Morgunblaðið - 10.02.1961, Side 6

Morgunblaðið - 10.02.1961, Side 6
6 MORGVNBLAÐIh Fösfudagur 10. febrúar 1961 Regla komin á reikninga ríkisins Fyrirfram endurskoðun undirbúiir RœÖa Gunnars Thoroddsen fjármála- ráðherra á Alþingi í gœr RÍKISREIKNIN GURINN fyrir árið 1959 var tekinn til framhalds annarrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, tók fyrstur til máls og fer ræða hans hér á eftir: í>að frv., sem hér liggur fyrir, fjallar um samþykkt á ríkis- reikningnum fyrir árið 1959. Meðferð þessa máls hér í þing- inu hefur orðið nokkuð óvenju- leg. Það hefur gerzt, að minni hl. hv. fjárhagsnefndar (Skúli Guðm. og Einar Olg.) hefur taf- ið afgreiðslu málsins síðan fyrir jól og leggur nú til, að frv. verði vísað frá með „rökstuddri" dag- skrá. Ég skal nú fyrst rekja stutt- lega, hvernig háttað er undir- búningi og afgreiðslu reikninga ríkissjóðs og ríkisstofnana. Upp. gjor, meðferð og afgreiðsla ríkis reiknings eru í stórum dráttum á þessa leið: Meðferð ríkisreiknings 1) í fyrsta lagi þarf að á- kveða hvenær eigi að loka reikningum. Hefur sá háttur verið á hafður lengi, að reikn- ingum ríkisins er haldið opnum langt fram yfir áramót og jafn- vel fram á sumar. Það er mikils varðandi fyrir meðferð fjár- málanna, að reikningum sé lokað sem allra fyrst. 2) Eftir að reikningum hefur verið lokað, gengur ríkisbók- haldið frá þeim og býr út heild- Gunnar Thoroddsen og tillögur yfirskoðunarmanna liggja fyrir, er þetta allt prentað með reikningnum í heild. Það eru samin tvö frurpvörp í sam- bandi við hvem ríkisreikning, annað frv. til samþykktar á rík- isreikningum, eins og stjórnar- skráin gerir ráð fyrir, og hitt frv. til fjáraukglaga, ef þess ger- ist þörf, en fjáraukalögin eru samin eftir tillögum yfirskoðun.. armanna. 8) Frv. um samþykkt á ríkis- reikningi og frv. til fjárauka- laga, ásamt rikisreikningnum sjálfum með athugasemdum, svörum og tillÖgum yfirskoðun- armanna er síðan lagt fyrir Al- þingi til afgreiðslu. Þetta er í stórum dráttum gangur þessara mála. Þriggja og fjögra ára dráttur Sá hefur siður verið í landi voru um*langan aldur, að óhæfi- lega mikill tímj hefur liðið frá lokum reikningsárs og til end- anlegrar afgreiðslu Alþingis á ríkisreikningnum. Ef litið er yfir síðustu 30 ríkisreikninga, frá árunum 1928 til 1957, þá lít- ur dæmið þannig út, að fjórir þessara reikninga hafa verið af- greiddir á öðru ári eftir reikn- ingslok, 19 þeirra hafa verið af- greiddir á þriðja ári og sjö þeirra ekki fyrr en á fjórða ári eftri að reikningsárinu lauk. Lítum við á síðasta áratuginn kemur í ljós, að reikningarnir hafa ekki verið afgreiddir fyrr en á þriðja ári eftir reiknings- lok. Ríkisreikningurinn fyrir 1950 var ekki afgreiddur frá Al- þingi fyrr en í ársbyrjun 1953. Reikningurinn fyrir 1951 var af- greiddur 1954, reikningurinn 1952 afgreiddur á árinu 1955, reikningurinn 1953 afgreiddur á árinu 1956, reikningurinn 1954 á árinu 1957, reikningurinn 1955 á árinu 1958, og reikningurinn 1956 á árinu 1959. Öll þessi ár tókst ekki fyrr en á þriðja ári eftir reikningslok að afgreiða ríkisreikninginn endanlega. Það er auðvitað hverjum m-anni ljóst, sem við f jármál fæst, að svona búskapur og reiknings- hald á engan rétt á sér. Ég ætla, að hvert ein-asta fyrirtæki í land- inu, sem telst sæmilega rekið, íeyni að gera upp reikning-a sína, hafa þá tiibúna og fá þá endan- lega afgreidda ekki aðeins á fyrstá ári eftir lok reikningsárs, heldur sem allra fyrst á því ári. Eg ætl-a, að sá ósiður, sem hefur blómstr-að svo vel síðasta áratug- inn, að afgreiða aldrei ríkisreikn inginn fyrr en á þriðja ári, sé fátíður hjá öðrum aðiljum í þjóð- félagi okkar. Frarnh. á bls. 8 Málverkasýningu Elíasar Halldórssonar í Boga- salnum lýkur um helgina UNGUR listmálari, Elías Hall- dórsson frá Borgarfirði eystra, opnaði málverkasýningu í Boga- sal Þjóðminjasafnsins sl. laugar- dag. Sýnir hann þar 60—70 kol-, túss- og krítarteikningar. Hefur margt manna sótt sýninguna og 17 myndir hafa selzt. Listkynning Morgunblaðsins varð fyrst til þess að kynna þennan unga listamann. Hafði hann fyrstu sýningu sína í sýn- ingarglugga blaðsins. — Hann stundaði nám í Handíðaskólan- um en síðan í Stuttgart í Þýzka Flugrit Lissábon, 8. fébrúar — (NTB) LANDSTJÓRI Portúgals í Ang- ola, dr. ’ Silva Tavares, hefur beint þeim tilmælum til Afríku- manna í nýlendunni, að þeir sýni ró og stillingu, að því er blöð í Lissabon herma í dag. Fréttir bárust um það frá Luanda í Angola í dag, að flug- ritum hefði verið dreift í Lu- anda og væri jafnvel útlit fyrir að til tíðinda drægi þar á ný. Elías Halldórsson. landi og í Konunglega llstahá- skólanum í Kaupmannahöfn. Sýning Elíasar Halldórssonar í Bogasalnum er íþin frá kl. 2 til kl. 10 síðdegis. Uýkur henni nk. sunnudagskvöld. Ætti fólk að nota tækifærið til að skoða hana í dag og á morgun. arríkisreikninginn. 3) Reikningurinn er síðan prentaður. 4) Yfirskoðunarmenn Alþing. is, þrír trúnaðarmenn, sem Al- þingi kýs til þeirra starfa, fara yfir reikningana, kanna þá og gera athugasemdir. 5) Athugasemdir yfirskoðun- armanna eru sendar fjármála- ráðuneytinu, sem ýmist semur, eða annast um, að samin séu í hlutaðeigandi ráðuneytum og ríkisstofnunum, svör við at- hugasemdum. 6) Yfirskoðunarmenn fá þessi svör og gera tillögur út af þeim. Þær tillögur eru með ýmsum hætti. Stundum telja yfirskoð- unarmenn, að athugasemdþeirra sé „fullnægt með svarinu", stundum, að „við svo búið megi standa“. Stundum segja þeir, að aths. sé til athugunar eða „eftir- breytni framvegis", eða „til við- vörunar framvegis", og loks vísa þeir málinu stundum „til aðgerða Alþingis". 7) Þegar athugasemdir, svör trjágreinar Félag garðyrkjumanna ‘hef- ur sent frá sér aðvörun til skrúðgarðaeigenda, þar sem það vegur athygli á því að þetta sé sá árstími sem he-ppi- legastur er til að klippa tré og runna, því nú er gróður í fullum dvala og engin hætta á safarennsli, eins og eftir að tré og runnar fara að lifna við. Segja garðyrkjumenn að á- ríðandi sé að klippa tré og runna á minnst tveggja ára fresti, ef fólk vill fá falleg tré og arð af berjarunnum sínum. Og einnig að klippa þurfi burtu dauðar greinar, hreinsa upp átusárin og bera á þau á reyniviði, sem áta herjar á. Oft vill það verða þannig að fólk feir ekki að hugsa um garða sína fyrr en sá tími er kominn, að það vil.1 fara að hafa þá fallega. En til að f-á trén beinvaxin og falleg þarf frá byrjun að fjarlægja þær greinar sem gera tréð útlitsljótara og draga úr vexti þess. Og berjarunna þarf að grisja, svo að hver grein fái nægjanlegt ljósmágn og fjar- lægja elztu greinarnar svo að nýjar komi í staðinn. Skv. þessu telja garðyrkju- mennirnir sem sagt tíma til kominn að fara að hugsa um að klippa trjágreinarnar. Og kemur Velvakandi þeirri að- vörun áfram til garðeigenda. ♦ Gægjugötin fáanleg Hér komu tveir ungir dreng ir fyrir nokkrum dögum. Kváðust þeir hafa séð þau ummæli í dálkum Velvak- anda, að gægjugöt á hurðir fengjust ekki hér á landi. En það sögðust þeir vilja leið- rétta. Gægjugöt hefðu þeir séð í jáirnvöruverzlun á Æg- isgötu 4. Er því hérmeð kom- ið á framfæri við þá sem á- huga kynnu að hafa á því að geta séð hver ber að dyrum, áður en þeir opna hurðir sín- ar, og bæ með „stórborgar- brag“ eins og Reykjavík virð- ist stundum ekki vanþörf á því. • Mikið drukkið af veikum og sterkum drykkjum mmm—mmmmmmmaBJi í blaðinu var um daginn skýrt frá því, að íslendingar mundu eyða um 70 milljón- um í happdrættismiða á ári. Safnast þegar saman kemur. Og við eyðum í fleira, sem ekki getur talizt til brýnustu nauðsynja. Það kemur að vísu engum á óvart að mikið fé fari í tó- bak og áfengi á ári hverju, enda reiknast Eiríku Frið- riksdóttur, hagfræðingi, sem vinnur að skýrslugerð hjá Framkv.bankanum svo til að 7%% af öllum útgjöldum einstaklinga í landinu sé eytt í þessa tvo liði. Tölur hennar eru frá 1957, en hundraðstal- an ætti ekki að taka miklum breytingum frá ári til árs, þó krónutalan breytist. En það kom mér á óvart að sjá hve miklu við eyðum í gos- drykki. Það ár keyptu íslend- ingar gosdrykki fyrir 44 millj. króna. Fóru þá 9% af útgjöldum einstaklinga það ár í áfengi, tóbak og gos- drykki. Hér er reiknað með smásöluverði á þessum vör- um, ekki gert ráð fyrir neitt af þessu sé keypt á veitinga- 'húsum við hækkuðu veirði. Þrátt fyrir góða vatnið okk- ar og mjólkina drekkum við sýnilega talsvert af öðrum drykkjum, bæði sterkum og veikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.