Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1961, Blaðsíða 1
20 síður *n%mMdbib 48. árgangur 9. tbl. — Fimmtudagur 12. janúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Moskvu, 11. jan. (NTB-Reuter) RÍKISSTJÓRN Sovétríkj- anna krafðist þess í dag að Belgir yrðu þegar í stað sviptir gæzlustjórn í Ruanda Urundi. ! Krafa þessi er fram kom- in vegna þeirrar ásökunar að hermenn Mobutus, her- stjóra í Kongó, hafi notað Ruanda-Urundi til innrásar I í Kivu-hérað nýlega til að ráðast á herflokk stuðnings- manna Lumumba. 1 Tass fréttastofan sendi í kvöld út yfiriýsingu þar sem sagt er að ríkisstjórn Savjetríkjanna teiji nauðsynlegt að: 1. Að afturkalla öll umboð og réttindi Belgíu varðandi Ruanda Urundi. ' 2. Að veita Ruanda-Ulrundi | J>egar í stað sjálistæði. 3. Að krefjast þess að Belgir hlýði nú þegar fyrri samþykkt- um öryggisráðsins og kalli her- lið sitt og aðra starfsmenn heim írá Kongó. f 4. Að gera nauðsynlegar ráð- etafanir í SÞ með tilliti til að koma á friði í Kongó í samræmi við niðurstöður ráðstefnu Afríku leiðtoganna í Casaiblanca. Landhelgi Noregs OSLÓ, 11. jan. (Reuter) - Einar Gerhardsen forsætisráð herra Noregs tilkynnti í dag að ríkisstjórnin mundi leggja fram frumvarp um útvíkkun fiskveiðilögsögunnar við Nor eg. Ætlunin er að færa mörk In úr fjórum mílum í sex míl ur hinn 1. apríl n.k. og svo í 12 mílur 1. september. Frum varp þessa efnis verður lagt fyrir þingið mjög fljótlega Forsætisráðherrann sagði að ekki hafti verið iinnl að leggja þetta frumvarp fram fyrr, því nauðsynlegt hafi verið að Ijúka fyrsit samningaviðræð um við þau riki, er stundað hafa veiðar á svæðínu, sem nú verður friðað. um I gíu Brussél, 11. jan. (NTB-Reuter) SVO virðist sem friður sé nú að komast á í Belgíu eft- ir 23 daga verkföll og árekstra. Leiðtogar stjórnar- flokkanna og jafnaðarmanna áttu í dag fund í skrifstofu Eyskens forsætisráðherra til að finna lausn á vandamál- inu. — Herma áreiðanlegar fréttir að talsvert hafi miðað áfram í samkomulagsátt. Þá hefur einnig verið samþykkt breytingartillaga jafnaðar- manna við sparnaðarfrum- varp ríkisstjórnarinnar, sem talin er skipta verkfallsmenn meginmáli. BreytingartiIIagan Nokkrir leiðtogar jafnaðar- manna eru þó þeirrar skoðunar Veldissól Mobutu ofursta ao hníga? ENSKA blaðið Daily Tele- graph segir, að ósætti sé upp koniið milli Kasavubu, for- seta Kongó, og Mobutu of- ursta og vilji Kasavubu nú losa sig við þennan valda- mikla foringja hersins. — Að vísu hefur ekki fengizt stað- festing fyrir þessum orðrómi en hann er að verða svo sterkur í Leopoldville, að nálgast mjög sterkar líkur. Mobutu ofursti beið veru'íegan hnekki vegna hinnar misheppn- uðu herferðar gegn her Lum- umba manna í Kivu-héraði. Er Mobutu kominn aftur til Leo- poldville úr þeirri herferð og hef ur fremur hægt um sig síðan. Samtímis því sýndu fjölda- fundir við komu Hammar- Framh. á bls. 2 að kalla beri saman ráðstefnu til að „ræða almennt öryggi". Þar eigi fulltrúar ríkisstjórnar- innar, ríkisandstöðunnar, verka- lýðsfélaganna og vinnuveitenda að reyna að leysa deiluna. Það var Achille van Acker, fyrrverandi forsætisráðherra jafnaðarmanna, sem fyrst lagði fram breytingartillögu þá við sparnaðarfrumvarpið, sem nú hefur verið samþykkt. Er til- Tvœr flug- vélar hrapa 10 tarast PRAG og Wiesbaden, 11. jan. — (Reuter) — Tékk- neska fréttastofan Ceteka skýrði frá því í dag, að hinn 2. jan. sl. hafi 10 manns látizt er tékknesk farþegaþota af gerðinni IL-14 hrapaði til jarðar nálægt Prag. Var flugvél- in í reynsluflugi er slysið vildi til, en hún var smíðuð í Tékkóslóvakíu. Enginn komst lífs af úr flugvélinni. Auk áhafnar- innar voru í vélinni tækni fræðingar tékkneska flug- félagsins. Verið er að rann saka orsök slyssins. Frá Wiesbaden í Vestur- Þýzkalandi er símað að bandarísk C-47 flutninga- vél hafi hrapað í flugtaki nálægt borginni í dag. — Tólf manns var í vélinni og sluppu allir lítt meidd- ir. — lagan þess efnis að þingið skuli ræða allar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar varðandi atvinnu- leysisbætur áður en þær koma til framkvæmda. En þetta var einn af þeim liðum, sem verk- fallsmenn lögðu mest upp úr að tekinn væri með í sparnaðar frumvarpið. Hér marar vélbáturinn. En^ ok í hálfu kafi við syðri hafn I argarðinn í HaCnarfirði, en i þar sökk hann ásamt vélbátn, um Nönnu í ofsaveðrinu í fyrrinótt. Sézt á siglutré hins I síðarnefnda milli bátanna. Sjá , frétt á öftustu síðu. (Ljósm.: G. E.) Fjöldi verkamanna hefur nú aftur tekið upp vinnu. Forsætis ráðuneytið hefur tilkynnt að 33% fleiri járnbrautir séu nú starfandi en fyrir þrem vikum, og að starfsmenn járnbraut- anna snúi nú hver af öðrum til Kanada verziar við Kúbumenn Kingston, Jamaica, 11. jan. — (Reuter) — JOHN Diefenbaker lýsti því yfir hér í gær að Kanada mundi halda áfram viðskipt- um við Kúbu og halda opn- um möguleikum á því að Kúba taki aftur upp skyn- samlega stefnu í innanlands- og alþjóðamálum. Diefenbaker sagði enn- fremur að það væri skamm- sýni ef Kanada tæki þá stefnu er útilokaði mögu- leika á því að Kúba sneri aftur til frelsis. VHIÐIR RÉTT HVERS LANDS Kanada mun halda áfram við skiptunum, sagði ráðherrann, en ekki leyfa umskipun á bandarískum vörum né selja til Kúbu hernaðarvörur. í sambandi við ádeilur í Bandaríkjunum vegna áfram- haldandi viðskipta Kanada og Kúbu sagði Diefenbaker: „Kan- ada virðir rétt hvers lands til að ákveða eigin stefnu". Hann benti á að Kanada væri að öllu leyti ósammála stefnu Sovét- ríkjanna, en héldi þó áfram við skiptum við þau. ERLENT FJÁRMAGN Aðspurður hvort hin nýju fjárlög Kanada væru samin í þeim tilgangi að hefta bandaríska fjárfestingu i landinu, sagði ráðherrann að svo væri ekki. Hið eina sem fjárlögin fælu í sér væri að kanadísku fjármagni er nú gert jafnhátt undir höfði og erlendu, en á því hefur ver- ið nokkur misbrestur hingað til. ¦ Eins og er á erlent fjár- magn 65% af kanadískum iðnaðar- og námufyrirtækj- um, sagði ráðherrann. Kan- ada þarf á þessu fjármagni að halda, en það verður að nota í Kanada til hagsbóta fyrir Kanadamenn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.