hríslu í hverri kletta^koru. Fólkið er eins, hrjúft til að sjá, en ylríkt og ilmandi við nánari viðkynn- ingu. Þetta á jafnt við um skóla félagana á lýðskólunum, verk- smiðjufólkið í síldarverksmiðj- um Bjellands og heimasæturn- ar í seljunum. „Dægrin blá“ er velvalið heiti á þessari bók. Það hvílir blá hitamóða yfir fyrstu árun- um, tíbrá titrar yfir gjánum, svo að þær sýnast sem blikandi vötn, hæðirnar hillir uppi. Ef til vill er þar um nokkrar sjón- hverfingar að ræða, þegar litið er um öxl. Manni virðast lýs- ingarnar framan af bókinni nokkuð líkar gljámyndum, mað- ur dregur í efa með sjálfum sér, að Kristmann, sem ekki var alveg óreyndur í óstasök- um, þegar hann fór af íslandi, sé svo saklaus og óhrifsinn, sem hann vill vera láta, þegar stúlk- urnar sækja að honum eins og flugur í hunang. Það síðasta er alls ekki ótrúlegt, hann er myndarlegur að vallarsýn, ný- stárlegur og „interessant", eins og útlendingar eru oft í augum kvenna. Á þeim árum * var það líka talið miklu frækilegra að vera skáld og rithöfundur en gaulari eða glymskrátti á næt- urklúbbum og dansknæpum. Kristmann Guðmundsson Neonljósin höfðu enn ekki blindað menn á tign norðurljós- anna, heilafrumur upprennandi kynslóðar ekki verið dengdar til óbóta með djassi. Lýsingin á ýmsum viðbrögð- um Kristmanns kémur nokkuð flatt upp á mann með köflum, en „einn er hver sér of sefa“ og má hún því vel vera sönn, enda alls ekki óskiljanleg, þegar dýpra er rýnt. Ef til vill ber þessi sískotni, margkvænti og mislukkaði eiginmaður, afkom- andi annálaðra kvennamanna, það mikla virðingu fyrir ást- inni, að hann finnur hana of góða til fíflaskapar, bæði í orði og verki. Það má Kristmann eiga, að hann ber sínum fyrrverandi óstmeyjum og eiginkonum vel söguna, fer mjúkum höndum um þá ágalla þeirra, sem Ieiddu til hjúskaparslita, a, m. k. svo langt sem þessi bók nær. Hann stenzt þá freistingu að bera lík þeirra á markaðstorg, kryfja þau þar og halda sýningu á þeirra innri pörtum gegn að- gangseyri forvitinna lesenda. Það er meira heldur en hægt er að segja um ýmis önnur skáld. Ekki reynir hann heldur til að varpa allri sökinni af sjálfum sér, jenda væri það hlálegt að skoða sig sem alfullkominn ekta mann, en svo glámskyggnan á galla kvenna að draga núllin hvert af öðru í happdrætti j hjónabandsins. Það þarf drjúg-. an skammt af heilagri einfeldni | til að verða methafi í hjóna- böndum með heilli þjóð, en trúa því alltaf jafnstöðugt, að hin sanna hamingja bíði bak við næsta húshorn. Til þess þarf maður að vera skáld og sveim- hugi. Ég tek hér ekki með í reikninginn þá Hollywood-tízku, sem varla á skylt við ást, að skipta um konur eins og skitnar flíkur, þótt slík fataskipti þyki nógu merkileg til að fylla marga dálka í blöðum og tímaritum með fréttum af þeim. Ég tæpti á því í ritdómi mín- um um ísold hina svörtu, að bernskureynsla Kristmanns myndi hafa mótað ástalíf hans síðan, enda væri maður illa kunnugur Freud, ef maður léti sér ekki detta það í hug. Hann fór á mis við móðurblíðu í bernsku og hafði ósjálfráðan viðbjóð á henni, þegar hún loks- ins bauðst honum á gelgjuskeiði hans, og hann var sviptur þeirri sælu reynslu og haldgóða trausti á konunni, sem sveinbarn öðlast við hlýtt og gjöfult móðurbrjóst. Hann hefur fundið sig svikinn um þá vöggugjöf, sem lífið skuldar hverjum hvítvoðungi, Eðlilegar hvatir og undirvituð tilfinning um þennan órétt heyja síðan stríð um hann og hann gerir hverja hqiðarlega tilraunina af annarri til að brúa þessa gjá í sínu eigin sálarlífi. Vel má vera, að það takist í áttundu tilraun, eins og tatara- nornin spáði, og skal óskin um það vera brúðargjöf nú. Við þessar aðstæður hefna margir sín á kvenkyninu með því að gerast flagarar, ef ekki annað vérra, og við fyrstu sýn heldur maður það hræsni, þeg- ar Kristmann lýsir því, hve lítið veiðibráður hann var oft og tíð- um, þótt tækifærið blasti við. En í vitund hans — eða undir- vitund — lifði lika minningin um þann órétt, sem móðir hans varð að þola meðan hún bar hann undir belti, og hann hefur dulda hvöt til að afplána þá misgerð. Syndir feðranna geta stundum orðið til varnaðar, verkað sem hemill á mann, sem hefur réttlætistilfinningu og samúð skáldsins með öllu því, sem lifir, ekki hvað sízt því, sem er breyzkt eða brothætt. Konan og listin eru bæði sam- herjar og afbrýðisamir andstæð- ingar, en listin hefur átt sterk- ari tök á lífi Kristmanns en nökkur ein kona. Hann er frá því fyrsta trúaður á skóldköllun sína og hefur reynzt henni trúr. íslenzk sveitamenning var í æsku hans byrjuð að fó í kinn- ar hektiskan roða tæringarsjúkl ingsins, en hún reyndist honum samt góð fóstra. Mál hans er hreint og tært, stíll hans laus við trúarbrögð sirkusfíflsins Og andstuttan ákafa Broadway- mennskunnar. Með námi af vör- um norskrar alþýðu nær hann snilldartökum á erlendu máli eins og Pólverjinn Joseph Con- rad í samvistum við enska far- Framh. á bls. 16. 4 LESBÓK BARNANNA CRETTISSAG A 73. Fundu þeir þá ekki Skálann, en sáu bar ösku- hrúgu mikla, og þar í fundu þeir mannabein mörg, þótt- ust nú vita, að sæluhúsið mundi hafa brunnið allt upp ©g þeir menn, sem þar höfðu í verið, þeir spurðu, hvort Grettir hefði valdið þessu ó- happi, og sögðu þetta hið mesta illvirki. Grettir kvað Hú það fram komið, er hann grunaði, að þeir myndu hon- um illa eldsóknina launa, og segir illt ódrengjum lið að veita. Kaupmenn sögðu, hvar sem þeir komu, að Grettir hefði þessa menn inni brennt. 74. Varð Grettir nú svo fyr irlitinn, að nær engir vildu honum gott gera. Vildi hann nú fyrir hvern mun komast á konungs fund og hélt norður til brándheims. hað var einn dag, þá er konungur sat að málstefnu, að Grettir gekk fyrir konung- inn og kvaddi hann vel. Konungur leit við honum og mælti: „Ertu Grettir hinn sterki?“ Hann svarar: „Kallaður hefi ég svo verið, og er ég af því hér kominn, að ég vænti af yður nokkurrar linunar um það illmæli, er mér hefir kennt verið, en ég þykist þessa eigi valdur“. 7B. ólafur konungur mælti: *Ærið ertu gildur, en eigi Veit eg, hverja gæfu þú berð tál að hrinda þessu máli af þér. En líkara væri, að þú hefðtr eigi viljandi mennina tnni brennt“. Grettir kvaðst gjarna vilja •f sér koma þessu ámæli, ef konungi þætti það vera mega. „Vil eg bjóða mig til slíkrar undanfærslu, sem yður þykja lög til standa“. Ólafur konungur mælti þá: „Unna viljum vér þér að bera járn fyrir þetta mál, ef þér verður þess auðið“. 76. Gretti líkaði það allvel. Tók hann nú að fasta tii járnsins, og leið tii þess, er sá dagur kom, er skírslan skildi fram fara. Þá gekk konungur tii kirkju og bisk- UP og fjöldi fólks, því að mörgum var forvitni á að sjá Gretti, svo mikið sem af hon um var sagt. Síðan var Grett- ir til kirkju leiddur. Og er hann kom til kirkju, litu þeir margir til hans, er fyrir voru, og töluðu þeir, að hann væri ólíkur flestum mönnum sak- ir afls og vaxtar. Gekk Grett- ir nú innar eftir gólfinu. | J l | I I 1 I I I I 1 I I Stefán frá Hvítadal; ^JJciuótiÁ ncí (cjciót Sólin blessuð sígur rauS til viðar, glóa á lofti gullin ský, grátklökk áin niðar. Haustið nálgast, hríð og vetrar- rosinn, senn er ekki sólar von, senn er áin frosin. Lóan horfin, lokið söngvafulli, rökkvar hér, en suðræn sól sveipar hana gulli. Ógnar myrkrið oss á norður- ströndum, innra grætur óðfús þrá eftir suðurlöndum. Eigum vér þá aðeins myrkar nætur, enga fró né innri hvíld, engar raunabætur? Himinn yfir. Huggast þú. sem grætur. Stjörnur tindra, geislar guðs, gegn um vetrarnætur. Vetrarnóttin varla mun oss saka, fyrst að ijósin ofan að yfir mönnum vaka. f fk f I t t %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.