Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 20
Togarinn lét ekki að stjóm — bls. 3 9. tbl. — Fimmtudagur 12. janúar 1961 // Vettvangur' Sjá bls. 11. Öveður í Rvík 20 þus. kr. tjón varð Hallgrlmskirkju ÓVEÐUR af suðaustri gekk yfir Reykjavík í fyrrinótt. í veðrinu urðu nokkrar skemmdir á Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. Var óveð- ur þetta eitt helzta um- ræðuefni manna á meðal hér í bænum í gær. Veðríð harðast milli kl. 2 og 6. Veðurhæðin tók fyrst að vaxa verulega upp úr miðnsetti og jókst þá einnig úrkoman. Frá Ikl. 2 og fram til kl. 6 í gær- morgun var hið versta veður. Menn furðuðu sig á því hve veðrið virtist óvenju hávaða- samt. Var sú skýring m.a. á því Ringdi 25 mm í Eyjum en hlýnaði um 29 stig í Möðrudal I*EGAK ofsaveðrið gekk yfir sunnanvert landið í fyrrinótt, mældist veðurhæðin mest á Stórhöfða í Vestmannaeyj- um. Þar reyndist hún vera jöfn 12 vindstig og þar varð lika vart þruma. í Eyjrnn rigndi mjög þessa dimmu jan úarnótt, og reyndist úrkoman hafa verið 25 mm. Meðan á þessum ósköpum gekk, fór veður hlýnandi norð nr í Möðrudal á Fjöllum. Ki. 11 að morgni þriðjudagsins hafði mælzt þar 28 stiga frost, sem er sennilega eitt allra mesta frost, sem mælzt hefur hér á Iandi um nokkur síð- ustu ár. Við veðurathugun þar 27 klst. síðar, kom í ljós að þar hafði hlýnað um 29 stig. •<&- gefin, að það hafi stafað frá hinni miklu úrkomu, er hún buldi á freðinni jörðinni, eða lamdist á húsunum. En líka er það, að langt er síðan slíkt ó- veður hefur gengið yfir bæinn, og vera má að menn séu farnir að ryðga í því hve miikill hávaði fylgir slíku veðri, þegar veður- hæðin kemst upp í 12 vindstig í mestu byljunum. Rigningin mældist hafa verið 9 mm, en vafa lítið mælzt meiri ef slíkur veður ofsi hefði ekki verið. Hér í Reykjavíkurhöfn slitn- uðu bátar upp og hlekktist á. Víðsvegar í bænum losnðuðu plöt ur af húsum, skúrar fuku, raf- línur slitnuðu og stórar rúður brotnuðu. En þegar aftur birti í gærmorgun, kom í ljós að 6 m há steypumót á suðurhliðar skipi Hállgrímskirkju höfðu brotnað. Helgi Eyjólfsson, húsasmíða- meistari, sem er í byggingar- nefnd Hallgrímskirkju, sagði Mbl. í gærkvöldi, að tjónið væri mikiu minna á kirkjunni en verksummerki virtust benda til. Hefði mat farið fram á því, og taldi hann það vera kringtum 20 þús. kr. Dýrustu mótin, súlna mótin, skemmdust svo til ekkert. Þótt við höfum lítil peningaráð þá hef ég ekki áhyggjur af þess um skemmdum. En un) leið vil ég benda á, að ef við hefðum það rúm peningaráð að við þyrft um ekki að taka hvern vegginn út af fyrir sig og steypa upp, þá hefði þetta ekki komið fyrir. Ef mót gaflanna hefðu verið kom in upp í sömu hæð, þá hefðu þau staðið af sér veðurhaminn. Klufckan 2 um nóttina hafði byggingameistarinn verið við kirkjuna og var þá allt í lagi. Lán var það í óláni að svo ný- lega var mótasmíðinni lokið, að járnabindingar voru ekki komn ar í mótin. — Þess skal getið, að mjög vel var frá mótunum geng ið. — (Sjá mynd á bls. 2). Tvísýnt um líf 'manns eftir bílslys Bitreiðin, sem slysinu olli, ófundin Keflavík í gœrkvöldi: UM sjöleytið í kvöld varð alvarlegt bifreiðaslys hér í Keflavík. Var ekið á gamlan mann, Daníel Matthíasson, 72ja ára, og slasaðist hann mikið. Bifreiðin ófundin Bifneiðin, sem ók á manninn, staðnæmdist aðeins, en hélt því næst leiðar sinnar, en skildi við slasaða manninn þar sem hann lá í götunni. Sjónarvottar voru ekki að slysinu utan nokkur börn. Ekki gátu þau sagt frá nafni eða númeri bifreiðarinnar, en sum sögðu að hún hefði verið græn, önnur að þetta hefði ver- . ið volvóbíll. Bifreiðin er enn ó- V f undin. Tvísýnt um líf hans » Maðurinn var fluttur á sjúkra f hús og kom í Ijós við rannsókn, að hann var höfuðkúpubrotinn og fótbrotinn m. a. Var líðan hans afar slæm er síðast fréttist og jafnvel tvísýnt um líf hans. Daníel Matthíasson er ekkju- maður og býr hjá syni sínum ókvæntum á Faxabraut 27, en borðar á Elliheimilinu. Var hann á leið yfir götuna þar á milli er slysið varð. ★ Lögreglan í Kefiavik heldur áfram leit að bílnum, sem slys- inu olli og styðst við ófullkomn- ar lýsingar barnanna í eftir- grennslan sinni. — Helgi S. Siglutré vélbátsins Nönnu á milli bátanná. Á trillu yfir Flo- ann í fyrrinótt AKRANESI, 11. janúar. — Trillu báturinn Björg, sex tonn að stærð, reri héðan í gærmorgun. Var tekið að undrast um bát- inn er hann kom ekki að í gær- kvöldi og veðrið fór stöðugt versnandi. Á Björgu voru bræð- umir Þórarinn og Bernódus Guðjónssynir, hörkuduglegir sjó- menn. Lögðu þeir línuna og drógu hana alla suður í Garð- sjó. í Lögðu þeir svo af stað heim hingað kl. sjö í gærkvöldi yfir Flóann og lentu heilu og höldnu kl. 4 í nótt. — Oddur. Róðrar hafnir á Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 11. jan. — Hér á Ólafsfirði eru róðrar byrjaðir fyrir nokkru. Þeir bátar sem fyrst hófu róðra. Einar Þveræ- ingur og Guðbjörg eru búnir að fara út fimm sinnum og hef ur afli verið frá 8—11 smálest ir í róðri. Þriðji báturinn Ólafur bekk ur, fór i fyrsta róðurinn í gær og fékk 6 smál. í vetur munu einnig róa héðan smærri bátar og Sæþór mun fara í útilegu með línu eftir nofckra daga. Horfur eru á að útgerð verði með mesta móti hér í vetur. i Tveir bátar sukku tfafnarfirði HAFNARFIRÐI — I fár- viðrinu í fyrrinótt, en þá varð vindhraðinn 12 vind- stig í verstu hriðjunum, slitnuðu tveir hátar við syðri-hafnargarðinn og sukku þar í króknum við steinkersbryggjuna. Var það vélbáturinn Nanna GK 504, sem er 25 lestir og eign Dag- bjarts G. Guðmundssonar. Báturinn, sem er gamall (byggSur í Noregi 1929) hef- ur legið við hafnargarðinn í allan vetur, en þar liggur jafnan fjöldi báta. — Sést aðeins á siglutrén á Nönnu. Hinn báturinn, sem heitir En- ok SU 17 og er 8 lestir, er hálf ALGERICAS, Spáni, 11. jan. — (NTB—Reuter) — Lystisnekkja frá Honduras sökk í morgun við norðurströnd Marokkó. Á snekkj unni voru um 40 manns. Fundizt hafa 14 lík og þrír skipbrots- menn lifandi. sokkinn þama i króknum, og má búast við að það verði tiltölu- lega auðvelt að ná honum upp. Ekki munu fleiri bátaeigendur hafa orðið fyrir tjóni í hinum Eldur í verkstæði á Akureyri AKUREYRI, 11. jan. — Klukk- an 16,40 í gær kom upp eldur í geymsluskúr og verkstæðis- byggingu að Norðurgötu 32 á Akureyri. Svo vildi til, að enginn mað- ur var staddur í húsinu, en Guð mundur Jörundsson, slökkviliðs maður, gekk þar um götuna og varð reyks var. Gerði hann slökkviliðinu þegar aðvart í síma og kom þar samstundis á staðinn. Var þá allmikill eldur í þaki og vegg. Fljótlega tókst að róða niður- lögum eldsins, en skemmdir urðu nokkrar á húsinu og verk- færum. Eigandi hússins er Páll Markússon. Var húsið vátryggt, Þorvaldur Garðar Kristfánsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæ ðisflokksins Gunnar Heigason framkvæmda- stjóri Verkalýðsráðs HINN 1. þ. m. lét Magnús Jónsson, alþingismaður, af framkvæmdastjórastarfi í Sjálfstæðisflokknum, eftir að hafa gegnt því með miklum ágætum í nær 8 ár. Færir miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins honum þakkir fyrir ágætt starf. Miðstjórnin hefur í dag ráðið Þorvald Garðar Krist- jánsson, lögfræðing, sem framkvæmdastjóra flokksins. Jafnframt hefur verkalýðs ráð Sjálfstæðisflokksins ráð- ið Gunnar Helgason, erind- reka, sem framkvæmdastjóra og hefur miðstjórnin stað- fest þá ráðningu. mikla veðurofsa, en mjög marg ir bátar voru við hafnargarðinn og bryggjurnar, svo og þrír tog arar. Lítið ikemmdnr, Viðvíkjandi vélbátnum Borg- þór, sem strandaði á Helgaskeri í fyrrakvöld, skal það tekið fram, að strákjölurinn brotnaði nokk- uð, en þó komst ekki mikill sjór í hann. Var báturinn settur í slippinn þar sem gert verður viS skemmdir, og þeirri viðgerð verð ur lokið nú í vikulokin. — Eig andi hans er Ragnar Jóhannes- son, en hann var ekki með Borg þór í þetta skiptið. — Þá skal þess getið, að vélin var í lagl þegar strandið varð, en sökum hættu á að hún skemmdist ef hún yrði sett í gang á strandstaðn um, til dæmis að skrúfan tæki niðri, tóku skipverjar það ráð að hreyfa hana ekki. — G.K. Fékk á sig brotsjó HAFNARFIRÐI — Togarinn Jón Trausti frá Raufarhöfn, sem leg ið hefir hér undanfarna daga, þar sem lesitað hefir verið í hann síld og fiski, fékk á sig brotsjó suður af Reykjanesi í fyrrinótt (þegar veðrið var sem mest), og gekk ýmislegt úr skorðum, þannig að hann varð að leita hér hafnar á ný. Héðan hafði togarinn farið kl. 3 í fyrradag og var ferðinni heit ið með aflann á erlendan mark að. Við brotsjóinn brotnuðu rúð ur í brúnni og skemmdust þar ýmis tæki, svo sem talstöðin. Þá urðu nokkrar skemmdir á þilj um, en þar brotnaði meðal ann- ars fiskibóma. Kom Jón Trausti hingað í gær inorgun, og var gert að skemmd um hans, en síðan hélt hann á- leiðis út aftur. — G.E. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.