Morgunblaðið - 06.01.1961, Side 10

Morgunblaðið - 06.01.1961, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FBstudagur 6. janúar 1961 í EXNU jólablaðanna var mynd af svokölluðu „farandhúsi“, þ.e.a.s- íbúðarvagni til að hengja aftan í á ferðalögum. Og undir mynd- inni stóð sú athugasemd að svona farartæki hefði ekki enn sést á ís. lenzkum þjóðvegum. Er ég las þetta minntist ég þess að hafa séð svona ferðavagn aftan í jeppa og það meira að segja uppi í Keri- ingarfjöllum. Ég leitaði því uppi Árna Guð jónsson .hæstaréttarlögmanns, er hafði verið með þetta farandhús á ferðinni uppi í öræfum, ásamt fjölskyldu sinni og önnur fjöl- skylda. Það kom líka á daginn að nú er rétti tíminn til að ræða um svona farartæki, þó undarlegt kunni að virðast, svona í fljótu bragði. Það var einmitt upp úr áramótunum 1958, sem Ragnar Jónsson í Smára og frændi hans, Jón Atli Jónsson, vélstjóri, fóru að búa sig undir sumarferðalögin með því að hefja smíði ferðahúss á hjólum, sem hægt væri að að hengja aftan í jeppa og taka með sér hvert á land sem væri. Árni, bættist svo seinna í hópinn. Þegar komið er í heimsókn til húseigenda líður venjulega ekki á löngu áður en búið er að draga gestinn um alla íbúðina, láta hann kíkja inn í baðherbergið, 'skoða svefnherbergisskápana og dást að borðskróknum í eldhús- inu. En í þetta skipti slapp ég með að fá nákvæma lýsingu á eigninni, þar eð vagninn er i vetr argeymslu. • Setustofa og svefnskáli. Grindin er smíðuð ofan á öxul og er úr vinkiljárni og bílastáli. Húsið er 3,20 m. á langd og um 1,80 m á hæð og því vel mann- gengt. Teikninguna gerði Jón Atli Innréttingin virðist ákaflega hag kvæm. Sófar eru meðfram báð- um hliðum endilöngum, og borð á milli við endavegg. Á sófunum eru stoppuð bök og þegar komið er að háttatíma er bökunum lyft, svo að myndast tvær kojur. Þá er borðið lengt og fellt niður á milli bekkjanna, og er þá hægt að hafa flatsæng í sætishæð nærri eins stóra og innanmál vagnsins. 2ja hellna kosangaseldavél er í enda vagnsins og er tveimur kósangasdunkum komið fyrir í grindinni framan við vagninn. Eru þeir oftast teknir úr sam- bandi á næturnar og eins meðan ekið er. Ýmis annar góður útbún- aður er í þessum íbúðarvagni, t. d. rafljós frá bílmótornum inni og stefnuljós og bremsuljós aftan á honum. Auk þess útbúnaður til að skjóta undir hann stultum, ef stanzað er að ráði, svo hægt sé að taka bílinn frá. Venjulega fara tvær fjölskyld- ur í ferðalögin með farandhúsið, einkum um hálendið, þar sem hentugt þykir að ferðast í tveim- ur bílum á ótryggum vegum, og segir Árni að prýðilega rúmt sé um tvenn hjón og eitt- hvað af krökkum í vagninum. Hann gefi líka tækifæri lil að taka með litla krakka, sem varla er hægt að hafa í tjöldum í hvaða veðri sem er. í vagn- inum sé alltaf hlýtt og þurrt, þó ekki sé verið í honum á ferð. — Minntist hann þess að ein- hverntíma þegar þau höfðu gist í ferðavagni sínum við Tungurétt og rignt ferlega um nóttina, að þá var drukkið morgunkaffi við öll þægindi eins og heima hjá sér um morguninn, áður en lagt var upp. En er ekið hafði verið í hálf tíma, óku þau fram á ferðamenn, klædda regngöllum frá hvirfli til iija, og voru þeir að vefja saman rennblautum svefnpokum og taka saman blaut tjöldin. „Engin hótel, engir matsölustaðir, bara henda upp í farandhúsið poka af kartöflum og pakka af saltfiski og aka svo út í buskann sagði Árni. Ekkert þarf að ákveða um dagleiðir, bara aka út af veginum og sofa eða borða, þegar ferða- fólkinu dettur í hug“. Ég heyri af þessu að farandhú®' eigendur eru ekki síður montnir af eign sinni en íbúðareigendur, en í gestabók þessa óvenjulega sumarhúss má sjá svart á hvítu að margar skemmtilegar ferðir hafa verið farið með það, tvær berjaferðir, veiðiferðir og fjalla- ferðir í Kerlingarfjöll, á Hvera- velli, að Hvítárvatni (og á bát í Karlsdrátt,) austur að Heiði í Skaftafellssýslu og þar inn á há- lendið, kringum Snæfellsnes og Fjallabaksleið nyrðri í Eldgjá. Fallegu litmyndina af Eldgjá í myndabókinni „ísland í máli og myndum" hefur Ragnar einmitt tekið í þeirri ferð. Einnig eru fjöl margar af öðrum myndum í bók. inni teknar í ferðum um landið með farandhúsið aftan í jeppan- um. Að lokum gat Árni þess að þetta væri ekki eina farandhúsið á íslandi. Leifur Erlendsson, veit ingamaður, hefði byggt minna hús til ferðalaga yfir jeppa- kerru og farið víða um með það aftan í jeppa sínum. E. pá Bara að aka út af veginum og setjast að. Ráðstejinn í Marokko hafin < Casablanca, Marokkó, 5. jan. •— (Reuter) —• MOHAMMED, konungur í Marokkó, setti í gær ráð- stefnu sex Afríkuríkja og eins Asíuríkis með ræðu, þar sem hann sagði, að framtíð heimsins væri í hættu sök- um þess, að Sameinuðu þjóð unum hefði ekki tekizt að lægja öldurnar í Kongó. — Hann sagði, að nýlenduþjóð- ír væru nú að þreifa fyrir sér með Kongó hvernig bezt verði komið við nýrri ný- lendustefnu, sízt betri en þeirri er áður þekktist í Kongó. — Ráðstefnan á að fjalla um framtíð Alsír og fleiri vandamáj Afríkuþjóða. t Stuðningsmenn Lumumba ' Raðstefnu þessa sækja full- trúar frá Ghana, Guineu. Mali, Líb- Ghana, Arabaiýðveldinu, Marokko, íu og Ceylon auk þess sem Ferhat Abbas forsætisráðherra útlagastjórnar Alsír situr ráð- stefnuna sem gestur. Eru full- trúar yfirleitt hlynntir Lum- umba, fyrrv. forsætisráðherra í Kongó, sem nú er í haldi hjá Mobutu ofursta, og krefjast gagngert að Lumumba verði aftur fengin völd í hendur. Mohammed konungur bar fram áætlun í nokkrum liðum. Er þar meðal annars kveðið svo á, að komið verði á ráðstefnu allra stjórnmálaflokka í Kongó, að Sameinuðu þjóðirnar auki fjárhagslega og tæknilega að- stoð við Kongó . og að Afríku- þjóðir hafi forystu um aðstoð við Kongó. Ráðstefna þessi hófst degi síð- ar en ætlað var, vegna frestunar á för þeirra Kwame Nkruma forseta Ghana, Sekou Toure frá Guineu og Mobito Keita frá Mali. Þeir komu fljúgandi með tveim rússneskum flugvélum skipuðum rússneskum áhöfnum. Lentu vélarnar á flugvelli bandarísku herstöðvarinnar við Nouaceur. Mun það einsdæmi, að flugvél með r issneskri áhöfn lendi á slikri flugstöð Banda- rikjahers. Fiugvélamar eru gjöf til Toure og Nkrumah frá Krúsjeff, forsætisráðherra Sovétríkjanna. Síðdegis í dag var frétta- mönnum tilkynnt, að á ráð- stefnunni hefði náðst „fullkom- ið samkomulag" um Kongómál- ið. — Mun ráðstefnan nú taka að fjalla um Alsír. LONDON, 5. jan. (Reuter) — Heimspekingurinn Bertrand Russeil stendur fyrir fjög- urra. klukkustunda mótmæla- setu frammi fyrir aðsetri varn- armálaráðuneytisins brezka á laugardaginn. Mótmælt er kaf- bátalægi Bandaríkjamanna í Skotlandi. Fyrrverandi yfirlæknir barnaspítala ákærður Kíel, Þýzkalandi, 5. janúar. PROFESSOR Werner Cate, sem var yfirlæknir barnaspítala há- skólans í Kíel þar til í september sl. er annar tveggja lækna, sem ákærðir eru fyrir þátt- töku í aftöku vangefinna barna á valdatíma nazista. Til- kvnning um þetia var gefin út á vegum ríkisstjómarinnar í gær. Rannsókn er hafinn í máli lækn- anna og jafnframt athugun á því hvort þeir verði sviptir lækninga leyfi, en h>áðir eru starfandi læknar. Aftökur bama þessara fóru fram samkvæmt „Miskunnar áætlun“ Hitlers og er talið, að börnin bafi verið deydd á barna sjúkrahúsi í Hamborg. Svipaðar ásakanir eru bornar fram gegn sex öðrum læknum. Ágfúst Fjeldsted torm. löff- mannatél. HINN 9. des. sl- var haldinn að- alfundur Lögmannafélags í»- lands. Var fundurinn einhver hinn fjölmennasti, sem haldinn ihefur verið um árabil. Lárus Jóhannesson, sem hafði verið formaður félagsins, lét af formennsku sl. vor, en þá va,'ð fhann sem kunnugt er hæstarett- ardómari. Ágúst Fjelsted hrl., sem hafði verið varaformaður félagsir.s, tók við formennsku í félaginu. Flutti Ágúst á fundinum skýrslu stjórnarinnar, en starfsárið var mjög atburðaríkt og mörg mik- ilvæg mál tekin fyrir á árinu. Merkast þeirra var» stofnun lífeyrissjóðs lögmanna, en stjórn félagsins beitti sér fyrir stofnun hans. Var vandað mjög til líf- eyrissjóðsins og er hann nú tek- inn til starfa og fer sjóðsfélög- um fjölgandi. Þá beitti stjórnin sér fyrir þvf, að gerðar voru tillögur til dóms- málaráðherra um, að settar yrðu reglur um, hvaða störf samrým- ast lögmannsstörfum. Sú stefna er zíkjandi í félaginu, að þeir einir eigi að stunda lögmanns- Aörf, sem hafa það að aðalat- vinnu, en þeir sem stunda dóms- störf eða stjórnsýslustörf eigi ekki að stunda lögmannsstörf jafnhliða. Stjórnin beitti sér og fyrir því, að settur yrði Codex etbicus lögmanna, þ. e. siða. og starfs- reglur lögmanna. Er codexinn mjög ítarlegur og fjallar bæði um skyldur lögmanna gagnvart skjólstæðingum sínum svo og um skyldur lögmanna gagnvart starfsbræðrum sínum. í ágústmánuði sl. var haldið hér í Reykjavík mót norrænna lögfræðinga. Var mótið mjóg fjölsótt, bæði af erlendum og Í3- lenzkum lögfræðingum. Félagið og félagsmenn þess tóku að sjálfsögðu þátt í mótinu. Bauð félagið erlendum lögmönnum til hádegisverðar með íslenzkum lögmönnum að Hótel Borg, svo og höfðu fjöldamargir félags- menn heimboð fyrir erlenda lög fræðinga og konur þeirra. Var það mál manna, að mótið hefði tekizt með ágætum. Stjórn fé- lagsins og einstökum félags- mönnum hafa borizt fjöldi pakk arbréfa frá erlendum þátttak- endum, þar sem þökkuð er mót- takan og allur viðurgemingur, og telja þátttakendur, að mótið verði þeim ógleymanlegt. Á fundinum voru einróma kosnir í stjóm félagsins næsta starfsár, þeir: Ágúst Fjeldsted hrl., formaður, Egill Sigurgeirs- son hrl., varaformaður, Jón N. Sigurðsson hrl. gjaldkeri, Gísii Einarsson hdl., ritari og Þor- valdur Lúðvíksson hdl. með- stjórnandi. Gjafir til Björg- unarskútusjóðs Breiðafjarðar Stykkishólmi, 4. janúar. NU UM áramótin bárust Björg- unarskútusjóði Breiðafjarðar tvær höfðinglegar gjafir. Var önnur þeirra tíu þúsund krónur frá hjónunum Halldóru Isleifs- dóttur og Guðmundi Finnssyni frá Nesi við Stykkishólm, en það er minningargjöf um son þeirra, Sighvat, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hin gjöfin er tuttugu þúsund krónur frá hjónunum Steinunni Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og Asmundi Jóhannssynj frá Kverná, Eyrarsveit, og er hún gefin til minningar um látna syni þeirra hjóna, Búa, Kristin og Vilhjálm. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.