Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. janúar 1961 MORGJJTSBLÁÐIÐ II Landbúnaður í LANDBÚNAÐUR er mikilvæg- asti atvinnuvegur hverrar þjóð- ar. Ræktanleg jörð setur þjóð- unum stærðarmörk. Nýlega hef- ur islenzkur fræðimaður látið í Ijós þá skoðun sína, að ræktan- legt land á íslandi sé 2—3 milljónir ha. Þó er ekki vafi á, að í framtíðinni munu koma fram aðferðir til að nýta landið enn betur. Samkvæmt þessu get ur landsmönnum fjölgað að minnsta kosti að 10 milljónum, áður en hér skapast Malthusar- ástand. íslenzkt sveitafólk, eig- endur og yrkjendur g-róðurmold- arinnar, á því mikla framtíð og öruggari en nokkur önnur at- vinnustétt. Fólksflutningur úr sveitum síðustu áratugi hefur verið eðli- leg afleiðing af nýjum þjóð- félagsháttum og skeð með sama hætti og meðal annarra fram- faraþjóða. Þessi þróun mun halda áfram; unz jafnvægi er máð, en það er komið, þegar menn hafa náð fullkominni vinnunýtingu með fullkomnustu framleiðsilutækjum. Samkvæmt ástandi og málefnaþróun í ná- grannalöndunum lítur út fyrir, að jafnvægi sé í nánd, þegar 5—7% af þjóðunum lifir á bú- vöruframleiðslu. Nú býr um fimmti hluti þjóðarinnar í j sveitum, og menn spyrja, hvort j ennþá eigi eftir að fækka í | þeim. Kaupstaðir landsins vaxa stöðugt, og sé ætlunin að stofna til stóriðju með virkjunum í Þjórsá og Hvítá, að gera Húsa-( vík við Skjálfanda að eins konar „Nýja kastala við Tíni“j að aflokinni tröllslegri virkjun j á Dettifossi, reisa kaupstað með , efnaiðnaði í Reykjahlíð við Mý-1 vatn og gera Þorlákshöfn að mikilli verstöð og viðskiptahöfn, þá er spurningunni auðsvarað; Sveitafólki mun halda áfram að fækka og afskektar jarðir munu fara í eyði. Hvorki styrkir né aukin lán til framkvæmda á þeim stöðum geta komið í veg fyrir það. Tómstunda-búskapur Borgarlífið skapar í flestum tilvikum svo miklu þægilegra líf og betri afkomu en sveitabú- skapur, að það mætti vera mönnum umhugsunarefni, hvers vegna svo margir una enn við sveitabúskap, þar sem aðstaða er örðug, fábrotin heimilisþæg- indi, slæmar samgöngur og ó- veruleg framleiðsla. Ekki er nokkur vafi á, að hér er um arfgengt eðli að ræða, snar þátt ur í fari germanskra þjóða. Sumir menn una aðeins við frjálsræðið í náttúrunni og sam- skiptum við dýrin. Margt borg- arfólk er kvalið af þessari þrá, og þeir, sem komast í efni, verja sumir miklum fjármunum til að láta draum sinn um fallegt sveitabýli rætast, þar sem þeir geta alið börn sín upp og notið sveitasælunnar. Þjóðhöfðingjum þykir hlýða að eiga heimili sín á fögrum sveitabýlum, og jafn- vel í löndum Kommúnista er þessi „kúlakka“-draumur ásæk- inn, og minnist ég í því sam- bandi sveitaseturs Stalíns sál- aða. Sveitalífið leysir augljós- lega margvísleg uppeldis- og sálfræðivandamál, sem borgar- lífið ræður ekki við. í sambandi við þennan sveita- draum borgarbúans er merkileg þróun að hefjast í Bandaríkjurt- um, og er ég viss um, að margur íslenzkur bæjarmaður „fær sting í hjartað“; þegar hann hef- ur kynnt sér það mál. í mjög vaxandi mæli þróast nú í ýmsum löndum, sérstaklega þó í Bandaríkjunum, það, sem kalla mætti tómstundabúskap (part-time-farming). Starfsmenn í iðngreinum og viðskiptum og verkafólk reisir sér heimili, venjulega einbýlshús, á stórum lóðum utan borganna. Stærð lóð anna getur verið allt frá 2000 fermetrum upp í hektara. Vegna hins stutta vinnudags gefst nóg- ur tími til að stunda þar fram- leiðslustörf með fjölskyldu sinni. Frumorsök þessa hátta- lags mun vera borgarlífssálsýki eða borgarlífsleiði, sem þjáir margan íbúa skýjakljúfanna og annarra sambýlishúsa, athafna- leysi og þrengsli. Að öðru leyti eru hvatirnar að baki þessum nýja lífnaðarhætti margvíslegar* sumir eru að skapa sér fjöl- breyttara líf ög svala starfs- og sköpunarþrá sinni, aðrir eru að leita sér að fegurra og rýmra umhverfi og betri uppeldisskil- yrðum fyrir böm sín^ frelsa þau af götum stórborganna, en fólk er nú í vaxandi mæli farið að stunda þennan tómstundabú- skap til betri nýtingar á starfs- deginum og til tekjuöflunar. Það hefur sýýnt sig, að margir þessara manna hafa fundið leiðir til að stórauka tekjur sín- ar með tómstunda- og fjölskyldu vinnu. 1 Bandaríkjunum þykir þessi þróun stefna til mannfé- lagsbóta á margan hátt. Sem dæmi hér um má geta þess, að stóriðjuverið Champion Paper Co. í Canton N. C. hefur gefið um það skýrslu, að helmingur af 4000 starfsmönnum fyrir- tækisins séu tómstundabændur. Á sama hátt er það nú orðið algengt, að smábændur um- hverfis iðjuver hafa gerzt full- vinnandi starfsmenn í þeim og stunda áfram búskap að ein- hverju leyti á jörðum sínum, en selja lóðir til verðandi tóm- stundabænda. Ríkisstjórnin í Wisconsin hefur t. d. upplýst, að helmingur bænda í héruðum umhverfis Michigan vatnið séu daglaunamenn á fullum launum í iðjuverum og borgum. Það er einkabifreiðin, sem gerir þessa þróun möigulega. Framleiðslugreinar henta mis- jafnlega þessu búskaparlagi. Hér á landi eru miklir möguleikar til tómstundabúskapar og ann- arrar tómstundavinnu. I þorp- um víða um land hentar trillu- útgerð mjög vel á sumrum fyrir kennara og aðra launamenn með langt sumarfrí. Eftirtaldar bú- greinar henta mjög vel til að nýta fjölskylduvinnu og tóm- stundiir: garðyrkja og gróður- húsaræktun, eggjaframleiðsla* kjúklingaeldi, svínaeldi og sil- ungaeldi í tjörnum. Einnig tel og skapar hagkvæmar aðstæður, þá selur hann frá þessu búi sinu árlega eigi minna en 3 tonn af svínakjöti, en það er álíka mik- ið kjöt og fæst af 200 kinda búi. Að hirða 300 hænur þykir líka mjög hægt tómstundastarf, ef rétt er að farið, og þær gefa 3 tonn af eggjum árlega, en fyrir það fæst góður aukaskildingur, sem bættist við tekjur venjulegs launþega, sem vinnur 7—8 stundir daglega. Til að koma á tómstundabú- skap þarf gótt skipulag og for- ystu hins opinbera, og það gæti orðið hagsmunamál bæði ein staklinga og borga. Til að koma slíku af stað þarf fólk að mynda með sér félagssamtök, stofna kvöldskóla og hafa ráðu- nauta í þjónustu sinni. Borgar- völdin velja þessum hverfum stað og skipuleggja lóðirnar, og það þarf að leggja rafmagn, vegi, vatnsleiðslur og skolpleiðsl ur um þau. Rétt hugsun — réttar fram- kvæmdir Undirstaða þess að fram- kvæma rétt er að hugsa rétt, og rétt hugsun krefst þekkingar. Því miður hafa margar fram- kvæmdir hér á lahdi á síðustu árum, ekki síður í sveitum en annars staðar, verið illa gerðar og vanhugsaðar, atorkan og Nautgriparækt er nú mikilvægasti þáttur landbúnaðar á íslandi. kúm um 600 árlega að meðal- tali. Tvær meginorsakir eru fyr- ir því, að bændur fjölga ekki í voða. Með nýjustu sæðinga-t tækni getum við einnig án á- ^ hættu flutt inn holdanaut til mjólkurkúm. Önnur er sú, að i þessarar starfsemi. Ég hef fram menn fá ekki nógu há og ekki að þessu verið hræddur við inn- nógu hagkvæm lán til að byggja fjós, en hin er sú, að skortur er á mjalta- og fjósamönnum í landinu, og hygg ég hið síðar- nefnda sé alvarlegasta vanda- mál mjólkurframleiðslunnar. — Seðja má nú, að ræktunin sjálf sé enginn alvarlegur þröskuldur í veginum. Finnst mér mjög koma til mála að breyta um stefnu í fjárfestingum og styrkj- um, draga úr eða fella niður jarðræktarstyrkinn, þó ekki styrk til framræslu, en setja fjármagnið í þess stað í fjós- byggingar. Þetta má reyna og sjá, hvaða áhrif það hefði á mj ólkurframleiðsluna. Þá kemur annað til greina, sem mjög mundi fjallað um og rætt meðal viturra landbúnaðar- þjóða. Það er spurmngin þekkingin ekki komizt að sam- hversu stór kúabúin eigi um, að Sjötta grein Gunnars Bjarnasonar á Hvann- eyri m Þarfasti þjóninn ég, að víða mætti með góðum árangri stunda margvíslega berjaræktun til sultugerðar, sem þá gæti orðið heimilisiðnaður líkt og vínframleiðsla meðal Evrópuþjóða. Sem dæmi um, hversu svína- og hænsnarækt, geta gefið mikl- ar afurðir, má benda á, að verkamaður í Reykjavik, sem ætti tómstundabú í hlíðum Esju og hefði þar einar 3 gyltur, sem er mjög auðveld tómstundaiðja, ef hann býr yfir réttri þekkingu komulagi. Hér er að nokkru leyti um að kenna skipulags- skorti. Við höfum ráðunauta í ýmsum greinum landbúnaðar- ins, og við höfum teiknistofu, sem gefur leiðbeiningar um byggingarframkvæmdir, — en við eigum enga sérfræðinga og enga stofnun, sem leiðbeinir og ræður um, hvernrig eigi að starf- rækja framleiðslumikinn stór- búskap. Andleysið er svo full- komið á þessu sviði, að margir stórmerkilegir hlutir hafa gerzt erlendis í þessum málum, án þess að svo mikið sem grein hafi birzt um það hér í blöðum eða tímaritum. Ég hef ekki ennþá séð hér neina faglega og merki- lega grein um það, sem erlendis er kallað „farmautomation“. Orðið er enn ekki til í málinu. Að vísu nota menn orðið „tæknibúskapur", en það hefur almennari merkingu. Þessi nýj- ung nær yfir samverkun og nýt- ingu bygginga, ræktunar, tækni og vinnuskipulags. Nú eru komnir víða um land ráðunaut- ar um sveitabyggingar, en verk þeirra er fyrst og fremst bygg- ingartæknilegs eðlis. Búnaðar- félagið, landnámsstjórn ríkisins, teiknistofan og Búnaðarbankinn þurfa að mynda í sameiningu sérfræðistofnun á þessu sviði með búnaðarkandídat, verk- fræðing og hagfræðing í þjón- ustu sinni. Möguleikar einstakra búgreina 1. Nautgriparæktin er orðin og mun í framtíðinni verða mikil- vægasta búgrein íslenzkra bænda. Nú er málum þannig háttað, að mjólkurframleiðslan hæfir neyzlu þjóarinnar. Fjölg- un mjólkurkúa í landinu fer þó hægt og hægar en eðlilegt má teljast. Meðalnyt kúnna mun hækka nokkuð ennþá, en láta mun nærri, að næsta áratug muni þurfa að fjölga mjólkur- flutning holdanauta, en nú sé ég leið til að gera þetta áhættu- laust. Ef blendingskvígur frá Gunnarsholti væru settar t. d. í Engey, flutt síðan inn mikið magn af djúpfrystu sæði úr ca. 20 nautum af erlendu holdakyni, þá má á mjög skömmum tíma koma upp kynsterkum blendings nautum, sem svo smátt og smátt má hreinrækta með innflutta sæðinu og hreinrækta á einum til tveimur áratugum í einangr- uninni. Bú þetta yrði að starf- rækja undir yfirumsjón tilrauna stöðvarinnar á Keldum og yfir- dýralæknis. Komi engir sjúk- dómar í Ijós á stöðinni að 10 árum liðnum, má segja, að við séum úr hættunni. Sæðisflutn- inginn á aðeins að framkvæma í eitt skipti í nógu miklum mæli og úr nógu mörgum nautum, og geyma sæðið djúpfryst. Frá ein- angrunarstöðinni má svo senda sæði til sæðingastöðva naut- griparæktarsamtakanna í landi, þegar blendingsnautin hafa ná3 nægum þroska. 2. Sauðfjárræktin hefur lengst af haldið lífi í íslenzku þjóðinni. Um það er nú deilt, hversu margt sauðfé öræfa-afréttirnar geta fætt með góðu móti og án landsskemmda. Á því þarf að gera rannsóknir. Hitt er minna um rætt, hversu hagkvæm fjár- ræktin er miðað við aðra kjöt- framleiðslu. Til að nýta hag- láglendisins, uppgrædda og framræst mýrlendi, vera. Ljóst er, að ódýrara er að byggja yfir 180 kýr í einu fjósi en að byggja 10 fjós fyrir 18: mjólkandi kýr hvert. Þá kemur I lendi og hitt til greina, að 8 fjölskyld- J sanda ur reka eitt 180 kúa bú með, munu holdanaut henta betur en betra og auðveldara móti en 10 J Það fjárkyn, sem við nú höfum, fjölskyldur sín 18-kúa bú, og öll fjárfesting að öðru leyti, í byggingum ,vélum og samgöng- um verður miklum mun hag- feldari og ódýrari. Einnig ber á að líta, að „farm-automation" (sjálfvirkni í búskap) kemur vart til greina á einyrkjabýlum, en verður sjálfsögð og mjög til hagsbóta á stórbúum. í þessum efnum á að breyta um stefnu. Menn hafa verið1 hræddir við að stíga þetta skref frá kotungsbúskap til stórbú- skapar og eitt sinn var hér lög- boðin andúð á þeirri þróun; sbr. hin fræga 17. gr. jarðræktar- laga. Sumir bera því og við, að það henti ekki íslenzku þjóðar- eðli, að margar fjölskyldur vinni saman á einu búi. Samt hefur það sýnt sig, að við gátum með góðum árangri farið úr ára- bátum um borð í togara, og ís- lenzkt fólk kemst af í borgum og þéttbýli engu síður en fólk af öðium þjóðstofnum. Að^ Evrópn. Smábörn þrífas.t mun minnsta kosti getur enginn hald ið því fram, að málið sé ekki til raunar vert. Það verður hins sem er fastmótað fjallafé. Ef fjárræktin er borin saman við svínarækt að framleiðni til, þá þarf að stækka fjárbúin til mik- illa muna, til þess að þau gefi sama arð og geti greitt svipað kaup. Einyrkjabú þyrfti að hafa um það bil 800 ær til að stand- ast samanburðinn. 3. Hrossaræktin er óðum að dragast saman, þar sem vinnu- hestar eru úr sögunni og hrossa- kjötsneyzla fer minnkandi. Þessi búgrein nálgast það að eiga heima í flokki með þjóðlegum listum og íþróttum og á þannig örugga framtíð, en þjóðhagslegt gildi hrossaræktarinnar er orðið hverfandi lítið. Mjög er þó senni legt, að á næstu árum verði tek- in upp framleiðsla kaplamjólk- ur handa smábörnum. Hér er um að ræða vísindalega nýjung, sem nú þegar hefur gildi í Rússlandi og farið er að gefa verulegan gaum í vestanverðri vegar ekki gert án opinberrar forystu, og faglegrar leiðbein- ingar. Tó.garaverð og togara- lánskjör mundu duga myndar- legu stórbýli. Ljóst er, að mjólkurframleið- endur gætu aukið arðsemi búa sinna nokkuð, ef þeir ala hálf- blóðs-kálfa til frálags sam- hliða mjólkurframleiðslunni. — Með sterku eftirliti ráðunauta og sæðingastöðva og lokun ís- lenzku kúaættbókarinnar má vafalaust stunda hér einblend- ingsrækt til kjötframleiðslu, án | munum þess að kúastofninum yrði stefnt betur, verða kvillaminni og framfarabetri á kaplamjólk en kúamjólk. 4. Svínarækt og hænsnarækt, bæði til framleiðslu kjöts og eggja, á sennilega meiri fram- tíð hér á landi en margur hyggur. Nýjasta tízka nú erlendis er að framleiða fitulítið flesk. Þetta tekst einna bezt með því að ala svínin á blöndu úr grasmjöli og byggi. Einnig er allt útlit fyrir, að við munum geta framleitt grasmjöl í fremsta flokki, og auk þess höfum við til fóðurblönd- unar ágætt fiskimjöl og þang- mjöl. Með nokkurri byggrækt við auðveldlega geta Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.