Morgunblaðið - 03.01.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.01.1961, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1961 Ljóðadýrð Davíðs Þegar ég lít yfir árið sem er að líða og hugleiði hvað merk- ast hafi gerzt á þessu landi, þá vill mér verða minnisstæðust ein lítil bók sem ég fékk í jólagjöf. Það var hin nýja ljóðabók Dav- íðs Stefánssonar, „í DÖGUN“. Þegar gengisbreytingar, vaxta- hækkanir, allskonar efnahags- ráðstafanir og flestir pólitískir viðburðir eru löngu liðnir og gleymdir, munu sum kvæðin í þessari bók lifa góðu lífi og hafa fest rætur í vitund mikils fjölda þjóðarinnar. Listir og vísindi eiga að auka andlegan fjársjóð þjóðarinnar og með þessari nýju kvæðabók sinni hefir Davíð Stefánsson lagt enn einn drjúg- an skerf í þann sjóð — ef til vill einhvern þann stærsta, og voru þó margir góðir fyrir. Fæstir menn munu gera sér ljóst hve mikils virði það er menningu þjóðarinnar að þessi sjóður aukist. Enginn getur met- ið til fjár lítið kvæði, sem skap ar mönnum unað með fegurð sinni. „Ég bið að heilsa", eftir Jónas Hallgrímsson. er ómetan- leg perla, yndisauki öllum þeim sem skilja islenzka tungu, og lækkar aldrei í verði hvemig sem gengið breytist og verður aldrei tekin frá þeim sem unna íslenzkunni. Hvað sem annars mun ganga á í heiminum, missa fögur kvæði ekki gildi sitt. Þau eru fjársjóðir sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Þau verða snar þáttur í menningu þjóðar- innar og fá margan mann til þess að leggja rækt við þá tungu sem kann svo vel að móta fagr- ar hugsanir. Svo hastarlegt sem er til þess að hugsa hve íslendingar hafa illa kunnað að launa skáldum sínum, þá er gott að verða var vaxandi skilnings í þessum efn- um. Jónas Hallgrímsson var blásnauður alla sevi og það hafa flest vor skáld verið. Þegar Matthíasi Jochumssyni, senni- lega mesta ljóðskáldi Evrópu á sínum tíma, og Þorsteini Erlings syni voru veitt skáldalaun á Al- þingi, voru þau skorin svo við nögl, að frekar virtist miðað við það hve mikið þyrfti til þess að farðast að þeir yrðu hungur- morða heldur en að þeir gætu lifað af laununum. Fjárframlög til skálda og lista manna á seinni áratugum sýna vaxandi skilning á þessum mál- um. En mundu ekki fáir gera sér Ijóst hve stór skuld vor er í raun og veru við þessa menn, sem verja ævi sinni til þess að efla menningarsjóð þjóðarinn- ar? Mér er nær að halda að svo ,sé. En þegar krónan fellur, vext ir hækka, bankainnstæður verða lítilsvirði, allt reyrist í fjötra og enginn getur fengið lán, þá megum vér vel minnast þess að þjóðin á annan sjóð, sem ekki rýrar, hversu miklu sem úr hon um er ausið. Það er sjóður and- legra verðmæta, sem menning- arfrömuðir þjóðarinnar hafa skapað og eflt. Snorri Sturlu- son stofnaði þann sjóð og fram lag margra góðra manna hefir síðan eflt hann svo, að fyrir hans tilvist hefir þjóðin skapað sér tilverurétt, sem sjálfstæð þjóð. Næsta undarlegt fyrirbrigði er það, að svo mikið sem ort hefir verið af fögrum ljóðum á ís- lenzku, þá skuli málið ekki eiga orð yfir poesi. Hvorki skáldskap ur né ljóðagerð nær því sem átt er við með orðinu poesi. En ef aðrar bókmenntir eru gómsætir og fjörefnaríkir ávextir, sem allur fjöldinn þarfnast til þess að halda andlegri heilsu, þá má segja að poesi sé fögur, ilmandi blóm, sem engum sé nauðsynleg, en sem veita mörgum unað og yndi. Poetisk ljóð eru andlegur munaður, sem fleiri kunna að. Davíð Stefánsson meta hér en víðast hvar annars staðar. í þessari nýju ljóðabók Davíðs er einhver sú fegursta poesi sem nokkurntíma hefir birzt á ís- lenzku. Kvæðið Skógarhind er svo fallegt, að ég má til að setja það hér, jafnvel þótt ég hafi séð það hér áður í ritdómi um bókina: Langt inn í skóginn leitar hindin særð, og leynist þar sem enginn hjörtur býr, en yfir hana færist fró og værð. Svo fjarar lífið út. Ó, kviku dýr, reikið þið hægt, er rökkva tekur að og rjúfið ekki heilög skógarvé, því lítil hind, sem fann sér felu- stað vill fá að deyja ein á bak við tré. Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt, mun bleikur mosinn engum segja neitt. En þú, sem veizt og þekkir allra mein, og þú, sem gefur öllum lausan taum, lát fölnað laufið falla af hverri grein og fela þennan hvíta skógar- draum. Er fuglar hefja flug og morgun- söng og fagna því, að ljómar dagur nýr þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr að uppsprettunar silfurtæru lind — öll nema þessi eina, hvíta hind. Þessi krystalstæra poesi er að mínu viti eitthvað það fegursta sem nokkurntíma hefir verið ort á íslenzku, og gefur ekkert eftir því bezta sem liggur eftir Jónas Hallgrímsson, og er þá mikið sagt. Ég held að þetta kvæði eigi eftir að skipa þekk með fegurstu ljóðum sem nokkumtíma hafa verið ort á nokkuru máli. Ýmsir munu þurfa, eins og ég, að lesa kvæðið oftar en einu sinni, til þess að átta sig á fegurð þess, en tímanum sem til þess fer, er vel varið, því að þetta kvæði hefir aðalsmerki listaverksins á sér: Það auðgar hvern sem því kynnist. En í bókinni eru mörg önnur falleg kvæði en þetta .Yfirleitt eru þau hvert öðru fegurra, svo að vandi er að velja, þegar btnda skal á það sem hæst ber. „Kiaka stiflur er mikið kvæði, þar sem þessari vísu er stefnt gegn ,,stofu löllum og stertimennum": Öðrum mundi orðum beitt, ef þið hefðuð sjálfir þreytt stríð við kyngikaldar nætur, klakahögg við fljótsins rætur, strítt við ógnir frosts og fanna fyrir ykkar þjóð og granna, ef þið hefðuð eina nótt, öðrum björg í hafið sótt, eins og þjónninn þjáðst og lifað, þetta eina kvæði skrifað, einni hugsun öðrum fórnað, ykkar þjóð og landi stjórnað eina stund og átt að glíma við ofbeldið í klukkutíma. Gaman hefði verið að rekja fleiri dæmi um bragsnilldina, sem bregst Davíð aldrei, en þess er ekki kostur í stuttri blaða- grein, enda hefir langur og góð- ur ritdómur birtst um bókina I þessu blaði eftir Þórarin skóla meistara á Akureyri. Þessar línur eru aðeins skrif- aðar til þess að þakka skáldinu fyrir ómetanlegt framlag þess í menningarsjóð þjóðarinnar og jafnframt til þess að minna aðra á nýja lind fegurðar, sem upp er sprottin og allir hafa aðgang að. Á gamlársdag 1960. Níels Dumgal. Áramólin d landsbyggðinni: Nyju ári heils- aö með gleði VEÐUR var afbragðsgott um áramótin um land allt, og áramótagleði manna virðist alls staðar hafa verið í sam- ræmi við það, eins og sjá má á fregnum utan af landi, sem fréttaritarar sendu til blaðs- ins í gser. Þar kveður víðast við sama tón: indælisveður, afbragðs-, öndvegis- o. s. frv., og dansieikir og aðrar skemmtanir fóru vel fram, „því menn voru jafnkenndir", eins og einn fréttaritaranna orðar það. Á Akureyri Á gamlárskvöld var hér fagurt og gott veður og telur Gísli Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn, að það hafi verið með rólegri gamlárskvöldum í seinni tíð. Brennur voru á fjórum stöðum í bænum og safnaðist þannig mikill fjöldi manna, einkum ungl- ingar, og dró það mjög úr ásókn þeirra að götum í mið- bænum. Þó bar nokkuð ' ungl ingum í miðbænum um 12 leytið, og voru þeir með ým- is konar læti þar. T. d. komu þeir út á götu alls konar dóti, sem af várð vegartálmun, og orsakaði að m. k. ein vegar- tálmunin allharðan bíla- árekstur. Lentu af þessum sökum 3 bílar saman og tveir þeirra munu hafa skemmzt eitthvað. Lögreglunni tókst að hafa hendur í hári for- sprakkanna og voru þeir geymdir á lögreglustöðinni fram yfir miðnætti. Eins og venjulega um 12 leytið, þeyttu skip í höfninni flautur sínar og skutu upp flugeldum og ýmiss konar ljósum. Einnig var talsvert um flugelda í bænum frá heimahúsum. Á Vaðlaheiði hafði Guðvarður Jónsson mál arameistari, ásamt syni sín- um og tengdasyni, komið fyr ir blysum, sem þeir kveiktu í kl. 12 á miðnætti og mynd- uðu þau ártalið 1961. Blasti þetta við Akureyri og var mjög skemmtilegt á að líta. 1 fyrra stóð Guðvarður einn- ig fyrir slíkri lýsingu, en áð- ur hafði þetta ekki þekkzt hér. — Stefán. Á Ströndum Hér voru víða brennur í byggðarlaginu á gamlárs- kvöld, t. d. þrjár á Gjögri, hver annari tignarlegri. Veð- ur var dásamiegt, tunglsljós og heiðskirt. Enginn ára- mótafagnaður var haldinn, vegna fyrirhugaðrar brottfar •ar skólafólks úr jólaleyfi og undirbúnings á vertíð. Flug- vél gat þó ekki lent á vell- inum, vegna aurbleytu. Sjálf hef ég ekkert komizt úr bæn um, nema í fjósið. — Regína. Á fsafirði Veður var ágætt hér á gamlársdag, dálítill andvari, hláka og hiti um tvö stig. — Hins vegar var vont veður daginn fyrir gamlársdag, úr helisrigning og síðan slyddu- hrið. Unglingarnir í bænum sáu um þrjár brennur og skot ið var flugeldum, sem settu mikinn svip á bæinn. Nokkr- ir menn fóru upp í Stórurð- ina og mynduðu þar ártalið 1961 og kveiktu í því. Um kvöldið voru dansleik- ir í tveimur samkomuhúsum, sem fóru í alla staði vel fram. — Guðjón. f Stykkishólmi Hér var yndislegt veður um áramótin, heiðskírt og tungl- skin. Fjórar brennur voru á staðnum og dansleikur um kvöldíð, sem Lúðrasveit Stykkishólms gekkst fyrir. Var hann mjög fjölmennur og fór í alla staði vel fram. — Arni í Keflavík Gamlárskvöld í Keflavík fór Þetta er mynd af Rafstöð Vestmannaeyja. Hún er mjög fag- urlega og smekklega skreytt, eins og sjá má. Ljósmynd: Sigurgeir Jónasson. vel og virðulega fram. Veður var stillt og fagurt og jóla- tré bæjarins ljómuðu í fullri fegurð. Þrettán brennur voru allt í kring um bæinn, voru það unglingar og samtök þeirra, sem safnað höfðu í brennurnar og stóðu fyrir þeim. Margt fólk var á ferli og tók þátt í áramótagleði unglinganna, sem við brenn- urnar voru. Kirkjan var full- setin og fór þar fram stuttur helgileikur, tákn mánuða árs- ins. í öllum samkomuhúsum voru dansleikir og annar gleð skapur, sem fór fram með mestu prýði, svo að lögregl- an hefði vel getað verið þátt- takandi þar. Enginn var tek- inn fyrir ölvun og engin slys eða árekstrar áttu sér stað og slökkviliðið var aðeins kall- að út einu sinni til að slökkva iítilsháttar íkviknun, sem olli engum skemmdum. Gamlárskvöld í Keflavík var í fáum orðum sagt sérlega virðulegt og frið samt og óskir manna innilegar um gleðilegt nýtt ár. — Helgi. í Sandgerði Veður var hér ákaflega fallegt á gamlársdag. Tvær myndarlegar brennur voru við þorpið og Lúðrasveit Sand gerðis stóð fyrir dansleik og skemmtun í samkomuhúsinu. Fór öll sú skemmtun hið bezta fram. — Sigurður. í Bolungarvík Allt var tíðindalaust um ára mótin í Bolungarvík. Strákarn ir höfðu efnt til brennu á fjór- um stöðum. Tvær þær stærstu voru hjá Mýrhúsum, sem Innrimalastrákar reistu og í Bolunum, sem strákar af Ytri mölum reistu. Mikið var um flugelda, og aftansöngur var í Hólskirkju kl. 6. Kirkjan hef ur fengið upplýstan neonkross á turninn og var honum kom- ið fyrir á aðfangadag. Félög í Bolungarvík lögðu fram fé til kaupa á krossinum, en Lyons- klúbburinn hafði alla for-‘ göngu í málinu. Þykir hin mesta prýði af krossinum. Á Egilsstöðum Hér var bezta veður á gamlársdag, smáskúrir öðru hvoru, en samt logaði vel í brennunum, svo það kom ekki að sök. Dansleikur var hald- inn í Asbíói og skemmtu menn sér vel fram eftir nóttu. — Ari I Neskaupstað Hér var fremur gott veður á gamlársdag, en undanfarið hefur það verið fremur leiðin- legt. Skipti alveg um á gaml- ársdag. í dag tók svo sama rigningin við aftur. Allur jóla snjór er farinn úr byggð, en Oddsskarð er enn ófært. Marg ar og stórar brennur voru hér á staðnum, og haldinn var ára- mótadansleikur, sem var á- kaflega fjölsóttur og fór vel fram. — Svavar. Á Siglufirði Gamlárskvöld hófst hér með hátíðamessu í Siglufjarðar- kirkju kl. 6 síðdegis, sr. Ragn- ar Lárusson prédikaði. Kl. 8 var álfadans sunnan Ráðhúss- torgs. Hafði þar verið reistur bálköstur mikill úr viðum Hótels Siglufjarðar, sem rífa þurfti vegna skipulags kaup- staðarins. Umhverfis bálið dönsuðu tugir álfa í litklæð- um við undirleik Lúðrasveit- ar Siglufjarðar, en svartir púkar önnuðust löggæzlustörf, Framh. á bls. 19. V* * & * 0 * * 0 0**0 0 0 * * I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.