Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 6
6
MORGUN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. janúar 1961
Viðreisnin í
Júgúslavíu
HINN 27. desember síðast-
Kðinn tilkynnti fjármálaráð-
herra Júgóslavíu, Nicola Min
eev, nýjar viðreisnarráðstaf-
atnir í landinu. — Tilgangur
heirra væri að tengja Júgó-
slavíu nánari viðskiptabönd-
un við Vesturveldin.
Lán að upphæð 275.000.-
•00,00 dollarar (ísl. kr. 10.-
450 millj.) hefur fengizt hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
ýmsum vestrænum ríkjum
til að hjálpa kommúnista-
stjórninni yfir byrjunarörð-
ugleika viðreisnarinnar.
Leggja Bandaríkin fram 100
milljónir dollara, Austurríki,
Ítalía, Bretland, Frakkland,
Sviss og Holland og samtök
nokkurra vestur-þýzkra banka
lána samtals 100 milljönir doll-
ara og gjaldeyrissjóðurinn 75
milljónir dollara.
Mincev fjármálaráðherra til-
kynnti viðreisnaráformin og
lánin er hann lagði fram í
þinginu fjárlög fyrir árið 1961.
En kvöldið áður hafði ráðherr-
ann komið heim frá Washing-
ton, þar sem hann hafði átt
fund með stjórn gjaldeyris-
sjóðsins.
Bandaríkjaþing
Washington, 3. jan.
1 DAG komu báðar deildir Banda
ríkjaþings saman í fyrsta sinn
eftir forsetakosningarnar í haust.
Fór þar fram kosning embættis-
manna þingsins.
Lyndon Johnson, sem verið heí
ur flokksleiðtogi Demokrata í
öldungadeildinni, var sem kunn
ugt er kjörinn varaforseti Banda-
ríkjanna, og tekur nú Michael J.
Mansfield við forustunni.
Sam Rayburn var endurkjör-
inn forseti fulltrúadeildarinnar í
10. sinn, og hefur enginn gengt
því embæt^i lengur en hann.
Eldur í útvegg
I GÆR var slökkviliðið kvatt að
íbúðarskála við Hörpugötu 14.
Þar logaði í útvegg og er talið
að kviknað hafi í út frá reykháfi.
Eldurinn var fljótlega slökktur.
KAUPMANNAHÖFN 3. janúar,
(NTB) Tvö bandarísk sjónvarps
félög hafa boðið kounglega
danska ballettinum stórfé fyrir
sjónvarpsupptöku. Annað félag
ið býður 700,000,00 dollara (26%
millj. ísl. kr.), hitt 420,000,00
dollara (16 milij. kr.).
VIÐREISN JÚGÓSLAVA
ER I ÞREM LIÐUM
1. Komið verffi á tollagjald-
skrá, sem komi í stað hins
flókna kerfis uppbóta og
gjalda, er ríkisstjórnin hefur
verið einráð um að ákveða
hverju sinni og notað til að
stjórna viðskíptum landsins
undanfarin 15 ár.
2. Gengi dinarsins verði ákveð-
ið þannig að 750 jafngildi
einum dollar. Komi þetta í
stað breytilegs gengis, sem
verið hefur hingað til.
Tito
3. Dregið verði úr innflutnings-
höftunum svo unnt verði að
flytja fleiri vörutegundir til
landsins án innflutnings-
leyfa. Vonast Júgóslavar til
að 28% venjulegs innflutn-
ings verði frjáls og að þetta
magn verði smáaukið eftir
því sem fjárhagsástæður gefa
tilefni til.
FIMM ÁRA ÁÆTLUN
Þá samþykkti þingið á sama
tíma nýja fimm ára áætlun,
sem stefnir að fullkominni þró-
un efnahagskerfis Júgóslavíu.
Þar er gert ráð fyrir því að
fjárfesting iðnaðarins tvöfaldist
miðað við undanfarin fjögur ár,
þjóðartekjurnar aukast um 70%
og komið verði í veg fyrir
áframhaldandi óhagstæðan við-
skiptajöfnuð.
Gert er einnig ráð fyrir að
aðgerðiun þessum fylgi batn-
andi lífskjör og hækkað kaup.
Þegar viðreisnin er komin í
framkvæmd er Júgóslavía tæk
sem fullgildur meðlimur í Al-
þjóða tollasamkomulagið GATT,
en það er félagsskapur á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, sem
hefur það takmark að brjóta
niður alþjóða viðskiptatálmanir.
Fjármálafræðingar Júgóslavíu
telja nauðsynlegt að landið sé
meðlimur í GATT til að við-
halda viðskiptaaðstöðu þess við
Vestur-Evrópu. Um 74% við-
skipta Júgóslavíu hafa verið
við Vestur-Evrópu.
FERÐAMANNAGENGID
Ekki lét Mincev þess getið
hvenær viðreisnin kæmi til
framkvæmda, en talið er að
það verði smám saman.
Eitt af því sem enn er ó-
ákveðið er ferðamannagengi
dinarsins. Það hafa verið 400
dinarar í dollar miðað við opin-
bert gengi 300 í dollar. Það hef
ur sætt mikilli gagnrýni að
hækka ferðamannagengið í 750
dinara, því það hleypti inn því-
líku flóði af ferðamönnum að
gisti- og veitingahús landsins
hefðu ekki undan. Þeir, sem á
móti hækkuninm eru, vilja að
ferðamannagengið verði fyrst
um sinn 500 í dollar og smá-
Um þessar mundir stendur yfir sýning á málverkum eftir
Sigurð Sigurðsson listmálara á vegum listkynningar Mbl. —
Myndin hér að ofan er af einu listaverka hans og heitir:
Stúlka á bláum kjól“.
hækki upp í almenna gengið
eftir því sem móttökuskilyrði
batna.
VANTAR 65 MILLJÓNIR
Upphaflega fóru Júgóslavar
fram á 340 milljón dollara lán
vegna viðreisnarinnar, og vant-
ar því 65 milljónir dollara mið-
að við óskir þeirra. Ekki gat
Mincev þess hvort þetta hefði
þau áhrif að viðreisnin tæki
lengri tíma en áætlað var. En
því hefur verið haldið fram í
Júgóslavíu að ef ekki fengist
nægilegt fé yrði að seinka
breytingunum.
Þrátt fyrir tilkynningu Min-
cevs, er enn ekki endanlega frá
lánunum gengið. Áframhald-
andi viðræður munu því fara
fram um ýms atriði, svo sem
það hve mikill hluti lánanna
verði í reiðu fé og hve mikill
hluti bundinn við innflutning
frá viðkomandi löndum.
• Bíll eða íbúð
— Má bjóða yður happ-
drættismiða. Dregið á þrett-
ándanum, kallaði kona til Vel
vakanda, þaðan sem hún sat
í fallegum bíl við gangstéttar-
brúnina í Austurstræti, dúðuð
upp að eyrum og með rautt
nef í nepjunni. Hún var að
selja miða fyrir Félag vangef-
inna, sem hefur gripið til þess
ráðs að reyna að afla nauð-
synlegs fjár til stýrktar van-
gefnum börnum með því að
efna til happdrættis. En þar
sem félögin eru svo mörg,
sem ekki geta aflað nauðsyn-
legra tekna með öðru móti,
vill fara svo að sum fá minni
ágóða en vonir stóðu til. Jafn
vél þó í boði sé bíll eða íbúð.
Annað dugar ekki nú, að mér
skilst.
•^rjúgt^framlag:
A því hefur orðið mikil
breyting síðan fyrsta happ-
drættið ,,til eflingar Háskóla
Islands" fór af stað árið 1894.
Þar komu konurnar við sögu,
eins og svo oft þegar um nauð
synjamál er að ræða. Hið ís-
lenzka kvenfélag gekkst fyrir
lotteríinu og vinningarnir
voru þrír, „gipsmynd af gyðj-
unni Iðunni, kvensöðull með
nýju ensku lagi, 6 silfurmat-
skeiðar“ eins og stendur á
lotteríisseðlinum, sem dr.
Alexander Jóhannesson geym
ir.
Þetta happdrætti hefur ver-
ið fyrsti vísirinn að happ-
drætti Háskólans, sem þó ekki
byrjaði fyrr en 1933. Framlag
þess happdrættis til menning
armála á Islandi hefur verið
furðulega drjúgt, þegar litið
er um öxl.
Það er þessu happdrætti að
þakka að við eigum háskóla-
byggingu, tvo studenta-
garða atvinnudeild háskólans,
íþróttahús hans með viðbygg-
ingu fyrir tilrauna og rann-
sóknarstofur, rannsóknarstof-
una við Barónsstíg, hæð fyrir
náttúrugripasafn á Laugaveg
105 og ýmislegt fleira, sem of
langt yrði upp að telja. Það
er ekki svo lítið sem þetta
happdrætti hefur gefið af sér,
þó 70% af veltunni séu greidd
í vinninga og 20% af nettó-
ársarði þurfi að greiða fyrir
sérleyfið. Já, virðist það ekki
nokkuð undarlegt að einmitt
þetta happdrætti skuli þurfa
að greiða ríkisskatt umfram
önnur happdrætti í landinu?
Og nú, á 50 ára afmæli Há-
skólans, er verið að fjölga
vinningum og stækka þá.
Enda vantar þessa þjóð enn
tilfinnanlega fjölmargar bygg
ingar, sem nauðsynlegar eru
í hverju menningarríki. Há-
FERDIIMANP
☆
4ii-J
727?
skólinn með happdrættið á
batí’ við sig lætur ekki staðar
numið, kvikmyndahús og
hljómlistarhöll er að verða til
búið, Náttúrugripasafn er fyr
irhugað á háskólalóðinni, á
sama hátt og Þjóðminjasafn
ið var reist þar, farið er að
tala um félagsheimili stú-
denta, stúdentagarð fyrir gift
fólk o. s. frv.
• Ýmis sjónarmið
Það er annars dálítið fróð-
legt að athuga hvernig fólk
kýs að spila í happdrættum.
Sumir vilja eiga einir sinn
heilmiða og hreppa vinning
óskiptan eða enga. Aðrir hópa
sig saman, kaupa miða í röð og
mynda hlutafélag um þá. T. d.
mun starfsfólk hjá einu fyrir
tæki hér í bænum eiga 100
miða, sem greiddir eru úr sam
eiginlegum sjóði og fyrir hver
jól er ágóðanum frá árinu
skipt upp.
Og ekki er síður misjafnt
hvernig vinningunum er var-
ið, eftir skaplyndi hvers og
eins. Sumir festa féð í ein-
hverri fasteign, öðrum finnst
þetta fundið fé sem enginn
hafi reiknað með og því sjálf-
sagt að veita sér fyrir það
einhvem lúxus, þó allir gangi
ekki eins langt og Norðmaður
inn, sem fékk stóra vinning-
inn.
Þetta var skósmiður í Berg
en. Hann lagði umsvifalaust
frá sér leistann og byrjaði að
njóta lífsins, drakk og
skemmti sér þangað til síðasti
eyririnn var horfinn. Þá tók
hann aftur að sóla skó. Ekki
liðu þó mörg ár áður en hon-
um var einn góðan veðurdag
tiikynnt að nú hefði hann á
ný fengið stóra vinninginn. —
O-o, hver and . . . . , byrjar
nú þessi fjári aftur,þrumaði
hann og þeytti frá sér leistan-
um í bræði sinnL