Morgunblaðið - 02.02.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 02.02.1961, Síða 3
Fimmtudagur 2. febr. 1961 MORGVrUJLAÐlÐ 3 Hvar er róið EINS og kunnug-t er af frétt- um, hefur ekki enn gengið saman með fulltrúum sjó- manna og útvegsmanna í við- ræðum þeirra um að koma á I heildarsamningum um kjör sjómanna á bátaflotanum um land allt. Morgunblaðið sneri sér til Landssambands ís- I lenzkra útvegsmanna f gær og fékk þar ýmsar upplýsing- ar um málið. Aðdragandi þessa máls er I sá, að í oktáber sl. skipuðu sjómannasamtök innan Al- þýðusambands íslands og L. í. Ú. nefnd til að athuga, hvort ekki væri unnt að sam- ræma kjör bátasjómanna í öllum verstöðvum landsins. Miða skyldj að því að koma I á einum heildarsamningi, sem gilti um land allt, og jafn- i 1 framt yrði ' horfið frá því , t hlutaskiptafyrirkomulagi, er I ríkt hefur að undanförnu, en farið inn á þá leið, að sjó- 1 menn tækju laun sfn af I brúttóverðmæti aflans, eða , miðað við sama verðmæti og útvegsmenn fá fyrir hann. ! Áður hafði sú regla gilt, að i sjómenn tækju laun af skipta verði, sem samið var um sér- staklega og var mun lægra en útvegsmenn fengu fyrir aflann. Upp úr samningum slitnar Nefnd þessi skilaði niður- stöðum athugana sinna í nóv- ember og mælti með því, að framangreindur háttur yrði tekinn upp. 16. des. settu sjó- j mannasamtökin fram kjara- kröfur sínar í samningsformi, sem fyrirhugað var, að gilti um landið allt. L. f. Ú. og sjó- menn skipuðu samninganefnd ir, sem héldu sameiginlega fundi frá 16. til 30. des., þegar upp úr samningum slitnaði. i L. í Ú. bauð sömu kjör og áð- ur, þó þannig, að sjómenn skyldu njóta iþeirrar hækkun- ar, sem yrði á fiskverði vegna aukinnar vöruvöndunar og áhrifa vaxtalækkunar. Sjó- menn kröfðust hins vegar launahækkunar, sem nam með öllum hlunnindpm, er farið var fram á, um 60%. , I Útvegsmenn töldu sig með engu móti geta orðið við þess um kröfum, og stóð allt fast, ’ þegar málinu var vísað til sáttasemjara. I Upp úr áramótum tóku flest sjómannafélög að boða verkföíl, sem hefjast skyldu milli 15. og 20. jan. Komu þau til framkvæmda f öllum ver- stöðvum, nema í Keflavík og 1 Grindavík. Þar hafði verkfall ekki verið boðað vegna sam- komulags, sem varð meðal útvegsmanna og sjómanna. Samkomulag næst 14.—24. jan. hélt sáttasemj- ari fundi með samninga- nefndum deiluaðila svo að segja dag og nótt. Leiddu þeir til þess, að sáttasemjari lagði miðlunartillögu fyrir nefnd- irnar og óskaði eftir því, að þær tækju afstöðu til hennar. Að morgni 24. jan. undirrit- uðu nefndirnar samkomu- lagstillögu sáttasemjara með fyrirvara um samþykki ein- stafcra félaga innan beggja ■. ÍIMmI 'i;. . : k'/ samtakanna. Nefndirnar hétu báðar að mæla með sam- komulaginu við félög sin. Fulltrúar sjómanna tóku enn fremur fram, að þeir undir- rituðu samkomulagið með þeim fyrirvara, að það tæki ekki til Vestfjarða, þar sem sjómannasamtökin þar höfðu dregið umboð fyrir þau úr Yfirlit yffir deilur sjó- manna og útvegsmanna höndum nefndarmanna. Út- vegsmenn á Vestfjörðum töldu sig á hinn bóginn aðila að samkomulaginu. Samkomulagið var síðan borið undir félagsfundi hinna einstöku samtaka sjómanna og útvegsmanna. Var það samþykkt af útvegsmönnum, en undirtektir sjómanna voru með ýmsum hætti. Skal nú rakið, hvernig ástandið er í hinum ýmsu verstöðvum um- hverfis landið. Reykjavík: Fellt. Aðal- ástæðan mun hafa verið ó- ánægja með hina nýju verð- flokkun. Akranes: Fellt, mestmegnis af sömu ástæðu og í Reykja- vík. Hellissandur: Samþykkt. Ólafsvík, Grafarnes og Stykkishólmur: Samþykkt með fyrirvara um að * sam- komulag næðist um sér- ákvæði um sjófatapeninga. Verkfalli frestað þar til 1. febr., og hófst það í gæx í Stykkishólmi, en var aflýst í Ólafsvík og Grafarnesi, þar eð samkomulag mun hafa náðst þar. Er því róið frá báðum þessum stöðum. Vestfirðir: Þar er róið í öllum verstöðvum, því að Al- þýðusamband Vestfjarða heim ilaði félagseiningum sínum að hefja róðra upp á væntan- lega samninga. Norðurland: Samþykkt alls staðar nema á Skagaströnd, en þar er róið upp á væntan- lega samninga. Seyðisf jörður: Þaðan er ró- ið, en afstaða mun ekki hafa verið tekin til samkomulags- ins. Neskaupstaður: Fellt. Sjó- menn og útgerðarmenn þar hafa gert með sér bráðabirgða samkomulag og róa upp á væntanlega samninga. L. í. Ú. hefur mótmælt bráðabirgða- samningnum, þar eð málið sé enn í höndurn sáttasemjara og eigi því að leysast fyrir at- beina hans. Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Breiðdals- vík og Stöðvarfjörður: Fellt Ástæðan er sú, að í samkomu lagstillögunni er gert ráð fyr- ir því, að á útilegubátum skuli heildarprósentunni skipt í 12 staði á netum og 13 staði á línum, en sjómenn á þess- um stöðum vilja skipta í 11 og 12 staði. Þessi ástæða gild- ir einnig urn Neskaupstað. Róið er upp á væntanlega samninga. Hornafjörður: Frestað að taka afstöðu, en róið upp á væntanlega samninga. Vestmannaeyjar: Samþykkt. Ekki er samt róið vegna verk banns útvegsmanna og verk- falls landverkafólks. Á föstu- daginn á svo að hefjast sam- úðarverkfall sjómanna. Á- stæða verkbannsins mun vera óánægja með verðflokk- unina. Þorlákshöfn: Samþykkt. Grindavík: Samþykkt. Sandgerði: Samþykkt. Keflavfk: Samþykkt. Hafnarfjörður: Frestað að taka afstöðu, ,en verkfalli haldið áfram. Verkamanna- félagið Hlíf hafði boðað til samúðarverkfalls, en á fundi á mánudagskvöld var sam- þykfct að aflýsa því. Auk þess fór sjómannafélagið fram á, að Verkakvennafé- lagið Framtíðin hœfi samúð- arverkfall, en á félagsfundi var fellt með samhljóða at- kvæðum að verða við þeim tilmælum. ★ Að því leyti sem deilan er ekki leyst, er hún enn í hönd- um sáttasemjara. Á .síðasta fundi samninganefnda með honum, sem stóð til kl. hálf- fjögur í fyrrýjótt, mættu enn fremur fulltrúar Ferskfisk- matsins og fiskkaupenda til að skýra fyrir nefndunum fyrirhugaða framkvæmd á fiskmati og verðflokkun, en eins og áður hefur verið skýrt frá, hefur nú verið tek- in upp gæðaflokkun á fiski og það fyrirkomulag að hafa verðmismun eftir gæðum í ríkari mæli en áður hefur tíð- kazt. — Næsti fundur hefur ekki verið boðaður. Hringsnúningur kommúnista Afstaða L.l.U. til samninga á þeim stöðum, þar sem sam- Jerúsalem, 1. febrúar (Reuter) DAVID Ben-Gurion ,forsætisráð- herra Israels, sagði af sér em- bætti í gærkvöldi vegna ágrein- ings við ýmsa áhrifamikla flokks menn sína út af ,,Lavon-málinu“ svonefnda, sem kennt er við Phinas Lavon, er var varnarmála ráðherra 1954. Ben-Gurion hefir heimtað framhaldsrannsókn í máli þessu, en allmikill hluti flokksmanna hans (í Mapai- 'tokknum) staðið gegn því. komulag hefur verið fellt, er sú, að samningsviðræðum verði haldið áfram fyrir at- beina sáttasemjara. L.f.Ú. hef ur mótmælt samningaumleit- unum sjómanna og útvegs- manna á Austfjörðum, sem fram fara utan heildarsam- taka aðilanna. Nú bregður svo við að kommúnistar, sem fordæmdu hvað harðleg- ast samninga sjómanna og út- vegsmanna á Keflavík og Grindavík, sem fram fóru ut- an L.Í.Ú. og sjómannasam- taka A.S.Í., kölluðu þá Júd- asarsamninga og sögðu þá bera vott um lágt félagslegt siðferði, eru nú ákafir verj- endur þess, að sami leikur sé leikinn á Austfjörðum. Á síð- asta fundi samninganefnd- anna lýsti Snorri Jónsson, ritari A.S.Í. yfir því, að af- staða miðstjórnar A.S.Í. væri sú, að nú bæri að víkja frá þeirri grundvallarreglu, sem gilti í upphafi samningsvið- ræðnanna, að leysa bæri deil- una á heildarvettvangi. og hvar ekki? Ben-Curion iór í iússi VERKFALL YFIRMANNA BOÉAÐ f gær Iýsti Farmanna- og fiskimannasamband fslands yfir því, að náist ekki sam- komulag um kaup og kjör yf- irmanna á bátaflotanum, þar með talin tog- og sfldveiði- skip, muni eftirtalin félög hefja verkfall kl. 24 hinn 8. þ. m.: Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Hafþór (Akra- nes), Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan (Reykja- vík), Mótorvélstjórafélag fe- lands og Vélstjórafélag fe- lands. Hingað til hafa verk- föll sjómanna ekki tekið til síldveiðanna, en komi verk- fall yfirmanna til fram- kvæmda, mun það, skv. ofan- sögðu, stöðva síldveiðiflotann. — Næsti fundur aðila með sáttasemjara hefur verið boð- aður á föstudag. I dag lýsti fjármálaráðherrann Levi Eskhol því yfir í Israels- þingi, að ríkisstjórnin myndi sitja áfram við völd, þrátt fyrir afsögn forsætisráðherrans, þar til ný stjórn hefði verið mynduð. — ★ — Stjórnmálafréttaritarar telja ekkj útilokað, að Ben-Gurion myndi sjálfur nýja stjórn, en fyrirætlanir hans eru þó á huldu. Annan möguleika telja þeir þann, að flokkarnir yzt til hægri og vinstri sameinist um stjórnar- myndun, til þess að útiloka hinn öfluga Mapai-flokk frá stjórnar áhrifum. STAK8TEIÍVAR Barnalegv r málflutningur Einrr af þingmönnum Fram- sóknarflokksins hefur gagnrýnt það á Alþingi, að Jóhann Haf- stein bankastjóri skyldi ræða bankamálafrumvarpið á fundi i Varðarfélaginu áður en það var lagt fram á Alþingi, en eins og kunmugt er var frumvarpið lagt fram daginn eftir að Varðarfé- lagið tók það til meðferðar á fundi sínum. Þessi málflutning. ur Framsóknarþingmannsins er hinn barnalegasti. Algengt er aS mikilvæg mál, sem ríkisstjórn- ir eru að undirbúa séu rædd f stjórnrmálafélögum áður en þan eru lögð fram á Alþingi. Á þetta benti Bjarni Benediktsson, dóms málaráðherra einnig, í umræð- um, sem urðu á> Alþingi á þriðju. daginn. Hann kvað það dagleg- an atburð, að almenningi værl gerð grein fyrir megiraefni mála áður en þau væru formlega bor- ' in fram á Alþingi. Hér væri um að ræða algilda reglu, sem væri liður í venjulegri stjórnmála. starfsemi, að ríkisstjórnir og þingmenn fræddu almenning og þá fyrst og fremst sína stuðn- ingsmenn um meginatriði þeirra mála, sem hverju sinni væri bar. izt fyrir. Átylla Framsóknarþing mannsins væri þess vegna á ál- gerlega röngum forsendum hyggð. Einar Olseirsson á flótta Kommúnistar hugðust gera mikið herhlaup á hendur sölu- samtökum útvegsins undir for. ysytu Einars Olgeirssonar á Al- þingi. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Kommúnistar hafa orð. ið algjörlega undir í þeim um. ræðum, sem farið hafa fram á Alþingi um rannsóknartillögu þeirra. Þeir hafa haldið þar fram órökstuddum sleggjudómum og fullyrðingum. Verksmiðjur þær, sem samtökin hafa komið upp erlendis hafa átt ríkan þátt í því að stuðla að hækkuðu afurða- verði og bættri samkeppnisað- stöðu felendinga á> himim er. lendu mörkuðum. Hinar ítar- Iegu upplýsingar, sem gefnar voru á Alþingi um störf SH voru mikið áfall fyrir kommúnista. Þeir höfðu ætlað sér að koma braskorði á þessi öflugustu sölu- samtök íslenzkra fiskframleið. enda. Nú hefur rógurinn verið rekinn ofan í þá og fyrirhuguð sókn þeirra snúizt upp I aum- legaii flótta. I ■ Vilrlu stöðva síldveiðarnar I Alþýðublaðið skýrir frá því f gær, að Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðusambands fslanðs, hafi þegnr sáldveiðarnar stóðu sem hæst um daginn, viljað stöðva þær og koma á algeru verkfalli á bátaflotanum. Kemst Alþýðublaðið m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Mun það hafa verið Hannf- bal Valdimarsson, er átti hug. myndina að því að stöðva síld- veiðarnar. Fulltrúar kommúnista i samnr. inganefnd sjómanna minntust á það í samninganefndinni, að ótækt væri að leyfa síldveiði. bátunum að rón, meðan aðrir bá.tasjómenn ættu í vcrkfalli. , Hefðu kommúnistar mátt ráða, hefðu þeir stöðvað síldveiðarnar þegar bátarnir mokuðu upp síldinni og sumir hásetanna voru með allt upp í 10 þúsund kr. hlut á einum sólarhring. Komm- únistarnir voru ekkert að hugsa um það í þessu sambandi, að síldveiðisamningarnir voru í fullu gildi og hafði ekki verið sagt upp. Hið eitra sem komst að hjá þeim var að stöðva flotann og eyðileggja allt það verðmæti, er skapaðist er bátarnir mokuðu síldinni á land.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.