Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. janúar 1961
MORGUNBLAÐIÐ
3
i
4
„Hann
engin eyru
SÁ LITLI fékk frelsið í gær.
Selurinn, sem skipasmiðirnir
hjá honum Daníel Þorsteins-
syni settu í kassa og gáfu nýja
ýsu í fyrradag. Þegar hann
kvaddi í gær var hann ekki
farinn að bragða á ýsunni og
lítil stúlka spurði einn smið-
anna, hvort selurinn vildi ekki
hafa fiskinn með sér. Hann
var ekki á því, sá stutti. Hann
ætlar sjálfur að ná sér í ýsu,
feita og væna.
Það var margt um manninn
í skipasmíðastöðinni allan dag
inn í gær. Stöðugur straumur
barna. Foreldrar komu jafn-
vel akandi langt að með börn
sín til þess að sýna þeim litla
selinn — og þau voru mjög
hrifin. Hann mændi á öll þessi
forvitnu litlu andlit og var
víst sjálfur jafnhissa.
— ★ —
Fyrst í stað höfðu skipa-
smiðirnir selinn í kassa inni í
sagarhúsi. En þröngin varð
svo mikil þar, að ekki var
hægt að vinna í húsinu. Kass
inn var því fluttur út undir
beran himinn og stöðugt var
stór hópur umhverfis hann.
Einn hinna ungu sveina,
sem komu með pabba til að
sjá undrið varð heldur von-
svikinn. Hann hélt, að það
væri hvalur, sem hann ætti að
fá að sjá. „Sko, hann hefur
engin eyru“, sagði stráksi.
„Hefur hvalurinn ekki eyru,
pabbi?“ „Ég vil sjá hval!“
En ekki leið á löngu þar til
pilti fór að lítast vel á selinn,
enda þótt hann hafði ekki stór
eyru og langa eyrnasnepla.
Hann langaði til að klappa
selnum, en þá hrópuðu börnin
í kring: „Hann bítur, hann
hítur. Passaðu þig“!
— ★ —
Enginn þorði að klappa
selnum og hann beit heldur
engan. Var heldur deyfðarleg-
ur, þegar á daginn leið og
börnin voru þeirrar skoðunar,
að hann væri syfjaður. „Hon-
um er kannski kalt“, sagði lít-
il stúlka. Slánalegur strákur
var skynsamari: „Heldurðu að
það sé ekki kaldara í sjónum,
eða hvað?“
Svo skeggræddu börnin á-
fram um líðan selsins, hvort
hann væri ekki svangur. Það
væri ekkert undarlegt þó
hann vildi ekki líta við ýsunni
án þess að hafa kartöflur
með.
— ★ —
Ákveðið var að „hleypa
selnum af stokkunum" klukk-
an 3, eins og skipasmiðirnir
orðuðu það. Mörg börn höfðu
beðið lengi til þess að vera
viðstödd og á slaginu þrjú
komu nokkrir fílefldir skipa-
smiðir, breiddu segldúk við
hlið kassans og hvolfdu hon-
um síðan. Nú gekk mikið á,
því selurinn ætlaði að stökkva
úr seglinu. Börnin hrópuðu,
allir voru mjög æstir, líka sel-
urinn. En karlmönnunum
tókst að hafa hemil á þeim
litla og svo var arkað með
hann í seglinu niður í fjöru.
— ★-----
í flæðarmálinu var honum
sleppt. Hann beið ekki boð-
anna og hentist út í sjóinn —
og börnin, sem stóðu í þéttum
hnappi á uppfyllingunni,
hrópuðu af fögnuði. Selurinn
stakk sér, kom svo aftur upp
3—4 metra frá landi, var kyrr
andartak og horfði í land, for-
’• •
*f hverju eru allir að glápa á mir?
vitnislega. Svo stakk hann sér
aftur, kom á ný upp örlítið
framar. „Hann syndir“, hróp-
aði lítil stúlka í mikilli hrifn-
ingu. „Hvalirnir synda líka“,
sagði hnokkinn, sem heldur
vildi sjá hval. „Þeir synda
miklu hraðar“.
Selurlnn ólmur í seglinu, þegar hann var borinn til sjávar. — Börnin hlupu með full
íftirvæntuisi...
svangur.
Nýft skip til Ólafsfjarðar
Olafsfirði, 4. janúar.
í MORGUN bættist nýtt £kip í
fiskiflota Ólafsfjarðar er Sæþór
OF 5 lagði hér að bryggju fán-
um skreyttur. Á bryggjunni var
samankominn mikill mannfjöldi
til að fagna hinu nýja skipi.
Skip fyrir 20. milljónir
Gat hann þess að á sl. mánuð-
um hefði verið keypt hingað skip
fyrir 20 milljónir króna, sem að
svaraði til þess að næmu um 22
þúsund kr. á hvern íbúa stað-
arins. Ennfremur flutti sóknar-
presturinn sr. Kristján Búason,
predikun og blessunarorð. Þá
söng Karlakór Olafsfjarðar
nokkur lög. Þar næst flutti fram-
kvæmdastjóri hraðfrystihúss
Olafsfjarðar, sem er eigandi
skipsins, ræðu og þakkaði mót-
tökur og lýsti síðan skipinu.
Sæþór er 155 smálesta stálskip
með 460 h. Deutz-vél. Ennfrem-
ur er skipið búið öllum siglinga-
tækjum, svo sem japanskri mið-
unarstöð og virðist allur frágang-
ur mjög vandaður. Skipið er
smíðað í Lenströ í Noregi. Gang-
hraði á heimleið reyndist til jafn
aðar 10,7 sjómílur en í reynslu-
för gekk það 11,8 mílur. Skip-
stjóri er Gísli Gíslason og 1. vél-
stjóri Kristján Jónsson. ÖU er
skipshöfnin úr Olafsfirði.
Ætlunin er að skipið búist héð-
an á útilegu fyrir Norðurlandi.
— Jakob
r
Atta menn farast
París, 4. jan. (Reuter)
ATTA menn munu hafa látið líf-
ið í flóðum í Mið-og Vestur Frakk
landi í dag. Flóðin, sem urðu að
undanförnum miklum rigningum
og leysingum- hafa eyðilagt járn
brautarlínur og vegi, einangrað
sveitabæi og þorp og valdið tölu-
verðu tjóni.
•1
STAKSTEINAR
Tíminn og togr raaflinn
Það er einkennileg árátta hjá
þeim Timamönnum, að haf»
mesta ánægju af því að stangast
á við staðreyndir. Síðasta sýnis-
horn þessarar ástundunar er t
ritstjórnargreinum blaðsins tv«
siðustu dagana. Er þar rætt um
þá staðhæfingu Ólafs Thors, for-
sætisráðherra, i áramótaávarpt
hans, að tekjutap þjóðarbúsins
vegna aflabrests og verðfalla
hefði á siðasta ári mátt áætla a.
m. k. 500 millj. kr. Tíminn segir
hinsvegar, að engu slíku hafl
Verið til að dreifa. Útflutnings-
verðmætið hafi verið jafnmikiS
og áður.
Hvert mannsbarn heyrir í út-
varpinu daglega fréttir af afla-
magni togaranna, sem fer allt
niður í 50 tonn í veiðiferð. Samt
sem áður segir Tíminh þá bara
fiska ágætlega og erfiðleikar
þeirra séu viðreisninni að
kenna.
Aukinn floti,
minna verðmæti
Morgunblaðið hefur aflað sér
upplýsinga um það, að afli tog-
aranna árið sem var að líða var
nálægt 38% minni en að meðal-
tali árin 1957 og 1958, og hvorkt
meira né minna en 54% minrni
en meðalaflinn á 12 ára timabil-
inu 1948 til 1959. Við þetta bæt-
ist svo sú alkunna staðreynd, að
mikið verðfall hefur orðið á fiski
mjöli á heimsmarkaðiMim.
En fleira kemur til, sem segja
má Tímanum til hughreystingar
vega þeirra rauna sem blaðið seg
ist hafa af því, að forsætisráð-
herra skuli ekki hafa talað „við
þjóð sína af heiðarleika og hrein-
'skilni” á þessu kvöldi, þegar
hann „á að kasta af sér skikkju
stjórnmálabaráttunnar“. (Alla
aðra daga eiga stjórnmálaleiðtog-
ar víst að umgangast sannleik-
ann að hætti ritstjóra Tímans).
Hamrafell og SÍS
Tíminrn segir hinsvegar að afli
bátanna hafi aukizt. Það er rétt,
að heildarafli bátaflotans er
meiri, en hefur þó ekki aukizt
jafnmikið og nemur stækkun
bátaflotans og því síður í hlut-
falli við hinn aukna veiðarfæra-
kostnað. Hefði þó vissulega verið
rétt að bera saman afla miðað
við stærð bá.taflotans fyrr og nú
og raunar átt að taka tillit til
kostnaðar við hirr nýju og full
komnu veiðarfæri.
Samkvæmt kenningum Tím-
ans væri t. d. afkoma Skipadeild
ar SÍS jafngóð eftir að Hamra-
fell var tekið í notkun eins og
áður, ef heildarinntekt alls skipa
stóls samvinnufélaganna væri sú
sama með Hamrafelli eins og án
þess. Sömu hagspeki gætir raun-
ar þegar rætt er um togarana,
því að ekkert tillit er tekið til
hinna 5 nýju og dýru togara,
sem komið hafa til landsins á
síðasta ári. Á öðrum stað í blað-
inu eru nákvæmar upplýsingar,
sem sanna, að Ólafur Thors, for-
sætisráðherra fór með rétt mál
í ræðu sinni, en að öðru leyti
ráðleggjum við mömrum að
bera saman fullyrðingar Tímans
um góðæri, til dæmis togaraflot-
ans, við fregnirnar í útvarpinu
af afla beirr!».
LÍÚ vólvðræ«islojrt“ '
f desembermánuði voru sam-
tök útvegsmanna mjög vegsöm-
uð í Þjóðviljanum og þeim ekki
talið það of gott, þó að lands-
lýður væri skattlagður til styrkt
ar þeim. Sjálfur Lúðvík Jósefs-
son sat þá á aðra viku á. fundum
þessara samtaka, sem alls hins
bezta voru talin makleg. LÍÚ
hlýddi hinsvegar ekki forskrift-
um kommúnista og það er ekki
að sökum að spyrja. Þjóðviljinn
' segir í gær, að það ’ ólýð-
ræðisleg samtök“