Morgunblaðið - 06.01.1961, Qupperneq 6
6
M O RGV /V ® r '*>’n
Föstudagur 6. janúar 1961
Víðtækasta skipa-
viðgerð unnin hér
Smiðjurnar annast 12 ára flokk-
unarviðgerð
I REYKJAVÍKURHÖFN er
nú verið að leysa af hendi
verk, sem íslenzkir iðnaðar-
menn hafa ekki áður unnið.
Er hér um að ræða 12 ára
flokkunarviðgerð á vél og
skrokki togarans Jéns Þor-
lákssonar, eign Bæjarútgerð-
ar Reykjavíkur. Hefur slík
flokkunarviðgerð sem þessi
ekki áður þótt á færi ís-
lenzkra verktaka og hafa
togararnir farið utan til þess
að fá hana framkvæmda.
• Margir verktakar
Það var á fundi utgerðarráðs
Reykjavíkur hinn 20. des. sl. að
samþykkt var að fela verkið sam
eiginlega Vélsmiðjunni Héðni,
Stálsmiðjunni h.f., Slippfélaginu
h.f. og Bræðrunum Ormson h.f.
Landssmiðjan gerði og tilboð i
verkið, en tilboð fyrrgreindra
smiðja reyndist hagstæðara.
Upphaíiega var gert ráð fyrir
að þessi mikla viðgerð á tog-
aranum færi fram erlendis og
hafði Bæjarútgerðin leitað lil-
boða erlendis. En áhugi forstöðu
manna smiðjanna hér, fyrir verki
þessu kom einnig fram. Var
smiðjunum því gefinn kostur á
að gera tilboð í nokkurn hluta
verksins.
• Sambærileg vinna
Þegar tilboðin voru opnuð á
fundi útgerðarráðs, hafði Vél-
smiðjan Héðinn gert sérstakt til-
boð í vélaviðgerðirnar á aðalvél,
hjálparvélum, togvindu og fleiru.
Fulltrúar í útgerðarráði höfðu
nokkuð rætt þetta tilboð, sérstak-
lega með tilliti til þess, hvort
það væri á færi vélsmiðjunnar að
franjkvæma viðgerðirnar.
Voru mættir á þessum fundi
útgerðarráðs ýmsir sérfróðir
menn, sem spurðir voru um álit
þeirra á því hvort Vélsmiðjan
Héðinn gæti með fullu öryggi
tekiit á hendur vélaviðgerðirnar.
Þeir töldu að svo væri, enda þótt
verkið yrði hér ekki framkvæmt
á sama hátt og tíðkast að fram-
kvæma þær erlendis.
A fundinum mættu og ýmsir af
fyrirsvarsmönnum vélsmiðjunn-
ar er gerðu útgerðarráðsmönnum
nánari grein fyrir tilboðinu og
framkvæmd verksins.
Síðan var gengið til atkvæða
um tilboðin og þau samþykkt og
framkvæmdastjórum BtTR falið
að semja við smiðjurnar um
verkið.
ESBJERG, 3. jan. (Reuter) —
Borgin Whistable í Englandi
hefur sent Esbjerg í nýársgjöf
eitt tonn af ostrum í þakkar-
skyni fyrir það að Esbjerg
sendi Whistable jólatré.
• Skipsvélin í smiðju ! _
í gær er Mbl. átti tal við Gísla
Guðlaugss. yfirverkstj. hjá Héðni
og sagði hann að í fyrrad. hefði
síðasta stóra stykkið úr aðalvél
togarans verið tekið heim í
smiðju. Var það botnskálin með
sveifarásunum og vó þetta stykki'
14 tonn! Má heita að hvert ein-
asta stykki aðalvélarinnar sé nú
komið inn í smiðjuna til eftir-
lits og viðgerðar. Hafa um 30
menn unnið ^við að laka i sund-
ur vélina. Um helgina kvað Gísli
togarann verða tekinn upp í slipp
þar sem skrokkviðgerðin verður
framkvæmd. Er gert ráð fyrir
að það taki um þrjá mánuði að
framkvæma slíka flokkunarvið-
gerð sem þessa.
26 3 slösuðusf og nœr
4000 bílar skemmdust
BÍLAÁREKSTRA- og um-
ferðarslysadeild rannsóknar-
lögreglunnar hér í Reykja-
vík hefur fært í svonefnda
slysabók deildarinnar 1853
bílaárekstra hér í lögsagnar-
umdæmi Reykjavíkur á ár-
inu 1960.
Þessi tala gefur til kynna að
eigi færri en 3786 bílar hafi
orðið fyrir meiri og minni
skemmdum í árekstrum á ár-
inu. 1 slysabókinni eru skráð
nöfn 263 manna, sem hlotið
hafa meiri og minni meiðsl. —
Dauðaslys urðu 3 á árinu, en
8 árið áður.
Mörg koma ekki til lögreglu
Óskar Ólason,' rannsóknarlög-
reglumaður, sagði að hin háa
tala árekstra sé þó hvergi nærri
endanleg tala óhappa ökumanna
í umferðinni. Margir árekstrar
og minni óhöpp vérða, sem að-
ilar snúa sér beint til trygg-
ingarfélaganna með. Er fullvíst
að tala þessara mála skiptir
mörgum hundruðum.
Mest í jólaönnunum
Desembermánuður var sér-
BONN, 5. jan. (NTB-REUTER).
Talsmaður vestur-þýzka után-
ríkisráðuneytisins sagði í gær
að Konrad Adenauer kanslari
færi til Parísar 9. febrúar nk.
til viðræðna við de Gaulle, for-
seta. Fyrr var þessi för ákveðin
í byrjun desember sl. en henni
varð að fresta vegna veikinda
kanslarans. Jafnframt hefir ver-
ið tilkynnt, að Macmillan for-
sætisráðherra Bretlands, verði
gestur Frakklandsforseta dagana
28. og 29. janúar.
lega mikill óhappatími. Skráðir
voru 240 bílaárekstrar hér í
bænum og urðu flestir þeirra
kringum jólin, en þá var nokk-
ur snjór og hálka í bænum.
Álfadans
Akranesi, 4. janúar.
ALFADANS var haidinn á þriðja
í nýári við Miðgarð í Innri-
Akraneshreppi kl. 10 um kvöld-
ið. Alfar voru 40, grýla og púkar
meðtaldir. Konungshjónin voru
Hafsteinn Sigurbjörnsson og Þor-
björg Jenny Olafsdóttir. Alfarn-
ir voru skrautklæddir mjög,
gengu skipulega en aðeins hálf-
hringinn í senn vegna neistaflugs
og reykjamökks frá bálkestin-
um. Flugeldum var skotið og
dansað á eftir í fagurskreyttu
húsinu til kl. 1,30. Ölvun var með
minna móti. — Oddur.
SVO sem Mbl. hefur áður
sagt frá fékk m.s. Lang-
jökull á sig mikinn sjó í
illviðri út af Horni 5. des.
sl. Brotnaði borðstokkur
skipsins öðru megin á 15
20 m. kafla. Það var þó lán
í óláni, að stykkið brotnaði
í einu lagi úr borðstokkn-
um og féll inn á þilfarið
en ekki útbyrðis. — Slys
urðu ekki á mönnum.
Á myndinni, sem fylgir
hér með, og var tekin er
LangjökuII kom til Siglu-
fjarðar að lesta freðfisks-
flök, sést greinllega hvern-
ig borðstokkurinn hefur
farið í sundur og vantar
alveg á löngum kafla. Þá
má og sjá borðstokkspart-
inn, sem sjórinn braut,
liggja á þilfarinu.
— Stefán.
(Ljósm. Ól. Ragnarsson).
KAUPMANNAHÖFN 3. janúar,
(Reuter) Útgefendur nýrrar
kvæðabókár sem nefnist Hana-
gal og er eftir Jörgen Nash,
segja að bókin verði bundin inn
í galvaníserað vírnet -eins og
notað er í hænsnagirðingar.
• Draumnóttin mikla
Menn hafa löngum lagt
merkingu í drauma sína, en
það er ekki sama hvenær
menn dreymir. En áður
en lengra er haldið skyldu
menn rifja upp hvað þá
dreymdi. í nótt, því draum-
arnir í nótt sem leið eru
allra drauma merkilegast-
ir. Um það segir á þessa
leið í fræðatíningi Jóns Árna
sonar:
„Þrettándanótt er í mörgu
merkileg, sem fyrr er sagt.
Þá segja flestir að kýr tali,
og að lið Faraós fari þá úr
selshömunum og gangi á
land, þó aðrir segi, það sé á
nýársnótt. Þá heppnuðust og
vel útisetur á krossgötum og
allt eins miðsvetrarnóttina.
Þrettándanótt var og haldin
helg í Grímsey og víðar, allt
fram um 1849, hvað sem síð-
ar er, af því hún samsvaraði
jólanóttinni gömlu. Hún hef-
ur og verið kölluð „drauma-
nóttin mikla, af því þá átti
austurvegskónga að hafa
dreymt um fæðingu Krists,
og því eru allir þeir draumar
merkilegastir og þýðingar-
fyllstir, sem mann dreymir
þrettándanótt.“
• Síðasti dagur jóla
í dag er síðasti dagur jóla
að fornu tali. Að vísu eru
margir dagar jólanna vinnu-
dagar alls þorra manna, en
þó er eins og mönnum finmst
andrúmsloft jólahátíðarinnar
rikjandi fram yfir þrettánda.
Hefur einnig sitt að segja í
þessu sambandi öll sú ytri
FERDIIMAINin
t Mi'/b
s’s\ \ • - • •'
VC ^ vþ-Vu' / / ,
skreyting, sem jólunum íylg-
ir. Og munu margir sákna
þess þegar jólaskreytingar
verða teknar niður, sem
menn hafa nú horft á í rúm-
an mánuð sér til ánægju. En
tíminn flýgur og er aldrei á
hraðari ferð en einmitt um
jóli.i eins og börnin finna
bezt. Við huggum okkur við,
að nú er dag farið að lengja
og bráðum kominn miður
vetur.
• Læknirinn Lúkas
Hér er svo smápistill um
útvarpið:
K. G. skrifar:
„Ég tek undir það, sem þú
skrifaðir um útvarpsdag-
skrána nýlega. í henni hefur
margt verið gott þótt sitt sýn
ist hverjum eins og gengur.
En ég vil ekki láta hjá líða
að láta sérstaklega í ljóg á-
nægju mína með framhalds-
söguna „Læknirinn Lúkas“
eftir Taylor Caldwell. Það er
ágætis saga, sem hefur bæði
bókmenntalegt gildi og er
skemmtileg áheyrnar. Ragn-
heiður Hafstein les han& iíka
sérstaklega vel. Túlkun henn
ar er lifandi og mannleg.
Ragnheiður Hafstein er
raunar útvarpshlustendum að
góðu kunn frá fyrri árum.
Hún hefur lesið skemmtilega
útvarpssögu, auk þess sem
hún var frábær þulur. Það er
alltaf bjart og hreint yfir
rödd hennar. — K. G.“.
/