Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 2
2
MORGUTSBLAÐIÐ
Föstudagur 10. febrúar 1961
Cóður fiskafli fyrir vest-
an og austan
Patreksfirði, 9. fébrúar.
AFLINN hefur verið góður
að undanförnu, 7—12 lestir í
róðri. Gæftir hafa verið góð-
ar þar til í gær, en veðrið er
að ganga niður. Héðan róa 6
bátar og 3 frá Tálknafirði. —
Báðir togararnir eru að veið-
um og munu sennilega sigla
með aflann. — Fréttaritari.
Siglufirði, 9. febrúar
AFLI bátanna hefur verið sæmi-
legur að undanförnu og gæftir
allgóðar. Héðan róa 5 bátar og
einn er í útilegu. Þeir hafa feng-
Kvikmyndasýning
Germaníu
ENN verður kvikmyndasýning á
vegum félagsins Germanía á
morgun, laugardag, og þá sýnd-
ar að venju frétta- og fræðslu-
myndir.
I fréttamyndunum er m. a. sýnt
stúdentahverfi í Berlín, þar sem
600 stúdentar af ýmsu þjóðerni
búa, enn fremur sjást dansmeist
•arar frá ýmsum löndum, sem
bera saman bækur sínar í Kre-
feld á sL hausti.
Fræðslumyndirnar eru tvær:
Er önnur frá Bayern, héruðunum
næst járntjaldinu, gegnt Tékkó-
slóvakíu og Austur-Þýzkalandi,
og sýnir með mörgum dæmum,
hvílíkt óviðunandi ástand hefur
skapazt með þessum nýtilkomnu
gaddavírsgirtu landamærum. Hin
fræðslumyndin er í litum og sýn-
ir listaverk, byggingar o. fl. frá
Rokókó-tímabilinu evrópska,
skraut þess og lífsgleði, svo að
unun er á að horfa. Var myndin
tekin af tilefni listsýningar, er
haldin var í Miinchen 1958 á veg-
um Evrópuráðsins.
■Sýningin verður í Nýja Bíó og
hefst kl. 2, e.h. Öllum er heimill
aðgangur, börnum þó einungis
í fylgd með fullorðnum.
Senda Krabba-
ineinsfélaginu
ágóðann
ÁRNESI, 8. febr. Ungmenna
félagið Gaman og Alvara í
Kinn sýnir um þessar mundir
gamanleikinn Vekjaraklukk-
una. Leikstjóri er frú Kolbrún
Bjarnadóttir, Ystafelli. Leik-
urinn vair sýndur á Hólma-
vaði í Aðaldal og var gerður
góður rúmur að. Allan ágóða
af sýningunni mun félag-
ið ætla að senda Krabbameins
félagi íslands. Kváðust forráða
menn ungmennafélagsins
vona, að fleiri kæmu á eftir
og styrktu Krabbameinsfélag
ið. Mælist ' þetta framtak
mjög vel fyrir hér í sveit.
— Fréttaritari
Dagskró Alþingis
Efri deild:
1. Heimild til að veita Guð-
jóni Ármanni Eyjólfssyni stýri-
mannsskírteini, frv. — 1. umr.
2. Sala Þingeyjar í Skjálfanda
fljóti, frv. — 1. umr.
NeSri deild:
1. Ríkisreikningurinn 1959, frv.
— Frth. 2. umr. (Atkvgr.).
2. Áfengislög, frv. — Frh. 1.
umr. (Atkvgr.).
3. Samkomudagur reglulegs
Alþingis 1961, frv. — 1. umr.
(Ef leyft verður).
4. Hefting sandfoks og græðsla
lands, frv. — 1. umr.
5. Ábúðarlög, frv. — 3. umr.
ið 5—7 tonn að meðaltali, en
komizt upp í 10 tonn í róðri.
— Fréttaritari
Hornarfirði, 9. febrúar
AFLI hefur verið allgóður hjá
bátunum að undanförnu, eða 7—9
lesiir að meðaltali í róðri. Héð-
an róa átta bátar. Þeir fengu
vonzkuveður í nótt, nokkrir töp-
uðu línu, en veðrið er að ganga
niður. — Fréttaritari.
Neskaupstað, 9. febrúar.
LANDLEGA var hér síðasta sól-
Geysihrif ning á
hljómleikunum
HLJOMSVEIT bandaríska flug-
hersins í Evrópu hélt fyrstu
hljómleika sína hér í gærkvöldi
— við geysímikla hrifningu.
Meðal viðstaddra voru forseti Is-
lands, menntamálaráðherra og
sendiherra Bandaríkjanna. Eitt
íslenzk lag var á efnisskránni,
Brennið þið vitar eftir Pál Isólfs-
son. Tónskáldið var hyllt er lag-
ið hafði verið leikið og hljóm-
sveitarstj órinn, Gapt. Gabriel
kvaddi sér hljóðs. Sagðist hann
fagna því að vera búinn að fá
íslenzkt lag á hina alþjóðlegu
efnisskrá og vonaðist hann til að
það yrði þar áfram.. Þessi 50
mahna hljómsveit fer víða og er
Island 23. landið, sem hún heim-
sækir. — Hljómsveitin varð að
leika þrjú aukalög, og lófataki
ætlaði aldrei að linna í lokin._
Aðrir tónleikar eru í Austurbæj-
aibíói i kvöld kl. 7,10 og þeir
þriðju á morgun kl. 3 e.h.
arhringinn, en sennilega verður
róið í kvöld. Aflinn hefur verið
góður, 7—9 tonn að meðaltali,
Héðan róa nú 9 bátar.
— Fréttaritari
XV
Bíldudal, 9. febrúar.
AFLI hefur verið sæmilegur hér,
5—9,5 tonn í róðri og gæftir ágæt
ar. Bátarnir eru þrír, sem róa
héðan í vetur. — Fréttaritari.
Isafirði, 9. febrúar
BATARNIR hafa fengið reitings
afla að undanförnu, síðustu dag-
ana þó ekki nema 4—6 tonn í
róðri, en hœst hafa þeir komizt
uþp í 14 tonn. Gæftir hafa verið
allgóðar. — Fréttaritari.
Atkv. greidd um
ölið 1. umr. lokið
ÖLIÐ HITAÐI alþingismönnum
enn í gær, er fyrstu umræðu um
frumvarp Péturs Sigurðssonar
var fram haldið. Hófust umræð
ur í gser með því, að flutnings-
maður lauk ræðu sinni frá þriðju
deginum. Þá sagði Halldór E.
Sigurðsson nokkur orð, en næst
hélt Skúli Guðmundsson tölu í
skopstíl. Var brosað að máli hans.
Skúli mælti gegn samþykkt frv.
Þá hélt Gísli Jónsson ræðu, en
að lokum gerði flutningsmaður,
Pétur Sigurðsson, athugasemd.
Atkvæðagreiðslu um málið var
frestað og fer hún væntanlega
fram laust eftir klukkan hálftvö
í dag.
Diana Barrymore
Kvikmyndin komin hingað
— Maðkað hveiti
Framh. af bls. 24.
búðinni, er það var keypt þar.
Síðan spurðist þetta hingað til
Vopnafjarðar, og sem fyrr seg-
ir, hafa húsmæður hér einnig
fundið maðka í þessu ameríska
hveiti.
Mér er kunnugt um það, að
tekizt hefur að halda ræktun
hveitimaðksins það áfram, að úr
púpunni hafa skriðið dökkleitar
bjöllur. Hérðaslæknirinn hér,
sem nú er á förum til Reykja-
víkur, hefur tekið nokkra
maðka og ætlar hann með þá til
skordýrafræðinga í Reykjavík,
svo að þeir geti ákvarðað hvers
konar skordýr hér er um að
ræða. — Sigurjón.
SJÁLFSÆVISÖGU Diönu Barry
more, Of mikið — of fljótt, lauk
sem framhaldssögu hér í blaðinu
í fyrradag. Sagan hefur verið
— Sjóslysið
Framh. af bls. 1
Hálfdánsson, stýrimaður og þeir
tveir, sem fórust, voru að draga
línuna við borðstokkinn stjórn-
borðsmegin.
y NA /S hnútar / SV SOhnú/or ¥: Snjófcomo » Oit (7 Shúrir K Þrrmur W:s KuUaaki/ ZS Hihikit H' HaÍ L* Laat
Djúp lægð er nú yfir norð-
anverðu íslandi, og veldur all
hvassri V-átt á Suðurlandi
með éljum og 1—2 st. hita, en
hins vegar mun vera A-stór-
hríð úti fyrir Norðurlandi. —
Ný lægð er komin í ljósmál
suður 1 hafi en hún mun hreyf
ast í stefnu á Færeyjar, svo
vindur mun verða NV eða N
hér á landi með vægu frosti.
Á Bretlandseyjum er 7—11
st. hiti, en vestan hafs er kalt
í veðri, 11 st. frost í Goose (
Bay og 1 st. frost í New York. s
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi )
SV-land til Breiðafj. og mið •
in: SV-kaldi og smáél fram á j
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
nóttina en breytileg átt og
síðan NA-gola og léttskýjað
á morgun.
Vestfirðir til Austfjarða og
miðin. Hægviðri, víðast létt-
skíjað.
SA-land og miðin: Hægviðri
og léttskýjað í nótt en NA
kaldi og skýjað á morgun.
Mb. Kristján Hálfðáns.
Reið þá skyndilega mikið ólag
yfir skipið, sennilega straumhnút
ur. Flæddi sjór yfir bátinn með
•þeim afleiðingum, að þá Guð-
mund og Þórarin tók út. Eftir
að ólagið hafði riðið yfir bátinn
hékk Ingi á stagi á borðstokkn-
um. Þaar hélt hann sér, en hinir
tveir voru horfnir. Má það heita
mesta mildi, að ekki fór enn verr.
Miklar skemmdir. urðu á stýris-
húsinu, nrúður brotnuðu, kompás
inn hvarf n\eð öllu og genditæk
ið bilaði, því ræsir sendisins
fannst ekki á eftir. — Tvö þung
anker, sesm lágu fram á, hurfu
með öllu og ýmsar fleiri skemmd
ir urðu á bátnum en aflinn, sem
var á /þilfari, fór allur í sjóinn.
Óðinn kom á vettvang.
Mikill sjór kom í vélarrúmið,
vélin gekk þó, en öll ljós biluðu
á bátnum — að einu undanteknu,
vinnuljósi í frammastri. Var bátn
um siglt alllengi á slysstaðnum
á hægri ferð, en öll leit að Guð
mundi og Þórarni varð árangurs
laus.
Vb. Gunnvör frá ísafirði var
þarna nærstödd, en veitti þessu
ekki athygli fyrr en skipverjar á
Kristjáni Hálfdáns komust í kall
færi við Gunnvöru. Mun Gunn-
vör hafa kallað upp varðskipið
Óðin, sem kom á vettvang stuttu
seinna, og dró bátinn til ísafjarð
ar þar sem hann liggur nú.
Jón Eggert, sem er aðeins 25
ára, tók við stjórn bátsins í
haust og hefur reynzt hinn ágæt
asti skipstjóri. Er þungur harm-
ur kveðinn að vandamönnum
hinna látnu og votta allir Bol
víkingar þeim dýpstu samúð
sína. — Fréttaritari.
ákaflega vinsæl og í gær hringdu
margir af lesendum blaðsins og
spurðu hvort við vissum hvern-
ig farið hefði fyrir Ðiönu Barry
more eftir að sögunni lauk. Þau
urðu örlög hennar, að hún fannst
látin í rúmi sínu 26. janúar 19&0,
38 ára að aldri. Þá voru liðin
tvö ár frá því hún skrifaði ævi-
sögu sína.
Árið 1958, skömmu eftir að sag
an kom út í Bandaríkjunum, var
hafizt handa um að kvikmynda
ævi Diönu Barrymore, og var sú
kvikmynd frumsýnd í Austur-
bæjarbíói í fyrradag. DiönU
Barrymore leikur Dorothy Mal-
one, föður hennar, leikatrann
John Barrymore, leikur Errol
Flynn, sem nú er látinn.
Kvikmyndin er byggð á sög-
unni, sem Gerold Frank færði
í letur. Leikstjóri var Art
Napoleon.
Strax í fyrradag var mikil að
sókn að kvikmyndinni, enda sögu
persónurnar þegar þekktar úr
framhaldssögu Morgunblaðsins.
— Laos
Framh. af bls. 1
ir komu hans. Verður konungur
sjálfur í forsæti á fundinum. —
Bouavan Norasing, upplýsinga.
málaráðherra, sagði á blaða.
mannafundi í dag, að á fundin-
um yrðu ræddar þrjár hugsan-
legar leiðir til að koma á friði
í landinu:
11 Myndun nýrrar ríkisstjórnar
2)
með þátttöku Pathet Lao.
Aukin áhrif núverandi ríkis-
stjórnar með skipun fleiri
ráðherra.
5) Eftirlitsnefndin frá 1954 verði
—I aftur kölluð til Laos.
Bouavan hafði það eftir
Phoumi Nosavan hershöfðingja,
sem er aðstoðar-forsætisráðherra
og varnarmálaráðherra núver-
andi stjórnar, að nú væru í La-
os 15 herflokkar frá Norður-
Vietnam, samtals um 12000 her-
menn. Auk þess væru þar um
eitt hundrað íússneskir tækni-
fræðingar.
Bouavan sagði, að margir
unglingar í héruðum kommún.
ista í Norður-Laos hefðu verið
sendir til Norður-Vietnam, aðr-
ir væru í nauðungarvinnu. Þá
hefðu nokkur þorp verið
brennd til grunna vegna þesa
að íbúarnir höfðu barizt fyrir
ríkisstjórnina. Ráðherrann kvað
500 hermenn vinstrisinna hafa
gengið í lið með ríkisstjórninjy
undanfarnar vikur.