Morgunblaðið - 21.12.1960, Page 11
Miðvikudagur 21. des. 1960
M on r.n \ nr 4fílÐ
11
Albert Klahn hljómsveitar-
stjóri — Minning
ALBERT Klahn var fæddur í
Neustadt í Holstein (Norður-
Þýzkalandi) þ. 10. ágúst 1885, var
faðir hans tónlistarkennari þar
á staðnum og hélt heimavistar-
skóla fyrir unga hljóðfæraleik-
ara, sem þá var algengt í Þýzka-
landi. Albert litli mun hafa byrj
að mjög snemma tónlistarnámið
því 6 ára gamall var hann þegar
farinn að leiika á fiðlu, og þegar
hann var 8 ára var hann farinn
að spila á ýmsum opinberum
skemmtunum, brúðkaupsveizlum
og mörgum samkomum, og hafði
hann fyrstu árin leikið með afa
Albert Klahn
sínum, sem var flautuleikari.
Síðan kom hin æðri tónlistar-
menntun. Ungur var hann send-
ur á tónlistarskólann í Souders-
Þar var Albert Klahn réttur mað
ur á réttum stað. Það get ég full-
yrt, að í Hamborg á þeim árum
fór mikið orð af A. Kl. fyrir hvað
hann leysti þetta starf vel af
hendi. Það valt sem sé mikið
á því fyrir kvikmyndahúsin að
músíkin væri góð, ekki síður
en myndirnar sjálfar.
Ég kynntist A. Kl. lítilsháttar
á árinu 1923, og varð ég þegar
snortínn af hans djarflegu og
karlmannlegu framkomu, hann
var góðum gáfum gæddur með
ágæta tónlistarmenntun og ham-
hleypa til starfa, strangur en víð
sýnn stjórnandi, sem ætlaðist til
mikils af starfsbræðrum sinum,
en hlífði sjálfum sér aldrei. Síð-
an réðist ég sem eellóleikari í
hljómsveit Alberts, sem þá lék í
kvikmyndahúsinu Millertor. Það
var sumarið 1925. Ekki get
ég að því gert, að ég minnist
þeirra ára í Hamborg með nokk-
urri viðkvæmni, enda voru það
beztu ár ævi minnar.
Já kæri vinur minn, við vor-
um þá djarfir og hraustir, og
starfið var mikið, en það fylgdi
ávalt gleði og litla Millertor-
hljómsveitin þín var orðlögð
fyrir góðan leik undir myndun-
um og gott samkomulag. Við vor-
um allir eins og bræður. Eg minn
ist þess alltaf hversu við vorum
alltaf reiðubúnir að styðja hvor
annan bæði í blíðu og stríðu.
„Við áttum þar fjölmarga indæla
stund“. Eitt er líka víst að eftir
höfðinu dansa limirnir. Það er
víst að þessi litla hljómsveit var
eitt hjarta og ein sál.
Síðan kom hin nýja tækni, tal
þér fyrir okkar löngu góðu sam-
veru, og þína órofa vináttu. „Gott
er sjúkum að sofa“. Hér endaði
bjart líf, og hvíldin frá fögru
starfinu verða ljúf. Minningin
um þig mun endast lengi, og
einnig um okkar kæru Hamborg,
svo sem syngur í huga mér. „Enn
ertu fögur sem forðum“. O, Ham
burg anden Elbeauen wie prach-
tvoll bist Du an zuschauen". Svo
mun hún vissulega verða um
margar aldir,. og þú sem siglir
um hin breiðu heimsins höf, hef-
ur nú hafið hina mestu og síð-
ustu siglingu yfir hafið dulda og
mikla. Góða ferð.
Þórh. Árnason.
Kveðja frá félögum
í Lúðrasveit
Hafnarfjarðar
NÚ í DAG, þegar við kveðjum
vin okkar og stjórnanda Albert
Klahn, þá verður okkur félögum
Lúðrasveitar Hafnarfjarðar efst
í huga þær góðu og skemmtilegu
minningar, sem við eigum um
hann eftir 11 ára samstarf. Þeg-
ar Lúðrasveit Hafnarfjarðar vav
stofnuð fyrir tæpum 11 árum, var
það gæfa hennar að hafa fengið
þennan ágæta mann fyrir stjórn-
anda. Af sérstökum dugnaði og
4huga tókst honum að koma þess
ari sveit í það horf, sem hún
er í dag. Þess vegna stöndum við
í mikilli þakkarskuld við hann,
og við finnum það bezt nuna,
þegar við kveðjum Albert Klahn
þvílíkur mannkostamaður hann
var. Áhugi hans í þessu starfi var
svo mikill að með fádæmum má
teljast. Og nú þetta slðasta ár,
þegar heilsan var fann að biia,
lét hann það ekki aftra sig frá
að mæta á æfingum, þó sár-
þjáður væri. Fyrir þetta allt, og
minningarnar um hann, erum
við þakklátir og kveðjum hann
með söknuði í huga. En við vit-
um að slíkur maður sem Klahn,
á góða heimkomu á það tilveru-
stig, sem honum er ætlað. Góð-
ar bænir okkar og þakklæti
fylgja honum, á þeirri braut, sem
hann nú gengur, og við biðjum
góðan Guð um að blessa hann og
styrkja á ókomnum tíma, og segj
um, góði gamli Klahn, þakka þér
fyrir allt og allt.
hausen sem þá var mjög þekktur myndirnar. Það var 1931, að þessi
fyrir að hafa marga framúrskar- , starfsgrein lagðist niður og urð-
andi góða kennara. Þar í fursta- um# vi® Þ® að skilja um stund.
dæminu var þá mikið um sinfóníu Eítir þetta réðist A. Kl. á stór
tónleika og óperusýningar, sem farþegaskip, sem hljómsveitar-
nemendurnir spiluðu allir við . stióri> °S var Þa } siglingum, mest
meðfram náminu. Þegar skóla- j tÚ Suður-Ameríku og Mexiko.
náminu lauk tók herskyldan við.1 Nú kom nazisminn til sögunnar,
og var A. Kl. þegar ljóst hversu
gjörsamlega að hann stóð í önd-
verðum meiði við allt það fyrir-
tæki, og hugðist þegar yfirgefa
ættjörð sína. Eftir skilnað okkar
stóðum við alltaf í sambandi hvor
við annan, A. Kl. hafði ákveðið
að flytja til Braziliu, en fyrir
mín orð breytti hann um stefnu
og fluttist til íslands i staðinn
1936. Eg gerði það af ráðnum
hug að benda honum hingað,
enda varð sú för ekki til einskis.
Það kom brátt í ljós að hér beið
hans mikið og gott starf, og ber
þá fyrst að minnast hans ágætu
stjórnar á Lúðrasveit R-víkur,
sem hófst þegar eftir hingað
komu hans, og reyndist með þeim
ágætum sem mörgum er enn
minnisstætt. Þá ber einnig að
geta um og þakka honum starfið
bæði í útvarpshljómsveitinni og
Sinfóníuhljómsveit íslands, sem
bæði var mikið og vel þegið.
Síðustu 11 árin var hann stjórn-
andi og kennari Lúðrasveitar
Hafnarfjarðar.
Ekki get ég endað þessar lín-
ur án þess að votta mitt innileg-
asta þakklæti þeim tengdamóð-
ur hans og mágkonum, sem stund
uðu hann og hjúkruðu í hans erf-
iðu veikindum af slíkri fórnar-
lund og ástúð, sem hágöfugt má
teljast. Svo hreinn mannkærleiki
getur aðeins verið meðfæddur
slíkum ágætis manneskjum.
Albert Klahn var þríkvæntur,
var fyrsta konan hans af hol-
steinskum ættum, en er látin
fyrir mörgum árum, við henni
gat hann eina dóttur, sem því
miður er veikluj) og á heilsu-
hæli á L. I. við New York. önnur
kona hans var Fanny Heimann
frá Hamborg, var hún ágætur
píanóleikari. Hún andaðist í
Reykjavík 1940. Síðasta kona
hans var Guðrún Guðmundsdótt
ir, sem andaðist 12. janúar 1957,
ættuð af Suðurnesjum.
Kæri látni vinur! Ég þakka
Albert Klahn réðist þá sem hljóð
færaleikari á þýzka keisaralega
flotann, hann mun þá hafa verið
um tvítugt. Þjónustan í þýzka
flotanum • bar Albert vítt um
heimshöfin, svo sem til Indlands,
Kína, Japan og Kyrrahafseyj-
anna. Það var oft unun að
heyra hann segja frá þeim ferð-
um sérstaklega frá Samóa, Java
og fleiri stöðum þar sem margt
frumstætt fólk var að finna. Síð-
ar tók Albert þátt í heimsstyrj-
öldinni hinni fyrri, en úr þeim
Ijóta leik slapp hann þó heill,
þótt oft stæði þar skammt á milli
lífs og dauða. Eftir þetta settist
Albert að í Hamborg og hóf þar
mikið starf, fyrst á stæstu kaffi-
húsum bæjarins, þar sem hann
stjórnaði hljómsveitum, sem
voru í milli 20 og 30 menn, þá
var hann einnig í stjórn hljóð-
færaleikarafélagsins, og var ötull
starfsmaður þeii'ra samtaka. Þá
tók við það sem ég vil kalla hans
aðalstarf, en það var að setja
saman músík og stjórna kvik-
myndahússhjólmsveitum, þvi þá
voru allar kvikmyndir þöglar.
RAGNAR JONSSON
hæstarettarlögmaður
Vonarstr. 4 VR-húsið Sími 17752
Vögfræðistörf og eignaumsýsla
HILMAR FOSS
lögg. skjalþ. og dómt.
Hafnarstræti 11. — Sími 14824.
GERUM VI»
olíufýringar, W.C.-kassa, krana
og ýmis heimilistæki.
Nýsmíði. — Símar 24912, 50988.
Sigurður Olason
Hæstaréttai'lögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
Héraflsdómslögniaður
MálflutningsAkrífstofa
Austurstræti 14. Simi 153-35
S AIVISÆRI
þagnarinnar
Bókin, sem er svo spennandi,
að varla var talið hægt að
kvikmynda hana þannig að
atburðarásin næðist
Hún er ótrúleg þessi saga — sagan af
földu fjársjóðunum tveim — stærstu fjár-
sjóðum stríðsins.
I innrás Þjóðverja í Júgóslaviu 1941 bar
svo við, að fjórir þýzkir hermenn í bryn-
varðri bifi'eið stöðvuðu júgóslavneska
vörubifreið og komust að raun um það
sér til mikillar undrunar, að hlass hennar
var gullstangir — virði tugmilljóna. Þetta
var tilviljun ein, en hún breytti lífi
þeirra allra, og í kjölfarið fylgdu ofbeld-
isverk, ótti og dauði.
Tveim ái'um síðar var lagt af stað með hinn mikla ránsfeng Rommels frá Afríku
til Þýzkalands á sérstöku skipi, en hann komst aldrei á leiðarenda. Flugvélar réð-
ust á farkostinn, sem flutti þennan sjóð, og skipverjar sökktu fjársjóðnum i sjóinn
í því skyni að finna hann síðar. En örlögin tóku í taumana, og það er enn hulin
ráðgáta, hvar sjóður þessi er.
Höfundar þessarar bókar hafa lagt sig fram um að ráða gátur þessara földu fjár-
sjóða, og í þeirri leit hafa leiðir þeirra legið til Júgóslavíu, Frakklands, Þýzka-
lands, Italíu og Korsíku. En þeir komust að raun um það, að um leyndarmál
þessa sjóðs ófst svo þéttur dularhjúpur, að hann vax'ð ekki kallaður öðru nafni en
SAMSÆRI ÞAGNARINNAR.
Og þó vissu of margir of mikið um þessi mál. Þess vegna urðu svo margir að
deyja. Hver var Júgójlavinn, sem komst undan helsærður, eftir að þýzki bryn-
vagninn hafði ráðizt á júgóslavnesku vörubifreiðina? — Hver var hugmynd þýzka
liðsforingjans Heidrich, er hann sneri með menn sína aftur til vígstöðvanna?
Leyndardómur þessarar bókar eru margir, og hún segir engin sögulok vegna þess
að leitin heldur enn áfram. En þó mun sagan taka lesandann svo föstum tökum, að
hann hlýtur að lesa hana til síðasta orðs.
Bókaútgáfan LOGI
Simi 16467
Sími 11947