Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 5. janúar 1961
MORCVNWLA9IÐ
19
— Landbúnadur
Framh. af bls. 11.
komizt yfir 50% af innlendum
fóðurvörum í hvers konar fóð-
urblöndur. Þetta gjörbreytir að-
stöðu íslenzks landbúnaðar, ekki
sízt aðstöðunni til tómstundabú-
skapar. Hins vegar mim verða
örðug samkeppni á heimsmark-
aðinum með kjötvörur, mjólkur-
vörur og egg, en fóðurbætisfram-
leiðsluna þarf að taka föstum og
vísindalegum tökum. í>að mál-
efni verður að rannsaka ýtarlega
á næstu árum. Gera þarf tilraun-
ir á mismunandi fóðurblöndum
til eldis hinna ýmsu búfjárteg-
unda, koma þeim einnig til rann
sókna erlendis og á heimsmark-
aðinn. Sjálfsagt væri rétt að hafa
samvinnu við einhver af hinum
nýju stórfyrirtækjum, sem risið
hafa á legg erlendis á þessu sviðL
3 nánustu framtíð, næstu 50 til
100 árin, er útlit fyrir, að verzlun
með fóðurvörur vaxi meira en
verzlun milli landa með frosnar
matvörur. Flutningamir og við-
skiptin eru miklu auðveldari með
fóðurvörurna, og þær skapa
möguleika á að draga úr atvinnu-
ieysi meðal þéttbýlla miUjóna-
þjóða.
Ýmsar aðrar framleiðslugrein-
ar, sem til búskapar teljast, kom
hér til greina og myndu stund-
aðar, ef þjóðin væri fjölmenn-
ari. Minkarækt getur vafalaust
orðið góður atvinnuvegur hér
eins og hjá öðrum þjóðum, en
hún yrði varla málefni bænda.
Hún yrði sennilega stunduð í
stórum minkaverum í sambandi
við fiskvinnslustöðvar. Rétt er
nú sem fyrst að reisa eitt slikt
fullkomið minkaver í tilrauna-
skyni Um það ætti ekki að þurfa
að deila.
Silungaeidi í tjömum er einn-
ig mjög athyglisverður atvinnu-
vegur, sem þarf að gera tilraun-
ir með af hálfu hins opinbera, en
á sama hátt og minkaeldið mun
sú framleiðslugrein hafa meira
gildi fyrir útveginn en landbún-
aðinn.
Æðarfuglarækt er hins vegar
framtíðaratvinnuvegur fyrir
sveitafólk á strandlengju lands-
ins. Ekki er vafi á, að æðardúnn
gæti orðið mjög verðmæt heims-
markaðsvara, eftirsóttur „lúxus-
vamingur". Það ætti að ráða vel
menntaðan náttúrufræðing til að
gera tilraunir með æðarvarp og
kollueldi og verndun æðarfugls-
ins. Við vitum enn svo lítið um,
hvaða eiginleikar búa í æðar-
fuglinum og hvernig mætti kyn-
bæta hann. Formóðir heimilis-
hænsna lifir enn villt í frumskóg
um Indlands og verpir aðeins 10
eggjum árlega. Eiginleikar varp-
hænunnar er að miklu leyti
mannanna verk, ræktun og kyn-
bætur. Gætum við ekki á sama
hátt kynbætt æðarfuglinn, skap-
að í honum eðli svo að hann geri
sér hreiður og verpi fleiri mán-
uði ársins, en hann nú gerir?
Margt fleira má segja um
möguleika þá, sem íslenzk nátt-
úra býður okkur, og mikil verk-
efni bíða komandi kynslóða. ís-
land er ekki aðeins fagurt land,
það er líka ævintýraland mögu-
leikanna, sannkallað „drauma-
land“.
Þessum greinaflokki mínum er
nú lokið. Mig langaði til að vekja
til umhugsunar og umræðna um
ýmisleg málefni og vandamál,
sem mér finnst að taka mætti
raunhæfari og ákveðnari tökum
en gert er.
En hvernig sem á þessi vanda-
mál er litið, þá blasir hvarvetna
við ein staðreynd: Okkur vant-
ar þekkingu, menntun og rann-
sóknir. Brýn þðrf er á að bæta
úr þessu með víðsýni og mynd-
arskap.
í öðru lagi þarf að taka öll
málefni landbúnaðarins til ýtar-
legrar athugunar og endurskoð-
unar 1 Jjósi þeirrar framþróunar,
aem hefur tekið ákveðna stefnu
og fast mót meðal annarra þjóða.
Gísli Einarsson
béraðsdómslögmaður. -
Málflutningsstofa.
Laugavegi 20B. — Simi 19A31
Hjónin í Auðsholti: Guðbjörg Runólfsdóttir og Gisli Hannesson.
— f/c/svoð/nn
Frh. af bls. 20.
mikill eldur í heyinu innst í
bragganum og allt fullt af reyk.
Hitinn var óskaplegur, en ég
þaut samt inn í braggann og
reyndi að bjarga eins mörgum
kindum út og ég gat. Þær lágu
flestar, en ég sá að sumar voru
með lífsmarki og þreif til þeirra
og bar þær út að dyrunum, þar
sem sonur minn og hinn dreng-
urinn tóku við þeim. En reyk-
urinn og hitinn var svo mikill,
að ég gat ekki farið nema tvær
ferðir í lotu, þá varð ég að gleypa
í mig frískt loft. Eldurinn magn-
aðist stöðugt og var byrjaður að
læsa sig út um norðurdymar,
móti vindinum. Mér tókst samt
að koma tuttugu og tveim kind-
um út, en af þeim voru tíu í
andarslitunum. Þær voru dreifð-
ar hingað og þangað um braggann
því þær gátu gengið hindrunar-
laust milli garðanna. Þegar ég
— Úr ýmsum átfum
Framhald af ols. 10.
þess, að nokkur maður hefði
látið ofan í sig annað eins og
þessi — hann ætti óvefengjan-
lega heimsmet á þessu sviði. —
Dr. Kane sagði, að sjúklingur-
inn, sem er ijúfur sem lamb
og gerir ekki flugu mein, hefði
ávallt fengið að fara flestra
ferða sinna innan vébanda
sjúkrahússins — og hefði hann
eflaust komizt yfir alla þessa
hluti á rápi sínu um húsið.
Honum er enn leyft slíkt frjáls-
ræði — og má því búast við,
að hann haldi uppteknum hætti
með „mataræðið", enda hafa
nú þegar fundizt þess merki,
sem fyrr segir. — Ég er eng-
inn sálfræðingur, segir dr.
Kane, en ég geri ráð fyrir, að
hann hafi fengið ágirnd á þess-
um hlutum, en óttazt, að þeir
yrðu teknir frá sér — og því
hafi hann gleypt þá, til þess að
varðveita þá örugglega.
* ALiLiX JÁRNH)
GAGNSLAUST
Umræddur maður var al-
gerlega heilbrigður fram á þrí-
tugsaldur. Árið 1928 kvæntist
hann og eignaðist barn. En um
það bil ári eftir giftinguna tók
hann að þjást af rakalausum
ótta um það, að einhver biði
færis að byrla honum eitur.
Árið 1930 var hann sendur í
sjúkrahús vegna geðveilu. Var
hann siðan undir læknishendi,
sem kallað er, næstu árin —
og frá árinu 1936 hefir hann
dvalizt óslitið í ríkisspítalanum
í Brooklyn, sem fyrr segir.
Dr. Kane, sem vitnað hefir
verið í hér að framan, lýsti
þessu sjúkdómstilfelli í ritinu
„Journal of the American
Medical Association“ nú fyrir
skömmu, og segir þar m. a.
í gamansömum tón, að þrátt
fyrir jámið, sem sjúklingurinn
hafi gleypt, hafi oft á tíðum
þurft að gefa honum lyf í því
skyni að auka jáminnihald
blóðsins. .......
Sprengimenn fundnir
Akranesi, 4. janúar.
NU ER MEIRA en hálfnað að
setja í rúðurnar í hraðfrystihús-
iS Heimaskaga h..f, þar sem
sprengingin mikla varð á gaml-
árskvöld. Hafizt hefir upp á for-
sprakka sprenginganna. Fregnað
hef ég að aðrir hafi sprengt á
Flókatúni en þeir, sem sprengdu
við frystihúsið. Mál mannanna,
sem brutust inn í Fólksbílastöð-
ina hér rétt fyrir jólin, sem voru
tveir ,hefir litið eða ekkert ver-,
ið tekið fyrir enn. Einn af bíl-
stjómnum þremur, sem brotizt
var inn á, sagði að þeir hefðu
ekki verið kallaðir tyrir enn.
— Belgla
— Kúba
var búinn að koma þessum tutt-
ugu og tveim út, var eldurinn
orðinn svo mikill, að ekki var
viðlit að ráðast oftar inn í hús-
ið, enda hafa þær allar verið
dauðar þá.
Hjálp berst
Nágrannamir komu nú til
hjálpar og lýstu upp braggann
með bílljósum. Þá teygðu eld-
tungumar sig allt í kringum
þrjúhundruð hesta heygalta, sem
var fyrir innri enda braggans Við
hófumst þegar handa við að rífa
ofan af galtanum, en hann var
varinn með jámplötum. Þegar
við vorum búnir að því, kom
slökkviliðið og tók að sprauta á
eldinn, bæði í galtanum og gafli
braggans. Það var auðvitað ekki
viðlit að reyna að bjarga þak-
járninu, sem var geymt inni í
bragganum, úr eldinum. Enda
hefur galvaníseringin fljótlega
skemmst í eldinum. Það er ekki
minni skaði en missir kindanna.
Slökkviliðinu tókst vonum
fyrr að kæfa allan sýnilegan
eld. En þegar því var lokið, urð-
um við þess allt í einu varir, að
enn var eldur undir heyinu, en
það lá á trépöllum. Þá umstöfl-
uðum við uni tveimur þriðju af
heyinu og töldum að þá hefði
örugglega tekizt að komast fyrir
eldinn. Menn frá slökkviliðinu í
Hveragerði stóðu þó vörð við
brunastaðinn um nóttina og urðu
einskis varir, fyrr en klukkan
um sjö um morguninn. Slökkvi-
liðið kom þá aftur og tókst fljót-
lega að slökkva. Þar með var
bruninn sjálfur búinn. Þá var
um fjórði hluti heysins ónýtur
af eldi og vatni. Það sem er af-
gangs verð ég að reyna að selja,
því ekki þurfa kindurnar hey
lengur. Ég hef nóg af öðru heyi
handa hinum skepnunum.
Óvátryggt
Mér kom satt að segja ekki til
hugar að kviknað gæti í bragg-
anum, en mér hefur bersýnilegi
skjátlazt. Þetta var allt óvá-
tryggt. Hins vegar er allt annað
vátryggt, hænsnin, húsin, fóður
og allt, sem brunnið getur. Þetta
var auðvitað of mikið umstang
fyrir okkur tvo, son minn og
mig, að hafa þessar kindur í við
bót við laxveiðina, kartöflu-
ræktina og allt skepnuhald.
Ég efa því að ég fái mér kind-
ur aftur. Svo finnst. mér lítið
um það verðmæti, sem jhefur
brunnið, miðað við kvalimar,
sem skepnumar hafa orðið að
þola við þennan dauðdaga.
Kannski er það verst fyrir þær,
sem enn lifa. Þær em niu, en
ég efast um að fjórar þeirra
hafi það af. Þær hafa varla tek-
ið strá hjá Birni í Auðsholts-
hjáleigu, sem geymir þær. Hann
hefur verið að gefa þeim volga
mjólk, en dýralæknirinn sagði,
að það væri það eina, sem
kannski væri bót að. Ég nagaði
mig í handarbökin í gærkvöldi
yfir að hafa ekki tekizt að
bjarga íleiri kindum úr eldin-
um, en nú er ég feginn, þegar
ég frétti hvemig þessum fjór-
um líður. Það korrar í þeim og
froðan vellur af vitum þeirra.
Ég held að réttast væri að af-
lífa þær, áður en þær kveljast
meira.
Frh. af bls. I
83 atkvæðum gegn 121 atkvæði
fylgjenda ríkisstjórnarinnar.
A þingfundi í dag skoraði einn
þingmanna jafnaðarmanna á
Eyskeins, forsætisráðherra að
fallast á nýjar þingkosningar.
Fjöldafundur var haldinn í
Brussel í dag. Að honum lokum
fóru a. m. k. þrjú þúsund verk-
fallsmenn og háskólastúdentar
um borgina, brutu rúður í verzl-
unum og einum aðalbanka borg-
arinnar með grjótkasti, og veltu
um tveim eða þrem strætisvögn-
um. Síðan héldu þeir til þinghúss
ins en þar var fyrir öflugur her-
vörður, sem varnaði þeim að-
göngu.
Herskáir verkfallsverðir
reyndu að loka skólum og utór
verzlunum. Nokkrir verðir
voru handteknir í Brain-Le-
Comte, sem er nær 40 km suð-
ur af Brussel, er þeir höfðu
varnað nemendum inngöngu í
skóla sína. Voru þeir látnir
lausir síðdegis.
Þá kom upp eldur í einni af
stórverzlunum í miðborg
Brussel síðdegis í dag og tók
hálfa aðra klukkustund að
ráða niðurlögum hans. Ekki
er fullvíst hvort eldsvoði
þessi var af völdum verkfalls-
manna eða öðrum orsökum.
Framh. af bls. 1
inu við Karabískahafið og mættu
Bandaríkjamenn sér um kenna.
Væri nú greinilegt, sagði Tass,
að hernaðarsinnar í stjórn Eisen-
howers vildu nota síðustu daga
republikanastjórnarinnar til þess
að koma fram hinum illa ásetn-
ingi sínum varðandi Kúbu. Væri
nauðsynlegt, að aðvara þessi öfl
um að þau væru að leika sér að
eldi.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
Breta sagði, að brezka stjórnin
hefði vitað af þessari ákvörðun
Bandaríkjastjórnar áður en hún
var opinber gerð, en hún hefði
ekki verið með í ráðum, enda
væri hér um að ræða mál Banda
ríkjastjórnar einnar.
Bandarískir sendiráðsstarfs-
menn hafa unnið að undirbúningi
brottfarar frá Kúbu. Snemma í
morgun komu 200 menn, kúb-
anskir, til sendiráðsins í þvi
skyni að fá vegabréfsáritun til
Bandaríkjanna áður en lokað
yrði. I gærkvöldi voru handtekn-
ir þrír sendiráðsstarfsmen en
þeim sleppt lausum aftur í dag.
Ekki var tilgreind ástæða fyrir
handtökunni.
Bandariskir borgarar hafa ver-
ið hvattir til að flytjast frá Kúbu
Samkvæmt upplýsingum sendi-
ráðsins munu þeir vera nálægt
þúsund.
Öllum þeim mörgu vinum mínum og kunningjum, sem
heiðruðu mig með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á
70 ára afmæli mínu 28. des. s.l., vil ég færa mínar beztu
þakkir. Sérstaklega vil ég þakka börnum mínum, tengda-
börnum svo og stjórn og starfsfólki h.f. Hamars fyrir
vinsemd þeirra á þessum tímamótum mínum um leið og
ég þakka þeim samveru- og samstarfsstundir á liðnum
árum. Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegs árs
og friðar.
Kópavogi, 3. jan. 1961
Bjarni Jónsson, verkstjóri.
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
KRISTlN VILHJÁLMSDÖTTIR
frá Blómsturvöllum, Eyrarbakka
andaðist 3. janúar á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Þorbjörn Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR SIGURÐAR JÖHANNESSONAR
húsvarðar, Lækjargötu 14,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. jan. kl. 10,30.
Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað.
Kristún Jónsdóttir, Guðrún Ebenezerdóttir,
Jóhannes S. Sigurðsson, Halldóra Ólafsdóttir,
Ingimar Sigurðsson, Hulda Alexandersdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Asa Leósdóttir,
Þórketill Sigurðsson og barnabörn.
Fósturmóðir mín
MARÍA JÓNSDÓTTIR
frá Geldingalæk,
andaðist að Landakotsspítala 3. þessa mánaðar.
Ingibjörg Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson.
Móðir mín
HALLDÓRA G. HALLDÓRSDÓTTIR
andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriðju-
daginn 3. þ.m.
F. h. aðstandenda.
Matthildur Halldórsdóttir.