Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 10
10 MORGIJTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. janúar 1961 JDropistMttMfr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6 Sím: 22480 Askriftargjald Kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁFÖLL VEGNA VERÐFALLS | ÁRAMÖTARÆÐU sinni á' gamlárskvöld, minntist Ólafur Thors, forsætisráð- herra m. a. á það, að íslend- ingar hefðu orðið fyrir miklum áföllum á árinu 1960 vegna verðfalls afurða á erlendum mörkuðum, afla- brests hjá togaraflotanum og á síldveiðum, bæði norðan- lands og sunnan. Hann benti á, að ef uppbótakerfið hefði verið framlengt, hefði vafa- laust þurft nú við þessi ára- mót að leggja stórfelldar á- lögur á þjóðina. En þrátt fyrir þessi áföll, hefði ríkis- stjórnin nú engra nýrra fórna þurft að krefjast. Hins vegar hefði tekjutap þjóðar- búsins vegna aflabrestsins og verðfallsins, sem áætla mætti að næmi a.m.k. 500 millj. kr., eða nærfellt 3000 kr. á hvert mannsbarn í landinu, orðið til þess að ekki hefði verið hægt um þessi áramót að létta byrð- um af almenningi eins og ríkisstjórnin hefði óskað og vonað. Þessi ummæli forsætisráð- herra um tekjutap þjóðar- búsins vegna aflabrests og verðfalls styðjast ekki að- eins við mat hans sjálfs, heldur álit annarra fróðra manna, sem gleggst kunna skil á hagsmunum og verð- mæti útflutningsframleiðsl- unnar, og efnahagsmálum þjóðarinnar yfirleitt. Megin- hluta þjóðarinnar er það einnig Ijóst, að þjóðfélagið hefur beðið stórfellt tjón vegna aflabrestsins og verð- fallsíns. Það ber því vott miklu þekkingarleysi, þegar Tíminn hamrar á því dag eftir dag, að forsætisráð- herra hafi farið með falsað- ar tölur í fyrrgreindri ræðu sinni. Jafnheimskulegt er það, þegar málgagn Fram- sóknarflokksins deilir harð- lega á Ólaf Thors fyrir að hafa rætt stjórnmál í ára- mótaávarpi sínu. Um hvað á forsætisráðherra landsins að tala á slíkum tímamót- um, annað en þau mál, sem þjóðina varðar mestu, og sem hún hugsar mest um? TORVELDA SAMKOMULAG ÍZOMMÚNISTAR og fylgi- ■"■*■ lið þeirra reyna nú eftir fremsta megni að torvelda samkomulag milli sjómanna og útvegsmanna. Áform þeirra er að hindra að vetrarvertíð geti hafizt. í öllum verstöðvum hefur verið unnið að því af kappi und- anfarið að búa bátaflotann á veiðar. í mörgum verstöðv um eru róðrar hafnir. Er óhætt að fullyrða að sjó- menn og útvegsmenn hafi mikinn áhuga fjtrir að ná sem allra fyrst samkomulagi um kaup og kjör á bátaflot- anum. Ef veður er sæmilegt er hver sá dagur dýr, sem líður án þess að vertíð geti hafizt. En kommúnista varðar ekkert um það. Aðalatriðið er í þeirra augum að tor- velda framieiðslustörfin, draga úr sköpun verðmæta í þjóðfélaginu. UPPREISN MINNIHLUTANS ¥ ÞINGKOSNINGUNUM, ■*■ sem fóru fram í Belgíu árið 1958, fékk hinn Kaþólski flokkur Eyskens forsætisráð- herra 47% greiddra atkvæði og Frjálslyndi flokkurinn, sem síðan myndaði stjórn með Kaþólska flokknum 11% atkvæða. Þessir tveir stjórnarflokkar, sem standa að núverandi samsteypu- stjórn í Belgíu höfðu þann- ig 58% atkvæða bak við sig í kosningunum. Jafnaðar- mannaflokkurinn hlaut hins vegar í síðustu kosningum 35% atkvæða. Enginn dómur skal hér lagður á deiluatriðin milli stjórnmálaflokkanna í Belgíu. Hitt er augljóst, að stjómmálaflokkur, sem er í miklum minnihluta meðal þjóðarinnar hefur gert hreína uppreisn og gripið til of- beldisaðgerða til þess að knýja ríkisstjórn, sem styðst við mikinn meirihluta þjóð- arinnar, frá völdum. Slíkar aðfarir eru ekki í samræmi við lýðræðisvenjur og þing- ræðislega stjórnarhætti. KÚBA - NÝR STÖKKPALLUR T a.m.k. 10 höfuðborgum *■ Mið- og Suður-Ameríku við karabíska hafið óttast almenningur styrjöld og byltingu á árin.u 1961. Hver er ástæða þessa uggvænlega ástands í þessum heimshluta? Óvissa og upplausn hefur að vísu oft áður ríkt í stjórn- málum þessara landa, og vit- að er að þjóðir þeirra eru skammt á veg komnar í lýð- ræðislegum þroska. En nú eru það fyrst og fremst auk- Hér er snyrtilega raðað upp á spjald þeim 258 hlutum, sem fundust í maga geðveikisjúklings- ins í Brooklyn. T||ATARLYSTIN getur far- ið út í öfgar eins og hvað annað — og beinzt inn á hinar furðulegustu villi- götur. Eða hvað segja menn um þá „lyst“ hjá einum dauð legum manni að gleypa 258 hluti af ýmsu tagi, sem eng- inn gæti talið til matar eða neins konar fæðu — en þetta fannst í maga manns nokk- urs í Brooklyn í Bandaríkj- unum, er uppskurður var gerður á honum fyrir tæpu ári. Það ber raunar að taka fram í þessu sambandi, að maðurinn, sem nú er 56 ára in áhrif Rússa og kommún- ista á Kúbu, sem styrjaldar- óttanum valda. Fidel Castro hefur gerzt þar einræðis- herra og tekið upp kommún- iska stjórnarháttu. Rússar, Kínverjar og Tékkar hafa undanfarna mánuði flutt ó- grynni vopna til Kúbu. Það er einmitt sú staðreynd, sem vakið hefur ótta nágranna Castros. Bandaríkjastjórn hefur nú neyðst til þess að slíta stjórn málasambandi við Kúbu vegna stöðugra ofbeldisað- gerða og hatursáróðurs Castros og kommúnistastjórn ar hans. Eru horfur því mjög uggvænlegar við Karíbahaf um þessar mundir. Sovét- stjórnin hefur fengið þar stökkpall, sem hún hefur fullan hug á að hagnýta sér. Fer þróun mála á þessum slóðum nú mjög eftir afstöðu hinnar nýju ríkisstjórnar Kennedys. gamall, er geðveikisjúkling- ur — og hefir verið í geð- sjúkrahúsi í Brooklyn í 24 ár. Sjúklingurinn náði sér fljótt eftir uppskurðinn — en nú hefir læknir hans komizt að því, að hann er byrjaður sama „mataræðið“ á nýjan leik. — ★ — Við skoðuðum hann fyrir skömmu og tókum röntgen- myndir, sagði skurðlæknirinn dr. Alan A. Kane á dögunum, — og það er eitthvað í maga hans, sem líkist plastpípu, eins og þeim, sem notaðar eru til að koma næringarefnum inn í æðar eftir uppskurði. Við mun- um þó ekki skera hann upp, nema hann veikist af þessu. Það er óvíst, að honum verði meint af — nema hann haldi áfram eins og síðast. — Og eftir fyrri reynslu að dæma, virðist ekki ástæða til að ætla, að svo meinlaus hlutur sem smá-plastpípa geri mikinn usla í maga hans. ★ LÍKAMLEGA HRAUSTUR Umræddur maður hafði verið stálhraustur líkamlega, allt frá því að hann fyrst kom í ríkisspítalann í Brooklyn ár- ið 1936 — þar til hinn 29. jan. 1960, að hann varð skyndilega mjög aumur í fótum, og kom í ljós, að öklar hans höfðu bólgnað hastarlega. — Læknar, sem skoðuðu hann, fundu und- arlegan, harðan „hnút“ í maga hans, vinstra megin. — Ég gerði mér þegar ljóst, við það eitt að þreifa á kviðnum, að hér var ekki um að ræða neins kon ar bólgu eða æxli — hnúturinn var miklu harðari en svo, sagði dr. Kane. Við gegnlýsingu og frekari rannsókn kom í ljós, að mikill fjöldi harðra hluta af ýmsum stærðum var saman- safnaður í maga mannsins. * MARGT í „SARPNUM" Hinn 17. febrúar var svo sjúklingurinn skorinn upp — og kom þá í ljós, að út úr maga hans hafði myndazt poki, eða „sarpur“, eins og dr. Kane lýsti fyrirbærinú, — og í þess- um sarpi kenndi æði margra grasa, svo sem: Yfir tuttugu lausir lyklar af ýmsum stærðum, en auk þess þrjár lyklafestar með á- föstum lyklum — og þrír lykla- hringir. Þá gat þarna einnig að líta einn skrúfblýant, sem sjúkl- ingurinn hafði tekið sundur áð- ur en hann gleypti hann, sex litla málmkrossa, eitt fingur- gull, þrjá eyrnalokka, eina opna öryggisnælu, þrjár málmkeðj- ur, einn 5 þumlunga skrúflykil, einn tappatogara, einn dósa- opnara, eitt hnífsblað og einn heilan sjálfskeiðing, auk margs konar skartgripa og — síðast, en ekki sízt — 19 dollara og 19 cent í skiptimynt, samtals 88 peninga. — Er langt frá því, að hér sé allt upp talið, sem fannst í magasarpi sjúkl- ingsins — og vó það allt sam- anlagt rétt tæplega 1,4 kg., að sögn dr. Kane. A- HEIMSMET Læknirinn kvaðst hafa rannsakað skýrslur um svipuð fyrirbæri og þetta. Það væri engan veginn óalgengt, að menn tækju upp á því að gleypa hina og þessa ólíklegustu hluti (veld ur venjulegast magabólgu) — en engin dæmi hefðu fundizt Framhald á bls. 19. - í meira lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.