Morgunblaðið - 03.01.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.01.1961, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. janúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 t0t m;0' 0:0-0-0-0-0 0- 0 0 0 0 0 0 0 ÁRIÐ 1960 var brennt útmeS miklum glæsibrag í Reykja- vík. Um 7 leytið var byrjað að kveikja í múmstu brennum um, svo litlu krakkarnir misstu ekki af gamninu. Eftir matinn, eða um 9 leytið, var kveikt í fleirum, og loks fóru stærstu bálkestirnir að loga um 11 leytið. Allt samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. — Hvergi urðu krakkarnir of bráðlátir, enda vörður við hverja brennu. Það logaði glatt á um 70 stöðum um all- an bæ. — ★ Upp úr tíu voru fcrakkarn- ir farnir að vappa óþolinmóð- ir kringum „sérleyfisbrenn- una“ á Ægissíðunni. Loks kom stundin. Strákarnir hoppuðu með logandi blys í höndum, eins og litlir álfar, kringum bálköstinn, og fleygðu svo blysunum eins langt upp í hann og fcraftarn- Við Ásgarðsbrennuna var fjöldi áhorfenda. (Ljósm. Sv. Þormóðsson). ir leyfðu. Brátt tók að loga líflega. Efcki þó stóri bátur- inn. Skyldi hann falla óbrunn inn? Nei, loks kviknaði í hon um líka. Fólkið tók að streyma að úr öllum áttum, með dúðaða krakka. Lögregl- an greiddi úr bílaþvögunni. Krakkarnir horfðu hugfangn- ir á eldinn. Gneistaflugið steig upp i heiðskíran og stjörnum prýdd an himininn. Fimm bál log- uðu á Ægissíðunni og glytti við 70 brennur í eitt á Álftanesinu. Uppi á svölum húsanna höfðu hópar fólks stúkusæti. Um miðnætti flugu raketturnar upp, græn- ar, rauðar og bláar. Þetta var heilmikið sjónarspil. Ekkert bar til tíðinda við Stór rotta kom hlaupandi úr bálkestinum. 1í0'000'0'0,0000 0F0~0 0 0 0 0 0 0 0 * 0 0 0 0 0 0 0 0 t\.0 0 0 * 0 00 0 0 0 0 0 bálin. Óvenjulítið var um kín verja og önnur hættuleg ára- mótáleikföng, Þó vissum við til að heitur járnhólkur kom ofan úr geimnum og lenti rétt hjá dreng í einum garðinum. Þar hefur einhver sloppið við að valda slysi. Útvarpað var frá stærstu brennunum. Á stöku stað söng svolítill hóp- ur af fólki út árið, en við fiest bálin stóðu menn bara og horfðu. Þetta voru sem sagt ákaflega ánægjuleg áramót, og ekki þarf að eýða mörgum orðUm í frásagnir af viðburð- úm við áramótabrennurnar. ★ Og þó! Það færðist fjör í áhorfendahópinn við Ásgarðs brennuna skömímu eftir að kveikt var í henni. Tvær helj arstórar rottur komu hlaup- andi út úr kestinum, þegar hann tók að loga. Hafa sýni- lega valið sér óheppilegan stað til að dvelja á um ára- mótín. Það sló felmtri á á- horfendur. Konurnar gripu um pilsin og hlupu æpandi í allar áttir. Ekki leið þó á löngu áður en strákarnir end- urheimtu hugrekki sitt. — Og allur skarinn snerist gegn óvininum. Önnur rottan var horfin, en hin var elt uppi með mikium bægslagangi. — Endaði eltingaléikurinn með. ósigri rottunnar, og leifar hennar hurfu í logana eins og árið 1960. 0 0 00 0 0 00**0**0 00 0*0 0 * — Laos Framh, af bis. 1 ástandið í Laos. Engin tilkynn- ing var gefin út að fundi lokn- um, en fréttir herma að yfirher stjórn Bandaríkjanna á Kyrra- hafssvæðinu hefji nú undirbún- ing aðgerða í Laos, m. a. að koma upp „loftbrú“ þangað, ef nauðsyn krefur. Home lávarður, utanríkisráð- herra Breta, kom til London í dag úr jólaleyfi sínu vegna á- standsins. Leiðtogi Verkamanna flokksins, Hugh Gaitskell, gekk á fund utanríkisráðherrans í dag. Taldi Gaitskell að kalla bæri þingið saman áður en til mála kæmi að senda brezkt her- lið til Laos. I fylgd með Gaitskell var Dennis Healey, sérfræðingur Verkamannaflokksinis í utanrík- ismálum. í ræðu, sem Healey hélt um helgina, sagði hann að Astandið í Laos væri það alvar- 'legasta, sem komið hefði sl. 10 4r og gæti hæglega leitt til nýrr •r Kóreustyrjaldar. RÚSSNESKAR FLUGVÉLAR Fréttir eru nokkuð óljósar um ástandið í Laos. Herflokkur vinstri sinna undir stjórn Kong Les hertók á laugardag flugvöll á Krukkusléttunni svonefndu og 'í gær komu þangað fimm rússneskar flugvélar af gerðinni Ilushin 14. Óstaðfestar fréttir herma að vélar þessar hafi einn- ig verið notaðar til að flytja falihlífalið Kong Le er það her- tók flugvöllinn frá borginni Vangi Veng um 10 km. fyrir norðan Vientiane. Frá flugvelli þessum geta uppreisnarmenn ógnað öllum samgöngum í norð- urhluta Laos. Auk þess gerir flugvöllurinn Rússum kleift að flytja uppreisnarmönnum þunga vopn og vistir. LYKILAÐSTAÐA Bouavan Morasingh upplýs- ingamálaráðherra, sagði í gær að skæruliðar Pathet Lao og her- sveitir frá Norður Vietnam hefðu tekið borgina Phong Saly og svo virðist sem þeir hafi einnig náð borginni Xieng Khouang. En með töku borg- anna hafa uppreisnarmenn náð lykilaðstöðu í sókninni gegn Luang Prabang og Vientiane. Talsmenn stjórnarinnar í Vienti- ane segja að konungsborgin Luang Prabang sé ekki í yfir- vofandi hættu. í borginni og við hana sé öflugur her og stórskotá lið hægri sinna, sem sé við öllu búinn. Þó hefur verið ákveðið að senda fjölskyldur starfs- manna franska sendiráðsins þar burt úr borginni. Erlendur her Talsmenn stjórnarinnar segja að kommúnistastjórnin í Norður- Vietnam hafi sent fjögur herfylki til að berjast með Fathet Lao og auk þess séu kínverskir hermenn komnir til að aðstoða uppreisn- armenn. Þessu til staðfestingar var blaðamönnum boðið að ræða við hermenn frá Norður-Vietn- am, sem tekinn var höndum í bardögum nálægt Xieng Khou- ang. Ágreiningur í vestri 1 fréttum frá Washington er á það bent að ágrfeiningur ríki milli Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands um það hvernig taka eigi á Laosmálinu. Bretar og Frakkar eru hlynntir því að eft- irlitsnefndin með Laos verði end urskipuð, en Bandaríkjamenn eru því mótfallnir og segja að það hafi sýnt sig meðan nefndin starfaði að hún hafi frekar starf- að í þágu kommúnista en í þágu hlutleysis í Laos. Sendiherra Bandaríkjanna í London, John Hay Whitney, gekk í dag á fund Home lávarð- ar. Ræddu þeir Laosmálið á 40 mín. fundi, en að honum loltn- um tilkynnti utanríkisráðuneytið brezka að ríkisstjórn Bretlands muni að sjálfsögðu hafa náið samband við ríkisstjórn Banda- ríkjanna um þetta erfiða vanda- mál, sem skapazt hefði vegna er- lends stuðnings við uppreisnar- menn. stTksteíIar Pólitísk efúrmæli Synd væri að segja að margs nýs hafi gætt í áramótahugleið- ingum leiðtoga stjórnarandstöð- unnar. Báðir voru þeir Einar Olgeirsson og Hermann Jónasson með hugann 30 ár aftur í tún- anum þegar þeir sem ungir menn voru að hefja innrás sína í ís- lenzk stjórnmál. Og báðir em þeir orðnir þreyttir og gamalleg ir ásýndum. Hvorugur gerir sér nokkra grein fyrir því, að þjóð- málabaráttan þarf að vera síung og aðalaga sig nýjum hugmynd- um og hugsjónum. Þeir halda, að enn í dag hæfi baráttuaðferðir, sem þriggja áratuga gamlar eru. Einna helst mætti líkja þessum áramótahugfeiðSngum við póli- tísk eftirmæli um úrelta stefnu og uppgefna stjórnmálaleiðtoga. Má með sannj segja, að upphaf áramótagreinar Hermanns Jón- assonar hafi verið táknrænt fyrir hugleiðingar beggja leiðtoga stjórnarandstöðunnar, en það var á þessa leið: „Yfirlitsgreinnar um áramótin eru sennilega lítils virði oftast nær“. Bjartsýni og þróttur Þveröfugt er varið áramóta- skrifum og ræðum leiðtoga stjórn arflokkanna. Þar voru rædd af raunsæi þau vandamál, sem við er að glíma í dag og horft til þeirrar björtu framtíðar, sem hin nýja og þróttmikla efnahags- stefna mun marka. Leiðtogar stjórnarflokkanna eru ekki ríg- bundnir úreltri kreddutrú, sem sungið hefur sitt síðasta vers, heldur hafa þeir rutt nýjum og ungum hugsjónum rúm. Þess vegna fylgir hin yngri kynslóð þeim af eldmóði og baráttukjarki fram til nýrra og stórra sigra i þágu lands og þjóðar. Varla þarf að efa að leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa húizt við því að erfiðlegar gengi að rétta við fjárhag þjóðarinnar, en raun er á orðin, að sjálfsagt hafa .þeir líka búizt við að þeim mundi auðnast að eyðileggja við- reisnina með verkföllum ef hún ætlaði að heppnast. Nú sjá þeir hins vegar fram á, að hvort tveggja muni bregðast og af því stafar drunginn, sem yfir þeim er, horfnar hugsjónir og þverr- andi traust. Einn fjörkippur Á einum stað í grein Einars Olgeirssonar er þó fjörkippur. Þegar Einar talar um Castro og „frelsishetjur Kúbu“ er hann í essinu sínu. Castro er sem sagt, að reyna að búa þjóð sinni sömu örlög og svikarar Eystrasalts- landanna og Ungverjalands bjuggu sínum. Og Einar gleðst í hjarta sínu yfir eylandinu, sem hann heldur að Krelm muni hrerama. En auðvitað leynir sér ekki hryggðin yfir því, að eyj- an skyldi.ekki vera ísland. Ekki gott að gera til hæfis Menn minnast þess, þegar við- reisnarlöggjöfin var sett, að kommúnistar töldu Bandaríkja- menn hagnast mest á gengisfell- ingunni, vegna þess að þeir þyrftu þá að greiða islending- um minna fyrir þjónustustörf, sem unnin væru á Keflavikur- flugvelli. Minnir okkur, að Þjóð viljinn hafi þá talið, að gengis- fellingin væri gerð til þess að spara Bandarikjamönnum stórfé og ráðizt á ríkisstjórnina fyrir þær sakir. Nú hefur Bandaríkja- stjórn hins vegar fallizt á að bæta íslendingum að nokkru það tjón, sem þeir urðu fyrir af nefndum sökum og ákveðið að greiða íslendingum 6 millj. doll- ara bætur. Þá er blaðinu snúið við og nú eru það orðið betl að taka á móti bótum fyrir það, sera áður var sagt vera gjöf til Ameríkumanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.