Morgunblaðið - 04.01.1961, Síða 9
Miðvikudagur 4. janúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
9
Fréttabréf úr Raubasandshreppi
Árið 7960 var eitt mesta
góðveðursár sem komið hefur
ÁRIÐ 1960 er á enda, menn
munu minnast þess sein
eins hins mesta góðviðris árs
sem yfir hefir gengið í manna
minnum, bæði til sjós og lands,
sumar sumranna.
En þótt gott veðurfar sé
veigamikið atriði fyrir hverja
sveit, þá er það þó ekki ein-
hlítt til alhliða velfarnaðar í
okkar ágætu sveitum. Þrátt
fyrir veðurblíðuna, fagurt um-
hverfi, vegi og síma, fóru þrjú
býli hér í eyði á þessu ári, og
var margt sem olli.
Hörmulegt slys, sem varð rétt
fyrir framan landsteinana í
Vatnsdal í junímánuði síðastl.,
þegar sonur bóndans í Vatns-
dal, Erlendur Guðmundsson,
drukknaði ásamt dreng úr Rvík,
varð þess valdandi að Vatns-
dalur er nú í eyði, því faðir
Erlendar sál. Guðmundur Kristj
ánsson var orðinn mjög heilsu-
veiil, og ©r nú í sjúkrahúsi í
Reykjavík.
Erlendur var að undirbúa og
rækta nýbýli í landi Vatnsdals
og hugðust þeir feðgar báðir
búa í Vatnsdal, en sú fram-
tíðar áætlun hrundi á einum
degi, svo hverfult er okkar líf,
jafnvel í blíðu sumarsins.
Á Látrum hætti einn bóndi
búskap, Helgi Elíasson; jarð-
næði það er hann hafði var of
lítið til að framfleyta hans 10
manna fjölskyldu, svo hann
flutti til Tálknafjarðar, en þar
er uppvaxandi sjávarþorp og
skortur á fólki. Aðrir búendur
á Látrum bættu við sig því
jarðnæði er hann hafði.
Þriðja býlið sem fór í eyði
var stórbýlið Saurbær á Rauða-
sandi, eign Sigurvins Einarsson-
ar alþingismanns. Saurbær er
lang stærsta býlið í hreppnum,
enda verið í tölu stórbýla allt
frá landnámstíð, og er varla
mannsaldur frá því að þar var
>im 30 manns í heimili.
Góðæri
Frá hendi náttúrunnar má
segja að góðæri hafi gengið yf-
ir þessa sveit, búfjárhöld góð
og afurðir búfjár einnig góð-
ar. Þá var góð grasspretta, og
nýting heyja sömuleiðis. Við
bætist svo, að nú fyrst er hér
að festa snjó á þessum vetri,
svo nokkru nemi.
Ræktun
Ræktun miðar hér nokkuð
áfram árlega, og er unnið að
henni með stórvirkum vélum,
frá ræktunarsambandi og ein-
staklingum. Ólafur Sveinsson,
Sellátranesi, smíðaði herfi fram-
an á stóra jarðýtu, sem hann
á, ásamt fleirum. Herfi þetta er
afkastamikið, og þægilegt í
vinnslu, en þó nokkuð á til-
raunastigi ennþá. Með Ólafi
vann að uppfinningu þessari
Magnús Ólafsson vegaverkstjóri,
frá Botni.
Byffgíngar
Erfitt hefir verið með bygg-
ingar vegna dýrtíðar, tvö fjós
voru þó að mestu kláruð, sam-
tals yfir 35 kýr. Breiðavíkur-
kirkja var gerð fokheld og ein-
angruð. Þá var byggt hús við
Bjargtangavita, sem ætlað er
yfir rafmagnssamstæður (diesel)
og_ radíóvita, en ekkert slíkt er
þó komið í húsið ennþá, sem þó
er fullgert. Þá voru og ýmsar
smærri lagfæringar á húsum,
sem ekki var hægt að komast
hjá.
Vegagerð
Nýr vegur var lagður frá
Látrum og út á Bjargtanga, eða
það af þeirri leið sem ekki er
sléttir sandar eða melar, vegur
þessir var lagður á vegum „vega
mála“ en kostaður af „vita-
mála“ og mun hafa kostað um
kr. 200 þús. — Vegurinn er
góður og vel gerður. Þá voru
og nokkrar lagfæringar á KoUs-
víkurvegi, Sauðlauksdalssönd-
um, Skersfjalli og víðar.
Dragnót
Það kom hreppsbúum illa, þeg
ar samin voru lög um að leyfa
aftur veiðar með dragnót, því
af henni höfðu þeir bitra
reynslu frá fyrri tímifm, en
þær veiðar lögðu hér alla smá-
bátaútgerð í rúst, þá útgerð sem
hafði um hundruð ára veitt
hreppsbúum gjaldmiðil. Tvö til
þrjú síðustu ár voru farin að
sjást þess merki, að nú væru
miðin að byrja að ná sér, og
þar með áhugi manna aftur vak
inn fyrir útgerð, en þá kom
andinn yfir hina vísu menn, og
dragnótin aftur leyfð, við það
varð mörgum þungt í skapi,
því hér eru skapmenn nokkrir,
enda var hér löngum. meðal
þeirra presturinn, sem sagði
sjötugur: „Eg hef alltaf verið
lítill karl, en aldrei svo lítill
karl að öllum hafi þótt vænt
um mig.“ — Rauðasandshreppur
greiddi því fúslega atkvæði í
þessu máli, svo sem til var
skipað, en talning atkvæða við
það kjör, er mér ekki ennþá
að fullu kunn.
Vistheimilið Breiðavík
Það var allmikið unnið að
lendingarbótum síðastl. vetur,
og var einn bátur gerður það-
an út í vor, og mun bústjórinn
Bjöm Loftsson hafa hug á að
auka þá útgerð, og telur það
mikilsvert uppeldisatriði fyrir
drengina. Þá er þar allmikið
unnið að jarðrækt, skepnum
fjölgar og búið stækkar, nokk-
uð var unnið að byggingum, er
nú íbúðarhús það sem verið hef
ir í smíðum undanfarið, komið
undir málningu, svo líklegt er
að hægt verði að taka það í
notkun á næsta ári, bætir það
mikið úr þeim húsnæðisskorti,
sem nú er. Iþróttakennari þjálf-
aði drengina um tíma í sumar,
einnig var þar danskennari, og
síðast en ekki sízt skáti, sem var
þar í allt sumar, og verður ekki
annað séð en skátahreyfingin
hafi fallið þar í góðan jarðveg.
Einn vistdrengja stjómar nú
fundum reglulega og em þá all-
ir stilltir og prúðir, svo sem
skátum ber að vera. Mikið þarf
enn að gera í Breiðuvík til þess
að stofnunin fái þau skilyrði
sem henni væru æskileg, en
fjárframlögum hefir verið skor-
in heldur þröngur stakkur, en
skilningur hinna opinberu að-
ila fer vaxandi á nauðsyn slíkr-
ar stofnunar, og væri óskandi
að ekki liðu mörg ár enn, þar
til hann væri það mikill, að
allt að því einu prósent af
sölu áfengis hjá ríkinu væri
varið til þessarar stofnunar,
því milli hennar og áfengissöl-
unnar er nokkurt orsakasam-
band.
Ferðafólk
Allmargt ferðafólk lagði leið
sína á Látrabjarg í veðurblíð-
unni á síðastliðnu sumri, þar á
meðal biskupinn yfir íslandi og
frú hans, sem heiðruðu þessa
sveit með heimsókn sinni í vísi-
tasíuferð.
Sjálfsagt hafa margir haft
gaman af að sjá bjargið, ekki
sízt þeir sem hafa haft kunn-
uga með. Öll framkoma og um-
gengni þessa fólks hefir verið
kurteis og prúðmannleg, eins og
vera ber, en í sumar kom þó
fyrir atvik, sem mér fannst
leiðinlegt.
Páll Guðmundsson, verkstjóri,
sem byggði húsið á Bjargtöng-
um sem fyrr getur hafði látið
setja langa röð af nokkuð stór-
um steinum, með um eins met-
ers millibili, á .hina sléttu og
grasigrónu bjargbrún fyrir
framan byggingar vitans, bæði
til fegrunar og til að koma í
veg fyrir slysahættu, því veg-
urinn liggur að byggingunum
sem stánda á brúninni, og sú ó-
heppni gæti viljað til að ekið
væri fram af. Steinana gróf Páll
niður til hálfs, í svörðinn á brún
LOFTUR h.f.
BJOSMYNDASTOFaN
ingólfsstræti 6.
Pantið tima í síma 1-47-72.
Lögfræðiskrifstofa
(Skipa og bátasala) Laugavegi
19. Tómas Ámason, Yilhjálmur
Ámason. — Símar 24635 — 16397
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmen .
Þórshamri við Templarasund.
inni og málaði síðan gula, frá
öllu var snyrtilega gengið sem
hane var von. Einhver ferða-
maðurinn í sumar gat þó ekki
séð þetta í friði, heldur reif
upp einn steininn og velti fram
af, svo þar kom óVarið skarð
í röðina. Hér voru ekki mikil
verðmæti sem fóru forgörðum,
og auðbætanleg, en hér með
var rofið skarð í þá kurteisi og
prúðu umgengni sem ferðafólk
hefir sýnt hér, en í auðu skarð-
inu blasir við siðlaus skemmd-
arfíknin, öllu háttprúðu ferða-
fólki til leiðinda, en skemmd-
arvargurinn felur sig í fjöldan-
um. Það finnst mér leiðinlegt,
en ég vona að ef slíkt endur-
tekur sig, að þá reki samferða-
fólkið þá úr þeim felustað.
Gleðileg jól!
Látrum 18/12 1960
Þórður Jónsson.
LO.G.T.
/
Stúkan Sóley nr. 242.
Fundur í kvöld kl. 8,30 áð
Fríkirkjuvegi 11. Kosning em-
bættismanna. Nýársfagnaður: —
Minningar frá liðnum árum af
segulbandi. — Kaffi — Dans.
i iðstitemplar
St. Einingin nr. 14.
Fundur í kvöld kl. 8. Af-
mælisfagnaður. Sameiginleg kaffi
drykkja. Annáll ársins, ræða o.fL
Gleðilegt ár! Æðstitemplar.
Útsölumenn
Morgunblulsins
Hafnarfjörður;
Magnús Kristinsson
Sími 50374
Keflavík ;
Skafti Friðfinnsson
Sími 1164
Kópavogur :
Cerður Sturlaugsd.
Sími 14947
Cólfslípunin
Barmahlið 33. — Sími 13657.
Sumkomur
Almennar samkomur
Boðun fagnaðarerindisins
Hörgshlíð 12, Rvík í kvöld mið-
vikudag kl. 8 e.h.
Kristniboðssambandið
Samkoman í kvöld fellur nið
Skógarmenn K. F. U. M.
Munið árshátíðir félagsins á
föstudag og laugardag. Vitj ið
miðanna í tíma í húsi K.F.U.M.,
Amtmannsstíg 2B.
Stjórnin
Jóhannes Lárusson
héraðsdómslögmaður
’ögfræðiskrifstofa-fasteignasal*
Kirkjuhvoli. Sími 13842.
HILMAR FOSS
lögg. skjalþ. og dómt.
Hafnarstræti 11. — Símí 14824.
PILTAR. -
ef þií elalð unniisttms
p's J3 eq, hrinqðnð. >
mw
tyrte/? /?s/7K//?tfs$or?\
Sigurður Olason
Hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúövíksson
Héraðsdó mslögmaður
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Siud i"55-ð!i
Laus staða
Staða bókara I. stigs er laus hjá bæjarsímanum
í Reykjavík. Verzlunarskólapróf eða hliðstæð mennt-
un tilskilin. Laun samkvæmt X. flokki launalaga.
Umsóknir skulu berast póst- og símamálastjórninni
fyrir 30. janúar 1961.
Póst- og símamálastjórnin
Reykjavík, 3. jan. 1961.
Lundsmólalélagið Vörður
Jólatrésskemmtanir
félagsins verða haldnar í dag miðvikudaginn 4. janúar kl. 3 síð-
degis í Sjálfstæðishúsinu.
Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á
venjulegiun skrifstofutíma. — Verð kr. 40.
Londsmólalélagið Vörður
SKÓ-UTSALA- ÞESSA VIKU SELJUM VIÐ -KVENSKÓ
linii; ANMAN SKÚFATNAB
MED MIKLUM AfSLÆTTI
Af ÝMSUM GERBUM
MJÖG ÓDÝRT
SKÓVERZLUIM
ÞÓKÐAR PÉTURSSOIMAR
ASalstræti 18