Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. janúar 1961 Eiginkonan ÞAÐ var rigningarsuddi og leiðindaveður daginn sem lög- reglumennirnir þrír komu að íkógarhöggsmanninum, Karl Egon Neumann, þar sem hann !bograði yfir föllnu tré inni í hinum þétta og dimma skógi Sachsenwald í Norður-Þýzka- landi. Lögreglumennirnir skip uðu honum að rétta upp hend urnar og smelltu á hann hand- járnum án þess hann veitti nokkra mótspyrnu. Lögin höfðu loks haft hendur í hári Richards Baer, nazistaforingj ans, er síðastur var fangabúða stjóri í Aushwitz. Þegar réttarhöldin í Núrn- berg fóru fram var talið full- víst að Baer, væri ekki leng- ur í lifenda tölu. Tveir fanga- búðastjórar frá Aushwitz höfðu þá þegar verið teknir af lífi af Pólverjum, var ann- ar hengdur í gálga, sem sér- staklega var gerður með það fyrir augum að síðasta sjón hins hengda yrðu fangabúð- irnar, þar sem hanr. hafði sjálf ur séð um aftöku tveggja millj óna Gyðinga. Óskaði ekki opinberrar viðurkenningar Þegar Adolf Eichmann fannst í sumar var hins vegar tekið að leita Baers á ný. Eiginkona hans hafði ávalt haldið því fram að hann væri látinn, en Heinz Wolf, sak- sóknari í Frankfurt, komst að því, að hún hafði aldrei óskað eftir opinberri yfirlýsingu um að hann væri látinn enda þótt það hefði veitt henni rétt á ekkjustyrk. Einnig komust menn Wolfs að því, að þótt hún teldi sér heimili hjá föð- ur sínum, dvaldist hún lang- dvölum hjá kyrrlátum skógar höggsmanni Karl Egon Neu- mann, að na___ Er Neumann hafði verið handtekinn fundust á líkama hans ör eftir byssukúlur, á sama stað og vitað var að ör voru á líkama Baers. Játaði þá skógarhöggsmaðurinn að hann væri Raer, fyrrverandi stormsveitarforingi og bað um að vera meðhöndlaður sem slíkur. Réttarhöld á þessu ári Baer gekk nazistum á hönd árið 1930. Var hann þjálfaður í fræðum þeirra, andlegum sem verklegum, og starfaði sem fangavörður í Dachau, en árið 1944 var hann skipað- ur fangabúðastjóri í Aush- witz. Leysti hann þar af hólmi mann, er Eichmann og nánustu starfsmönnum hans þótti sýna allt of mikla lin- kind í starfi. Baer hélt gasofn unum gangandi í sífellu til að reyna að koma sem flestum fyrir kattarnef af þeim 380 þúsundum Gyðinga, sem Eich- mann hafði látið senda þang- að frá Ungverjalandi þar til 18. okt. 1944, að skrúfað var fyrir gasið, þar sem Rússar Richard Baer kom þeim á sporiö voru komnir of nærri. í janúar 1945 skipaði Baer svo fyrir, að þeir 64 þúsund fang ar, sem eftir voru í fangabúð- unum skyldu ganga til Gross Rosen fangabúðanna. Hundr- uð þeirra létu lífið á leiðinni, ýmist af hungri og þreytu, eða þeir voru skotnir. En það var komið að elleftu stundu. Rúss- ar létu greipar sópa um Berlín, og Baer hélt með flóttamanna straumnum í vesturátt þar til hann komst undir fölsku nafni inn í Sachsenwald. Þess má vænta að fram fari réttarhöld einhverntíma á þessu ári í máli Baers og að minnsta kosti 2'3 annarra Aushwitz starfsmanna, sem fundizt hafa á sl. tveim árum. Vera kann að þeir verði þá orðnir enn fleiri, því að enn er leitað 14 nazistaforsprakka, sem grunur leikur á að leyn- ist einhvers staðar á lífi. »<•>'»»'»!> »!■>»»'» »» ,ví>í>i>'»»'»'»'».'!X''> •>»»'»'»'»<»<•>'»»>»»'»»•>*>»■ »^>!>'.>>»X<>>»<*><>>'»';>4>»»'»<»<»'»<»\'>>\>><:>»$><»<*;>.»>>>» Sr. Magnús Þor- steinsson Minning F. 24/6 1876 — d. 26/12 1960 AÐ mér sækja æðimargar minningar og allar góðar frá löngu liðnum árum, er mig langar til að leggja blóm á líkkistu vinar míns og skóla- bróður séra Magnúsar Þorsteins sonar. Hann var í II. bekk Latínuskólans, þegar ég kom í I. bekk 1891. Mér varð fljót- lega vel við hann, því að hann var aldrei vondur við okkur „busana“, eins og margra skóla- pilta var siður — eða ósiður — á þeim árum. Góður námsmað- ur, hæglátur en öruggur í fé- lagsmálum skólapilta var hann. Man ég það bezt, er við tveir urðum eftir í stjórn fjölmenns bindindisfélags skólans á fyrsta fundi þess í ársbyrjun 1896. Formanni félagsins og 25 öðr- um var þá vikið úr félaginu eftir jólafríið. Man ég þann fund vel enn, meðal annars hve þakklátur ég var öruggum dyraverði fundarins, Eggert Claessen, bekkjarbróður mín- um. 35 urðu eftir, þótt 25 færu. Séra Magnús var á þeim ór- um oftast kenndur við æsku- heimili sitt Húsafell í Hálsa- sveit. Vestanpiltar, sem stund- um fóru Kaldadal á vorin og svo niður Borgarfjörð og vest- ur Bröttúbrekku, rómuðu mjög, hve gott væri að koma að Húsafelli til foreldra Magnúsar, Þorsteins Magnússonar og Ást- ríðar Þorsteinsdóttur, og bættu því við, að þá væri hann hvergi nærri eins hlédrægur og hæg- látur og í skólanum. Því miður kom ég ekki að Húsafelli, fyrr en löngu seinna. Norðanpiltum þótti dagleiðarnar tvær milli Þingvallasveitar og Vatnsdals í Húnavatnssýslu fulllangar, þótt farið væri krókalaust. Kunnug- ir fara nærri um, að það er drjúgur spölur — fyrir lang- ferðahesta — frá Kaldadalsvegi niður að HúsafellL Séra Magnús fór í presta- skólann árið 1896 með þeim Stefáni Kristinssyni, síðar presti að Völlum og Pétri Þor- steinssyni, síðar presti að Eydölum. — Ég kom þangað ári síðar með 4 öðrum, og tókst með okkur öllum gott samstarf við nám og barna- guðsþjónustur. Jón Helgason, síðar biskup, byrjaði á þeim með prestaskólastúdentum vet- urinn 1892—93. Önnuðust þeir þessar barnasamkomur til alda- móta, en hættu þó. Komu all- flestir guðfræðistúdentar hvergi nærri því starfi síðan um 40 ára skeið, sjálfum sér og kirkju landsins til lítilla heilla. Séra Magnús útskrifaðist frá prestaskólanum vorið 1899, flutti ræður í Laugarnessjúkra- húsi veturinn eftir, en var ann- ars við kennslustörf í Reykja- vík, unz hann vígðist að Selár- dal í september 1902. Sjö árum síðar heimsótti ég hann að Selárdal nokkru áður en hann fluttist til Patreksfjarðar. Sú ferð mín og norsks samferða- manns varð sögulegri en allar aðrar ferðir mínar hérlendis, skipstrand á Gilsfirði og marg- ir selflutningar ó sjó og landi um Barðastrandarsýslu, en gest- risni og greiðvikni hvarvetna. Að Selárdal komum við á hest- um fró séra Jóni Árnasyni á Bíldudal eftir „vegi“, sem minnti mig á vaðlana við Hval- fjörð fyrir aldamótin. Viðtök- urnar í Selárdal voru ágætar hjá séra Magnúsi og konu hans Ástríði Jóhannesdóttur bónda á Hóli í Lundareykjadai. Þau giftust 1903. Margt var skrafað, meðan við vorum um kyrrt í Selárdal, en bezt man ég eftir, er ég spurði séra Magnús, hvort ekki væri erfið leið til annexí- unnar Laugardals í Tálkna- firði. Hann lét lítið yfir því og Unglinga vantar til blaöburdar við Bústaðaveg IMesveg Lindargötu Gretlisgötu I Grettisgötu II Höfðaborg Hverfisgötu I SeStjarnarnes II (Hlelabraut) bætti við: „Þetta er ekki nema þrennra skóa heiði, sem ég þarf að ganga“. Ég hafði aldrei fyrr heyrt nokkra heiði kennda við skó og aldrei séð roðskó, og spurði því, hvað hann ætti við. „Maður þarf þrenna roðskó yfir heiðina", svaraði hann. Ekki fengum við gestirnir að sjá þá, en þess í stað gaf frú Ástríður mér prýðilega sauðskinnsskó. Seinna hitti ég séra Magnús nokkrum sinnum á Patreks- firði. Hann naut sín þar betur, fannst mér, en í fámenninu i Selárdal, enda fékk hann þar ýmis trúnaðarstörf fyrir sýsl- una, og prófastur var hann settur síðasta árið, sem hann var þar. Mér var svo veÞkunn- ugt um áhuga hans við prests- störf, að ég varð hálf forviða á, að hann skyldi þiggja bók- arastöðu við Búnaðarbankann, þegar hún var boðin honum árið 1930. Mun langvinn van- heilsa konu hans hafa ráðið þar mestu. Vitanlega rakti hann bókara- starfið prýðilega — og sást um langt skeið, hvergi nema í bank anum eða heima hjá sér. Þau voru barnlaus hjónin, og kon- an oft lasin, því fannst hon- um skylt að sitja hjá henni hverja stund, sem hann var ekki við bankastörf. Seinustu árin fór hann þó að sækja fundi fyrrverandi sóknarpresta og kunni þar vel við sig. Þar end- urnýjaðist æskuvinátta okkar. Ég býst við, að konunni hans sé það nokkuð kunnugt, að ég þarf ekki að segja henni, hvem ig ég hugsa til hennar nú. — Drottinn blessi þeim endur- fundi á landi lifandi manna. Frænda- og vinahópurinn er stór og lætur hana ekki verða einmana. — 5 systkini séra Magnúsar eru enn á lífi, Þor- steinn á Húsafelli, Páll á Steindórsstöðum, Steinunn á Rauðsgili, Ástríður hér í Reykja vík og Kristín vestan hafs. Ég sendi þeim öllum samúðar- kveðju og blessunaróskir. Sigurbjörn Á. Gíslason, Kirkjutónleikar í Keflavík Á MILLI jóla og nýárs, fimmt.u daginn 29. des., voru haldnir kirkjutónleikar í Keflavík á vegum Tónlistarfélags Keflavík ur. Tónlistarfélag Keflavíkur hefur 3 til 4 konserta á ári fyrir styrktarmeðlimi sína og jafnan náð því bezta, sem á ferð hefur verið hverju sinni. Þessir Kirkjutónleikar voru sérstaklega æfðir og undirbún- ir fyrir Tónlistarfélagið og hafði Ragnar Björnsson, skólastjóri Tónlistarskólans allan veg og vanda af þvi. Flytjendur voru þau Ragnar Björnsson, sem lék á kirkjuorg- elið og söngkonurnar Sigurveig Hjaltesteð og Snæbjörg ’Snæ- bjarnardóttir. Kirkjan var þétt setin af hrifnum áheyrendum, enda hótt margt annað færi fram í Kefla- vík, það sama kvöld. Söngkonurnar báðar, sem sungu við undirleik Ragnars Björnssonar, hrifu áheyrendur með söng sínum og framkomu og var hin fjölbreytta söngskrá flutt með þeim ágætum að seint mun gleymast þeim, sem við- staddir voru. Sigurveig Hjaltested og Snæ- björg Snæbjarnar eru glæsileg ar söngkonur og tvímælalaust i fremstu röð af okkar listamönn um á sviði söngs og hljóma. í lok krikjutónleikanna þakk- aði Björn Jónsson listafóikinu komuna, söng þeirra og hljóm- leika, fór hann einnig nokkrum orðum um starf og tilgang Tón listarfélagsins og þakkaði þvi fyrir að gefa Keflvíkingum kost á jafn frábærum jólatónleikum, og þessum, sem fluttir voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.