Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 1
20 siður
48. árgangur 3. tbl. — Fimmtudagur 5. janúar 1961
Prentsmiðja Morgur:blaðsins
E intóm
ímyndun
SAMEINUÐU þjóðunum, 4.
jan. — Öryggisráð Sameinuðu
þjúðanna fjallaði í dag um
kæru Kúbu á hendur Banda-
ríkjamönnum. Fulltrúi Kúbu,
Raoul Roa, krafðist þess að
Bandaríkin yrðu talinn árásar-
aðili, þar sem þau undirbyggju
innrás á Kúbu og væri hin síð-
asta ráðstöfun til undirbúnings
þeirri innrás, að slíta stjórn-
málasambandi við Kúbu.
Aðalfulltrúi Bandaríkjanna,
James Wadsworth, svaraði Roa
og sagði, að sl. sex mánuði hefði
ríkisstjóm Kúbu emjað um inn-
rás, svo sem drengurinn er sífellt
sagði „úlfur, úlfur“, þar sem eng
Inn var úlfurinn. Svo væri með
Innrásarhugmynd Kúbumanna,
hún væri tóm ímyndun. Wads-
worth kvað stjórn Bandaríkjanna
ekkert hafa á móti því að kæra
Kúbu væri rædd á vettfangi SÞ,
hún hefði engu að leyna í þessu
máli. Það væri uppspuni frá rót-
um.
35 jbtís.
kr. ávítur
Khöfn, 4. jan. (Reuter)
LOKIÐ er máli Grænlendings
nokkurs, er unnið hafði sér til
sakar, að gera sér heldur dælt
við konur í afskekktum byggð
arlögum í Grænlandi.
Danskur liðþjálfi, Erik
Christensen hefur ferðast þrjú
þúsund og fimm hundruð kíló
metra — meðal annars á
hundasleðum — til þess að
leita uppi Grænlending þenn-
an. Er náðist til mannsins
fékk hann þungar ávítur, en
ekki er unnt að handtaka
hann þvi að í Austur Græn-
landi eru engin viðurlög við
óhóflegri ástleitni.
Kostnaðurinn við eltingar-
leik þennan nam allt að 35
þúsund króna (ísL) auk launa
liðþjálfans.
ÞESSA mynd tók ljósm. Mbl.:
Ól. K. M. af vertíðarundirbún-
ingnum hér í Reykjavíkurhöfn.
Skipin eru óðum að verða tilbú-
in á veiðar. I Sandgerði hafa
þau þegar byrjað róðra og afla
vel.
Umsetnir
Elísabethville, 4. janúar.
(Reuter)
TTM það bil 120 írskir her-
menn úr liði Sameinuðu
Skipting belgíska-
ríkisins yfirvofandi
þjóðanna voru sendir í
skyndi héðan í dag, Nígeríu
mönnum SÞ til hjálpar, en
þeir eru sagðir umsetnir af
Balubamönnum rúma 30
km vestur af Albertville.
Óttast er að Balubamenn-
irnir geri árás á Nígeríu-
mennina, en engar nánari
fregnir hafa borizt.
Brussel, 4. jan. (Reuter-NTBJ
JAFNAÐARMENN lýsa því
nú yfir, hver af öðrum, að
fari svo fram sem horfir um
ástandið í Belgíu, sé yfirvof-
andi alger aðskilnaður milli
Flæmingja í norðurhluta
landsins, þar sem fylgi
stjórnarinnar er sterkast, og
Vallona í suðurhlutanum,
þar sem jafnaðarmenn eiga
mestu fylgi að fagna.
Telja margir, að nú hljóti
verkfallsmenn að taka að
linast í aðgerðum sínum,
enda þótt atburðir í dag
hafi ekki beinlínis styrkt þá
skoðun. Talsmaður stjórnar-
innar sagði hinsvegar í dag,
að sífellt færu fleiri til
vinnu þrátt fyrir ill orð og
hótanir verkfallsvarða.
Bandaríkin slíta stjórn-
málasamban di við Kúbu
WASHINGTON, Havana, Lon-
don, Manilla, 4. jan. —• (Reuter-
NTB-AFP) — Bandaríkjamenn
Samþykkur stefnu
Norstads
Washington, 4. janúar.
(NTB-Reuter)
HAFT er eftir áreiðanlegum
heimildum, að hinn kjörni for-
seti Bandaríkjanna, John F.
Kennedy, kjósi gjarna, að Lauris
Norstad verði áfram yfirmaður
NATO herjanna í Evirópu og
munj Kennedy vera samþykkur
fyrirætlunum Norstads um að
gera NATO að atómveldi.
hafa slitið stjómmálasambandi
við Kúbu. Ákvörðun þess efnis
tók ríkisstjórnin í gærkvöldi er
henni höfðu borizt tilmæli Kúbu
stjórnar um að starfsmenn
bandaríska sendiráðsins á Kúbu
yrðu ekki fleiri en starfsmenn
kúbanska sendiráðsins í Banda-
ríkjunum — eða 11 alls.
Eisenhower segir, að með
þessari ráðstöfun, sem miði að
því að lama alla starfsemi sendi
ráðsins, hafi Fidel Castro geng-
ið einu skrefi of langt. Þolin-
mæði Bandaríkjamanna sé þrot
in, þeir geti ekki látið bjóða
sér meira af ertingum Castros
og rakalausum svívirðingum
hans og félaga hans, sem dunið
hafi á Bandaríkjunum síðustu
mánuðina. Eisenhower hvað
ráðstöfun þessa ekki hafa nein
áhrif á vináttu Bandaríkja-
manna í garð íbúa Kúbu, og
síðar í dag var tilkynnt, að
áfram yrði haldið að veita fyr-
irgreiðslu þeim kúbönsku mönn
um, er hælis leituðu í Banda-
ríkjunum. —•_ Eisenhower sagði
einnig, að hann hefði tilkynnt
Kennedy ákvörðun sína áður en
hún var gerð opinber. Hefur
Kennedy neitað að láta í ljós
álit sitt við fréttamenh.
Þá var tilkynnt opinberlega í
dag, að sambandslitin myndu
engin áhrif hafa á samninginn
um flotastöð Bandaríkjamanna
á Guantanamo —• þeim samn-
ingi yrði ekki riftað nema með
samþykki Bandaríkjastjórnar. —
Jafnframt var sagt, að þeir
myndu halda alla aðra gerða
alþjóðasamninga.
Vinir í öllum heimsálfum
Málgögn stjómarinnar á
Kúbu hafa hælzt mjög um
vegna þessarar ráðagerðar
Bandaríkjastjórnar, í Kína var
sagt, að þessi ráðstöfim Banda-
ríkjamanna væri enn einn liður
í fjandsamlegri afstöðu Banda-
ríkjamanna til Kúbu og jafn-
framt liður í undirbúningi frek-
ari árása á stjórn landsins.
Rússneska fréttastofan Tass
sagði í dag, að Kúbumenn stæðu
ekki einir í þessarj eldraun, þeir
ættu vini í öllum heimsálfum.
Sagði Tass, að atburður þessi
hefði aukið mjög á viðsjár á svæð
Framh. á bls. 19.
9 Næsta skrefið ráðgert
I dag héldu jafnaðarmenn og
fulltrúar verkfallsmanna fundi,
sameiginlega og hvorir í sínu
lagi, til þess að leggja á ráðin
um næsta skref í verkfallsmál-
inu, en stjórnarandstaðan tap-
aði málinu á þinginu í gær með
Framhald á bls. 19.
Níu lótust í
sprengingu
Dortmund, V-Þýzkal.
4. jan. — (Reuter).
AÐ minnsta kosti níu manns
munu hafa látið lífið í spreng-
ingu er í dag varð í súrefnis-
geymslu Westphalia stáliðju-
ver.tins í Dortmund. I
iðjmverinu vinna að jafnaði
nokkur þúsund verkamenn.
Þrír menn, er voru að vinnu
í súrefnisgeymslunni sjálfri
þeyttust út á götu við spreng
inguna og rúður brotnuðu í
nærliggjandi húsum.