Morgunblaðið - 03.01.1961, Síða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 3. janúar 1961
Kröfur Dagsbrúnar;
Hækkab kaup og
stytting vinnuviku
EIN S og skýrt var frá í
blaðinu sl. laugardag var
fundur haldinn í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún á
föstudagskvöldið. Voru þar
samþvkktar breytingar þær,
sem stjórn félagsins leggur
til að gerðar verði á samn-
ingum þess við atvinnurek-
endur. Kröfur Dagsbrúnar
um breytingar á samningum
eru í stórura dráttum þessar:
1. Vinnuvikan verði stytt úr
48 kl.st. í 44 stundir. Dagvinna
hefjist kl. 8 að morgni og standi
til kl. 5 alla virka daga, nema
á laugardögum, þá teljist dag-
vinna frá kl. 8 til kl. 12 á hádegi.
Verkamenn fái jafnframt heim-
ild til þess að vinna af sér allan
laugardaginn með því að vinna
lengur aðra daga vikunnar.
Þá er lagt til að matartími
verði frá kl. 7—8 að kveldi í
staðinn fyrir kl. 7.15—8.15 eins
og verið hefur.
2. Vikukaup fyrir 48 stunda
vinnuviku hefur verið kr. 992.16.
Nú er krafizt að það verði kr.
1190,00 miðað við 44 stunda
vinnuviku Þýðir það 20% kaup-
hækkun þegar ekki er tekið til-
lit til styttingu vinnuvikunnar.
Stytting vinnuvikunnar þýðir
hins vegar sjálf 9% kauphækk-
un.
Lagt er til að fast mánaðar-
kaup verði kr. 5.150,00 í stað kr.
4.074,00 nú. Mánaðarkaup bif-
reiðarstjóra hækki úr kr. 5.350,00
nú upp í kr. 5.850,00.
Þá er lagt til að fast viku-
kaup verði greitt í allri fasta-
vinnu. í lausavinnu verði kaup-
ið 4% hærra en í fastavinnu. í
almennri dagvinnu verði tíma-
kaup kr. 28,13 í lausavinnu. En
það er nú kr. 20,67. Er hér um
að ræða 36% kauphækkun. Mið-
að við fast vikukaup yrði tíma-
kaupið kr. 27.05.
Aðrir launaflokkar hækka svip
að samkvæmt þeim breytingum,
sem Dagsbrún fer nú fram á.
Fjórir þeir næstu hækka um
sömu hlutfallstölu, en hærri
launaflokkarnir hækka um nokk
uð lægri hlutfallstölu.
3. Þá er krafizt nokkurra til-
færslna á milli Iaunaflokka.
4. Orlof breytist þannig að á
allt kaup verði greitt 6% og þá
einnig á yfirvinnu. Orlof er nú
6% og miðað við dagvinnukaup
fyrir alla vinnu.
5. Vinnuveitendur greiði 1% af
Botnlanga-
sjúklingur frá
Grænlandi
A FÖSTUDAGINN bárust hingað
þær fregnir frá Meistaravik í
Grænlandi, blýnámubænum þar,
að starfsmaður við námurnar
væri illa haldian vegna botn-
langabólgu og þyrfti hann að
komast í sjúkrahús hið allra
fyrsta.
Um klukkan 8 þá um kvöldið
renndi sér til flugs hér á Reykja-
víkurflugvelli og hvarf út i
myrkrið, annar „millilanda
Faxa“ Flugfélags íslands. Er
skemmst frá því að segja að
þessu sjúkraflugi var lokið að
fullu og öllu á 4 klst. 14 mín.
Snemnva að morgni gamlársdags
var sjúklingurinn skorinn upp og
tókst aðgerðin vel.
Aldre mun sjúkraflug til Græn
ktnds hafa verið farið á svo
skömmum tíma.
útborguðu kaupi verkamanna til
að standa straum af veýkinda- og
sjúkrakostnaði, og renni þær
greiðslur í Styrktarsjóð Dags-
brúnarmanna. Árið 1955 var sam
ið um að atvinnurekendur skyldu
greiða 1% af útborguðu kaupi
verkamanna á þennan hátt. En
þá sáu almennu verkalýðsfélögin
sér ekki annað fært en að bæta
þessu við útborgað tímakaup.
Aftur á móti létu iðnfélögin
þessa greiðslu renna í styrktar-
sjóði sína. Óskar Dagsbrún nú
eftir því fyrirkomulagi.
6. Verkamenn, sem vimia utan
bæjar og komast ekki í mat heim
til sín fái frítt fæði. Gildi það
einnig þegar verkamenn hafa við
legu á stöðunum, eins og t.d. við
virk j unarframkvæmdir.
7. Ef verðlag hækkar um 3%
eða meira skulu öll ákvæði um
kaupgjald í samningum falla úr
gildi og hækka eftir reglum, sem
aðilar koma sér þá saman um.
Núgildandi samningar Dags-
brúnar við vinnuveitendur voru
gerðir í september 1958. Áttu
þeir þá að gilda til 15. október
1959. Dagsbrún sagði þeim þá
upp og síðan hafa samningar ver
ið lausir, en með því samkomu-
lagi milli aðila að unnið skyldi
eftir þessum uppsögðu samning-
um.
Framangreindar upplýsingar
fékk Morgunblaðið í gær hjá Eð-
varð Sigurðssyni ritara Dags-
brúnar.
Framkvæmdanefnd vinnnveit-
enda hcldur fund í vikunm
um málið.
Mbl. snéri sér einnig í gær til
Björgvins Sigurðssonar framkv.-
stjóra Vinnuveitendasambands ís
lands og leitaði álits samtakanna
á kröfum Dagsbrúnar.
Við fengum samþykktir Dags-
brúnar rétt fyrir hádegi á gami-
ársdag og höfum því ekkí haft
tækifæri til þess að athuga þær
til hlítar, segir Björgvin Sigurðs
son. Ég er því ekki tilbúinn til
þess að ræða þær opinberlega á
þessu stigi málsíns. Framkv,-
nefnd Vinnuveitendasambandsins
mun hinsvegar halda fund um
málið alveg á næstunni og taka
afstöðu til þeirra breytinga, sem
farið er fram á í samningum.
Oánægja með fiskverðs-
samkomulagið í Eyjum
Vestmannaeyjum, 2. jan. —
A FÖSTUDAGINN var, hélt Ut-
vegsbændafélag Vestmannaeyja
fjölmennan fund, þar sem rætt
var um fiskverð og kjarasamn-
inga við sjómenn.
A þessum fundi kom fram óá-
nægja með samkomulag það sem
tekizt hefur milli verðlagsráðs
L 1. U. og fiskkaupenda. Var
óánægja með verðið og verð-
ílokkunina. Sérstaklega tö’du
fundarmenn að góður lifar.di
b.óðgaður netafiskur væri met-
inn of lágt 1 verðflokki. Bentu
ræðumenn á að netafiskur Eyja-
báta væri álitinn mun betri vara
en r.etafiskur annarsstaðar á lar.d
inu. Væri fiskurinn hér við Vest-
mannaeyjar fiskaður í grynnri
sjó og við aðrar aðstæður og
betri en annarsstaðar.
A fundinum var einnig rætt
um kjarasamninga sjómanna. —
Kom fram um það tillaga, er
samþykkt var, að útvegsmenn í
Vestmnnaeyjum skyldu ekki
NAIShnihr S SVSOhfMtr X SnjHtmt » Oii 7 Skúrir K Þrumur W'Z, KuUatkH Hittski! H Hmi L Lati
byrja róðra fyrr en gengið hefði
verið til fullnustu frá fiskverði
og kjarasamningum. I þessari til-
lögu hafi verið varað við því að
hefja róðra út á væntanlega samn
inga. Bent á að ekki mætti skrá
menn á skip nema eftir gömlu
samningunum, þar eð efnahags-
lögir. gerðu ráð fyrir að samn-
ingar fyrra árs um fiskverð og
kjör væru í gildi þar til nýir
samningar hefðu endanlega tek-
izt. — Bj. Guðm.
Nýr héraðslæknir
í Álafosshéraði
í áramóta-Lögbirtingi er skýrt
frá því að skipaður hafi verið
læknir í Álafosshéraði, Ólafur
P. Jónsson, sem verið hefur hér
aðslæknir vestur í Stykkishólmi.
Hann tók við hinu nýja emb-
ætti sínu frá og með 1. janúar
að telja.
Norðaustanátt hér á landi
veldur lægðin vestan við Skot
land. Loftið, sem hún sveip-
ar yfir landið, er komið suð-
austan að, og er þess vegna
hlýtt, miðað við árstíma.
Um hádegið í gær var hiti
milli 1 og 5 stig, nema á
Nautabúi var eins stigs frost.
Árið heilsar hlýlega.
Frá og með deginum í dag
verður tíundi hver breiddar-
baugur og tuttugasti hver
lengdarbaugur teiknaður á
kortið, með punktalínum.
Verður þá auðveldara en áð-
ur að sjá stefnur og fjarlægð-
ir. En hver breiddargráða er
60 sjómílur eða 111 kílómetr-
ar.
Veðurspáin kl. 10 i gær-
kvöldi:
SV-Iand til Breiðafjarðar
og miðin: Allhvass NA, úr-
komulaust, kólnar heldur á
morgun.
Vestfirðir, Norðurland og
miðin: Allhvass NA, rigning
í nótt en snjókoma með köfl-
um þegar líður á morgundag-
inn.
NA-Iand, Austfirðir og NA-
mið til SA-miða: NA stinn-
ingskaldi og rigning öðru
hvoru.
SA-land: NA kaldi, léttir til.
Útsvar
frádráttarhæft
Á FUNDI I Verkamannafélag
inu Dagsbrún, sem haldinn var
sl. föstudag, var eftirfarandi
samþykkt með samhljóða at-
kvæðum:
„Fundur í Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, haldinn 30. des-
ember 1961, mótmælir þeim
skilningi ráðamanna Reykjavík-
urbæjar á útsvarslögunum frá 3.
júní 1960, að greiðsluskylda á
útsvari sé bundin við áramót
hjá tíma- og vikukaupsmönnum
þegar útsvar hefur verið tekið
reglulega af kaupi þeirra, m:ð-
að við að síðustu gjalddagar
væru 2. janúar og 1. febrúar
1961. Fundurinn krefst þess að
útsvar þeirra sé frádráttarhæft
frá skattskyldum tekjum þessa
árs, sé það greitt 1. febrúar 1961.
Jafnframt mótmælir fundur-
inn því, að útsvör séu tekin af
kaupi manna í desembermán-
uði og allra sízt í jólavikunni,
eins og nú er gert.“
Frá Verkamannafélaginu
Dagsbrún.
Ftug-
hálka
AÐ morgni gamlársdags urðu
mörg óhöpp á Bústaðaveginum,
milli Klifvegar og Réttarholts-
vegar. Þar var meiri hálka en
þeir töldu sig tnuna eftir, sem
þarna aka daglega um. — Allt
frá því snemma um morguninn
og fram undir hádegi, hafði
hvert óhappið rekið annað. —
Mim ekki vera nein fullnaðar-
vitneskja um þau öll. Kl. um 7
um mocrguninn hafði fyrsta bíln
um sem var strætisvagn, hlekkzt
á. Hann lenti út af veginum. —
Það stoðaði lítt þó keðjur væmi
á hjólum í þeinri háiku, sem á
veginum var. Menn nærri því
skriðu eftir götunni milli bíl-
anna. Annar strætisvagn fór út
af nokkru síðar spölkom frá
þeim, sem fyrsti lenti út af. —
Brátt var margt bíla þama. —
Hálkan var svo mikil að þeir
komust hvorki . áfram eða aftur
á bak. Þessi oiíufoíU lenti út af
veginum og rafmagnsstaur um
kl. li,30. Kubbaðd hann staur-
inn í sundur niður við jörð. —
Rafmagnslínur slitnuðu þó ekki
og í þeim hékk staurinn, unz
starfsmenn Rafnmagnsveitunnar
komu skömmu síðar á vetvang
með nýjan staur. Voru þeir fljót
ir að koma honum fyrir með
sinum góðu tækjum. Ekki höfðu
orðið slys á fólki í sambandi við
hin mörgu óhöpp á veginum
þennan morgun.
(Ljósm. Sv. Þormóðsison).
Unnið að vertíðar-
undirbúningi
SVO sem kunnugt er var fjöldi
báta á síldveiðum hér við suð-
vestanvert landið nú í haust. Nú
eru flestir þessir bátar hættir
1 veiðum. Eftir þeim fregnum sera
Mbl. hafði í gær úr verstöðvun-
um hér við Faxaflóa og víðar,
var unnið að vertíðarundirbún-
ingi í verstöðvunum í gær, og I
sumum fóru bátar þegar í fyrsta
róðurinn, eins og fram kemur í
fréttum.
Áskorun
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt eftirfarandi „áskorun frá
skipstjórum og stýrimönnum á
Akranesi":
I tilefni af viðræðum þeim,
sem að undanförnu ha£a staðið
yfir milli Islendinga og Breta og
sfcanda enn yfir, viljum við und-
irritaðir mótmæla því eindregið
að samið verði við Breta um fisk-
veiðiréttindi handa þeim innan
12 mílna fiskveiðilögsögu 1*.
lands.
Að öðru leyti viljum við vfsa
til og ítreka samþykkt okkar frá
því í ágústmánuði 1958 um land-
helgismál Islendinga.
Akranesi í desember 1960.
Undir áskorunina skrifa 44
menn.
— Kongó
Framh. af bls. 1
svæðið skuli hafa verið notað
til innrásar. Segja talsmenn SÞ
að yfirvöldunum hafi borið
skylda til að afvopna hermenn
Mobutus, og vísa þeim aftur til
Kongó.
10 drepnir
Frá Katanga berast þær frétt-
ir að hermenn frá Nigeríu úr
herliði SÞ hafi á laugardag
drepið 10 Baluba-menn. Voru
þeir drepnir er fjölmennur hóp-
ur Baluba-manna réðist á jám-
brautarlest nálægt Albertville í
Katanga. Nigeríumenn gættu
lestarinnar og urðu hvorki þeir
né farþegarnir fyrir tjóni.